Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 30

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 30
stjórnmál 30 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í nýrri bók Árna Þórarins- sonar og Páls Kristins Pálssonar, Farþeganum, er vikið að því er spek- ingar í heimi stjórnmála og fjölmiðla fjalla um áramótin og „reyna að horfa um öxl og fram á við án þess að fara úr andlega hálsliðnum.“ Engum er hollt að fara úr lið, hvað þá hálslið, en allir hafa gott af því að meta hvað áunnist hefur og setja sér ný markmið. Íslenska þjóðin má sem heild vel una við þann árangur sem hún náði á árinu 2006 og allt bendir til þess að komandi ár verði einnig hagfellt. Efnahags- legur styrkur þjóðarinnar heldur áfram að aukast þótt vissulega hafi ekki öllum vandamálum verið rutt úr vegi. Árið 2007 bíður okk- ar með nýjum viðfangsefnum, jafnt í einkalífi hvers og eins sem í lífi þjóðarinnar. Úrslit þingkosn- inga í maí munu ráða miklu um framhaldið.     Þau tíðindi urðu snemma sum- ars að Halldór Ásgrímsson, þáver- andi forsætisráðherra, ákvað að draga sig út úr stjórnmálum og nýtt ráðuneyti undir minni forystu var myndað. Halldór helgaði sig stjórnmálum í meira en 30 ár og átti drjúgan þátt í þeim miklu breytingum sem urðu á íslensku þjóðfélagi á því tímabili. Hann tekur nú um áramótin við starfi aðalframkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannahöfn. Að því starfi er hann sérstaklega vel kominn eftir lang- an feril í hinu opinbera norræna samstarfi. Honum og Sigurjónu, konu hans, fylgja hlýjar kveðjur er þau halda nú á nýjan vettvang.     Bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar fóru fram í maí sl. og voru úrslit víða athyglisverð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er markverð- ast að hann náði á ný forystu í borgarstjórn Reykjavíkur. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri hefur farið afar vel af stað í störfum sínum og býr að mikilli reynslu í borgarmálum og ára- langri forystu meðal sveitarstjórn- armanna í landinu. Sjálfstæð- isflokkurinn bætti við sig töluverðu fylgi þegar litið er til landsins alls og fékk víða hreinan meirihluta. Öflugir forystumenn eru komnir fram víða í sveit- arstjórnum sem sumir eiga eflaust eftir að hasla sér völl í lands- málum undir merkjum Sjálfstæð- isflokksins síðar meir. Prófkjör flokksins nú í haust bera með sér að veruleg endurnýjun verður í þingliði sjálfstæðismanna í vor og ekki er ólíklegt að 8–10 nýir þing- menn taki sæti í þingflokknum.     Nú hillir undir lok framkvæmda á Kárahnjúkasvæðinu og er gert ráð fyrir að virkjunin mikla hefji raforkuframleiðslu á næsta vori þegar álverið við Reyðarfjörð verður einnig tilbúið. Hönnuðir og framkvæmdaaðilar hafa unnið þrekvirki og leyst marga þraut við gerð þessara flóknu mannvirkja. Er vissulega ánægjulegt hve ís- lenskir verkfræðingar, jarðfræð- ingar, verktakar og fleiri hafa gott vald á þeirri tækni og þekkingu sem nauðsynleg er við risafram- kvæmdir af þessu tagi. Þessar framkvæmdir hafa haft mikil og jákvæð áhrif á mannlíf og atvinnu- ástand á Austurlandi og mun svo verða um langa framtíð. Þær ýttu einnig undir hagvöxt í landinu öllu en neikvæð áhrif á vinnumarkað urðu minni en ætlað var vegna þess hve margir erlendir starfs- menn komu tímabundið til lands- ins til starfa við þessar fram- kvæmdir. Útflutningur frá álverinu mun skjótt vega upp á móti þeim neikvæðu áhrifum á viðskiptajöfnuð sem innflutningur vegna framkvæmdanna hefur haft síðustu ár. Þótt ákvarðanaferlið í tengslum við álverið á Reyðarfirði og virkj- unina við Kárahnjúka hafi allt ver- ið lögum samkvæmt hafa deilur um þetta mál verið miklar. Þýð- ingarlaust er að halda þeim áfram nú – mannvirkin eru risin – en mikilvægt að draga af þeim lær- dóm fyrir framtíðina. Ekki eru lík- ur á að önnur stórvirkjun á borð við Kárahnjúkavirkjun rísi hér á landi næstu árin og kannski aldr- ei. Á hinn bóginn væri glapræði að segja þar með skilið við þá stefnu að nýta orkulindir þjóðarinnar til að bæta lífskjörin í landinu. Við blasir til dæmis að skynsamlegt er að nýta kraftinn í Þjórsá og virkja neðri hluta árinnar sem og þá orku sem víða er að finna í iðrum jarðar. Spennandi möguleikar eru framundan á því sviði með svoköll- uðum djúpborunum, þótt tilraunir með slíkar boranir muni taka all- mörg ár. Við þurfum að finna hinn gullna meðalveg milli þess að nýta auðlindirnar landsmönnum til hagsbóta og hins að gera þeim kleift að njóta náttúru landsins og þeirra gæða sem í óspilltu um- hverfi felast. Slíkt er að sjálfsögðu hægt ef allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til málamiðlunar.     Í marsmánuði urðu þau tíðindi að Bandaríkjastjórn tilkynnti Ís- lendingum að hún hygðist hverfa með herlið sitt héðan fyrir lok september en myndi þó standa í einu og öllu við skuldbindingar sínar um að verja landið sam- kvæmt samningi Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Í honum er ekki kveðið á um að hér á landi skuli vera tiltekinn búnaður eða herlið. Þessi ákvörðun olli von- brigðum en var þó ekki óvænt að öllu leyti. Allt frá lokum kalda stríðsins upp úr 1990 hafa Banda- ríkjamenn skipulega dregið úr við- búnaði hér á landi og varnirnar verið lagaðar að gjörbreyttu ástandi og ógnarmati í okkar heimshluta. Við þessar breyttu aðstæður voru tveir kostir fyrir hendi. Ann- ar var að treysta samstarfið við Bandaríkjamenn í sessi á nýjum forsendum og byggja ofan á gamla varnarsamninginn, ef svo mætti segja. Hinn var að segja alveg skilið við Bandaríkin, rifta samn- ingnum frá 1951, og freista þess að tryggja varnir landsins með einhverjum allt öðrum hætti. Það var mat mitt sem þáverandi utanríkisráðherra og ríkisstjórn- arinnar að engir raunhæfir kostir aðrir en áframhaldandi samstarf við Bandaríkin væru fyrir hendi. Þvert á móti gæti uppsögn varn- arsamningsins haft margvíslega óvissu og hættur í för með sér fyr- ir öryggi þjóðarinnar, sem rík- isstjórninni ber skylda til að tryggja. Fyrri leiðin varð því fyrir valinu. Ég tel að vel hafi tekist til um hið nýja samkomulag Íslands og Bandaríkjanna, sem undirritað var í Washington í október, þar sem enn var ítrekað og staðfest að Bandaríkjamenn ábyrgjast varnir Íslands þótt þeir hafi hér ekki lengur fasta viðveru. Kemur sú af- dráttarlausa skuldbinding til við- bótar því öryggisneti sem felst í aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Ekki er vafi á því að margar aðildarþjóðir bandalagsins vildu vera í okkar sporum og hafa samning á borð við þennan við voldugasta ríki heims. Í framhaldinu hefur verið unnið að því að treysta samstarf okkar við nágrannaþjóðirnar á Norður- Atlantshafi, ekki síst í leitar- og björgunarmálum, en einnig um önnur atriði sem lúta að því að tryggja öryggi og eftirlit á frið- artímum. Eru slíkar viðræður þegar hafnar við Norðmenn og Dani og fyrirhugaðar við Breta og Kanadamenn. Samhliða þessu hef- ur verið ákveðið að stórefla Land- helgisgæsluna með auknum þyrlu- kosti, nýju varðskipi og nýrri flugvél. Brotthvarf varnarliðsins hefur einnig margvísleg bein áhrif hér innan lands. Í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar 26. september sl. er farið yfir mörg atriði sem til úrvinnslu eru. Stærstu tímamótin í þessu sambandi eru þó e.t.v. þau að framvegis verða Íslendingar að gera ráð fyrir að vera sjálfir virk- ari þátttakendur í eigin öryggis- málum og verja til þeirra mun meiri fjármunum en áður. Það er ekki lengur hægt að ætla skatt- greiðendum í öðrum löndum að taka á sig allan kostnað af vörnum landsins.     Íslenskt efnahagslíf hefur blómstrað á undanförnum árum. Það er fyrst og fremst að þakka þeirri efnahagsstefnu sem hér hef- ur verið fylgt allt frá árinu 1991. Rauði þráðurinn í henni hefur ver- ið að auka frjálsræði til athafna í okkar efnahags- og atvinnulífi og treysta með því undirstöður hag- vaxtar og betri lífskjara. Hluti þeirrar stefnu var að tryggja aðild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu sem kostaði mjög hörð pólitísk átök. Senn eru liðin 15 ár frá því þetta mál var til meðferðar á Alþingi og tímabært fyrir há- skólafólk að rifja upp og rannsaka deilurnar um það. Ætla má að ýmsir spádómar sem þá voru hafð- ir uppi veki furðu í dag sem og sú breyting á afstöðu sem síðan hef- ur orðið hjá einstaka mönnum og flokkum. Stundum er því haldið fram að þessi stefna hafi leitt til meiri ójöfnuðar sem fari sífellt vaxandi. Það er rétt að ýmsir athafnamenn hafa efnast mjög, einkum á alþjóð- legum viðskiptum án þess að taka þann hagnað frá öðrum lands- mönnum. Sé hins vegar einvörð- ungu litið á atvinnutekjur og þró- un þeirra skoðuð frá árinu 1993 kemur í ljós að tekjujöfnuður hef- ur lítið breyst. Það þýðir að aukn- ing atvinnutekna á þessu tímabili hefur skilað sér nokkurn veginn jafnt til allra tekjuhópa. Það er ánægjulegt þótt fyrirfram sé ekki við því að búast að slík hlutföll séu óbreytanleg yfir lengra tímabil. Áherslubreytingar í hagstjórn hafa gert okkur kleift að njóta þeirra tækifæra sem aukið frjáls- ræði í milliríkjaviðskiptum, al- þjóðavæðingin og ekki síst hug- búnaðar- og fjarskiptabyltingin hefur skapað. Íslendingar eru orðnir virkir þátttakendur í hinu opna alþjóðlega hagkerfi. Íslenskir fjárfestar nýta sér viðskiptatæki- færi í öðrum löndum og erlendir aðilar gera slíkt hið sama hér á landi. Eðlilegur fylgifiskur þess- arar þróunar er að erlendir fjár- festar, matsfyrirtæki og lánastofn- anir fylgjast grannt með þróun mála hér á landi. Ég starfaði sem ungur hagfræð- ingur við erlendar lántökur í Seðlabanka Íslands á árunum í kringum 1980. Efnahagsástandið var annað þá sem og það reglu- verk sem gilti um erlendu lána- málin. Erlent lánsfé var gjarnan notað beint til að fjármagna halla á ríkissjóði svo dapurlegt sem það nú var. Þá þótti afar langsótt að stóru lánshæfismatsfyrirtækin, Standard and Poor’s (S&P) og Moody’s, myndu leggja mat á lánshæfi íslenska ríkisins, hvað þá að slíkt mat gæti orðið einhvers staðar í námunda við einkunn stærri og auðugri ríkja. Í dag þykir ekki bara eðlilegt að þessi fyrirtæki og fleiri gefi íslenskum aðilum einkunnir heldur finnst okkur sjálfsagt að ríkissjóður Ís- lands sé í efstu þrepum gæða- matsins. Ríkissjóður hefur frá árinu 2002 verið í efsta flokki hjá Moody’s með einkunnina AAA. Hjá S&P hefur matið alltaf verið lægra. Ár- ið 2005 hækkaði fyrirtækið matið úr A+ í AA- án þess að það vekti sérstök viðbrögð í fjölmiðlum hér eða á mörkuðum. Fyrir fáum dög- um lækkaði S&P mat sitt aftur í A+ og lýsti vissum áhyggjum með horfur í efnahagsmálum, sér- staklega vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á fjárlaga- frumvarpinu í meðförum Alþingis. Moody’s, sem byggir á sömu upp- lýsingum og hefur á að skipa starfsfólki með meiri reynslu hér á landi, hélt sig aftur á móti við AAA, meðal annars með vísan til þess hve staða ríkisfjármála væri firnasterk hér á landi og skuldir ríkissjóðs litlar. Matsfyrirtækin eru sjálfstæð og óháð ríkisstjórnum og fyr- irtækjum. Þess vegna njóta þau trausts og matseinkunnir þeirra eru vegvísar og greiða fyrir láns- viðskiptum um allan heim. Ekki tjóar að deila við þau um slíkar einkunnir þótt eðli málsins sam- kvæmt geti verið mismunandi skoðanir á þeim ályktunum sem fyrirtækin draga af fyrirliggjandi upplýsingum.     Það hefur verið eitt mikilvæg- asta verkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja gott atvinnuástand og betri lífskjör. Óhætt er að segja að það hafi tekist vel, því kaup- máttur heimilanna hefur aukist um u.þ.b. 60% á rúmum áratug og atvinnuleysi mælist vart. Hag- stjórn hér á landi er hins vegar ekki alltaf dans á rósum þótt mik- ið hafi áunnist með skipulags- breytingum. Þannig hefur verð- bólga t.d. verið nokkuð umfram markmið Seðlabankans undanfarin misseri. Vegna stærðargráðu stór- iðjuframkvæmda var fyrirséð að þrýstingur á verðlag myndi aukast tímabundið sem og viðskiptahalli. Af hálfu stjórnvalda var brugðist við fyrirfram með stórauknu að- haldi í ríkisfjármálum, m.a. frest- un framkvæmda. Einnig var fyr- irsjáanlegt að Seðlabankinn þyrfti að hækka vexti. Viðbrögð bankanna við þeim breytingum sem gerðar voru á Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins VIÐ ÁRAMÓT Morgunblaðið/ÞÖK Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.