Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 39

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 39 löngu sem hét The Abortion og ég ætlaði að gera hana á ensku, en klár- aði aldrei. Hún óx og óx í hausnum á mér og ég ákvað að gera hana að söguþræði í söngleik. Það má lesa þetta sem ádeilu á nútímann, eins og margar vísindaskáldsögur – speg- ilmynd á samtímann.“ – Af hverju söngleikur? „Þegar ég vann að leikritinu Forð- ist okkur gerði Davíð Þór Jónsson tónlistina og ég ákvað að setja söng- leikjalag inn í mitt leikritið, á drama- tísku augnabliki. Það tókst með okk- ur skemmtileg samvinna; okkur fannst þetta svo skemmtilega auð- velt að við sögðum í gríni að við yrð- um að gera saman söngleik. Valur Freyr leikari tók okkur á orðinu og það varð úr að við réðumst í þetta.“ – Verður þetta hefðbundinn söng- leikur? „Já, þetta verður í stíl við söng- leiki eins og þeir voru í gamla daga, en samt ólíkt. Ég var ekki að reyna að vera frumlegur eða búa til nýja týpu af söngleik. En mér fannst vanta nýja söngleiki; það bara hlýtur að vera því of mikið er gert af því að endursýna þá. Ég hef svo sem ekk- ert við þá að athuga, að minnsta kosti ekki alla, en mér fannst rökrétt skref að búa til nýjan, bæði hefð- bundinn og óhefðbundinn.“ – Hvernig er verkaskiptingin milli ykkar Davíðs Þórs? „Oftast er ég búinn að semja hluta af lagatextanum fyrst. Svo segi ég hvernig lagið eigi að vera, hvað ég sé að hugsa og við skoðum hvað er að gerast í leikritinu á þessum tíma- punkti. Svo spilar hann við textann. Stundum er ég ekki kominn með texta og sem jafnóðum og hann spil- ar. Við erum mikið að keppa hvor við annan og niðurstaðan er oft allt öðruvísi en við lögðum upp með.“ Melódískt pönk með rappi Það er þónokkur gróska í tónlist- arlífinu í kringum Hugleik. Davíð Þór er í hljómsveitinni Flís, Benna Hemm Hemm og Helmus og Dalla. Tvær síðarnefndu sveitirnar spiluðu á diskinum sem fylgdi bók Hugleiks Fermið okkur, myndasögu um borg- aralegar fermingar, en þar fara slík börn til helvítis. Lagið á diskinum var upprunalega samið af Hugleiki og bróður hans, Þormóði, fyrir hljómsveitina Útburðir, sem þeir spila með ásamt nokkrum öðrum. „Ég kann ekki að greina tónlist- arstefnuna, en ég rappa og þetta er svolítið pönkað, ætli við séum ekki undir áhrifum frá melódísku pönki með rappi?“ Raunar er sambýlisfólk Hugleiks og Hrafnhildar úr tónlistargeir- anum, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson, einnig þekktur sem Árni plús einn, en þau eru í dúettinum FM Belfast, auk þess sem hann er annar meðlimur hljómsveitarinnar Herdoktor. Sjálf- ur spilar Hugleikur ekki á hljóðfæri. „Það er ákveðin fötlun sem ég hef sætt mig við; ég hef ekki lært þá samhæfingu sem þarf til að læra á hljóðfæri, ekki frekar en boltaíþrótt- ir, og ég hef fóbíu gagnvart stökk- brettum og billiardborðum.“ Hugleikur er ættaður frá Tjörn í Svarfaðardal og ólst þar upp fyrstu árin hjá foreldrum sínum. „Ég fer stundum þangað til að skrifa og er þá annaðhvort í bústaðnum Reið- holti eða heima hjá mömmu og stjúpa.“ Hugleikur segist taka tarnir fyrir hverja „okkur“-bók og skrifar þá 20 til 30 myndasögur á dag. „Þá er ég alltaf með blokkina á mér og hripa niður um leið og mér dettur eitthvað í hug, til dæmis þegar ég horfi á sjónvarpið eða tala við vini mína. Ég er með hugann við verkefnið og leita að viðfangsefni í öllum samtölum. Ef ég er einn lít ég í kringum mig og reyni að finna eitthvað sem kveikir í mér.“ – Hvenær byrjaðirðu á þessu? „Það fyrsta sem ég gerði, segir hann, stendur upp og leitar í bók- unum, „var risaeðlusaga án orða, um skipbrotsmann á eyju, sem flýr risa- eðlur og deyr að lokum. Svo fór ég að teikna ýmislegt, svo sem draugasög- ur, án þess að ég velti söguþræð- inum mikið fyrir mér; þær fjölluðu að mestu um fólk sem lenti í drauga- húsi og var étið af draugum. Eftir það byrjaði ég að gera ofur- hetjusögur og teiknaði oft með Þrándi frænda mínum. Ég skóp of- urhetju sem hét Kam-eðlan, sem var liðug og gat skotið geislum úr hönd- unum. Stundum gerðum við sögur saman um heilu ofurhetjuliðin. Þrándur sneri sér síðan að myndlist, en ég hélt áfram að gera myndasög- ur.“ Hugleikur fæddist á Akureyri og fyrstu fimm ár ævinnar var hann mikið á þeytingi á milli Svíþjóðar og Svarfaðardals. „Þegar ég varð sex ára flutti ég í Vesturbæinn og hef búið í Reykjavík síðan þá. Ég á teikningar frá því ég var þriggja ára og hef teiknað frá því ég man eftir mér. Ég man að ég teiknaði fyrst ljón og krókódíla. Svo byrjaði ég að teikna þessi hefðbundnu skrímsli undir áhrifum frá myndasögum.“ – Hvaðan kemur þessi áhugi á hryllingi? „Maður hefur bara áhuga á öllu ótrúlegu; ég veit ekki hvaðan það kemur. En fyrir mér er hryllingur frekar íslenskt fyrirbæri og mér finnst skrýtið að það hafi ekki verið notað meira í bókmenntum. Það er til fáránlega lítið af íslenskum hryll- ingsmyndum; við eigum allar þessar drauga- og skrímslasögur, heilt vættatal af skrímslum, en nei, við ákváðum að gera bara stofudrama. Hryllingurinn er vannýtt auðlind. Ég gæti hugsað mér að fara út í þennan bransa bráðum. Hvers vegna að hafa alla þessa útburði, Miklabæjar-Solveigu og Þorgeirs- bola, öll þessi geðveiku skrímsli, og þetta situr bara í bókum – þjóð- sagnasafni. Ef ég á að segja eins og er, þá veit ég ekki hvaðan þessi til- hneiging íslenskrar menningar er komin, að vera svolítið sænsk. Það er eins og við séum endalaust að kyssa rassinn á Ingmar Bergman, án þess ég hafi nokkuð slæmt um rassinn á honum að segja – en af hverju er ekki meira blóð? Ég er náttúrlega mikið fyrir hryll- ingsmyndir og vil fá meira af slíku. Eitt dæmi um íslenskt menningar- hneyksli er að við skyldum hætta að þýða Valhalla-myndasögurnar; það voru aðeins þýdd fjögur eða fimm stykki, en það hafa komið út 13 bæk- ur í Danmörku og þær fjalla um menningararf okkar – eru teknar úr Snorra-Eddu. Hugsanlega hafa þessar myndasögur ekki selst en það er líka okkur að kenna! Það er ekk- ert nýtt að myndasögur flokkist sem lágmenning og að vissu leyti eru þær það – þær njóta sín vel sem lág- menning vegna þess að þær komast oft upp með meira. Lágmenning er ekki slæmt orð fyrir mér en það er eins og þær séu meiri lágmenning á Íslandi, kannski vegna þess að við erum enn svo stolt af Nóbels- verðlaununum. Við ætlum okkur að halda okkur á þeirri mottu. Að mín- um dómi er blóðið í draugasögum Ís- lands vannýtt og þess vegna gæti ég vel hugsað mér að fara út í einhvern hrylling á myndasöguformi – og það væri gaman ef meira væri um það í bíómyndum. Japan kom af stað nýrri hryllingsmyndabylgju með sínum ógeðsmyndum sem eiga rætur sínar í japönskum þjóðsögum. Það má segja að það sé nútímaútfærsla á gömlum sögum.“ Foreldrar Hugleiks skildu þegar hann var tíu eða ellefu ára, en hann »Ég hef aldrei hneykslast á fólki sem hneykslast á mér. Mér finnst það engin fásinna að fólki skuli finnast ég fara yfir strikið eða sögur mínar vera ógeðslegar – vegna þess að þær eru það. NordicaSpa er heilsurækt á heimsmælikvarða sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og fallegu umhverfi. Viðskiptavinir NordicaSpa hafa aðgang að þjálfara sem fylgir þeim eftir í tækjasal í hvert skipti sem komið er í heilsuræktina. Boðið er upp á fjölbreytta hóptíma við allra hæfi. Nánari upplýsingar um stundaskrá og hóptíma á nordicaspa.is. Í heilsulindinni er slökunarlaug og tveir heitir pottar þar sem boðið er upp á herðanudd. Hjá pottunum eru einnig tvær vatnsgufur með ilmi og úti á veröndinni er sauna. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan – NordicaSpa er heimur út af fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.