Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar ég hitti Ólaf Jón
fyrst var ég að leita að
viðmælanda fyrir viðtal
sem ég átti að taka fyrir
námskeið í skapandi
skrifum sem hluta af meistaranámi
mínu í blaða- og fréttamennsku við
Háskóla Íslands. Þetta var í sept-
ember. Þarna sat ég á kaffihúsi í mið-
borginni, orðin leið á að finna hinn
fullkomna viðmælanda þegar hann
gekk inn um dyrnar. Hann var ósköp
venjulegur í útliti og ekki frægur,
einmitt eins og ég hafði ímyndað
mér. Ég kláraði úr kaffibollanum og
vatt mér að honum til að spyrja hvort
ég mætti taka við hann stutt viðtal.
Hann var til í það og ég setti á upp-
töku. Þessi venjulegi maður reyndist
hreint ekki eins venjulegur og hann
leit út fyrir að vera. Hann hafði unnið
sem lögregluþjónn, sjúkraflutn-
ingamaður og lífvörður, svo eitthvað
sé nefnt. Það sem ég tók sérstaklega
eftir var jákvætt viðhorf hans til lífs-
ins þrátt fyrir allt andstreymið, en
hinn 5. júlí 2005 lenti hann í slysi þar
sem hann skaddaði fimm neðstu
hryggjarliðina illa. „Ég var í hjólastól
í sjö mánuði, fór svo yfir á hækjur og
núna vinn ég mig hægt og rólega
upp. Ég er bara ég sjálfur. Lífið er of
stutt til þess að sitja í kvöl og vor-
kenna sjálfum sér,“ sagði Ólafur Jón
á þessum kalda miðvikudegi í sept-
ember.
Einstakt viðhorf hans til lífsins var
ekki það eina sem ég tók eftir. Fín-
gerðar framtennurnar sköguðu örlít-
ið fram þegar hann brosti, minntu
mig pínulítið á kanínutennur en með
bili á milli, smá frekjuskarði. Hlát-
urinn ógleymanlegur, jafnhvellur og
hann var bráðsmitandi.
Rúmlega mánuði síðar rakst ég á
hann þar sem hann veifaði til mín úti
á götu. Ég gekk yfir götuna og heils-
aði. Mér fannst hann eilítið bólginn í
framan en þar sem ég þekkti hann
ekki nema eftir viðtalið á kaffihúsinu
kunni ég ekki við að nefna það. Allt í
einu segir hann: „Ég lenti í öðru slysi,
árás á Café Victor.“ Sjálf hafði ég
heyrt af atburðinum í fréttum en það
sem áður var svo fjarlægt varð
skyndilega svo nálægt. „Sjáðu,“ sagði
hann og brosti. Örlitlir gaddar stóðu
upp úr tannholdinu þar sem tenn-
urnar eftirminnilegu höfðu áður ver-
ið. Tennurnar voru gjörsamlega
horfnar og þar með sæta kan-
ínubrosið.
Það tók mig nokkrar vikur að
safna kjarki í að spyrja hjónin hvort
þau vildu deila með mér lífsreynslu
sinni þetta örlagaríka kvöld, en þegar
það loks gerðist sögðu þau bæði já.
Ég komst að því að þau hafa verið
gift síðan um áramótin 2000. Hún er
af erlendu bergi brotin og kom hing-
að til lands sem ferðamaður í ágúst
1998 ásamt fjölskyldu sinni. Henni
leist svo vel á land og þjóð að hún
ákvað að verða hér eftir til að vinna
og læra tungumálið. Hún hefur bæði
búið og ferðast víða um heim þar sem
foreldrar hennar eru trúboðar, en Ís-
land er nú hennar heimili.
Á batavegi – á röngum stað og
röngum tíma
„Ég var á góðum batavegi eftir
slysið og allt gekk mjög vel. Lífið
blasti við mér. Vinkona okkar kom í
heimsókn, var í fríi en hún vinnur fyr-
ir austan og þetta var síðasti dag-
urinn hennar í bænum og við
ákváðum að fara út og fá okkur að
borða, fá okkur svo einn eða tvo
drykki og fara síðan heim. Við fórum
á Red Chili og áttum góðar stundir
og ákváðum svo að labba yfir á Victor
eftir matinn,“ segir Ólafur Jón.
Þegar þangað er komið setjast þau
niður og Katarina fer á barinn til að
kaupa drykki, fer með þá að borðinu
þar sem þau sátu, tekur einn sopa og
segist síðan þurfa að fara á snyrt-
inguna. „Mér datt ekki í hug að nokk-
uð slæmt ætti eftir að gerast. Við vor-
um bara að skemmta okkur,“ segir
Katarina. Þegar á snyrtinguna er
komið sér hún að það er röð. „Ein-
hvers staðar í röðinni voru tveir
náungar sem litu grunsamlega út að
mér fannst og það fór hrollur um
mig. Mér fannst líka skrítið að þegar
ég spurði hvort þeir ætluðu ekki að
fara á klósettið sögðu þeir nei og því
fór ég á undan þeim,“ segir Katarina
en um leið og hún gekk inn á snyrt-
inguna tók hún eftir að læsingin var
brotin. Henni fannst það óþægilegt,
sérstaklega þar sem klósettið sjálft
var það langt frá hurðinni að ekki var
hægt að halda henni með fótunum en
þar sem henni var virkilega mál lét
hún sig hafa það. „Ég fékk strax á til-
finninguna að þetta væri ekki öruggt
en mig langaði bara til þess að kasta
af mér vatni. Ég byrja að pissa og
einhver opnar hurðina og ég segi
þeim að loka henni, lásinn sé brotinn,
ég sé að reyna að pissa. Sé þá að
þetta er stelpan sem var á eftir mér í
röðinni þannig að ég held áfram. Það
næsta sem ég veit er að stelpan er
farin,“ segir Katarina sem er greini-
lega komin í mikið uppnám við að
rifja þetta upp.
Vissi hvað þeir ætluðu sér
Því næst segir hún náungana tvo
úr röðinni hrinda upp hurðinni svo
harkalega að hún skelli á veggnum.
„Þeir voru hlæjandi, bentu á mig og
hvísluðu einhverju að hvor öðrum á
ensku og einhverju öðru tungumáli
sem ég skildi ekki. Þeir sögðust ætla
að koma inn,“ segir Katarina og tek-
ur fram að hún hafi verið orðin mjög
örvæntingarfull en þeir hafi haldið
áfram. Hún segist jafnframt hafa
skynjað að þeir höfðu eitthvað mis-
jafnt í huga. Hún sagði þeim að fara í
burtu en ákvað sjálf að hætta í miðju
kafi og bjó sig undir að fara út af
snyrtingunni. Það hafi tekið lengri
tíma en venjulega vegna búningsins
sem hún var í. Um þrjátíu sekúndur
hafi liðið áður en þeir reyndu að kom-
ast inn aftur og á þeim tíma hafi hún
náð að gyrða sig til hálfs. Þá hafi þeir
allt í einu verið orðnir fjórir.
„Enginn var þarna nema ég og
þeir og ég var orðin virkilega hrædd.
Ég vissi hvað myndi gerast næst og
opnaði einhverja hurð inn af klósett-
inu og nældi mér í kúst og eitthvert
fleira drasl til þess að reyna að
skorða dyrnar aftur. Þegar þeir sáu
þetta hlógu þeir enn meir. Þeim
fannst þetta alveg bráðfyndið,“ segir
hún óðamála en henni tókst ekki að
halda hurðinni lokaðri nema með
höndunum. Á þessum tímapunkti
hafi þeir þó ekki ýtt á móti með miklu
afli því þeir hafi líklega verið að bíða
eftir að hinir gestirnir færu út. Svo
hafi þeir náð að opna hurðina. „Bux-
urnar voru þá hér,“ segir hún og
bendir á hné sér. „Ég var að reyna að
koma þeim upp um mig en þeir
leyfðu mér það ekki og þá byrjaði ég
að hrópa eftir hjálp.“
Bjargaði henni – en tennurnar
fuku
Á meðan þetta á sér stað situr
Ólafur við borðið og bíður. Hann er
farið að lengja eftir eiginkonu sinni
og ákveður að athuga hvort ekki sé
allt með felldu. Vinkona þeirra er far-
in á dansgólfið ásamt vinum. Um leið
og hann opnar dyrnar inn á snyrt-
inguna sér hann hvar fjórir menn eru
á Katarinu. Einn fyrir aftan og þrír
fyrir framan og hún grátandi, kall-
andi á hjálp með nærbuxurnar á
hnjánum. „Hún er æpandi, að þeir
ætli að nauðga sér og fyrir einhverja
krafta kemst ég yfir hópinn og næ
manninum af bakinu á henni og tekst
að ýta honum út fyrir hurðina á
snyrtingunni. Ég sagði við þá um leið
og ég gerði þetta ,látiði konuna mína í
friði‘ á ensku. Þeir töluðu bjagaða
ensku og einhvers konar aust-
antjaldsmál sem ég náði ekki alveg,“
segir Ólafur og bætir við að um leið
og hann hafi ýtt einum þeirra út fyrir
þröskuldinn hafi verið gripið í frakk-
ann hans. Þá hafi hann sagt þeim að
gera þetta ekki því hann væri fyrr-
verandi lögga. „Um leið og ég sleppi
orðinu ráðast þeir allir á mig, eða ég
veit ekki annað því ég missti meðvit-
und strax og í rauninni er framhaldið
hennar að segja því ég veit ekkert
fyrr en ég vakna upp á spítalanum,“
segir Ólafur Jón.
Katarinu létti mjög þegar hún sá
eiginmann sinn í dyrunum en segir
mennina hafa ráðist á hann um leið
og hann hafi komið sér til hjálpar.
Hann hafi misst meðvitund sam-
stundis. „Fyrsta höggið kom beint á
kjálkann og á sama tíma sá ég tvær
tennur fljúga út úr honum. Ég veit
ekki hvað var að þessum náungum,
en þeir fengu greinilega ,kikk‘ út úr
því að lúskra á meðvitundarlausum
manni,“ segir Katarina. Á meðan á
barsmíðunum stóð öskraði Katarina
stöðugt og reyndi með öllu móti að fá
þá til að hætta en án árangurs.
Allt í einu hættu þeir og skildu Ólaf
eftir meðvitundarlausan á salern-
isgólfinu. Blóð var úti um allt, bæði á
Ólafi og Katarinu. Frá því Katarina
gekk fyrst inn á snyrtinguna þangað
til árásinni var lokið, um tuttugu til
þrjátíu mínútum síðar að hún telur,
kom enginn inn á snyrtinguna sem
hún telur óvenjulegt. Hún segir ekki
vafa á því hvað þeir hafi ætlað sér og
að Ólafur hafi komið henni til bjargar
um það bil á sömu sekúndu og þeir
voru að ná fullu valdi yfir henni. „Ég
veit ekki hvernig þeir skipulögðu
þetta, kannski átti einn að halda
hurðinni og tveir að halda mér, en
fjandinn hafi það, hann lenti í svo
miklum vandræðum fyrir það eitt að
hjálpa mér,“ segir Katarina um leið
og tárin streyma niður kinnarnar.
Reið út í Café Victor
„Málið er að ég er frekar reið út í
Café Victor því mér finnst dyraverð-
irnir ekki hafa sinnt sínu starfi nægi-
lega vel. Það er þeirra starf að at-
huga reglulega hvort ekki sé í lagi
inni á klósettunum. Þeir komu aldrei
heldur var það viðskiptavinur sem
þurfti að kalla dyraverðina til hjálp-
ar,“ segir Katarina og að þá hafi verið
hringt í lögregluna. Áður en lög-
reglan kom og lokaði staðnum hafi
einn dyravarðanna þar að auki sagt
henni að segja lögreglunni að árás-
armennirnir hefðu brotið upp lásinn,
en það hafi alls ekki verið rétt. Kat-
arina og Ólafur Jón segjast hafa
heimildir fyrir því að lásinn hafi verið
brotinn frá því um miðjan september.
Auk þess hafi yfirmaður staðarins
talað afar frjálslega um þau í fréttum
Stöðvar 2. „Okkur finnst við eiga af-
sökunarbeiðni skilið, en eigendur
Victors hafa ekki reynt að hafa sam-
band við okkur á nokkurn hátt,“ seg-
ir Ólafur Jón.
Mál Ólafs skothelt
Árásarmennirnir voru enn inni á
staðnum að skemmta sér og voru
þeir handteknir ásamt fimm öðrum
sem voru með þeim í hópi. Ólafur og
Katarina voru keyrð í sjúkrabíl á
spítalann. Vinkonan var farin heim
þar sem hún hélt að þau væru farin
heim. Katarina segir lögregluna hafa
verið mjög snara í snúningum og að
hún hafi alltaf látið sér líða vel. Nú
hafi verið lögð fram kæra á hendur
þeim öllum en þau séu með sinn lög-
fræðinginn hvort af því að farið sé
með þetta sem tvö aðskilin kærumál.
Ekki sé vitað hverjir mannanna voru
árásarmennirnir fjórir þar sem játn-
ing liggi ekki fyrir. Þau búast við að
ferlið geti tekið upp í eitt ár í dóms-
kerfinu. „Þetta var það alvarleg árás
að mitt mál á að vera skothelt, þó svo
að þeir neiti,“ segir Ólafur Jón.
Katarina er því viðbúin að hennar
mál endi ekki með sakfellingu, enda
sé mjög erfitt að sanna tilraun til
nauðgunar. Bæði eru þau sammála
því að best sé að láta lögreglu og
dómstóla um mál sem þessi. Það sé
heillavænlegast. Hvað sem gerist
muni réttlætið sigra að lokum. „Við
erum bara ósköp venjulegir lög-
hlýðnir borgarar. Það er allt og
sumt,“ segir Katarina og Ólafur bæt-
ir við: „Ég hvet allar konur sem
verða fyrir tilraun til nauðgunar til að
kæra strax. Ekki bara til að kæra
heldur til þess að mennirnir sem
svona gera séu komnir á skrá.“
Hefði getað lamast
„Ég man ekki eftir neinu fyrr en
ég sé grænan dúk yfir andlitinu á
mér og þá er verið að sauma í vörina
á mér,“ segir Ólafur. Katarina þreif
af sér blóðið og komst að því að ekk-
ert af því var hennar eigið. Hún var
einungis rispuð og með marbletti.
Katarina segir algengt að fórnarlömb
nauðgunar lendi í afneitun og var hún
send í rannsókn á neyðarmóttökunni.
„Mér var ekki nauðgað, Guði sé lof.
Og veistu hvað, þessi maður er hetj-
an mín. Þú bjargaðir mér,“ segir hún
við Ólaf og segist ávallt verða honum
þakklát fyrir það. Það hljóti að hafa
verið erfitt fyrir hann að sjá hana í
þessum aðstæðum líkt og það var erf-
itt fyrir hana að horfa upp á þegar
hann var barinn. „Hann hefði nefni-
lega getað lamast. Hann var með tvo
hnefastóra marbletti frekar nálægt
gömlu meiðslunum.“
Ólafur segist ekki geta annað en
hrósað starfsfólkinu á spítalanum og
lögreglunni fyrir frábær störf. „Þessi
þjónusta er til fyrirmyndar og alveg
hundrað prósent, bæði þá og eftir
meðferðina, svo ekki sé talað um
neyðarmóttökuna. Þetta er í fyrsta
skipti á ævinni sem ég hef fengið
áfallahjálp og það er ekki hægt að
lýsa því hversu mikil áhrif þessi hjálp
hefur á mann og hversu mikið hún
gefur manni.“ Katarina tekur undir
orð hans.
Mikilvægt að hjálpa náunganum
Fyrstu dagana og vikurnar eftir
árásina leið Ólafi þannig að þegar
hann lokaði augunum sá hann menn-
ina fyrir sér á konunni sinni inni á
klósettinu. „Ég sá þetta í hvert ein-
asta skipti sem ég lokaði augunum.
Það er ekki okkar sök að þessir menn
gerðu þetta. Þetta er ákvörðun sem
þeir tóku og það er ekkert sem við
gerðum til að stuðla að því að þeir
gerðu þetta, en Guði sé lof tókst mér
að stoppa það. Það er sko hlutur sem
maður verður að horfa á í hvert
sinn,“ segir Ólafur. Fyrir honum
hefði það ekki skipt máli hvort þetta
hefði verið konan hans eða einhver
önnur kona, hann hefði brugðist við
með sama hætti. „Ég skora á alla þá
sem verða vitni að svona atburði að
Allar tennur farnar og
martraðir á hverri nóttu
Morgunblaðið/Golli
Næturlífið Um helgar þarf lögreglan að hafa afskipti af ófriðarseggjum og
oft verða löghlýðnir borgarar fyrir barðinu á þeim.
Laugardagskvöldið 28. október síðastliðinn var
afdrifaríkt í lífi Ólafs Jóns Gunnarssonar og Kat-
arinu Waters. Þau fóru út að borða á Red Chili í
tilefni Hrekkjavöku, hann klæddur upp sem
Charlie Chaplin og hún sem ljónatemjari. Eftir
matinn ákváðu þau að fá sér einn drykk á Café
Victor í Hafnarstræti. Skömmu eftir að þangað
var komið réðust fjórir menn á Katarinu á salerni
staðarins og þegar Ólafur Jón kom henni til
bjargar réðust mennirnir á hann með hrottaleg-
um afleiðingum. Ásta Sól Kristjánsdóttir hitti
hjónin og ræddi við þau um árásina og sýn þeirra
á lífið.