Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er margt hefðbundið við vinnustofuna, svo sem tölvan og reikn- ingabókin á borðinu. En á borðinu liggur líka Far Side Gallery og í stað ársreikninga í hillu eru þar Tinna-bækur og aragrúi af teiknimyndasögum. Hinu- megin borðsins krotandi á blað er Hugleikur Dagsson, sem vakið hefur athygli fyrir áleitinn húmor í verk- um sínum. Augun eru í svörtum römmum eins og myndasögur og hárið krullað – Tinna-lokkar í því. Safnar ofurhetjubókum Hugleikur gerði útgáfusamning við Penguin í fyrra og sendi frá sér tvær bækur fyrir jólin, Eineygða köttinn Kisa & hnakkana og Fylgið okkur, sem var endurútgáfa á eldra efni, auk þess sem hann vann til Grímuverðlauna í vor fyrir leikritið Forðist okkur, sem sett var upp af CommonNonsense og leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Fyrir tæplega þrítugan mann hefur hann því ým- islegt á samviskunni. Gengið er í gegnum vinnustofuna inn í íbúð sem deilt er af tveim pör- um. „Þetta er aðallega íbúð en ég nota þetta herbergi sem vinnustofu, segir Hugleikur niðursokkinn í teikninguna. „Ég er í sambúð með kærustunni minni, heldur hann áfram án þess að líta upp, „og það er gaman“. Þó að Hugleiki sé fátt heilagt sem listamanni virðist hann lítt gefinn fyrir að ræða um prívatlífið, en gefur þó upp að kærastan heiti Hrafnhild- ur Halldórsdóttir og sé að læra list- fræði í Listaháskólanum. „Við kynntumst á djamminu,“ segir hann og fer að róta í pennaveskinu, „eins og mörg sambönd byrja.“ – Þú heldur upp á Tinna? „Ég er bara myndasögulesandi og Tinni er nauðsynleg eign allra sem safna myndasögum að einhverju ráði. Ég les þessar bækur reglulega, tók síðustu Tinnatörn fyrir einu og hálfu ári.“ – Mér fannst Lukku Láki fyndn- ari, segir blaðamaður. „Það er bara smekksatriði,“ segir Hugleikur og brosir. „Af þeim sem þýddar voru á íslensku hélt ég mest upp á Tinna og Sval og Val. Mér finnst algjör synd að sögurnar um Sval og Val séu ekki þýddar lengur því það hafa komið út bækur árlega og þær eru ekki gefnar út á Íslandi.“ – Áttu gott myndasögusafn? „Já, ég myndi segja það. Ég safn- aði blöðum á tímabili en tók fyrir nokkrum árum meðvitaða ákvörðun um að hætta því og kaupa bara bæk- urnar eftir á, annars staflast þær upp og verða í raun frekar geðsjúkt safn. Ég les mikið af ofurhetjubók- um, það er að segja það sem …“ Árni, sambýlismaður Hugleiks, gengur framhjá með óhreina tauið. Hugleikur kallar fram: „Árni, það er eitthvað í vélinni sem á eftir að taka út. Seturðu það ekki bara í balann – ég tek það á eftir?“ Svo lítur hann á blaðamann. „Ég safna aðallega bandarískum ofurhetjubókum, fyrst og fremst Fables frá útgáfufyr- irtækinu Vertigo.“ – En teiknimyndir? „Það sem ég fíla; það er svo mikið til af þeim.“ – Væri það rökrétt framhald? „Já, ég gæti alveg hugsað mér að prófa það einhvern tíma aftur. Ég gerði teiknimyndir fyrir Tvíhöfða á sínum tíma, eftir þeirra handriti, og gæti hugsað mér að skoða það bet- ur.“ Lærði af mömmu – Þú hefur nýtt þér þá reynslu í leikhúsinu? „Það má segja að ég hafi lært leik- ritaskrif á tveim stöðum. Annars vegar með því að hlusta á móður mína [Ingibjörgu Hjartardóttur] og Sigrúnu Óskars skrifa leikrit. Þær töluðu um leikritið upphátt jafn- óðum og þær skrifuðu, þannig að ég heyrði hvernig sögur eru búnar til. Svo þegar ég gerði teikningar við út- varpsleikrit Tvíhöfða smitaðist ég að miklu leyti af þeirra húmor. Ég held að mín kímnigáfa sé blanda af þeirra húmor, húmor ættingja minna og síðan áhrifum alls staðar frá og því sem kemur frá sjálfum mér.“ – Er svartur húmor í fjölskyld- unni? „Já, ég myndi segja það; stundum er grínið pínulítið dökkt hjá ætt- ingjum mínum.“ – Hvernig kom það til að þú skrif- aðir leikritið Forðist okkur? „Ég skrifaði það árið 2005 og bæk- urnar komu út á svipuðum tíma. Val- ur Freyr Einarsson leikari hringdi í mig. Hann var að leikstýra Herra- nótt og spurði hvort við gætum ekki prófað að gera leikrit upp úr bók- unum og ég hjálpað til. Stuttu seinna varð það úr að sækja frekar um styrk og sýna söngleikinn á almenn- um sýningum, því Valur Freyr er með sjálfstæðan leikhóp, Common- Nonsense. Við fengum styrkinn, Nemendaleikhúsið blandaðist inn í það og við komumst að í Borgarleik- húsinu. Þá settist ég niður og byrjaði að skrifa. Ég fór svipað að og þegar ég sem bækur eins og Fermið okkur og Eineygða köttinn Kisa, bý til heila sögu og strúktúr í höfðinu og reyni að koma því öllu á blað. Ég velti því fyrir mér fram og til baka á meðan ég skrifa það. Svo sat ég í gegnum æfingar nánast allan tím- ann, þannig að hægt væri að breyta textanum lítillega ef hann virkaði ekki uppi á sviði, en það var ekki mikið um það, ekki nema til að stytta og auka flæði.“ – En þú ert að hasla þér völl í leik- húsi? „Já, á meðan ég finn þörfina til að gera það, að halda áfram að skrifa leikrit eða handrit. Ég hef að minnsta kosti gaman af því að semja og skrifa sögur.“ – Geturðu lýst venjulegum degi við skriftir? „Dagarnir eru afar ólíkir. Oft er ég að vinna að mörgum verkefnum og skipulegg hverja viku fyrir sig, tek kannski hálfan dag í að skrifa og hálfan dag í að teikna. Nú hef ég ver- ið að vinna að söngleik fyrir Þjóð- leikhúsið. Þá mæli ég mér mót við leikstjóra, búninga- og leik- myndahönnuði; við fundum í ákveð- inn tíma og í framhaldi af því starfa ég í ákveðinn tíma. Síðan hef ég lausan tíma fyrir annað. Síðasta mánuð var ég að leggja lokahönd á bókina Fylgið okkur. Ég reyni að vakna snemma á morgnana og er oftast kominn á fætur í kringum tíu, þó að þessa dagana sé ég kominn á kreik um níu. Það fer eftir því hve- nær ég fer að sofa kvöldið áður; stundum er ég að vinna frameftir nóttu.“ Söngleikur sem gerist á Íslandi – Hverskonar söngleikur er Leg? „Þetta er söngleikur sem gerist á Íslandi í náinni framtíð og fjallar um unga stúlku, 19 ára, sem verður ólétt. Söngleikurinn gengur mikið út á það að ákveða hvort hún eigi að eiga barnið eða ekki. Aðalspurningin er hvort það sé ráðlegt að eiga barn í svona firrtum veruleika, eins og í þessum heimi. Fyrir mér var þetta leið til að gera vísindaskáldsagna- söngleik; þetta var myndasaga fyrir Hryllingur er vannýtt auðlind Morgunblaðið/Ásdís Það hlýtur að teljast óvenjulegt að mæta til vinnu með skrímslum og ofurhetjum og lifa af! En þannig eru dagarnir hjá Hugleiki Dagssyni sem er að skrifa söngleik og gaf út tvær bækur fyrir jólin. Pétur Blöndal ræð- ir við Hugleik um hvers- dagslega tilveru ýmissa vætta, söngleik í Þjóð- leikhúsinu, sterk við- brögð við beinskeyttum skopmyndum, líf teikn- arans og rithöfundarins, og hefðina sem Íslend- ingar byggja á í hryllileg- um þjóðsögum. Fjölhæfur sagnasmiður Hugleikur Dagsson á vinnustofu sinni á Lindargötu. Fyndið? Teikning úr bókinni Fylgið okkur sem seldist upp fyrir jólin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.