Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÁTJÁN ára gamall þýskur piltur réðist í gærmorgun til inngöngu í gamla barnaskólann sinn í Emsdett- en í vesturhluta Þýskalands vopnað- ur byssum og með sprengiefni bund- ið um sig miðjan. Maðurinn særði ellefu – kennara, umsjónarmann í skólanum og nemendur – áður en hann fannst sjálfur látinn. Talsmenn lögreglunnar sögðu lík unglingsins hafa fundist í einni kenn- arastofu skólans og við hlið hans voru tvær haglabyssur, en hlaup þeirra höfðu verið söguð af. Pilturinn hét Sebastian Bosse og var hann fyrrverandi nemandi í Geschwister Schell-menntaskólanum í Emsdet- ten, en bærinn er nálægt hollensku landamærunum. Ekki var ljóst hvernig dauða hans bar að, en líklegt þótti að hann hefði skotið sig. Fimm þeirra sem Bosse særði lágu þungt haldin á sjúkrahúsi í gær, en voru þó ekki í lífshættu. Bosse hafði boðað árás sína á skól- ann á heimasíðu sinni, að því er lög- reglan greindi frá í gær. „Hann var einfari og afar óhamingjusamur. Yf- irlýsingar sem hann gaf á vefsíðu sinni mátti túlka þannig að hann ætl- aði að fremja sjálfsmorð þannig að eftir yrði tekið,“ sagði Wolfgang Schweer ríkissaksóknari. Tveimur vefsíðum Bosses var lok- að eftir atburðina í gær en á þeim var m.a. að finna myndir af piltinum þar sem hann mundaði skotvopn. Þá er Bosse sagður hafa skrifað á Netið: „Það eina sem ég lærði í skóla er að ég er aumingi. Ég hata fólk. Þau verða að deyja.“ Mikið öngþveiti skapaðist Bosse réðst til atlögu í skólann um klukkan hálftíu í gærmorgun. Hann var þá með gasgrímu fyrir andlitinu og skaut af byssu sinni af handahófi, þannig að mikið öngþveiti skapaðist á skólalóðinni. Særðust kennari við skólann og umsjónarmaður er þau reyndu að stöðva hann. Vel gekk þó og hratt að rýma skólalóðina. Bosse kom sér í framhaldi fyrir í skólastofu á annarri hæð en þar skaut hann nokkrum reyksprengj- um, þannig að svo leit út sem kvikn- að væri í skólanum. Sérsveit þýsku lögreglunnar kom skjótt á vettvang og umkringdi skólann en liðsmenn hennar munu aldrei hafa skotið af vopnum sínum. Gekk berserksgang í gamla skólanum sínum Reuters Við öllu búnir Sérsveitarmenn voru komnir skjótt á vettvang. Í HNOTSKURN » Þýskir fjölmiðlar höfðueftir nemendum við Scholl-skólann í Emsdetten að þeim hefði þótt Sebastian Bosse „ógnvænlegur“. » Atburðirnir í gær hafavakið upp minningar um verstu árás þessarar tegundar í Þýskalandi, sem átti sér stað í apríl 2002 en þá drap fyrr- verandi nemandi í skóla í Erfurt sextán áður en hann tók eigið líf. Átján ára þýskur unglingur fannst látinn, eftir að hann hafði sært ellefu GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kom í stutta heim- sókn í gær til Bogor í Indónesíu, en hann er á ferðalagi um Asíu. Um 2.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn Bush við þetta tilefni en á fréttamannafundi með Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, lét Bush sér fátt um finnast, sagði mótmælin fyrst og fremst til marks um að lýðræðið í Indónesíu, og réttur manna til að lýsa skoðunum sínum, stæði traustum fótum. Reuters Mótmæltu heimsókn Bush Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEGAR Pólverjar gengu í Evr- ópusambandið (ESB) í maímánuði 2004 óraði líklega engan fyrir því að nú tveimur og hálfu ári síðar myndi sú staða koma upp, að ekki væri hægt að ráðstafa styrkjum úr sjóðum sambandsins vegna skorts á vinnuafli. Þetta er engu að síður staðreynd vegna mikils brottflutn- ings Pólverja til annarra ríkja. Dagblaðið International Herald Tribune skýrði frá þessu fyrir skömmu, en þar kemur fram að ekki sé hægt að nota fé úr sjóðum ESB til að hefja vegafram- kvæmdir í Varsjá vegna skorts á starfskröftum. Er þar jafnframt vikið að þeirri staðreynd, að 800.000 Pólverjar hafi flust frá heimalandi sínu síðan að það gekk í ESB, straumur sem er talinn einn sá mesti í álfunni frá því að Írar flykktust vestur um haf í leit að betra lífi um miðja 20. öld. Þá kemur fram í umfjöllun blaðsins Irish Times í tilefni heim- sóknar Janusz Sniadek, leiðtoga helsta verkalýðsfélags Póllands, til Írlands í gær, að 174.000 Pólverjar væru nú við störf í landinu. Hugð- ist Sniadek ræða leiðir til að tryggja réttindi þessa fólks. Þiggja atvinnuleysisbætur Atvinnuleysi í Póllandi er nú um 15 prósent og segja viðmælendur IHT, að seinkun framkvæmda geti haft alvarlegar afleiðingar með því að draga úr fjárfestingu. Þrátt fyr- ir að atvinnuleysið mælist svo mik- ið segir blaðið, að vinnuveitendur geti ekki fundið fólk til starfa í byggingariðnaðinum og heilbrigð- isgeiranum sama hversu mikið þeir auglýsi. Er sérstakt dæmi tekið af múrurum, sem grunur leikur á að skrái sig atvinnulausa til að þiggja bætur, á sama tíma og þeir starfi erlendis á hærri launum en þeir ættu kost á heima við. Þegar Pólland og sjö önnur fyrrum Austantjaldsríki, auk Möltu og Kýpur, gengu í ESB 2004 voru ESB-ríkin Bretland, Svíþjóð og Írland þau einu til að setja engar takmarkanir á straum verkafólks frá þessum ríkjum. Síð- an hafa margir farið til Bretlands- eyja og áætlar skoska blaðið The Scotsman, að minnst 20.000 Pól- verjar séu nú við störf í landinu auk hugsanlega 100.000 óskráðs verkafólks til viðbótar. Segir í blaðinu, að Lech Kac- zynski Póllandsforseti vonist til að bráðum muni straumurinn liggja í hina áttina. Bendir hann á, að at- vinnuleysi hefði dregist saman úr 17,6% í 14,9% á síðasta ári, en hann hefur einnig vísað til þess, að straumur launafólks til annarra ríkja hafi átt þátt í almennri launa- hækkun á pólskum vinnumarkaði. Að auki sendi margir hluta launa sinna heim og örvi þannig pólska hagkerfið. Mikill brottflutningur sérhæfðs verkafólks leiðir til manneklu í heimalandinu Skortur á vinnuafli í Póllandi Reuters Launaskrið Lech Kaczynski for- seti segir laun hafa hækkað. Peking. AFP. | Næstum því hver ein- asti sakborningur í Kína sem hefur verið dæmdur saklaus fyrir glæp sem hann framdi ekki var pyntaður áður en „játning“ lá fyrir, að því er hátt settur aðili í kínverska dóms- kerfinu lét hafa eftir sér í gær. Samkvæmt opinberum upplýsing- um hafa a.m.k. 30 aðilar verið dæmd- ir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki og er talið líklegt að talan sé mun hærri, að því er Xinhua-fréttastofan hafði eftir Wang Zhenchuan, aðstoð- arsaksóknara stjórnarinnar. Að sögn Xinhua var farið af stað með herferð í mars sem ætlað er að binda enda á beitingu pyntinga, sem m.a. felst í því að sumar yfirheyrslur verða teknar upp. Áður hafði stjórn- in vísað á bug ásökunum Manfreds Nowaks, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í pyntingum, um að þær væru algengar í dómskerfinu. Pyntingar algengar í Kína Eiga þátt í mörgum röngum dómum Berlín, Karlsruhe. AP, AFP. | Þýska lög- reglan hefur yfirheyrt sex aðila sem eru grunaðir um að hafa ætlað að sprengja farþegaflugvél í loft upp. Hugðust sexmenningarnir, auk fleiri aðila sem liggja einnig undir grun en hafa ekki verið yfirheyrðir, koma fyrir sprengiefni í farangursrými vélarinnar, að því er sagði í tilkynn- ingu frá ríkissaksóknara í gær. „Í sumar höfðu nokkrir einstak- lingar sem liggja undir grun sam- band við aðila sem hafði aðgang að öryggissvæði flugvallarins,“ sagði ennfremur í yfirlýsingunni. Kom þar einnig fram, að sami aðili hafi fallist á að smygla sprengiefni sem yrði fal- ið í tösku um borð gegn þóknun. Þýsk dagblöð segja að skotmarkið hafi verið flugvél ísraelska flug- félagsins El Al og Frankfurt-flug- völlur en í yfirlýsingu ríkissaksókn- ara var fullyrt að áætlunin hefði farið út um þúfur eftir að hinum grunuðu mistókst að ná samkomulagi við starfsmanninn um greiðslu. Lögreglan handtók sexmenn- ingana síðasta föstudag og var fimm þeirra sleppt að loknum yfir- heyrslum daginn eftir. Þeim sjötta var hins vegar haldið lengur í varð- haldi. Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan tvær sprengjur um borð í þýskri lest sprungu ekki vegna galla. Hugðust sprengja farþegavél Þýska lögreglan yfirheyrir sex aðila Kempten. AFP. | Þýskur hjúkrunar- fræðingur var í gær dæmdur í lífstíð- arfangelsi eftir að hafa játað að hafa gefið 28 sjúklingum, sem flestir voru á gamalsaldri, banvænar sprautur. Hjúkrunarfræðingurinn, sem heitir Stephan Letter og er 28 ára, hefur verið kallaður „engill dauðans“ í þýskum dagblöðum, en hann var fundinn sekur um 12 morð, 15 mann- dráp og fimm tilraunir til mann- dráps. Morðin voru framin á tíma- bilinu frá ársbyrjun 2003 og fram að miðju sumri 2004 á sjúkrastofu í Sonthofen, skammt frá bænum Kempten í Suður-Þýskalandi. Lát fólksins vakti í fyrstu ekki grunsemdir en eftir að Letter var handtekinn fyrir þjófnað á lyfjum játaði hann þau á sig. Í kjölfarið voru 42 lík grafin upp og þau krufin, oft við mikil mótmæli aðstandenda. „Engill dauð- ans“ í fangelsi ♦♦♦ London. AFP. | Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper eins og hann hef- ur verið nefndur á ensku, var „óhugnanlega venju- legur“ í útliti, smávaxinn en þéttur á velli, um eða yfir þrítugt að aldri. Kobbi kviðristir drap fimm vændiskonur í London á níunda áratug nítjándu aldar en lögreglan hafði aldrei hendur í hári hans. Nú hefur yfirmaður greiningardeildar ofbeldisglæpadeildar bresku lögreglunnar, Laura Richards, kynnt niðurstöður rannsóknar sinnar en þær leiða í ljós mann sem var „fullkomlega heill á geði, óhugnanlega venjulegur og þó fær um ótrúlega grimmd“. Fullyrðir John Grieve, fyrrverandi yfirmaður Lundúna- lögreglunnar, að niðurstaða rannsóknar Richards, sem komið hefur að greiningu í ýmsum umtöluðustu morðmálum seinni tíma í Bretlandi, hefði leitt til þess að lög- reglunni tækist að handsama Kobba. „Óhugnanlega venjulegur“ Kobbi kviðrista?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.