Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 20
20 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
Á
FYRSTA virka degi
nýs árs koma við-
skiptavinir banka og
verslana gjarnan að
lokuðum dyrum. Bank-
arnir nota daginn til að gera upp liðið
ár og undirbúa nýja árið, en í versl-
ununum eru allar vörur taldar, svo
birgðastaðan um áramót sé skýr.
Þótt allar færslur í bönkum séu nú í
tölvukerfum og verslanir geti fylgst
betur en áður með lagerstöðunni
með notkun strikamerkinga, virðist
enn vera töluverð þörf á að nota einn
dag til uppgjörs. Og ólíklegt að það
breytist alveg í bráð.
Sumar deildir á kafi
Friðbert Traustason, formaður
SÍB, Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja, segir að áður fyrr
hafi tekið lengri tíma að keyra svo-
kallaðar áramótafærslur í bönkun-
um, en með aukinni tækni og hrað-
virkari vélum hafi sá tími styst
verulega. „2. janúar er ekki skil-
greindur frídagur hjá bankastarfs-
mönnum, enda mæta mjög margir
þeirra til starfa, þótt þeir komi í ein-
hverjum tilvikum seinna til vinnu en
á venjulegum vinnudegi og fari ef til
vill fyrr heim.“
Friðbert segir að sumar deildir
bankanna séu á kafi í vinnu þennan
dag. „Það á sérstaklega við um þá
starfsmenn sem vinna við erlend
uppgjör. Allar stoðdeildir eru í raun í
fullri vinnu, þeir sem sjá um erlend
verðbréfaviðskipti og gjaldeyrisvið-
skipti, tölvudeildir og fleiri.“
Aðrir bankastarfsmenn nota dag-
inn til að taka til á vinnustaðnum,
koma ýmsum smáverkum frá, sem
setið hafa á hakanum og undirbúa
nýtt ár. Friðbert segir að þannig sé
rólegra í útibúum bankanna 2. jan-
úar en hjá stoðdeildunum.
Friðbert segir að hjá nágranna-
þjóðunum, t.d. á Norðurlöndunum,
sé gjarnan hafður sá háttur á að
bankarnir séu lokaðir á gamlársdag,
þótt hann sé á virkum degi. „Nor-
rænu bankarnir nýta þá gamlársdag
til að ganga frá uppgjörum. Í Bret-
landi eru bankar hins vegar gjarnan
lokaðir á fyrsta virka degi nýs árs.
Hérna eru bankar opnir á gamlárs-
dag þegar hann ber upp á virkan dag
og í staðinn er lokað 2. janúar. Ís-
lensku bankarnir vilja frekar fara
þessa leið, enda mikil viðskipti oft á
síðasta degi ársins. Hlutabréfakaup
fara oft fram á gamlársdag og marg-
ir búa í haginn með lán og önnur við-
skipti vegna skattaskýrslu ársins.
Ég hef reyndar haldið því að bönk-
unum í kjarasamningaviðræðum að
loka á gamlársdag, en ekki haft er-
indi sem erfiði. Fyrir nokkrum árum
var hins vegar samþykkt að loka á
aðfangadag. En bankarnir benda á
móti á 2. janúar, því þótt hann sé ekki
skilgreindur frídagur þá er léttara
yfir mönnum þann dag, ef svo mætti
segja.“
Friðbert segir að ef allir starfs-
menn tölvudeilda störfuðu á gaml-
ársdag og nýársdag væri áreiðanlega
hægt að opna bankana 2. janúar.
„Það væri hægt að breyta þessu, en
það er ekki knýjandi og bankarnir
telja meira öryggi fólgið í að taka
þennan tíma til verksins. Mér finnst
líklegt að þetta haldist svona áfram,
fyrst ekki hefur verið tekin ákvörðun
um að breyta þessu. Er almenningur
nokkuð vaknaður hvort sem er til að
fara í bankann 2. janúar? Mér virðist
sem svo margir sæki nýársfagnaði,“
segir Friðbert Traustason.
Tæknin ekki í stað talningar
Margar verslanir eru lokaðar á
fyrsta virka degi nýja ársins, líkt og
bankarnir. Vörutalning heyrir enn
ekki sögunni til, þótt tölvur haldi ut-
an um birgðir og strikamerki auð-
veldi vissulega yfirsýn.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, segir að tæknin auðveldi mönn-
um svo sannarlega lífið og þeir eigi
að vita nokkurn veginn hvaða birgðir
þeir eigi til á hverjum tíma. Svo séu
gerðar stikkprufur af og til, til að
sannreyna upplýsingar kerfanna.
„Endurskoðendur fyrirtækja krefj-
ast þess hins vegar enn að gerðar séu
vörutalningar vegna uppgjöra og
telja það óhjákvæmilegt. Flestir
gera því talningar með gamla laginu.
Núna eru menn reyndar hættir að
ganga um með blað og blýant og
skrifa hverja einustu vöru niður,
heldur ganga um með handtölvur,
skanna viðkomandi vöru og slá inn
magnið. Vörutalning gengur því
miklu fljótar fyrir sig en áður og um
leið og talningunni lýkur liggur nið-
urstaðan fyrir. Þetta tekur nú samt
drjúga stund.“
Rýrnun vegna þjófnaðar
Sigurður segir að þótt tæknin til
að fylgjast með birgðum hafi batnað
verulega, þá nái hún ekki til rýrn-
unar af völdum þjófnaðar. „Rýrnun
hefur að vísu minnkað örlítið undan-
farið, en hins vegar hefur starfs-
mannaþjófnuðum fjölgað. Nógu
slæmt er nú að þurfa að berjast við
utanaðkomandi öfl, þótt ekki þurfi að
vantreysta eigin fólki. Þessi rýrnun
kemur ekki fram fyrr en við taln-
ingu.“
Á meginlandi Evrópu er talið að
rýrnun sé um 1,25% af veltu. „Hér
eru dæmi um mun meiri rýrnun á
einstaka stað. Ýmsar verslanir sem
selja smávöru eiga þar við töluverð-
an vanda að stríða. En það er ekkert
algilt, til dæmis er veruleg rýrnun í
fataverslunum líka, þrátt fyrir að
lögð sé meiri áhersla á öryggis-
myndavélar og merkingar. Þeir sem
stela úr þessum verslunum eru
stundum með tæki til að ná þjófavörn
úr fötum, eða hreinlega klippa hana
úr. Dæmi eru um heilu þjófagengin,
sem fara á milli verslana, svo þetta er
ekki bara spurning um einn og einn
stelsjúkan einstakling.“
Örflögur gætu auðveldað lífið
Sigurður segist reikna með að
vörutalningar verði með svipuðum
hætti í upphafi ársins og á síðustu ár-
um. Hann segir þó að hugsanlega
geti þetta breyst á næstu árum. „Nú
er farið að setja örflögur í vörur og
þær auðvelda mjög allt birgðahald.
Sem dæmi má nefna, að hægt er að
renna fullri innkaupakörfu af ör-
flögumerkti vöru undir sérstakan
skannabúnað, sem les samstundis
allar upplýsingar. Þetta gefur jafn-
fram möguleika á að skanna heilu
svæðin, til dæmis rekka á lagernum,
og fá þá samstundis upplýsingar um
hversu mikið er til af vörunni. Þetta
er mögnuð tækni og hún er þegar
farin að ryðja sér til rúms erlendis. Í
Þýskalandi eru reknar verslanir með
þessu sniði og bandaríska verslunar-
keðjan Wal-Mart er brautryðjandi á
þessu sviði. Með aukinni útbreiðslu
lækkar verðið á örflögunum og þetta
verður raunhæfari möguleiki. Um
leið og stíflan brestur á þessi tækni
eftir að flæða yfir, en ég þori ekki að
spá fyrir um hvenær það verður.
Þetta er þó ekki langt undan.“
Örflögurnar gera gott betur en að
auðvelda mönnum að kanna hversu
mikið er til af vöru á lager. Þannig er
hægt að mata örflögur á umbúðum
matvæla með upplýsingum um hve-
nær komið er að síðasta söludegi og
varan, eða öllu heldur búnaðurinn í
örflögunni, gerir viðvart þegar svo er
komið. Slíkar merkingar auðvelda
birgðastjórnun og draga úr rýrnun,
því engin hætta er á að menn upp-
götvi allt í einu bretti af vöru inni á
lager, sem er runnin út á tíma.
Örflögutæknin ætti að gera endur-
skoðendur verslunarfyrirtækja
rórri, því upplýsingarnar verða mjög
áreiðanlegar. „Endurskoðendur
þurfa lögum samkvæmt að kvitta
upp á að allar tölur séu réttar, svo
það er engin furða að þeir geri kröfu
um að farið sé yfir lagerinn um ára-
mót,“ segir Sigurður Jónsson.
Alltaf opið einhvers staðar
Þótt vörutalning standi yfir í versl-
unum á þriðjudaginn þýðir það ekki
að hvergi komist fólk í helstu nauð-
synjar. Sigurður segir að margar
verslanir hafi lokað hluta úr degi, en
ekki allan daginn. Þá taki verslunar-
keðjur í matvöru, sem reka til dæmis
bæði klukkuverslanir og almennar
matvöruverslanir, til þess bragðs að
hafa sumar verslanir opnar á meðan
aðrar eru lokaðar. „Verslunareig-
endur reyna eftir fremsta megni að
veita góða þjónustu. Hér á landi get-
um við varla kvartað, opnunartími
verslana er almennt langur. Á meg-
inlandi Evrópu er opnunartími mat-
vöruverslana víða mjög njörvaður
niður og hvergi hægt að kaupa í mat-
inn eftir klukkan sex síðdegis eða um
helgar. Vörutalningin ætti ekki að
setja strik í reikninginn hjá hinum al-
menna viðskiptavini verslananna.“
Enn þarf uppgjör og talningu
Morgunblaðið/Ómar
Vörutalning Um áramót þurfa verslunareigendur að átta sig á birgðastöðunni.
Í HNOTSKURN
»Sumar deildir bankannahafa nóg að gera 2. janúar
en í öðrum er rólegt.
»Tölvur og tækni útrýmaekki hefðbundinni vöru-
talningu í bráð.
»Endurskoðendur fyrir-tækja telja hefðbundna
vörutalningu óhjákvæmilega.
»Örflögutækni mun auð-velda lagerstjórnun fram-
tíðarinnar.
ÁRAMÓT»
Þótt tölvur haldi utan um allar færslur bankanna kalla áramótin á sérstakt uppgjör með tilheyrandi
lokunum og hjá verslunum boðar nýárs blessuð sól líka lokanir vegna vörutalningar
Enn streyma bækur um hina ágætuhljómsveit, Bítlana, á markað.Ætla mætti að þegar væri búiðað skrifa allt sem hægt er að
skrifa um piltana fjóra frá Liverpool, John,
Paul, George og Ringo, allt frá því að þeir
fæddust, hittust og stofnuðu frægustu
hljómsveit heims og þar til þeir slitu sam-
starfinu árið 1970. Bítlaaðdáendur láta hins
vegar ekki deigan síga og 36 árum eftir að
hljómsveitin hætti eru enn að koma út nýj-
ar bækur.
Þótt sumir höfundanna hafi reynt að fá
útgáfufyrirtæki til að gefa út bækurnar eru
þeir þó margir sem kjósa að gefa þær út
sjálfir. Þá fá þeir allan hagnaðinn sjálfir og
ráða öllu efni og útliti. Það þykir þeim vega
upp á móti þeim ókosti að þurfa sjálfir að
standa straum af umfangsmikilli rannsókn-
arvinnu, jafnvel svo árum skipti.
Blaðið International Herald Tribune
skýrði frá því á föstudag að enn sé veruleg-
ur markaður fyrir bækur um Bítlana og
höfundarnir nýti sér netið til að koma þeim
á framfæri við kaupendur. Tekið er dæmi af
John Winn, sem sjálfur hefur gefið út þrjár
bækur um hljómsveitina. Bækur hans rekja
allar hljóð- og myndupptökur Bítlanna, sem
og viðtöl sem tekin voru við fjórmenn-
ingana. „Bækur mínar eru ætlaðar sér-
stökum lesendahópi, sem ég veit hvernig á
að nálgast. Þar sem ég er sjálfur mikill
aðdáandi Bítlanna umgengst ég aðra aðdá-
endur og þess vegna veit ég hvar ég get
nálgast þá og hvað þeir vilja lesa.“
Og salan gengur alveg bærilega, jafnvel
þótt bækurnar virðist í fyrstu ólíklegar til
vinsælda. Sem dæmi má nefna að fyrsta
upplag bókarinnar „Recording the Beatles“,
sem er litlar 540 blaðsíður, seldist strax
upp. Það voru þrjú þúsund eintök, á rúmar
sjö þúsund krónur hvert.
Efni bókarinnar er töluvert sérhæft, en í
henni er nákvæmlega rakið hvaða upp-
tökubúnað Bítlarnir notuðu í hljóðveri,
hvaða aðferðum þeir beittu við upptök-
urnar, hvernig hljóðfærum var stillt upp í
hljóðverinu og hvernig hljóðrásum var
blandað saman. Að sjálfsögðu er bókin
prýdd myndum af hverju tæki og nákvæm-
um, tæknilegum lýsingum, enda eru höfund-
arnir tveir, Kevin Ryan og Brian Kehew,
sjálfir upptökustjórar og útsetjarar.
Bítlaaðdáendur er að finna í öllum stétt-
um og þar á meðal er bandaríski lögfræð-
ingurinn Bruce Spizer, sem í fyrstu kannaði
ýmsar lagaflækjur í útgáfumálum Bítlanna,
en hefur síðan skrifað fimm bækur til við-
bótar, m.a. um fyrstu heimsókn Bítlanna til
Bandaríkjanna árið 1964.
Enn eru ótaldar fjölmargar Bítlabækur,
þar sem meðal annars eru tíundaðar ólög-
legar upptökur af Bítlatónleikum, rakið
hvenær hver Bítill kom fram í fjölmiðlum
eftir að hljómsveitin hætti, sumir vinna að
sérstakri bók um samstarf John Lennons
og Yoko Ono og aðrir finna enn einn nýjan
flöt á umfjöllun um uppáhalds hljómsveitina
sína.
Nýjasta nýtt af löngu horfinni hljómsveit
REUTERS
BÍTLAFÁR»Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is