Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 8

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 8
8 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Enginn vafi leikur á að SaddamHussein var sekur um glæpi gegn mannkyninu. Enginn vafi leik- ur á að hann lét pynta og myrða tugi þúsunda manna á meðan hann ríkti sem harðstjóri í Írak. Bæði Bush Bandaríkjaforseti og stjórn- völd í Írak hafa fagnað aftöku hans í fyrrinótt sem mikilvægum áfanga á leið til nýrrar framtíðar í Írak. Mun henging Saddams stuðla að friði, lýðræði og réttlæti í Írak?     Saddam Huss-ein lét sjálfur hengja fjölda andstæðinga sinna, oft án dóms og laga. Virðingin fyrir mannslífum var engin. Hefur það breytzt? Hvaða boðskap flytja ný stjórnvöld í Írak með því að nota sömu aðferð á Saddam og hann not- aði á andstæðinga sína? Er það boð- skapur mannhelgi? Eða er með því sagt að það sé áfram hefndin, sem er undirstaða réttarins í landinu?     Aftaka Saddams gerir ekkert tilað draga úr átökum á milli trú- flokka og þjóðernishópa í Írak. Þvert á móti er hætta á að í augum súnní-múslíma verði hann písl- arvottur, sem enn fleiri verði reiðu- búnir að fórna lífi sínu fyrir í upp- reisninni gegn hinni nýju stjórn í landinu.     Bandaríkjastjórn fagnar aftökuSaddams. Það er kannski skilj- anlegt að því leyti, að eina markmið Bandaríkjamanna í Írak, sem segja má að hafi náðst, sé að losna við Saddam. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við aftöku harð- stjórans fyrrverandi ná Bandaríkin hins vegar fyrst og fremst þeim ár- angri í alþjóðasamskiptum að dýpka enn þá gjá, sem er á milli þeirra og bandamanna þeirra í Evrópu vegna afstöðunnar til dauðarefsinga.     Saddam Hussein verðskuldaðiekki dauðarefsingu fremur en nokkur annar glæpamaður. Með af- töku hans fór forgörðum tækifæri til að breyta þeim siðferðisvið- miðum, sem eru ein undirrót átaka í heiminum. STAKSTEINAR Saddam Hussein Til góðs?                         ! "#   $%&  ' (                             ) '   *  +, -  . /    * ,                          !!  "! "        01      0  2   3 1, 1  ),  40 $ 5 '67 8 3# '   # # #  #  # %             %          9 )#:;< !!                  !      ! !  )  ## : )    '() !  !( !     * =1  = =1  = =1  ')  !+  & ,!-  .   >;  ,           -  &!   ! !()  " / !!  !#! " 5  1 01 &!   ! ! !  ! & "!/( ( ! !  !  (* & ! ! 2&& ! !   3 2 ! (   "!/   &!( " $?:  4 !)!  )! " 5   ! !2!   ! !  3  ! !  !  6! !(   & " 4 !!  !$! " 72 !! 88    !!0   !+  & !9 "!   ! "!": 2&34@3 @)=4ABC )D-.C=4ABC +4E/D(-C "$ 3 $" " "$ "$# "$ #"$ $"$  " "$  "  "$ $" $"  $" "# "$ 3$ 3 3 3 3 3$ 3 3$ 3 3 3 3$ 3 3            verulega miklu máli að þetta sé gert því þarna eru mikilvæg atriði sem snúa að starfi lögreglumanna og þurfa að vera í lagi.“ Annar kýldur í barkakýlið og sparkað í bakið á hinum Það var á fimmtudagsmorgun sem Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn í kjölfar árásar þeirra á tvo lögregluþjóna sem fengið höfðu það verkefni að stöðva flugeldasprengingar mannanna í miðju íbúðarhverfi um hánótt. Ekki er óalgengt að lögreglan fái kvartanir vegna AÐ sögn lögreglunnar í Reykjavík er mál þegar tveir menn réðust á tvo lögregluþjóna aðfaranótt fimmtudags litið mjög alvarlegum augum. Þess má geta að háttsemi fólks af þessu tagi varðar við al- menn hegningarlög þar sem allt að 6 ára fangelsi liggur við brotum gegn valdstjórninni. „Ég tel að barátta Landssambands lögreglu- manna fyrir bættu starfsumhverfi lögreglumanna og stuðningur dómsmálaráðherra við þá baráttu sýni að full þörf er á að skerpa á þeirri umgjörð sem lögreglumenn starfa innan,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Það skiptir hávaða frá flugeldum í aðdraganda gamlárskvölds en í þetta skiptið mættu lögregluþjónarnir alvar- legri mótspyrnu þegar þeir ætluðu að skipta sér af mönnunum. Annar lögregluþjónanna var kýldur í barkann og sparkað var í bakið á hinum. Árásar- mennirnir eru fæddir árið 1984 og voru taldir ölv- aðir. Lögregluþjónarnir tveir fengu aðstoð félaga sinna við að koma böndum á mennina og voru þeir settir í fangaklefa og yfirheyrðir. Lögregluþjónarn- ir fóru á slysadeild en voru ekki mikið meiddir og tilbúnir að mæta á næstu næturvakt. Árásarmenn- irnir hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Þörf á að skerpa á umgjörðinni sem lögreglumenn starfa innan EKKERT lát virðist vera á hlýind- um sem byrjuðu hérlendis fyrir ára- tugi eða svo og árið sem nú er að líða var með þeim hlýrri, bæði sunnan- og austanlands, að því er fram kem- ur í samantekt Veðurstofu Íslands yfir veðurfar á árinu. Árið er í hópi þeirra 15 hlýjustu frá upphafi mæl- inga sé miðað við suðvestanvert landið og í hópi 5–7 hlýjustu ára frá upphafi mælinga á landinu austan- verðu. Meðalhitinn í Reykjavík var um 1,1 gráðu yfir meðallagi en 1,3 gráð- um yfir meðaltali á Akureyri. Úr- koman var í ríflegu meðaltali en sker sig ekki úr öðrum árum hvað það varðar. Sunnanlands var sólríkara en að meðaltali en sólarstundir voru í slöku meðallagi fyrir norðan. Hæsti hiti sem mældist á landinu var í Ásbyrgi þann 3. ágúst og mæld- ist hitinn þar 25,7°C. Hæsti hiti sem mældist á mannaðri stöð mældist á Staðarhóli í Aðaldal daginn eftir, 24°C. Lægsti hitinn mældist á Brúar- jökli 18. nóvember, -26,1°C og dag- inn eftir mældist 25,3 stiga frost á sjálfvirkri stöð á Möðrudal og 24,5 stiga frost á mönnuðu stöðinni á sama stað. Mesta úrkoman á einum sólarhring mældist í Kvískerjum í Öræfum þ. 20. desember, 175,3 mm. Vorið var ívið kaldara en í með- allagi, afar sólríkt var í Reykjavík og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri sólskinsstundir að vori og það var ár- ið 1924. Tíðarfarið í maí var um margt óvenjulegt, fyrstu 10 dagana var hiti með allra mesta móti, en svo kólnaði og vikan í kringum 20. maí var meðal þeirra köldustu á þessum tíma árs. Með hlýjustu ár- um frá upphafi Í HNOTSKURN »Hitinn í júní síðastliðnumvar ekki nema rétt í með- allagi, ólíkt sumrunum 2002– 2005 þegar hitinn í júní var óvenju hár. Júlí var nálægt meðallagi, og ágúst yfir með- allagi hlýr um land allt og hagstæð tíð víðast Morgunblaðið/Ásdís Ekki einhlítt Kuldaboli hefur líka gert vart við sig á þessu ári. AUÐHUMLA, samvinnufélag 172 eyfirskra og þingeyskra kúabænda, samþykkti einróma sameiningu fé- lagsins við MS á félagsfundi í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd í fyrradag. Degi áður hafði fulltrúa- ráðsfundur MS samþykkt samein- ingu við Auðhumlu. Stefnt er að sam- einingu félaganna undir heitinu MS/Auðhumla þann 1. janúar 2007. Stefán Magnússon, stjórnarfor- maður Auðhumlu og bóndi í Fagra- skógi í Eyjafirði, sagði að um væri að ræða sameiningu hins félagslega hluta mjólkuriðnaðarins sem ætti rekstrarfélag iðnaðarins. Reksturinn hefur verið skilinn frá félagslega hlut- anum og heitir nú Mjólkursamsalan ehf. Norðurmjólk, sem Auðhumla átti meirihluta í, er nú orðin hluti af Mjólkursamsölunni ehf. líkt og mest allur mjólkuriðnaðurinn í landinu. Stefán sagði að með sameiningu Auðhumlu við MS væri búið að tryggja bændum í Auðhumlu sömu stöðu og bændur annars staðar á landinu njóta varðandi afurðaverð og önnur réttindi. Ef ekki hefði komið til sameiningar hefði verið hætta á að Norðurmjólk gæti ekki greitt sama afurðaverð og Mjólkursamsalan ehf. vegna stærðarmunar, ólíkrar sam- setningar á framleiðsluvörum Norð- urmjólkur og Mjólkursamsölunnar ehf. og nálægðar við markaði. Auðhumla sameinast MS VEÐUR SIGMUNDFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.