Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 22
daglegtlíf
Hugleikur Dagsson hefur vakið
skiptar skoðanir með teikn-
ingum sínum og skopskyni og
fengið harkaleg viðbrögð. » 38
beittur penni
Skemmtun hjóna breyttist í
martröð þegar ráðist var á þau
á skemmtistað í Reykjavík. Þau
lýsa reynslu sinni. » 42
martröð
Í Krasnojarsk í Rússlandi er
byrjað að fagna áramótum með
flugeldum. Hvers sakna útlend-
ingar á Íslandi að heiman? » 24
áramót
Sænsk tíska hefur hingað tiltengst hinu praktíska ogfjöldaframleidda með vel-gengni fyrirtækja á borð við
H&M og Ikea. Nú hefur ný bylgja
sænskra hönnuða með sérstæðari
stíl sett mark sitt á hinn alþjóðlega
tískuheim. Innblásturinn kemur ekki
frá löngum vetrum og náttúrunni og
fellur ekki eingöngu undir hefð-
bundna norræna naumhyggju.
H&M hefur þó mikið að segja því
margir sænskir hönnuðir hefja fer-
ilinn hjá keðjunni. Þar læra þeir að
fylgjast vel með alþjóðlegum tísku-
straumum og -stefnum og því að
gera mörgum til hæfis. Skólunin í
lýðræðislegri hönnun hjálpar þeim
en lykilatriðið að vinsældunum núna
er að sænska hönnunin virðist henta
tíðarandanum.
Svartur litur og gráir tónar eru
vinsælir í vetur og líka ýmiss konar
öðruvísi snið, nýjar útlínur sem
sænskir hönnuðir hafa leikið sér
mikið með. Stíllinn, sem sænskum
hönnuðum er að einhverju leyti í blóð
borinn, passar vel inn í tískuna um
þessar mundir.
Acne fyrir tískumeðvitaða
Tískuhúsið Acne Jeans er í far-
arbroddi í sænsku bylgjunni. Meira
að segja Victoria Beckham mælir
með gallabuxum frá Acne í nýrri bók
sinni, That Extra Half an Inch, sem
kom út fyrir jólin. Gallabuxur eru
helsta tromp fyrirtækisins, sem virð-
ist ávallt vera einu skrefi á undan í
hönnun. Buxurnar renna út eins og
heitar lummur en fatnaður Acne er
hins vegar ekki fyrir alla. Sniðin eru
óhefðbundin, allt frá ruslapokavíðum
kjólum yfir í ofurháar buxur í mittið.
Umfram allt er Acne töff og vinsælt
hjá tískumeðvituðu fólki, þó sniðin
séu ekki alltaf hliðholl þeim sem eru
ekki grannholda.
Stefna fyrirtækisins er að þó hver
lína myndi „konsept“ sé hægt að
nota hverja flík sjálfstætt og að hún
blandist vel með öðrum merkjum.
„Með því að hanna einföld og hagnýt
föt vill Acne Jeans skapa nútíma-
ramma fyrir einstaklingseðlið,“ segir
á vefsíðu tískuhússins.
Acne var stofnað í Stokkhólmi árið
1996 og var stefnan að framleiða eig-
in vörur auk þess að hjálpa öðrum að
byggja upp vörumerki. Í kjölfarið
fékkst fjöldi verkefna við auglýs-
ingar, grafíska hönnun, sjónvarps-
framleiðslu og fleira. Núna starfa
mörg fyrirtæki undir nafni fyrirtæk-
isins, Acne Film, Acne Creative og
Acne Digital auk þess sem það gefur
út eigið blað sem heitir einfaldlega
Acne Paper og kemur út tvisvar á
ári.
Fyrsta eiginlega fatalínan kom í
verslanir árið 1998 og hefur hönn-
unarstjórinn og hugmyndasmiðurinn
Jonny Johanson unnið með einvala
liði hönnuða og markvisst byggt upp
sterka vitund fyrir merkinu. Ein
skýring á öðruvísi hönnun Acne er
uppruni Johanson og það að fyr-
irtækið starfar á ýmsum sviðum.
Hann er ekki menntaður hönnuður
og segist fá innblástur frá svo fjöl-
breytilegum stöðum og það skapi
nýja tilfinningu fyrir fagurfræði.
Árið 2003 opnaði fyrirtækið fyrstu
verslunina, Acne Jeans Studio, í
Stokkhólmi, næsta var
opnuð í Kaupmannahöfn
árið eftir og eftir það varð
vöxturinn hraðari. Til við-
bótar eru vörur frá Acne
seldar á meira en 450
sölustöðum víðs vegar um
heiminn. Þekktustu versl-
anirnar eru án efa Colette
í París, Selfridges og
Brown’s Focus í London
og Barneys í New York.
Sænska hornið í
Kaupmannahöfn
Í Kaupmannahöfn fæst
Acne Jeans í stórversl-
uninni Illum og eigin sér-
verslun við Gammel Mønt
10. Það er einmitt á horni
Gammel Mønt og Christ-
an IX’s Gade, sem nýju
risarnir í sænskri tísku
hafa raðað sér, Acne
Jeans, Tiger of Sweden
og J. Lindeberg.
Þessi þrjú merki byggja öll stóran
hluta viðskipta sinna á gallabuxum
og eiga margt fleira sameiginlegt.
Þau eru með föt fyrir bæði konur og
karla og oft klæðnað sem gengur fyr-
ir bæði kynin, eða lítur út fyrir að
gera það. Fötin hafa rokkaðan blæ
yfir sér, mikið um jakkaföt, skyrtur,
þröngar buxur og leðurjakka. Auk
Acne Jeans er vel þess virði að kynn-
ast Tiger of Sweden og J. Lindeberg.
Þrátt fyrir líkindi í hönnun er upp-
runinn ólíkur. Tiger of Sweden er
meira en aldargamalt fyrirtæki,
stofnað af tveimur klæðskerum.
Ræturnar liggja í herrafatnaði en
merkið fór ekki að höfða til yngri við-
skiptavina og kvenna fyrr en á tí-
unda áratugnum.
J. Lindeberg er hins vegar tíu ára
gamalt fyrirtæki, stofnað af Johan
Lindeberg sem áður vann hjá Diesel.
Bjart er yfir fyrirtækinu en búist er
við því að sala á vörum þess aukist
um 25% á næsta ári í Bandaríkj-
unum. Viðbótarinnar er vænst m.a.
vegna nýrrar línu sem mun bera
nafnið Johan by J. Lindeberg og
verður 45% ódýrari en meginlínan.
Fötin hafa verið vinsæl meðal
íþróttamanna og þá sérstaklega golf-
ara og einnig tónlistarfólks. Til að
leggja áhersluna á þessa rokkteng-
ingu fékk J. Lindeberg söngvarann
Dave Gahan úr Depeche Mode og Al-
ison Mosshart úr The Kills til að sitja
fyrir í auglýsingaherferð síðasta
sumar. Lindeberg sjálfur hafði ein-
mitt hannað öll sviðsföt Gahan í
nokkurn tíma. Á undan þeim horfðu
ekki síðri rokkarar framan í mynda-
vélina fyrir Svíana, leik- og söng-
konan Juliette Lewis og Carl Barât
úr Dirty Pretty Things og áður The
Libertines.
Takmark Lindeberg er að verða
leiðandi og nýtískulegt tískuafl á 21.
öldinni og hann ásamt fleiri sænsk-
um tískuhúsum virðist vera kominn
vel á veg með það.
Sænsk tíska er í miklum uppgangi svo tekið er eftir á alþjóðavettvangi.
Inga Rún Sigurðardóttir kannaði þessa nýju bylgju sænskra hönnuða.
Acne Jeans Töff úr tískusýn-
ingunni á vetrarfötunum.
Acne Jeans
Buxurnar eru
háar í mittið
og með
strákalegum
axlaböndum.
Tiger of Sweden Rætur þessa aldargamla fyr-
irtækis eru í klæðskerasaumuðum herrafötum.
J. Lindeberg Úr auglýsingaherferðinni með Dave Gahan úr Depeche Mode.
ingarun@mbl.is
|sunnudagur|31. 12. 2006| mbl.is
Tískuinnrás Svíanna
Acne Jeans Rokkaralegur
bragur á strákafötunum.
Tiger of
Sweden Úr
auglýsinga-
herferð í
vetur.