Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ERLENDIR ríkisborgarar, alls 83, léku aðalhlutverkið í óeirðunum sem urðu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn á laugardag, að sögn lögreglunnar í borginni. Tveir særðust illa í átök- unum, lögreglumaður og mótmæl- andi. Allt var með kyrrum kjörum í gær en alls voru 273 handteknir. Flestir þeirra voru látnir lausir í gær og búist var við að útlendingarnir fengju frelsi í dag. Dómari hafnaði að sögn Jyllandsposten kröfum lög- reglu um gæsluvarðhald yfir átta manns þar sem ekki þóttu liggja fyr- ir nægar sannanir um sekt þeirra. 15 ára stúlka var einnig látin laus þar sem ekki var pláss á viðeigandi stofnun fyrir hana. Haft var eftir Per Larsen yfirlög- regluþjóni að ljóst væri að óeirðirnar hefðu verið skipulagðar í þaula. „Þeir komu ekki til Kaupmannahafn- ar til að gera jólainnkaup,“ sagði hann um óeirðaseggina. Segist lög- reglan staðráðin í að afla sannana gegn upphafsmönnunum. Átökin hófust þegar lögregla vildi dreifa hópi ungmenna sem var að mótmæla væntanlegri lokun Ung- domshuset, félagsmiðstöðvar sem stendur við Jagtvej. Hústökumenn hafa búið þar síðan 1982 en árið 2001 seldi borgin litlum, kristilegum söfn- uði húsið. Hústökumenn sögðu söl- una hafa verið ólöglega en Eystri landsréttur hafnaði kröfum þeirra í lok ágúst. Talið er að 300–500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum og kastaði fólkið götusteinum, einnig var flösk- um og málningarsprengjum fleygt á lögreglumenn og bareflum og flug- eldum beitt. Lögreglan greip til táragass og notaði kylfurnar. Byggð voru götuvígi úr sorptunnum og reiðhjólum og eldar kveiktir. Á sama tíma fóru um 150 grímuklædd ung- menni niður Nørrebrogade í átt að miðborginni, eyðilögðu bíla og brutu búðarglugga. Um er að ræða mestu átök í borginni frá 1993. Reuters Bardagi Óeirðaseggir kasta grjóti í lögreglubíla í Kaupmannahöfn á laugardag. Tveir særðust illa í átökunum. Fjöldahandtökur vegna óeirða á Norðurbrú Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÁTÖK milli liðsmanna Hamas og Fatah, tveggja helstu flokka Palest- ínumanna, jukust enn um helgina eftir yfirlýsingu Mahmoud Abbas forseta á laugardag um að hann hygðist boða til nýrra þing- og for- setakosninga innan þriggja mánaða. Er vitað að 19 ára kona féll í hörðum bardaga í miðborg Gaza í gær og nokkrir særðust. Þúsundir manna tóku þátt í fjölda- fundi Fatah í gær en daginn áður voru það Hamas-menn sem söfnuð- ust saman og fóru ófögrum orðum um keppinauta sína. Hamas sakar Fatah um að hafa reynt að ráða Ismail Haniyeh for- sætisráðherra af dögum á fimmtu- dagskvöld í skotbardaga sem braust út á Gaza. Hamas fer fyrir ríkis- stjórninni en tilraunir Abbas, sem er Fatah-maður, til að ná samningum um þjóðstjórn beggja flokka hafa enn sem komið er mistekist. Palestínumenn eru í úlfakreppu vegna þess að alþjóðasamfélagið hef- ur að mestu hunsað ríkisstjórn Ham- as og neitar að styrkja hana með fé. Er ástæðan sú að Hamas neitar að viðurkenna tilvistarrétt Ísraels og neitar einnig að hafna hryðjuverkum sem aðferð í baráttu sinni gegn Ísr- aelum. Fjárhagur stjórnarinnar er því kominn í þrot og ekki hægt að borga ríkisstarfsmönnum full laun. Abbas sagðist telja nauðsynlegt að höggva á hnútinn með því að láta kjósendur aftur segja hug sinn en síðast var kosið til þings í janúar. Reuters Vel fagnað Mohammed Dahlan, einn af helstu áhrifamönnum Fatah, heils- ar stuðningsmönnum í borginni Jenin á Vesturbakkanum í gær. Átök vegna ákvörð- unar um kosningar TVEIR af söfnuðum ensku bisk- upakirkjunnar í Bandaríkjunum ákváðu í gær að segja skilið við kirkjudeildina vestra og lúta þess í stað yfirvaldi erkibiskups kirkj- unnar í Nígeríu, Peter Akinola, að sögn fréttavefjar breska rík- isútvarpsins, BBC. Ástæðan er óánægja með að fyrir þremur árum var samkynhneigður maður, Gene Robinson, vígður biskup. Akinola er harður andstæðingur þess að samkynhneigðir geti hlotið vígslu og sama er að segja um af- stöðu margra kristinna Afríku- manna sem líta á samkynhneigð sem mikla synd. Um er að ræða söfnuði, Truro og Falls í Virginíu, sem voru stofnaðir þegar landið laut enn Bret- um og eru þeir meðal stærstu og elstu safnaða biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum. Deilurnar um biskupsvígslu Rob- inson hafa valdið miklum deilum í biskupakirkjunni um allan heim en alls eru um 77 milljónir manna í henni, þar af tugmilljónir í Nígeríu. Nokkrir aðrir söfnuðir í Bandaríkj- unum hafa þegar sagt skilið við kirkjuna en þeir eru mun minni en umræddir tveir í Virginíu. Bisk- upsdæmið í Virginíu hefur varað söfnuðina tvo við og segir þá ekki geta ráðstafað eignum kirkjunnar. Um er að ræða milljónir dollara og er talið að málaferli vegna eignanna geti varað árum saman. Enska biskupakirkjan á rætur að rekja til atburða í Englandi á 16. öld þegar Hinrik fjórði konungur sagði skilið við Rómarkirkjuna. Kirkjusið- ir eru að miklu leyti þeir sömu og hjá kaþólikkum en biskupakirkjan við- urkennir ekki yfirvald páfa. Klofning- ur í kirkju HLUTUR húsnæðis, hita og raf- magns í útgjöldum heimilanna hér á landi jókst á milli áranna 2003 og 2005 úr 23% í 25%. Hlutfall matar og drykkjarvöru í heimilisútgjöldunum dróst hins vegar saman úr rúmum 14% árið 2003 í tæp 13% árið 2005. Þetta er meðal niðurstaðna úr rann- sókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna. Samkvæmt niðurstöðunum hækk- uðu neysluútgjöld heimilanna árin 2003–2005 um 7,0%. Á sama tíma hafði meðalstærð heimilis minnkað úr 2,58 einstaklingum í 2,50 og hækkuðu útgjöldin því um 10,2% á tímabilinu. Í úrtakinu voru um 3.600 heimili en þátt tóku tæplega 50%. Lítið eða ekkert sparað Ráðstöfunartekjur meðalheimilis í rannsókn Hagstofunnar voru um 365 þúsund krónur á mánuði árið 2005, eða tæpar 146 þúsund krónur á mann. Meðalútgjöld voru hins vegar um 341 þúsund krónur á mánuði á sama tímabili. Í Morgunkorni Grein- ingar Glitnis segir að þá séu reyndar ekki öll útgjöld talin. Það vanti vexti og afborganir af lánum sem sé tals- vert stór þáttur hjá hinum skuld- settu íslensku heimilum. Þá vanti einnig félagsgjöld og fleira. „Það er því ljóst að hið íslenska meðalheimili fer með afar lítinn hluta, ef einhvern, af ráðstöfunartekjum sínum í sparn- að,“ segir í Morgunkorninu. Morgunblaðið/ÞÖK Hækkun fylgir hækkun Húsnæðisliðurinn í heimilisútgjöldunum hefur hækkað með verðhækkun á húsnæði í landinu. Húsnæðisliður í heim- ilisútgjöldum hækkar BANDARÍSKA fjármálaeft- irlitið (The Securities and Exchange Commission, SEC) hefur ákveðið að leggja til að slakað verði á kröfum sem skráð hlutafélög þurfa að uppfylla. Tilgang- urinn er að draga úr ýmsum kostnaði félaganna. Það mun þó ekki vera ætlunin að draga úr þeirri vernd sem lög og reglur eiga að tryggja fjárfestum. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef New York Times (NYT). Segir í fréttinni að ákvörð- un SEC sé svar við gagnrýni þess efnis að löggjafinn í Bandaríkjunum hafi brugð- ist of harkalega við þeim hneykslismálum sem komið hafi upp í bandarísku við- skiptalífi á undanförnum ár- um, svo sem hjá stórfyrirtækjum eins og Enron og WorldCom. Meira aðlaðandi fyrir erlend fyrirtæki Meðal þeirra breytinga sem SEC leggur til er að svigrúm minni fyr- irtækja verði aukið gagnvart ýms- um þeim skilyrðum sem eru í hin- um svonefndu Sarbanes-Oxley lögum. Þau voru bein viðbrögð bandarískra stjórnvalda við þeim hneykslismálum sem komu upp vestanhafs. Lögin spanna allt frá ákvæðum um aukna ábyrgð stjórn- armanna til refsiákvæða við brot- um. SEC hefur einnig lagt til að er- lendum fyrirtækjum verði gert auðveldara að draga sig út af markaði í Bandaríkjunum en nú er. Núverandi reglur hafi þau áhrif að þau letji erlend fyrirtæki til skrán- ingar. Hefur NYT eftir talsmanni SEC að eftirlitið voni að hinar nýju til- lögur þess muni gera bandaríska verðbréfamarkaðinn aðgengilegri fyrir erlend fyrirtæki. SEC leggur til að slakað verði á kröfum Reuters Aðgengilegri Bandaríska fjármálaeftir- litið, SEC, vill gera verðbréfamarkaðinn í landinu aðgengilegri fyrir erlend fyrirtæki. BAUGR Group hefur keypt hlut í breska tískuhúsinu All Saints. Í til- kynningu frá All Saints er ekki gef- ið upp hve stóran hlut Baugur hef- ur keypt, en tekið er fram að um sé að ræða þýðingarmikinn minni- hluta. Frá þessu er greint í frétt á fréttavefnum Forbes. Haft er eftir Kevin Sandford, sem keypti All Saints í desember á síðasta ári, í tilkynningunni, að fjárfesting Baugs geri fyrirtækinu kleift að færa út kvíarnar, ekki að- eins í Bretlandi heldur einnig á al- þjóðlegum markaði. Þess má geta að Hagar, dótt- urfélag Baugs, eiga All Saints- verslun í Kringlunni. Baugur kaupir í All Saints í Bretlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.