Morgunblaðið - 06.12.2006, Side 45

Morgunblaðið - 06.12.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 45 dægradvöl Borðaði ég kvöldmat í gær? Frásagnargáfa og húmor eins og Íslendingar vilja hafa hann „Þetta er þaulhugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu 13. nóvember Nýtt íslenskt skáld Óskar Magnússon Staðan kom upp á minningarmóti Capa- blanca sem lauk fyrir skömmu í Ha- vanna á Kúbu. Rússinn Evgeny Bareev (2683) hafði hvítt gegn heimamanninum Lazaro Bruzon (2648). 34. Bxf6! Ba6 hvítur hefði einnig staðið til vinnings eftir 34 … gxf6 35. Dxb7+. 35. Bc3 Dg5 36. Db1+ Kh8 37. Db8+ Kh7 38. Db1+ Kh8 39. Db8+ Kh7 40. De5 Dg6 41. Bd4 hvítur hefur unnið tafl og innbyrti hann vinninginn tuttugu leikjum síðar. 41 … Be2 42. Kf2 Bc4 43. e4 Kg8 44. De7 Bb5 45. Bc3 h5 46. Bb2 Dh6 47. Bc3 Dg6 48. Bd2 Kh7 49. Dg5 Dd6 50. Dxh5+ Kg8 51. De8+ Kh7 52. Dh5+ Kg8 53. Dg5 Dd3 54. De3 Df1+ 55. Kg3 Dc4 56. Bc3 Kh7 57. Dd4 Df7 58. De5 Kg8 59. Db8+ Kh7 60. Df4 Dc4 61. De5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Dýr misskilningur. Norður ♠Á10 ♥ÁD32 ♦D86 ♣G932 Vestur Austur ♠9832 ♠G74 ♥97 ♥G864 ♦G92 ♦75 ♣ÁD65 ♣K1084 Suður ♠KD65 ♥K105 ♦ÁK1043 ♣7 Suður spilar 4♠ Bjarni Einarsson hafði tilfinningu fyrir því að Bandaríkjamennirnir Pas- sell og Wold væru ekki alveg með sagn- ir á hreinu en þeir höfðu nýlega tekið upp flókið biðsagnakerfi og voru enn á slípunarstiginu. Spilið kom upp í Koeh- ane-keppninni á Hawaii sem Íslend- ingasveit Tony Kadays vann. Passell vakti á Precision-tígli í norður, Wold svaraði á spaða og Passell sagði eitt grand. Allt eðlilegt fram að þessu. En nú sagði Wold í suður tvö grönd, sem var veltisögn í þrjú lauf, og síðan þrjá spaða í kjölfarið til að sýna skiptinguna 4–3–5–1. En Passell var ekki á sömu bylgjulengd og sagnir enduðu í fjórum spöðum á 4–2 samlegu. Þungar stunur Passell sannfærðu Bjarna um misskiln- inginn og hann ákvað að spila upp á stytting - húrraði út laufás og meira laufi sem reyndist vera banvæn vörn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 spýtubakka, 8 lófinn, 9 seinka, 10 veið- arfæri, 11 kremja, 13 sælu, 15 káta, 18 lítið, 21 setti, 22 háski, 23 erfðafé, 24 pretta. Lóðrétt | 2 fjáður, 3 þekkja, 4 féllu, 5 hefja, 6 draug, 7 afturendi, 12 fóstur, 14 læri, 15 not, 16 stétt, 17 gömul, 18 vinna, 19 huldumaður, 20 lifa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bugur, 4 skjár, 7 lasin, 8 orkan, 9 náð, 11 reit, 13 eira, 14 útför, 15 flón, 17 rúmt, 20 haf, 22 kræfa, 23 lyfið, 24 neita, 25 taðan. Lóðrétt: 1 bolur, 2 gesti, 3 rann, 4 stoð, 5 jakki, 6 renna, 10 álfta, 12 tún, 13 err, 15 fíkin, 16 ótæti, 18 úlfúð, 19 tíð- in, 20 hala, 21 flot. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Ungur ökumaður á BMW á sum-ardekkjum hefur játað á sig ofsaakstur. Hversu hratt ók hann? 2 Sigríður B. Guðjónsdóttir hefurverið skipuð aðstoðarríkislög- reglustjóri. Við hvað starfaði hún? 3 Á listaverkauppboði var boðinupp þrykkmynd eftir einn af meisturum síðustu aldar. Hver var hann? 4. Vinstrihreyfingin – grænt fram-boð hefur ákveðið framboðs- lista sinn í Suðurlandskjördæmi. Atli Gíslason leiðir listann en við hvað starfar hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1 Í hvaða bandaríska stórblaði birtist harðorður leiðari gegn afstöðu Íslendinga varðandi bann með botnvörpuveiðar á út- höfunum? Svar: Washington Post. 2. Mikl- ar umræður hafa orðið um nauðsyn vega- bóta á aðalvegum út frá borginni vegna banaslyssins á laugardag og for- stöðumaður Rannsóknarnefndar umferð- arslysa sagt brýnt að aðskilja aksturs- leiðir á vegunum til að fyrirbyggja slík slys. Hver er hann? Svar: Ágúst Mogensen. 3. Íslenskur rithöfundur hefur verið til- nefndur til ítölsku Nonino-verðlaunanna. Hver er hann og fyrir hvaða verk? Svar: Guðbergur Bergsson fyrir Svaninn. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    EFTIR blóði drifna slóð Frelsarans í Píslarsögu Mels Gibson, er Leiðin til Betlehem (The Nativity Story), blessunarlega friðsæl og falleg mynd um Jósef og Maríu og fæð- ingu Jesú. Hún segir á látlausan hátt sögu af unglingsstúlkunni Mar- íu (Castle-Hughes), sem er skyndi- lega skellt í hnapphelduna að ráði föðurs síns. Samkvæmt siðvenjum fær María engu ráðið um maka- valið, en lætur það yfir sig ganga, það er óumflýjanlegt og smiðurinn Jósef (Isaac), virðist vænsti maður. María er ekki búinn að jafna sig á ráðahagnum þegar enn óvænni og alvarlegri atburðir gerast. Á hennar fund kemur erkiengillinn Gabríel og tjáir henni að hún verði þunguð af heilögum anda og muni í fyllingu tímans fæða dreng sem er sjálfur Messías og spámennirnir hafa boð- að, hinum rómversku valdhöfum til hremmingar. Flest þekkjum við þessa sögu til enda, við minnumst hennar á fæð- ingardegi Frelsarans og hér fá börnin skýra og umbúðalausa mynd af atburðunum, lítið er vikið frá textanum eins og maður minnist hans úr biblíusögum bernskunnar. Leikstjórinn Hardwicke (Thirteen), og handritshöfundurinn Mike Rich, varast alla dramatíska útúrdúra en leggja áherslu á að draga upp mynd af venjulegu fólki sem lendir í at- burðarás sem er stærri en lífið sjálft. Ekkert ofbeldi né blóðs- úthellingar, heldur er sagan rakin líkt og í röð biblíumyndanna sem gefnar eru í sunnudagaskólum. Enginn íburður né tilgerð, af þeim ástæðum finnst sjálfsagt ein- hverjum Leiðin til Betlehem flöt og líflítil. Að gera mynd um „stærstu sögu allra tíma“, líkt og hún er gjarnan kölluð, atburðarásina í landinu helga fyrir röskum tveimur árþúsundum, er mikill ábyrgð- arhluti. Hollywood og fleiri hafa oft- ast unnið úr henni glansmyndir, aðrir hafa smáð hana, hér fáum við útgáfu sem heldur sig við milliveg- inn og hefði gjarnan mátt vera tal- sett á íslensku því í einfaldleikanum á hún ekki síst erindi til yngri barnanna. Sagan samkvæmt guðspjöllunum KVIKMYNDIR Háskólabíó, Regnboginn Leikstjóri: Catherine Hardwicke. Aðal- leikendur: Keisha Castle-Hughes, Oscar Isaac, Hiam Abbass, Shaun Toub, Ciaran Hinds, Shohreh Aghdashloo. 100 mín. Bandaríkin 2006. Leiðin til Betlehem – The Nativity Story  Sæbjörn Valdimarsson Leiðin til Betlehem „Ekkert ofbeldi né blóðsúthellingar heldur er sagan rakin líkt og í röð biblíumyndanna sem gefnar eru í Sunnudagaskólum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.