Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 33
mínar kom ég oft með þær til ykk- ar í Glaðheimana, mér fannst svo mikilvægt að þær myndu líka kynnast þér og afa. Eftir að afi dó vorum við mikið saman. Þú hringdir oft í mig og spurðir hvort ég væri ekki til í að koma nú að sækja þig, við mynd- um fara og fá okkur pizzu nú eða kjúkling, sem þér þótti voða góður. Oftar en ekki komst þú svo með okkur heim og gistir yfir helgi. Mér fannst svo notalegt að geta boðið þér heim til mín sem full- orðin kona og reyndi að fá að dekra pínku við þig. Það var mikið hlegið og spjallað og dætur mínar kunnu svo sannarlega að meta gæsku þína og skopskyn eins og ég. Ég vil þakka þér fyrir, amma mín, að hafa verið til og að hafa verið eins og þú varst. Ég mun aldrei gleyma þér og vil enda þessa litlu grein á orðunum sem þú sagðir við mig þegar ég var að fara að sofa: Guð geymi þig. Elma Björk Júlíusdóttir. Þegar hugsað er til Elmu frænku okkar þá kemur upp í hug- ann falleg kona, fallegt heimili, fagurkeri mikill. Hún var ætíð kát og stutt í hláturinn, en hafði jafn- framt ákveðnar skoðanir, þá sér- staklega ef um pólitík var rætt. Voru þeim sumum ekki vandaðar kveðjurnar. Elma mátti hvergi neitt aumt sjá eða um vita. Barna- börnin voru þeim hjónum sérstak- lega kær. Var Elmu mjög umhug- að um velferð þeirra. Elma var Vestmannaeyingur mikill enda bjuggu þau hjón þar til margra ára ásamt börnum sínum, Fanneyju og Júlíusi. Heimili þeirra í Reykjavík í Glaðheimum var einstaklega smekklega búið. Alltaf var gaman að heimsæja þau þangað. Þá var rætt um allt milli himins og jarðar, og eins og áður sagði lá mín þá ekki á skoðunum sínum. En nú er að leiðarlokum komið hjá Elmu frænku okkar, sem alltaf var svo jákvæð og skemmtileg. Minningin um góða konu mun áfram ylja okkur sem eftir erum. Kæru Fanney og Júlíus og fjöl- skyldur ykkar, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Börn Magneu og Jónínu, systra Elmu. ✝ Axelma Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 20. des- ember 1921. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu hinn 5. desember sl. For- eldrar hennar voru Jón Tómasson og Guðrún S. Há- konardóttir. Ax- elma átti átta systk- ini. Þau eru: Axel, Vilborg, Margrét, Fanney, Anton, Agnar, Sigurlaug og Jónína. Axelma giftist Júlíusi Ingi- bergssyni frá Vestmannaeyjum og áttu þau saman tvö börn, Guð- rúnu Fanneyju, f. 17.1. 1950, og Júlíus Rafn, f. 25.10. 1954. Axelma, eða Elma eins og hún vildi vera kölluð, flutti til Vest- mannaeyja um 16 ára aldur og giftist Júlíus Ingibergs- syni. Þar rak hún heimili þeirra hjóna ein og óstudd, enda Júlíus sjómaður og lítið heima við. 1966 flytja þau hjónin til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til æviloka. Elma var félagi í Kvenfélag- inu Heimaey og tók nokkuð virkan þátt þar. Einnig vann hún ýmis önnur störf eftir að börnin höfðu flust að heiman, enda var Elma þekkt fyrir dugn- að og atorkusemi. Á síðustu árum ævinnar dvaldi hún á Hrafnistu. Útför Axelmu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Fallin er frá elskuleg tengda- móðir mín Elma Jónsdóttir. Mín fyrstu kynni af Elmu voru fyrir áratug síðan þegar við Júlíus kynntumst. Elma var góð kona og hjartahlý. Hún var mjög hjálpsöm og gjafmild og vildi allt fyrir alla gera. Hún var barngóð, enda sóttu öll barnabörnin í að heimsækja ömmu og afa í Glaðheima. Það var fastur liður hjá okkur hjónunum að fara inn í Glaðheima um helgar og seinna á Hrafnistu. Það var sérlega kært með þeim mæðginum og í raun einstakt sam- band þeirra á milli. Elma var mjög fróðleiksfús og las hún mjög mikið hinar ýmsu bókmenntir. Mér er minnisstætt er ég fór með tengdaforeldrum mínum og minni fjölskyldu veturinn 2000 til Kanaríeyja. Elma var byrjuð að pakka strax í janúar, ekkert mátti gleymast. Það var mikið spilað, hlegið og allir skemmtu sér vel. Fljótlega eftir að heim var kom- ið kom reiðarslagið. Tengdapabbi greindist með krabbamein og lést um sumarið. Við vorum mjög þakklát fyrir að hafa drifið þau með okkur í þessa ferð. Takk fyrir allt, elsku Elma mín, nú ertu búin að fá hvíldina. Ég veit að Júlíus tengdapabbi hefur tekið vel á móti þér. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir Anna María. Elsku hjartans Elma amma mín, nú ertu búin að fá hvíldina. Ég á eftir að sakna þín alveg rosalega mikið enda hefurðu verið stór og mikilvægur hluti af minni tilveru frá því ég man eftir mér. Þegar ég var lítil að alast upp suður með sjó þá var það besta sem ég vissi að fara með rútunni til Reykjavíkur þar sem afi sótti mig á BSÍ. Í Glaðheimunum hjá ömmu og afa fannst mér gott að vera. Þar var náttúrlega dekrað við mann, það kom meira að segja fyrir að ég fengi morgunmat í rúmið. Ég man svo vel eftir því að hafa skriðið upp í á milli ykkar afa og lesið með ykkur blöðin og beðið þolinmóð þangað til þið færuð á fætur og ég fengi Cocoa puffs, sem mér þótti mikil munaðarvara á þessum árum. Oftar en ekki fórum við afi svo í laugarnar og í pott- unum var spjallað um heima og geima. Þó að mér sem lítilli stelpu hafi fundist voða gaman að láta dekra svona við mig þá er það svo margt annað og meira sem þú kenndir mér, elsku amma mín, gildi sem ég bý að í dag og mun aldrei gleyma. Þú varst svo góð og hjartahlý og gjafmild með eindæmum. Þú sagð- ir oft við mig að ég ætti aldrei að tala illa um fólk, ekki segja kjafta- sögur og aldrei að segja frá því sem mér væri sagt í trúnaði. Þetta hef ég reynt að tileinka mér og trúi að sé góð speki. Við vorum alla tíð miklar vinkonur og eftir að ég varð eldri og eignaðist dætur Axelma Jónsdóttir Guðrúnu og börnunum sendi égmínar innilegustu samúðarkveðjur. Takk fyrir allt, kæri vinur. Kópavogsskáldið Steinþór Jóhannsson. Hátíð ljóss og friðar gengur í garð. Litrófið hefur hins vegar breyst og litir hafa dofnað nú þegar lífskerti vinar míns hefur slokknað. Það er sagt að við getum ekki tilgreint á hvaða andartaki vinátta verður til en hvað Ástmar varðaði var það við fyrstu kynni. Ástmar og fjölskylda urðu fyrir miklu áfalli þegar dóttir þeirra lést fyrir mörgum árum. Ég vil trúa því að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru aðeins komnir á undan. Jafnframt vil ég trúa því að skilnaðarstundin sé dagur samfunda í himnasal. Ástmar var áhugasamur um vel- ferð og einkahagi vina sinna og þeim góður. Hann var glaðvær og einlæg- ur. Honum lá hátt rómur, það var eft- ir honum tekið þar sem hann var í hópi. Ástmar hafði ákveðnar skoðanir á hlutum og lá ekki á þeim. Hann var maður framkvæmda. Hann var fastur fyrir, en sanngjarn og fljótur að af- greiða mál, þannig að allir voru sáttir. Ástmar naut lífsins. Var fagurkeri, naut góðra hluta og naut sín á manna- mótum. Var hrókur alls fagnaðar. Veikindi vinar míns báru fljótt að. Ástmar hringdi í mig í fyrri helming júnímánaðar, þar sem ég var staddur erlendis í sumarfríi, og tilkynnti mér hvers kyns var. Hann bar sig karl- mannlega og annað kom ekki til greina en að hann myndi berjast við þennan ófögnuð. Í veikindum sínum var Ástmar æðrulaus, kvartaði aldrei þegar maður hafði áhyggjur yfir þró- un mála og beindi alltaf athyglinni frá sjálfum sér og að hlutum sem þyrfti að framkvæma og ganga frá. Lífið héldi áfram. Guðrún og Ástmar buðu okkur hjónum nú í sumar, í lok júlí, til veiða í Breiðdalsánni í nokkra daga. Þaðan eigum við perlur minninga og naut Ástmar sín í samvistum við vini sína s.s. Guðjón, Rósu systur sína og mág. Það var stjanað við okkur og dýrindis krásir bornar á borð af bróður okkar í stúku, Axel Óskarssyni. Þrátt fyrir það að veikindi Ástmars voru að áger- ast á þessum tíma, þá naut hann sín við veiðarnar. Þrótturinn var þverr- andi en andinn alltaf jafn sterkur. Ástmar var veiðimaður af lífi og sál og naut sín með stöng í hendi við ár- bakkann, að kljást við laxinn, konung hafsins. Segja síðan sögur af viður- eigninni við þann stóra sem slapp og enginn veiðimaður hefur enn landað. Við vinir hans eigum eftir að sakna Ástmars, það er stórt skarð fyrir skildi. Spilaklúbburinn okkar, Grísirnir, verð- ur ekki samur. Við munum sakna háðs- glósa hans, hnyttinna athugasemda, hlátursroka og klapps á bakið þegar illa gekk í spilamennskunni. Ástmar var Oddfellowi og naut sín í þeim félagsskap, var mjög virkur þar í starfi frá fyrsta degi. Í heimboði hjá mér snemma árs, til að fagna inn- göngu Ragnars bróður okkar í stúk- una, sagði Ástmar þegar hann sat að- eins lengur eftir með Ásgeiri vini sínum og aðrir voru farnir: „Svenni, þú veist að ég myndi gera allt fyrir vini mína.“ Það var einmitt málið með hann Ástmar, vin okkar og bróður. Hann gerði allt fyrir vini sína. Hann var ör- látur, óeigingjarn, tilbúinn, boðinn og búinn, það var bara að nefna hlutinn. Nú þegar hann er allur, sakna ég hláturs hans og samvista. Ég kveð góðan vin og bróður með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Elsku Guðrún og Björn. Sorgin er mikil. Við Alla biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og vera ykkur nálæg- ur. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góðan eiginmann, föður, vin og bróður lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir en alltaf heldur áfram að lýsa. Með vinar- og bróðurkveðju. Sveinn Guðmundsson. Það þurfa oft ekki að verða löng kynni milli manna til þess að vináttu- og tryggðabönd fléttist. Það að gnaga saman til laugar hvern virkan dag myndar sérstakt samfélag og sér- staka samkend milli manna sem oftar en ekki þróast í vináttusamband. Það var fyrir nokkrum árum að Ást- mar fór að stunda Árbæjarlaug á morgnana og samlagaðist hann þá strax morgunhana-hópnum sem fyrir var og sækir laugina laust fyrir klukk- an sjö hvern morgun. Það var auvelt að laðast að Ástmari og auðvelt fyrir hann að blanda geði við aðra. Glaðværð, hvatvís svör, dill- andi hlátur og greiðvikni var það sem einkenndi Ástmar. Í þessum litla hópi morgunhana eru einnig nokkrir hestamenn, en hesta- mennska var eitt af áhugamálum Ást- mars og var ekki komið að tómum kof- unum þegar vantaði upplýsingar um ætt eða uppruna hesta, einkum var hann inni í öllu sem viðvék hrossarækt og gat rekið allar ættir góðhesta. Það var því margt sem batt þennan hóp saman og nú þegar skarð er höggvið í hópinn minnumst við góðs félaga sem setti mark sitt á samverustund okkar á morgnana áður en tekist var á við er- il dagsins. Í byrjun maí síðastliðins tók hópurinn sig saman og fór í ferð til Slóvaníu og lék Ástmar þá á als oddi og virtist njóta ferðarinnar vel. Það kom því flestum okkar á óvart að stuttu eftir heimkomu greindi Ástmar okkur frá því að hann þyrfti að fara í aðgerð og kæmi ekki í sund um hríð. Enginn renndi þá grun í hvað í vænd- um var. Nú, aðeins sex mánuðum síð- ar, stöndum við frammi fyrir því að þurfa að kveðja góðan félaga sem fell- ur frá í blóma lífsins. Stórt skarð hefur myndast í okkar hóp, en Ástmar er þriðji félaginn í þessum litla hópi sem við sjáum á bak á sl. þremur árum. Að leiðarlokum þökkum við Ást- mari góð kynni og ánægjulegar sam- verustundir. Minningin um góðan, glaðværan og traustan félaga lifir með okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja Guðrúnu eiginkonu hans og fjölskyld- una alla í þeirra miklu sorg og þeirra mikla missi. Blessuð sé minning Ástmars Arnar Arnarsonar. Sundfélagar í Árbæjarlaug. Í dag kveðjum við okkar kæra vin Ástmar. Hann hafði góða ofvirkni alla tíð, hjálpsamur og stóð eins og klettur með sínu fólki. Í æsku var sagt að best væri að vera í liðinu hans Ástmars. Hann varði sitt lið. Hikaði aldrei við að takast á við sér eldri stráka þó nokkrir væru saman. Um leið og Ástmar gat lyft hamri voru smíðaðir dúfnakofar og kassabílar af bestu gerð. Hann var hamhleypa til vinnu, verkin voru klár- uð og ekkert múður. Ástmar var sann- ur vinnur, hjartahreinn gleðigjafi. Það var aldrei lognmolla í kringum okkar kæra vin. Samveran var gefandi og gleðirík, hvort sem var með vinum á hestbaki, í veiði eða spilamennsku. Án alls réttlætis er okkar lífsglaða framherja kippt útaf leikvangi þessa lífs. Við stöndum eftir og þurfum að þétta hópinn, þó að hans skarð verði aldrei fyllt. Minningin um góðan dreng lifir og verður okkur lærdómur um ókomin ár. Við kveðjum Ástmar í þeirri trú að hann lifi áfram í þeim sem eftir standa og hitti að nýju sína ástkæru dóttur á ströndinni hinum megin. Guð blessi minningu Ástmars, styrki og verndi Guðrúnu, syni og fjöl- skylduna. Þínir vinir „Spilagrísir“ Árni Þór, Árni Marteinn, Gunnar Þór, Guðjón Ásbjörn, Ragnar Heiðar, Sveinn og Þorvaldur Ingi. Mig langar að minnast góðs vinar. Hvernig er hægt að skilja það að manni í blóma lífsins skuli vera kippt burtu. Manni sem var fullur af lífs- orku, athafnaþrá og gleði. Manni sem óx ekkert í augum og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Alltaf tilbúinn að aðstoða og redda hlutunum fyrir aðra og kunni lausn á hverskyns vanda. Þannig var Ástmar Örn Þær eru margar stundirnar sem við eydd- um saman á bökkum laxveiðiánna, þar undi hann sér vel og var mikill aðdá- andi portlandsbragðsins, eða við út- reiðar og ferðalög innanlands sem ut- an. Ástmar var ekki mikið fyrir hálfkák, annað hvort átti að gera hlut- ina eða sleppa þeim. Ertu maður eða mús, hljómaði oft er honum þótti ekki nógu fast að kveðið. Ástmar var mjög hreinskiptinn og það velktist enginn í vafa um skoðanir hans. Alltaf gat mað- ur verið viss um að fá að heyra sann- leikann þegar leitað var ráða hjá hon- um. Það er stórt skarð höggvið við fráfall hans. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman í leik og starfi. Elsku Guðrún Björg og Björn, ykk- ar missir er mestur. Megi Guð vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tím- um. Við Sigrún, Katrín Ösp og Björn Þór sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Þór. Það er 21 ár síðan fundum okkar Ástmars bar fyrst saman. Við Ella vorum þá nýflutt í Bugðutangann. Ástmar og Guðrún bjuggu í næsta húsi. Fljótlega kom í ljós að við Ást- mar áttum skap saman og samgang- urinn á milli heimilanna jókst eftir því sem árin liðu. Sambandið hélst eftir að Ástmar og Guðrún fluttu til Reykja- víkur og ef eitthvað var þá varð vin- átta okkar meiri. Ástmar vissi sem var að ég var áhugamaður um veiðiskap og hann hafði áhuga á að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Við ræddum um að fara í bæjarána, Leirvogsá, en mál- in æxluðust þannig að fyrsta veiðiferð- in var í Stóru-Laxá. Þótt við snerum heim úr veiðiferðinni með önglana í óæðri endanum þá varð ekki aftur snúið. Ástmar var smitaður af veiði- bakteríunni og var upp frá því ófor- betranlegur veiðiáhugamaður. Þær voru margar veiðiferðirnar sem við fórum í saman sl. 15 ár. Það er í ferðum sem þessum sem eðliskostir manna koma best í ljós. Ástmar var kappsamur veiðimaður en þó var hann sér þess meðvitandi að aflamagnið eitt ræður ekki úrslitum um það hvort veiðiferðin var vel heppnuð eða ekki. Oft er sagt að útiveran og félagsskap- urinn séu hápunkturinn í góðum veiði- ferðum. Undir það gátum við báðir skrifað. Ástmar var lífsnautnamaður og gerði sér flestum betur grein fyrir því að þegar laxinn er ekki í tökustuði þá spillir ekki að borða góðan mat, drekka með honum gott rauðvín og jafnvel fá sér koníakstár á eftir. Ástmar var ekki allra. Hann gat verið dómharður um menn og málefni en hann mátti eiga það að hann gerði ekki minni kröfur til sjálfs sín en ann- arra. Hann var hamhleypa til verka og hlífði sér hvergi. E.t.v. kom það best í ljós úr hverju hann var gerður undir það síðasta. Uppgjöf var ekki til orða- safni Ástmars og hugur hans var bundinn við byggingarfyrirtæki fjöl- skyldunnar og þau verkefni sem unnið var að allt fram að andlátinu. Eftir að ég var kjörinn í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir þremur árum var það ein af mínum fyrstu tillögum innan stjórnar að ráð- ist yrði í úttekt á veiðihúsum á ár- svæðum félagsins. Í framhaldi af því fékk ég Ástmar til þess að taka sæti í veiðihúsanefndinni. Þar nýttist yfir- burðaþekking hans og reynsla úr byggingariðnaðnum. Best þótti mér þó að Ástmar gaf þar engan afslátt af skoðunum sínum frekar en fyrri dag- inn. Ýmsir þeir sem hlýddu á niður- stöður húsanefndarinnar á fundi með stjórn SVFR voru greinilega ekki van- ir slíkri hreinskilni. En þannig var Ástmar, heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og því verkefni sem honum hafði verið falið að leysa. Fyrir það vill stjórn SVFR þakka um leið og hún færir Guðrúnu og Birni, syni þeirra hjóna, samúðarkveðju. Orð eru fátækleg þegar mannkosta- menn eins og Ástmar Örn Arnarson eru kallaðir á brott í blóma lífsins. Ég sakna vinar og góðs veiðifélaga. Það er ekkert sjálfgefið að eignast slíka vini þegar komið er fram á fullorðinsár. Fyrir það vil ég þakka. Við Ella þökk- um sömuleiðis Guðrúnu og Birni vin- áttuna um leið og við biðjum þeim guðs blessunar. Orð eru fátækleg en minningin um góðan dreng lifir. Eiríkur St. Eiríksson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 33  Fleiri minningargreinar um Ást- mar Örn Arnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ingibjörg Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.