Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 36

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 31. desember 1976: „Íslend- ingar hafa til þess að gera á skömmum tíma stokkið frá fátækt og frumbýlishætti hins forna bændasamfélags yfir í tæknivæðingu velferð- arþjóðfélagsins. Þessi stökk- breyting hefur leitt af sér margt gott í aðbúð og lífs- háttum þjóðarinnar, sem enginn vildi án vera í dag. Spurningin er, hvort við höf- um sem þjóð og einstaklingar þróazt og þroskazt menning- arlega og siðferðilega í sam- ræmi við efnahagslegar framfarir okkar. Margt bend- ir til þess að svo sé ekki. Mannlegur breyzkleiki og brotahneigð hefur að vísu alltaf verið til staðar, hér- lendis sem erlendis. Engu að síður verður að viðurkenna og horfast í augu við þá stað- reynd, að hvers konar afbrot, jafnvel þau grófustu og óhugnanlegustu, hafa sett vaxandi mark á þjóðfélag okkar. Óþarfi er að tína til dæmi þessa. Þau eru hverj- um og einum fersk í minni. Hér er rík ástæða til að staldra við á áramótum og hugleiða orsök og afleiðingu.“ . . . . . . . . . . 31. desember 1986: „Þróist byggð í landinu með þeim hætti, sem spár segja fyrir um, er ólíklegt, að nokkur nú- lifandi Íslendingur eigi eftir að verða vitni að þétt- býlismyndun utan höf- uðborgarsvæðisins, sem er sambærileg við þróun byggð- ar þar. Talið er, að þegar fram líða stundir hægi al- mennt á fjölgun fólks í land- inu. Framtíðarspár eru síður en svo einhlítar. Samkvæmt þeim ættum við nú að búa við hærra eldsneytisverð en fyrir tíu árum vegna lögmáls skortsins og þeir, sem stunda matvælaframleiðslu, ættu að mala gull. Á því ári, sem er að líða hefur verð á eldsneyti lækkað, en fiskverð á heims- markaði hefur hækkað. Nú er talað um góðæri hér á landi og sagt, að hagvöxtur í ár sé meiri en annars staðar. Sveiflurnar í íslensku efna- hagslífi hafa verið næsta reglulegar undanfarna ára- tugi. Í raun má segja, að það sé meiri vandi nú orðið að stíga á bremsurnar, þegar hraðinn eykst, en dæla er- lendu lánsfé inn í efnahags- kerfið, þegar hjólin hægja á sér. Mönnum hefur lærst, að verðbólgan er að verulegu leyti heimasmíðaður vandi.“ . . . . . . . . . . 29. desember 1996: „Sam- keppnisráð hefur með skír- skotun til samkeppnislaga gefið Pósti og síma fyrirmæli um að aðskilja samkeppnis- og einkaréttarsvið stofnunar- innar og skal þeim fyr- irmælum framfylgt fyrir 1. febrúar. Samkeppnisráð hef- ur líka gefið Pósti og síma fyrirmæli um að dreifa pósti fyrir hinn litla einkarekna samkeppnisaðila, Póstdreif- ingu ehf., á stöðum sem falla innan dreifbýlispóstnúmera og á stöðum, sem falla undir þéttbýlispóstnúmer, þar sem eru færri en 500 heimili. Það er heldur óskemmtilegt fyrir opinbert fyrirtæki, að sam- keppnisaðili geti ekki náð rétti sínum gagnvart því nema fyrirmæli komi um það frá þar til bærum aðilum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁRAMÓTAHEIT ÞJÓÐAR Árið, sem heldur innreið sína ámiðnætti, er kosningaár. Viðgerum miklar kröfur til þeirra, sem keppa um atkvæði okkar, viljum meiri fjárveitingar til velferð- armála, betra samgöngukerfi, harð- ari refsingar við glæpum, betra menntakerfi, sýnilegri löggæzlu og þannig mætti lengi telja. Stjórnmálamennirnir okkar geta margan vanda leyst og lofa mörgu fögru, meðal annars í ágætum grein- um hér í blaðinu í dag. En gleymum við kannski stundum að líta í eigin barm? Getur verið að sum mál geti stjórnmálamenn alls ekki leyst án hjálpar kjósenda sinna, án þess að við tökum sjálf ábyrgð á sumum þeim vandamálum, sem við er að etja í samfélagi okkar? Það liggur þungt á þjóðinni að þrír tugir manna, þar á meðal börn og ungt og efnilegt fólk, týndi lífi í um- ferðinni á árinu, sem er að renna sitt skeið á enda. Það er auðvitað blóð- taka, sem okkar litla þjóð má ekki við. Við viljum betri vegi og strangari reglur, en hvað stoðar það ef hugar- far þeirra, sem setjast undir stýri, breytist ekki? Hraðakstur og glæfra- legur framúrakstur er algengari en svo að hægt sé að afgreiða slíka hegð- un með því að þar séu fáeinir brjál- æðingar á ferð. Það er enn furðulega algengt að fólk noti ekki bílbelti. Við þurfum öll að taka okkur taki. Tilkynningum um kynferðisglæpi fer fjölgandi. Mörg dómsmál hafa vakið athygli á árinu, þar sem menn hafa hlotið dóma fyrir andstyggileg kynferðisbrot, mörg gegn saklausum og varnarlausum börnum. Leysist vandinn með harðari refsingum? Þær geta haft eitthvert fælingargildi, en mikilvægara er samt að alger sam- staða ríki um það í samfélaginu að slík brot séu aldrei réttlætanleg, und- ir nokkrum kringumstæðum. Í ljósi þess að gerendurnir eru oftast karl- menn, bera karlar ekki sízt þá ábyrgð að ræða þessi mál við félaga sína og vini og útrýma þeim sjúka hugsunar- hætti, sem liggur að baki þessum glæpum. Streita og tímaleysi plaga stóran hluta þjóðarinnar. Vinna og fjöl- skyldulíf er í ójafnvægi á mörgum heimilum. Munu stjórnmálamennirn- ir laga það? Mun nokkuð gerast í því máli nema við ákveðum sjálf að for- gangsraða með nýjum hætti, leggja minni áherzlu á neyzlukapphlaupið en meiri á börnin og fjölskylduna? Umhverfismál brenna á mörgum, hafa mikið verið til umræðu á árinu og verða vafalaust eitt af kosninga- málunum á því nýja. Fólk hefur áhyggjur af náttúru landsins og hlýn- un loftslags. Endurspeglast þær áhyggjur okkar í umgengni hvers og eins um sitt nánasta umhverfi? Í ákvörðunum um bílakaup eða val á ferðamáta? Umræður um innflytjendur hafa verið áberandi seinnipart ársins. Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli hvernig stjórnvöld skipuleggja mót- tökur innflytjenda og hjálpa þeim að aðlagast. En munu þeir verða hluti af íslenzku samfélagi átakalaust nema við hvert og eitt tökum vel á móti þeim og sýnum það umburðarlyndi og þolinmæði, sem sjálfsagt er? Það er vinsælt að strengja ára- mótaheit á þessum árstíma, gjarnan tengt persónulegum markmiðum, heilsu eða fjölskyldu. En mættu menn ekki líka strengja þess heit að reyna með eigin breytni að hafa áhrif á þau samfélagsmál, sem hér eru tal- in, og auðvitað miklu fleiri? Ef nógu margir láta til sín taka er auðvelt að hafa áhrif til hins betra. Morgunblaðið óskar lesendum sín- um gleðilegs árs og þakkar samfylgd- ina á árinu sem senn er á enda. Í fyrra voru það Úkraínumenn, nú er röðin komin að Hvítrússum. Rússneski olíurisinn Gazprom hefur hótað Hvíta- Rússlandi því að verði ekki gengið að kröfu um helmings hækkun á gasverði verði skrúfað fyrir gas til landsins. Yf- irvöld í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, saka Rússa um að beita kúgunaraðferðum. Rússar segjast hins vegar einfaldlega vilja færa verðið á gasi frá gjafverði til heimsmarkaðsverðs. Hvít- rússar segja að þeir muni svara með því að neita að hleypa rússnesku gasi til Evrópu, sem gæti komið illa við Litháa, Pólverja og Þjóðverja. Við- ræður í gær, föstudag, báru engan árangur, og átti að halda þeim áfram í dag, laugardag. Eftir yfirlýsingum að dæma var hins vegar lítil von til að samningar tækjust. Sergei Kúprjanov, samn- ingamaður Gazprom, kvaðst ekki sjá neina ástæðu til að breyta lokatilboði sínu og Alexand- er Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sagði að um væri að ræða fjárkúgun: „Ef þeir halda þessu áfram förum við í skotgrafirnar, við munum ekki láta undan fjárkúgun.“ Samband í voða Í Hvíta-Rússlandi hefur eftirspurn eftir örnum aukist. Takist ekki samkomulag verður sennilega byrjað á því að loka fyrir gas til fyrirtækja og heimili látin ganga fyrir. Í landinu eru birgðir til um tveggja vikna, en eftir það geta þeir prísað sig sæla, sem geta kveikt upp í arninum. Rússar hafa verið helstu bandamenn Hvítrússa og líta margir á þessar aðgerðir sem svik. Ríkin eru í sérstöku bandalagi og náin tengsl eru milli þjóðanna. Þau skrifuðu undir samning um náið samstarf um miðjan síðasta áratug. Lukashenko segir að fyrir vikið ættu Hvítrússar að njóta sömu kjara og íbúar í Smolensk-héraði, sem ligg- ur að Hvíta-Rússlandi. Hækkunin gæti orðið mjög þungbær fyrir Hvítrússa og er hætt við að veikleikar í efnahag Hvíta-Rússlands myndu fljótt afhjúpast. Innan Evrópusambandsins hefur verið látið nægja að skora á Rússa og Hvítrússa að ná sam- komulagi án þess að stefna gasflutningum í voða. Yfirvöld í Frakklandi og Þýskalandi hafa lýst yfir að horfur á gasskorti valdi þeim ekki áhyggjum og Úkraínumenn tilkynntu á fimmtudag að þeir væru reiðubúnir til að auka flutninga um leiðslur þar í landi komi til þess að flutningar í gegnum Hvíta-Rússland raskist. Ástandið veldur hins vegar mun meiri áhyggjum í nýrri Evrópusam- bandsríkjum. Pawel Kowal, aðstoðarutanríkisráðherra í Pól- landi, sagði í vikunni að öryggi í orkumálum væri lykilatriði fyrir Pólland og Pólverjar vildu koma heiminum í skilning um að það væri það einnig fyrir Evrópu: „Þetta dæmi er enn ein staðfesting þess.“ Tæki í heimsveldispólitík B ronislaw Geremek, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Póllands, sagði á fimmtudag að Rússar notuðu gríðarlegar orkulindir sínar sem „tæki í heimsveldispólitík“ sinni og hefðu færst í aukana vegna þess að heimurinn væri í vaxandi mæli háður orku. Kestutis Dauksys, fyrrverandi viðskiptaráð- herra Litháens, sagði að deilan milli Minsk og Moskvu sýndi að Evrópa þyrfti að leita fanga sem víðast í orkumálum. Hann bætti við að til þess að auka öryggi sitt þyrftu Litháar að reisa nýtt kjarnorkuver: „Það er dýrt, en við verðum að gera það ætlum við að vera örugg og sjálf- stæð.“ Eystrasaltsríkin eru öll tengd rússneska orkunetinu, sem líkt hefur verið við naflastreng á milli þeirra og Rússlands. Eystrasaltsríkin hafa gert samkomulag um að reisa nýtt kjarnorkuver í stað Ignalina-kjarnorkuversins, sem þau hafa skuldbundið sig til að loka vegna þess að það er rekið með úreltum kjarnakljúfum af svipaðri gerð og notaðir voru í Tsjernóbýl. Vonir hafa staðið til að með nýju kjarnorkuveri mætti skera á naflastrenginn og Eystrasaltsríkin gætu jafnvel orðið útflytjendur orku, en hins vegar gætu þau orðið háðari Rússum en þau eru nú um stund- arsakir vegna þess að Ignalina-verinu á að loka 2009, en nýtt kjarnorkuver verður ekki tilbúið fyrr en 2015 miðað við núverandi spár. Eins og sakir standa uppfyllir rússneskt gas um fjórðung af þörf Evrópusambandsins á gasi og það eru um 40% af því gasi, sem flutt er inn til sambandsins. 80% af gasinu er flutt í gegnum Úkraínu og 20% í gegnum Hvíta-Rússland. Þeg- ar deilan var milli Rússa og Úkraínumanna síð- asta vetur varð skortur á gasi einmitt þegar eft- irspurnin stóð sem hæst. Ef til vill má deila um hvort krafa Gazprom beri því vitni að viðskiptalegir hagsmunir séu nú settir ofar pólitískum í Rússlandi eða sýni ein- faldlega hvernig Rússar geti notað þá stöðu, sem þeir hafa í krafti auðlinda sinna. Margir hallast þó að seinni kostinum og benda í því samhengi meðal annars á að í október lýsti Gazprom ein- hliða yfir því að ekki yrði af því að Bandaríkja- mönnum yrði selt gas, sem búist hafði verið við að yrði flutt í risastórum flutningaskipum til Bandaríkjanna. Í staðinn yrði því dælt eftir leiðslum til Evrópu. Víst er að deila Rússa og Hvítrússa er enn ein kraftbirting þess hvað orku- mál og öryggismál fara nú saman. Kapphlaup um orkulindir O rkumál eru komin á dagskrá hjá Atlantshafsbandalaginu og um- ræða um orku og öryggi fer vax- andi. Eftirspurnin eftir olíu fer vaxandi um allan heim, en því hef- ur verið haldið fram að fram- leiðsla í heiminum muni ekki verða meiri en hún er nú. Gríðarlegt kapphlaup um orkulindir stend- ur nú yfir. Kínverjar fara mikinn til að tryggja sér aðgang að olíu til að knýja vöxtinn í efnahags- lífinu og hafa gert samninga víða, allt frá Mið- Asíu til Afríku. Víða hafa kínversk stjórnvöld skotið Vesturlöndum ref fyrir rass, meðal annars vegna þess að þau víla ekki fyrir sér að skipta við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Hin- um megin á hnettinum notar Hugo Chávez, for- seti Venesúela, olíuauðlindir landsins til að undir- strika sjálfstæði þess og bjóða umheiminum byrginn. Chávez lætur ekkert tækifæri ónotað til að gagnrýna Bandaríkin, en hann er einnig einn af helstu innflytjendum olíu til Bandaríkjanna. Þá má ekki gleyma því hvaða stefnu orkumál geta tekið vegna spennunnar milli Vesturlanda og olíuríkjanna við Persaflóa. Bandaríkjastjórn hefur að mestu forðast að tengja innrásina í Írak olíumálum, en þó ekki alveg. „Með stjórnarskipt- um í Írak bættust daglega við þrjár til fimm milljónir tunna af jarðolíu á markaðnum. Árang- ur í stríðinu myndi gera efnahagslífinu gott,“ sagði Lawrence Lindsey, einn af efnahagsráð- gjöfum George Bush forseta, skömmu fyrir inn- rásina. „Hið nýja kalda stríð“ Þ ýska tímaritið Der Spiegel birti í upphafi þessa árs greinaflokk, þar sem gengið var út frá því að „hið nýja kalda stríð“ væri hafið og snerist um baráttuna um hráefnin, einkum olíu. Blaðið spáði því að á næstu árum myndu eiga sér stað miklar svipt- ingar í valdastöðu þjóða og ólíklegt væri að Bandaríkjamenn yrðu þar meðal sigurvegara. „Þrátt fyrir marga óvissuþætti má greina ákveðnar tilhneigingar,“ sagði í greininni. „Kín- verjar eiga þrátt fyrir framsýna orkumálaáætlun, sem knúin er fram af hörku, í stórfelldum vanda með að tryggja sér nægar orkulindir. Hvort „hin kínverska öld“, sem oft er vísað til, mun renna upp er ekki víst bara af þessum sökum. Sama á við um keppinautinn, Indland, og Japana, sem þurfa að flytja inn 80% af orku sinni. Evrópusambandið þarf vegna minnkandi olíu- forða í Norðursjó á næstu áratugum að leggja aukna áherslu á öryggi í orkumálum, en gæti þó orðið meðal þeirra, sem munu rísa í heiminum. Evrópusambandið á alla möguleika á því með samræmdri stefnu að losa sig undan núverandi helsi og koma því þannig fyrir, að Rússar verði aðeins einn af mörgum aðilum, sem selji þeim jarðgas, þótt stór verði. Nálægðin við gassvæði í Norður-Afríku (Alsír, Líbýu) og svæði við Persa- flóa hjálpar Evrópu. Rússar ættu vegna mikilla orkuauðlinda að vera meðal þeirra, sem munu rísa í framtíðinni, en þeir þurfa að ná taki á vandamálum innan- lands, spillingu og félagslegum vanda. Brasilía hefur allar forsendur til að tryggja sér bjarta framtíð í orkumálum. Suður-Ameríku- ríkið vinnur gríðarlegt magn etanóls úr syk- urreyr og býr í þokkabót yfir það miklum orku- lindum í jörð að Brasilíumenn geta verið sjálfum sér nægir. Nokkur þúsund kílómetrum norðar, í Svíþjóð, er ráðgert að ná sjálfstæði í orkumálum með því að framleiða orkugjafa úr höfrum og viði þannig að árið 2020 komist Svíar alfarið af án jarðolíu.“ Laugardagur 30. desember Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.