Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 33

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 33 þekkingarfyrirtæki sjái sér hag í að byggja sig upp hér á landi og að íslensk fyrirtæki geti laðað að sér erlenda fjárfesta sem nú óttast hina óstöðugu íslensku krónu. Síðast en ekki síst verður að fjárfesta verulega í menntun til að mæta þörfum nýrra tíma. Samfylk- ingin hefur sett fram tillögur í menntamálum sem m.a. felast í átaki gegn brottfalli, nýju tækifæri fyrir fólk með litla formlega menntun, auknu frelsi í rekstri og námsfyrirkomulagi framhaldsskól- anna, öflugra háskólastigi og markvissum stuðningi við rann- sóknar- og þróunarstarf. Þjóðin þarf ríkisstjórn sem setur menntun í öndvegi og hefur þá stefnu að allir geti lært. Það er vel- ferðarstefna, fjárfestingarstefna og síðast en ekki síst jafn- aðarstefna í bestu mynd. V. Hagvöxtur undanfarinna ára hefur byggst á nýtingu nátt- úruauðlinda með þeim hætti að gengið hefur verið á náttúrugæði og aukið á útblástursmengun með nýjum stóriðjukostum. Gríðarlegar fjárfestingar í virkjunum og stór- iðju hafa mótað umhverfi okkar, atvinnulíf og efnahagslíf. Rík- isstjórnin ætlar að halda áfram á sömu braut en andspænis þeirri stefnu setur Samfylkingin fram til- lögur sínar um Fagra Ísland. Mikilvægt er að ná jafnvægi í efnahagslífinu og koma í veg fyrir nýja fjárfestingahrinu í stóriðju meðan enn er spenna í hagkerfinu. Við þurfum að nýta þetta svigrúm til að vinna Rammaáætlun um náttúruvernd og rétta stöðu þeirra sem vilja nýta náttúru landsins með verndun hennar gagnvart hin- um sem vilja nýta hana til orku- vinnslu. Við höfum núna sögulegt tækifæri til að ná utan um málefni náttúruverndar á Íslandi. Til þess þarf ríkisstjórn sem get- ur náð breiðri sátt um nátt- úruvernd og orkunýtingu. Sam- fylkingin tókst á við þetta erfiða verkefni innan sinna eigin vébanda og er eini flokkurinn sem hefur sett fram raunhæfar tillögur til sátta. Samfylkingin er leiðandi á þessu sviði og sú skýra stefna sem birtist í Fagra Íslandi er vegvís- irinn sem við þurfum. VI. Við síðustu áramót sögðust for- svarsmenn ríkisstjórnarinnar ætla að ljúka endurskoðun stjórn- arskrárinnar og endurskipuleggja stjórnarráðið. Ekkert bólar á efnd- um. Samfylkingin hefur sett fram skýrar hugmyndir um stjórn- arskrárbreytingar sem þarf að gera til að ná fram mikilvægum réttarbótum í þágu þjóðarinnar s.s. þjóðareign á mikilvægum auðlind- um og réttinum til þjóðaratkvæðis. Þá hefur Samfylkingin lagt fram frumvarp til laga um stjórnarráðið sem felur í sér endurskipulagningu og fækkun ráðuneyta. Samhliða þessu þarf að endur- skoða vinnubrögð Alþingis og styrkja stöðu þess gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Liður í því er að gera Alþingi kleift að setja á fót óháðar rannsóknarnefndir til að rannsaka mikilvæg mál og stjórn- valdsathafnir er varða almannahag s.s. hlerunarmálin og einkavæðing- arferlið. Þjóðin þarf ríkisstjórn sem beitir sér fyrir auknu lýðræði, meira eft- irliti með stjórnvaldsathöfnum, skýrum leikreglum og nútímavæð- ingu stjórnkerfisins. VII. Nýtt ár ber með sér vonir og væntingar um nýja tíma. Kjós- endur kalla á breytingar og nýjar lausnir og Samfylkingin hefur unn- ið heimavinnuna sína. Við höfum lausnir á þeim vandamálum sem blasa við. Við höfum skýra framtíð- arsýn fyrir íslenskt samfélag. Við erum tilbúin að leiða nýja rík- isstjórn sem tekst á við krefjandi verkefni af ábyrgð og stjórnfestu! Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar, þakka samfylgdina á liðnu ári og hlakka til samstarfsins á því ári sem nú fer í hönd. ríkisstjórnin með ráðherra Sjálf- stæðisflokksins í broddi fylkingar víkur sér undan að gera. Áherslur VG og ný stjórn Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð vill bjóða þjóðinni upp á skýra kosti í íslenskum stjórnmálum. Við viljum að þjóðin eigi kost á hrein- um umskiptum í stjórn landsins ef svo ber undir. Það er eðlilegast og lýðræðislegast að gera með því að stjórnarandstaðan stilli saman strengi og bjóði upp á sjálfa sig sem trúverðugan valkost gegn nú- verandi stjórnarsamstarfi og stjórnarflokkum, takist að fella stjórnina og skapa þannig skilyrði til hreinna umskipta. Við Vinstri græn viljum grund- vallarstefnubreytingar á fjölmörg- um mikilvægum málasviðum. Við teljum að íslenska þjóðin sé lánsöm og að við höfum í höndum stórkost- lega möguleika til að þróa farsælt og friðsælt lýðræðis- og velmeg- unarsamfélag á Íslandi. Einnig menningarsamfélag sem hlúir að þjóðararfinum og axlar ábyrgð gagnvart skyldum sínum við landið. Við viljum standa undir þeirri ábyrgð sem lögmálið um sjálfbæra þróun og sjálfbæra framvindu sam- félagsins leggur hverri kynslóð á herðar. Það er ríkisstjórn Íslands ekki að gera um þessar mundir. Hún er þvert á móti að ganga á verðmæti framtíðarinnar, bæði landkostina og stuðlar einnig að eyðslu um efni fram sem þýðir að hækkandi erlendur skuldareikn- ingur þjóðarinnar lendir á þeim sem við taka. Það er athyglisverð staðreynd að þeir menn sem bera ábyrgð á lengstum hluta stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks eru nú báðir horfnir úr stjórnmálum. Hvorki Davíð Odds- son né Halldór Ásgrímsson mun standa reikningsskap gerða sinna í næstu kosningum. Flokkar þeirra gera það hins vegar, sömu flokkar með sömu stefnu og sama mann- skap að þeim sjálfum undan- skildum. Við þá fer uppgjörið fram. Það hefur orðið hlutskipti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að andæfa stjórnarstefn- unni og veita henni aðhald umfram aðra flokka. Það helgast af því að við erum flokkurinn til vinstri í ís- lenskum stjórnmálum og eini um- hverfisverndarflokkurinn, græni flokkurinn. Okkar áherslur um fé- lagslegt réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og mannúðlega utanríkis- og friðarstefnu eru hinir andstæðu pólar við hægri- og nýfrjálshygg- juáherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því einfalt hvað þeir sem virki- lega vilja sýna ríkisstjórninni rauða spjaldið eiga að gera næsta vor: Þeir eiga að kjósa Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Við höfum meðbyr, til okkar streymir fjöldi nýrra liðsmanna, ekki síst ungt fólk, og gleðilegt er að fjölmargar konur munu skipa framvarðarsveit okkar og efstu sæti á framboðs- listum í næstu kosningum. Við er- um flokkur allra aldurshópa, við er- um flokkur allra stétta, við erum flokkur alls vinnandi fólks, við er- um flokkur einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, flokkur þeirra sem vilja móta samábyrgt velferðar- og menningarsamfélag í landinu. Við erum flokkur sem talar fyrir yfirvegun í umræðu um fólk af erlendum uppruna og við viljum að það geti aðlagast og orðið fullgildir þátttakendur í samfélaginu og gefið af sér til þess. Við vörum við um- ræðu sem elur á andúð og for- dómum. Jafnréttissinnað velferð- arsamfélag á að taka til allra án tillits til uppruna, rétt eins og kyn- ferðis, litarháttar o.s.frv. Fyrir hönd Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs þakka ég landsmönnum fyrir samfylgdina á árinu. Ég þakka góðan stuðning í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor og þann hljómgrunn sem okkar áherslur njóta. Við Vinstri græn horfum bjartsýn fram á veginn. Gleðilegt nýtt ár! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frá kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur, stökktu tilboð. Frá kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur, stökktu tilboð. Frá kr. 49.990 Oasis Royal. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Frá kr. 59.990 Oasis Royal. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Frá kr. 54.990 Oasis Tamarindo Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Frá kr. 64.990 Oasis Tamarindo Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í 3 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Bjóðum nú síðustu sætin til nýjasta áfangastaðar Heimsferða, Fuerteventura, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað og slakaðu rækilega á eftir jólastressið. Bjóðum m.a. frábært stökktu tilboð (þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir) auk tilboða á íbúðagistingu í Corralejo á Oasis Royal og Oasis Tamarindo. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Fuerteventura 9. janúar frá kr. 44.900 Síðustu sætin - frábær tilboð Þriggja vikna ferð - ótrúlegt verð Glæsileg gisting í boði Þ egar horft er fram um veg nú við áramót og upphaf kosningaárs, er eðlilegt að minna á nokkra mála- flokka sem við í Frjáls- lynda flokknum teljum að skipti þjóð- ina verulegu máli. Innflytjendur Erlendu fólki hefur fjölgar ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjáls- lyndi flokkurinn vill að fólki af er- lendu bergi brotið, sem flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku sam- félagi. Innflytjendum verði sýnd full virðing og tryggð mannréttindi. Málefni erlendra ríkisborgara á Ís- landi eru nú í ólestri. Fólk býr í at- vinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt. Brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skornum skammti o.s.frv. Mikið innstreymi er af fólki hingað og aldrei meira en síð- ustu mánuði. Erlendir starfsmenn nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Við upplifum nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp áður þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Ís- lendinga um vinnu. Stjórnvöld áttu að bregðast betur við þeim miklu þjóðfélagslegu áskor- unum sem felast í stórauknu streymi erlends vinnuafls hingað sem varð þegar frjáls för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB varð að lögum 1. maí sl. Frjálst flæði erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn getur leitt til lækkunar launa. Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfs- mannaleiga. Stéttarfélög fái heim- ildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnu- skýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo ekki sé brot- inn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna er ekki tilkynntur til Vinnumálastofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Herða á eftirlit með at- vinnurekendum og óskráðum starfs- mönnum, kjörum þeirra og búsetu. Staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra um framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig má spá fyrir um t.d. fjölgun skóla- barna, þörf á kennslu í íslensku og annarri aðlögun. Mikilvægt er að virkja innlent vinnuafl frekar og nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Breyta þarf skerðingarreglum og skattkerfi sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum sem og á lágtekjufólki. Eftirlit og takmörkun væri einfald- ari ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launafólks frá nýjum ríkjum EES og tryggja þá hagsmuni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir. Ekki er verið að tala um að loka land- inu eða reka fólk á brott, heldur ein- göngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Ís- lendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins. Stétt með stétt Í áratugi hafa launþegar, samtök þeirra og stjórnmálaflokkar haft uppi áherslur um velferðarþjóðfélag í bestu merkingu þess. Hér ættu allir að geta lifað af við þau kjör og rétt- indi sem okkur væru tryggð. Lág- markslaun á vinnumarkaði og lág- marksbætur Tryggingastofnunar ríkisins (T.R.) til eldri borgara og ör- yrkja ásamt lífeyrissjóðakerfinu eða atvinnuleysisbótasjóði ættu að tryggja framfærslu til mannsæmandi lífs. Sem forystumaður stéttarfélags og Landssambands yfirmanna (F.F.S.Í.) og sem formaður Frjáls- lynda flokksins og alþingismaður hef ég haft þá skoðun að tryggja öllum þau kjör að geta lifað af án fátæktar eða vöntunar nauðþurfta. Að hjúkrun fólks, öldrunarþjónusta og önnur vistunarúrræði stæðu öllum til boða. Hverri starfstétt ber skylda að starfa með öðrum starfstéttum þessa þjóðfélags, að tryggja þau lágmarks- kjör og velferðarþjónustu sem gerð var grein fyrir hér á undan. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur þá stefnu að lágmarkskjör (laun eða bætur T.R.) eigi að duga til þess að lifa mann- sæmandi lífi og tryggja velferð. Bætur almannatrygginga fylgi al- mennri launavísitölu og nægi til framfærslu. Skerðing tryggingagreiðslna verði lækkuð og afnumin með öllu á tekjur og lífeyrisgreiðslur undir 50 þúsund krónum á mánuði. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins Við áramót: Innflytjendur – velferð – skattar Morgunblaðið/Golli Innflytjendamál Ekki er verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingögnu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins, segir Guðjón Arnar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.