Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 18
|mánudagur|18. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Hvað jafnast á við að fá nudd á herðar, hendur, bak og höfuð og enda á fótanuddi? Fyrirmyndin kemur frá Kína. » 23 daglegt Dýralæknar mæla ekki með öðrum gæludýramat á jólum en dýrin eru vön að fá. Gleðja má þau með gæludýranammi. » 22 gæludýr Bjargey Ingólfsdóttir hefur hannað sérstaka stuðnings- púða sem hún kallar bara 1, bara 2 og bara 3. » 20 hönnun Hversu háum fjárhæðum á að verja til góðgerðarmála? Það borgar sig að setja það í greiðsluáætlun. » 20 fjármál Það er ýmislegt sem kemur til greina þegar velja á í jólapakk- ann handa gæludýrinu á heim- ilinu. » 22 jólagjafir Sætabrauðshús nornarinnar íævintýrinu um Hans ogGrétu komst aðeins í hálf-kvisti við arkitektúrinn sem var á sýningunni í Smáralind. Hug- myndaflug piparkökuarkitektanna var ótrúlegt. Auk hinna klassísku sælgætishúsa mátti þar sjá kofa, kastala, kirkjur og turna. Eru þá enn ónefndir pýramídarnir í Egyptalandi og Perlan í Reykjavík en skemmti- legt var að sjá þessar frægu en ólíku byggingar mótaðar í piparkökudeig. Ljónageymsla og lögreglustöð vöktu líka athygli sem og bráðfallegt bakarí þar sem jólastemningin var allsráð- andi. En að áliti dómnefndar bar Höfði af í flokki fullorðinna, hið sögufræga hús þar sem leiðtogafundur Gorbat- sjovs og Regans var haldinn árið 1986. Arkitektinn, Valdís Ein- arsdóttir af Akranesi, er ekki óvön því að bera sigur úr býtum í þessari keppni en þetta er hvorki meira né minna en í áttunda sinn sem hún fer með sigurinn upp á Skaga. – Hvers vegna varð Höfði fyrir val- inu? „Mér finnst það mjög fallegt hús en ég var svolítið hrædd við að búa það til, einkum út af þakinu sem er sérstakt en það heppnaðist. Koma Gorbatsjovs í haust hafði líka áhrif. Mig langaði að búa til piparkökukarl- ana Reagan og Gorbatsjov en hafði því miður ekki tíma til þess. Það hefði verið gaman að setja þá á tröpp- urnar. “ – Finnurðu alltaf nýja áskorun á hverju ári? „Já, það er aldrei neitt eins og ég hef alltaf jafngaman af bakstrinum. Ég legg líka áherslu á að það sé allt ekta í húsunum mínum.“ – Hvað ertu lengi að búa til svona hús? „Ég var fimm vikur að búa til þetta hús. Þetta var meiri vinna en ég bjóst við en mjög skemmtilegt. Það eru svo margir í fjölskyldunni sem koma og fylgjast með hvernig gengur.“ – Hvað geymirðu svona hús lengi? ,,Ég geymi það eins lengi og ég get, yfirleitt í nokkur ár.“ Kemst í jólaskap En það voru fleiri meistarar sem fengu verðlaun. Þátttaka í barna- og unglingaflokki hefur aldrei verið meiri og greinilegt að þar fara margir upprennandi kökugerðarmenn og konur. Deildirnar Krummahreiður og Arnarhreiður á leikskólanum Rjúpnahæð unnu faglega að gerð húsanna sinna, teiknuðu þau fyrst upp í vinnubók og byggðu svo. Það voru stoltir og ánægðir kökukrakkar sem stigu á sviðið í Smáralind og tóku við verðlaununum fyrir vel heppnað hópverkefni. „Mamma hjálpaði okkur að setja Örkina saman,“ sagði Júlía Guð- mundsdóttir sem hlaut ásamt bróður sínum Andreasi verðlaun fyrir pip- arkökuhús af Örkinni hans Nóa. Slíku piparkökuverki er ekki hespað af í ein- um grænum enda tók það systkinin viku að gera skipið, með góðri aðstoð mömmu. Sigurbjörg Eva Sigurðardóttir, 14 ára, hefur fimm sinnum tekið þátt í keppninni og í öll skiptin unnið til verðlauna. ,,Mér finnst gaman að baka og langar til þess að verða bakari,“ segir hún en í ár bjó hún til jólalegt hús þar sem m.a. var heitur pottur fyrir jólasveininn til þess að slaka á í. – Er algengt að unglingar baki pip- arkökur og geri piparkökuhús fyrir jólin? ,,Nei, ég held nú ekki. En ég kemst alltaf í jólaskap.“ Það er nú heldur ekki hægt annað en komast í jólastuð við að skoða svona fínan piparkökuarkitektúr. Ætli það sé ekki alveg bannað að borða ’ann? Afskaplega flottur piparkökuarkitektúr Piparkökubakstur er ómissandi hjá mörgum fyrir jólin en sumir láta sér ekki nægja litlu kökurnar heldur byggja heilu húsin og hallirnar og skreyta listavel með marglitum sykurblöndum og öðru sælgæti. Unnur H. Jóhannsdóttir var viðstödd verðlaunaafhendingu í piparkökuhúsaleik Kötlu í Smáralindinni í gær. Morgunblaðið/Árni SæbergSýningargestir Fjöldi fólks mætti til að sjá öll listaverkin sem bárust í keppnina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahús Höfði Valdísar Einarsdóttur hlaut 1. verðlaun. Piparkökusnillingar Börnin og unglingarnir hlutu mörg verðlaun. Jólalegt Bakaríið lenti í öðru sæti í flokki fullorðinna. Sætabrauðshús Krakkarnir á leikskólanum Rjúpnahæð gerðu þessi glæsilegu hús. Perlan Þetta listaverk hreppti þriðja sætið. uhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.