Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5691100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is L50237 S og SV 10?18 m/s, rigning vest- an til um hádegi en mun hægari og þurrt að kalla austanlands fram undir kvöld.» 8 Heitast Kaldast 8°C 0°C MACIA Riutort, pró- fessor við háskólann í Tarragona á Spáni, vinnur nú að íslensk- katalónskri orðabók sem koma mun út á næstunni. Riutort, sem kennir sögu þýskrar tungu, segir að orða- bókin geti hentað vel við kennsluna, en hann setti á sínum tíma saman íslensk- katalónskt orðasafn fyrir vini sína sem ætluðu að heimsækja Ísland, og byggði orðabókina á því. Þá segir hann bókina einnig hentuga fyrir Íslendinga á ferða- lagi um lönd þar sem töluð er katalónska. Sjálfur hefur hann hins vegar aldrei kom- ið til Íslands og kennir hann veðrinu um. Hann vonast til þess að bæta úr því einn daginn. | 16 Íslensk-kata- lónsk orðabók væntanleg Macia Riutort Eftir Andra Karl andri@mbl.is UMMERKI á vettvangi bruna sem varð í loðnubræðslu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur enginn undir grun enn sem komið er. Sex ár eru síðan stórbruni varð í húsnæði Ísfélagsins. ?Það hrísluðust um mig óþægilegar minn- ingar frá því fyrir sex árum,? segir Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, en hann var einn af fyrstu mönnum á vettvang. Betur fór þó en á horfðist og telur Hörður tjónið ekki verulegt og að starfsemin muni ekki raskast. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem upp kom á áttunda tímanum og var slökkvistarfi að mestu lokið fyrir miðnætti. Meðal annars var notast við Lóðsinn sem er með öflugan dælubúnað og kom hann, að sögn slökkviliðs, að góðum notum. Tengd íkveikjumál? ?Það er margt sem bendir til þess að kveikt hafi verið í og miðast rannsóknin við það,? seg- ir Tryggvi Kr. Ólafsson, rannsóknarlög- reglumaður hjá lögreglunni í Vestmanna- eyjum. Á svipuðum tíma og eldurinn logaði í húsnæði Ísfélagsins var kveikt í húsnæði skammt frá sem nýtist sem æfingaaðstaða fyr- ir hljómsveitir. Að sögn Tryggva tókst manni sem átti þangað erindi að slökkva eldinn með handslökkvitæki og mun tjón vera óverulegt. Snemma í desember var einnig reynd íkveikja á kaffistofu Lifrarsamlagsins en Tryggvi efast um að málin tengist. Nokkur tonn af ediksýru voru í húsnæði Ísfélagsins og vegna ótta um að meng- unarslys yrði var svæði í kringum brunann rýmt og götum lokað. Hagstæð vindátt var og lagði reyk yfir hraunið en ekki bæinn. Óskað var eftir aðstoð eiturefnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, sem vann við að færa sýruna úr skemmdum kerum yfir í heil, alls um þrjú tonn. L52159 Eldsvoði hjá | 6 Óttuðust að mengunarslys yrði Nokkur tonn af ediksýru voru í húsnæði Ísfélagsins í Vestmannaeyjum þegar eldur kom upp á laugardagskvöld L52159 Lögregla lokaði nærliggjandi götum á meðan eiturefnadeild SHS athafnaði sig Morgunblaðið/Sigurgeir Í ljósum logum Slökkviliði tókst að ráða nið- urlögum eldsins á um tveimur klukkutímum. Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is ÍSLAND hefur fengið aðild að Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins og mun hefja greiðslur í sjóðinn í fyrsta sinn á næsta ári. Íslenzk stjórnvöld fá að- lögunartíma og munu ekki greiða fullar greiðslur í sjóðinn fyrr en ár- ið 2016. Þá munu þær nema um 310.000 evrum á ári, eða um 30 milljónum króna. Tvær röksemdir eru fyrir því að ganga í Mannvirkjasjóðinn og greiða til hans fé. Annars vegar eru Bandaríkin horfin með lið sitt burt frá landinu og gegna ekki lengur hlutverki ?gistiríkis? gagnvart sjóðnum hvað verkefni á Íslandi varðar. Hins vegar fjármagnar sjóðurinn nú í vaxandi mæli upp- byggingu í nýjum aðildarríkjum NATO, svo og á átakasvæðum, þar sem bandalagið hefur friðargæzlu- lið, t.d. í Afganistan og á Balkan- skaga. Ekki þykir lengur eðlilegt að Ísland skerist úr leik hvað fram- lög til þessara verkefna varðar. Á næsta ári mun Ísland greiða 24.000 evrur, eða um tvær milljónir króna í sjóðinn. 2016 mun Ísland greiða fullt framlag, 0,06% af heild- arframlögum í sjóðinn, sem nemur um 310.000 evrum. Næstminnsta aðildarríki NATO, Lúxemborg, greiðir 0,15% í sjóðinn. Greitt í Mannvirkjasjóð NATO í fyrsta sinn Í HNOTSKURN » Mannvirkjasjóður NATO á fjölda mannvirkja á Ís- landi, m.a. flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli, flug- skýli og fleiri byggingar. » Olíubirgðastöðin í Helguvík er byggð fyrir fé úr sjóðnum, einnig rat- sjárstöðvarnar og fjar- skiptakerfi vegna þeirra. L52159 Ekki beðið um | 4 HIN SÍHRESSA fígúra Sproti leit við í jóla- þorpinu í Hafnarfirði í gær. Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum Sproti var enda hefur hann líklega gleymt því sjálfur þegar krakka- skarinn hópaðist í kringum hann. Margt var um manninn í jólaþorpinu og gömlu hetjurnar úr Stundinni okkar, Gunni og Felix, skemmtu gestum og gangandi auk þess sem jólasveinn- inn tók nokkur létt spor í kringum jólatréð. Hljómsveitin Svínkurnar tróð einnig upp og sveik ekki núverandi eða tilvonandi aðdá- endur sína. Jólaþorpið verður opið fram eftir kvöldi á Þorláksmessu og fólk getur verslað síðustu jólagjafirnar eða bara drukkið kakó og sýnt sig og séð aðra. | 10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sproti í ham í jólaþorpinu EGGERT Magnússon og félagar sem keyptu enska knattspyrnu- félagið West Ham á dögunum fögnuðu inni- lega í gær þegar liðið lagði efsta lið deild- arinnar, Manchester United 1:0. Nýr stjóri við völd og loksins sig- ur. ?Það var mikill léttir að vinna ? mikill léttir. Ég var nú svona til- tölulega rólegur í síðari hálfleik, var miklu stressaðri í þeim fyrri,? sagði Egg- ert í samtali við Morgunblaðið eftir leik- inn, síðdegis í gær. | Íþróttir Léttir að vinna Eggert Magnússon GREITT útsvar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á ári hverju dugar til að reka alla leikskóla bæjarfélagsins með 69 starfsmönnum og um 190 börnum, sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, m.a. í erindi sínu á 60 ára af- mæli Vinnslustöðvarinnar sem fagnað var um helgina. Vinnslustöðin var stofnuð 30. desember árið 1946 á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja og voru 105 útgerðar- menn sem skráðu sig stofnendur. Í ár er gert ráð fyrir að velta Vinnslustöðv- arinnar verði um 5,5 milljarðar. Starfs- menn eru um 230 talsins og gerir stöðin út átta skip, rekur fiskvinnslu, síldar- og loðnuvinnslu og loðnubræðslu. | 12 ?Dugar fyrir leikskólunum?