Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 43
skerast í leikinn. Mín sár gróa en sár eftir nauðgun gróa aldrei og því vildi ég forða henni frá. Ég er með átta spor í gegnum vörina, allar tennur farnar, en það skiptir mig ekki máli. Þrátt fyrir þær aðgerðir sem ég hef þurft að upplifa á munninum á mér,“ segir Ólafur ákveðinn. Hjálpa eigi náunganum hvenær sem er ef hann eigi í vanda og með því að bera virð- ingu fyrir lífinu fái maður alltaf end- urgreitt. Ólafur Jón og Katarina hafa fengið ráðgjöf síðan um viku eftir árásina en Katarina kennir sjálfri sér enn um það sem gerðist. „Ég hefði átt að fara á klósettið uppi. Maður býst samt við því að fólk beri almenna virðingu fyr- ir öðru fólki þótt læsingin hafi verið brotin. Ég hafði rangt fyrir mér,“ segir hún. Einnig hafi heyrst orðróm- ur um að nauðgun hafi átt sér stað á salerni á efri hæð Café Victors helgina áður. Hugarfar ekki þjóðerni Bæði Ólafur og Katarina segja ekki skipta máli að árásarmennirnir hafi verið Pólverjar og Litháar, þjóð- erni skipti ekki máli, heldur sé það hugarfarið. „Það eru margir sem tala um það þannig að þetta séu útlend- ingar. Ég lít ekki á þá sem útlend- inga, ég lít á þá sem persónur. Þetta hefðu alveg eins getað verið Íslend- ingar sem gerðu þetta. Ég er ekki reiður en ég er sár og mér finnst að menn sem gera svona eigi að fá þyngsta mögulegan dóm. Skiptir ekki máli hvort þeim hafi tekist ætl- unarverkið eða ekki en þetta var til- raun, mjög alvarleg tilraun til mjög alvarlegs brots,“ segir Ólafur Jón og tekur fram að sér finnist að senda eigi þá úr landi eftir afplánun. „Já, ég vil að þeir fái að gjalda fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Katarina með áherslu. Telur sig heppinn Ólafur fær verri krampaköst í bak- ið en áður og er enn dofinn í andlit- inu. „Það kemur fyrir að ég gleymi einföldum hlutum og andlega líður mér miklu verr [heldur en eftir slys- ið]. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta tekur mikið á mann því maður fær verki um allan líkamann og veit ekkert hvar næsti verkur kemur. En ég er bara ánægður, ég er ennþá á lífi, ég get ennþá gengið og ég get ennþá talað. Ég var heppinn. Það hélt einhver yfir mér verndarhendi þetta kvöld og ég er þakklátur fyrir það.“ Hann segir árásina að sjálf- sögðu setja strik í reikninginn en hann taki einn dag í einu, þau njóti þess sem þau hafi og láti engan stoppa sig. „Viðhorf mitt til lífsins er að vera ég sjálfur, njóta þess. Lífið er of stutt, maður getur ekki farið aftur á bak, maður verður að halda áfram. Maður á góða fjölskyldu og verður að vera bjartsýnn, það þýðir ekkert annað. Þetta mun ganga yfir. Það hefði verið verra ef þeim hefði tekist að nauðga henni. Þá værum við lík- legast ekki hérna í dag að tala sam- an.“ Ekki valmöguleiki að gefast upp „Jú, þetta er erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Katarina. „Að fá mar- traðir á næstum hverri nóttu er ekki beint skemmtilegt en ég mun komast yfir þetta. Það sem mestu skiptir er hvernig maður höndlar hlutina. Ég er viss um að þetta er bara dropi í hafsjó lífsins, en þótt hann sé bitur má ekki gefast upp. Það eru of marg- ir dásamlegir hlutir í lífinu til þess að láta eitthvað svona eyðileggja fyrir sér.“ Viðhorf Ólafs Jóns til lífsins hefur ekki breyst eftir árásina, heldur tek- ur hann á hlutunum með rósemd og skynsemi. Hann heldur áfram að vera hann sjálfur; jákvæður, bjart- sýnn og raunsær. Bæði hafa hjónin afar sterka lífslöngun og ekki spillir sú mikla ást og virðing sem greini- lega ríkir milli þeirra. „Við áttum bæði í þessu og vitum nákvæmlega hvar við stöndum,“ segir Ólafur og tekur í höndina á eiginkonu sinni. „Já, við erum bæði sterk og komumst í gegnum þetta,“ segir Katarina að lokum. Ólafur Jón Gunnarsson og Katarina Waters eru ekki raunveruleg nöfn viðmælenda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 43 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar. Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Ester og Karl P E L S I N N 3 0 Á R A Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Útsalan hefst 3. janúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.