Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 48

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BERGÞÓRS JÓHANNSSONAR grasafræðings, Reynimel 78, Reykjavík. Dóra Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Brynhildur Bergþórsdóttir, Jens Ingólfsson, Ásdís Bergþórsdóttir, Anna Bergþórsdóttir, Auður Ákadóttir, Ólafur Ásdísarson. Í 90. Davíðssálmi segir m.a.: Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aft- ur til duftsins og segir: „Hverfið aftur, þér mannanna börn!“ Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka … Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Þessi gömlu orð hebreska sálmaskáldsins eru einkar áleit- in á tímamótum, eins og þeim t.d. sem nú eru að verða. Ár, sem við teljum okkur hafa kynnst allnáið, eftir göngu síð- ustu tólf mánaða, er að kveðja, og annað, sem við engin deili vitum á, fer senn að heilsa. Og eftir stöndum við, blind á kom- andi framtíð, sjáum ekki hvað muni gerast, frekar en á síðustu áramótum, þegar við mændum út í bláinn, í líkum sporum. Það var erfitt. Og eins verður núna. En þótt við ekki fáum ráðið nákvæmlega í morgundaginn, getum við í ýmsu búið svo um hnútana, að framhaldið – skref- in inn í hina nýju braut – verði okkur öruggari og léttari. Það mikilvægasta er að hafa góðan lóðs, einhvern sem þekkir göt- una og hætturnar sem þar leyn- ast. Sá allra besti og mesti hefur verið að rétta fram hönd sína undanfarið, úr jötu í fjárhúsi. Og hún er máttug. Hann kenndi að við þörfn- uðumst leiðbeiningar og stuðn- ings til að komast á réttan áfangastað, sem er Guðsríki. Þá leiðsögn getur meistarinn einn veitt, og hefur í raun gert það með lífi sínu, dauða og upprisu. Tveir milljarðar einstaklinga hafa tekið þá ákvörðun að fylgja honum. Að nafninu til, a.m.k. Þriðjungur alls mannkynsins. Margir eru þó hálfgerðir svefn- genglar, því miður, aðrir vak- andi en daufir, á hálfgerðu rölti, láta jafnvel glepjast til að fara út af hinum varðaða stig, þegar eitthvað sýnist glitra í fjarska, og enda þá gjarnan úti í fúafeni, botnlausu díki, kviksyndi. Samt eiga þeir að vita, að enginn getur þjónað tveimur herrum. En svona er þetta. Sr. Lárus Halldórsson ritar í bók sinni, Ljós á vegi: Nýtt ár hefur göngu sína. Nýju blaði er flett í lífsbókinni. Línurnar standa ennþá auðar. Hvað verður skráð þar? Eitt er víst: Margt mun breytast. Margt kemur, sem ekki var áð- ur. Margt hverfur, sem var. Vinir. Kannski þú sjálfur. Dagar manns eru svo óvissir. Hvernig viltu verja þeim? Betur en fyrr, hugsa víst flestir. Þess vegna er gott að hugfesta, að tvennt mun haldast óbreytt: Þú getur ekki staðið einn. Annað er þó meira: Drottinn breytist ekki. Sá, sem treystir honum og gerir hann að athvarfi sínu, mun standast, hvernig sem tímarnir verða. Já, skipstjórinn er traustur og góður. Ekki vantar það. En við, sem með honum siglum um veraldarsjóinn, á hinni miklu skútu, í átt að höfninni lygnu og björtu, verðum samt að koma að þessu líka, aðstoða hér og þar, eins og allir ærlegir sjómenn myndu gera. Við erum ekki bara farþegar, heldur vorum munstruð á þetta fley í skírn- inni. Hristum því af slenið og doð- ann og látum hendur standa fram úr ermum. Verkin sem bíða eru legíó. Mætti okkur takast að haga lífinu þannig, að sérhvert ár héðan í frá beri arð fyrir eilífð- ina. Mætti okkur lærast að meta allt hið stundlega á þann mælikvarða. Þá, og fyrst þá, teljum við daga okkar með þeim hætti, sem er tákn um viturt hjarta. Fararblessun, ættuð úr rétt- trúnaðarkirkjunni, eða hinni svonefndu austurkirkju, verður lokakveðja mín hér á þessu ári. Um leið þakka ég samfylgdina, í von um að hitta þig, lesandi minn, innan skamms aftur: Drottinn gangi undan þér og vísi þér rétta leið. Drottinn gangi við hlið þér svo hann geti tekið þig sér í fang og verndað gegn hættum til hægri og vinstri. Drottinn gangi eftir þér og varðveiti þig fyrir falsi vondra manna. Drottinn veri undir þér og lyfti þér er þú hrasar. Drottinn veri í þér til að hug- hreysta þig er þú missir kjark- inn. Drottinn veri umhverfis þig til að vernda þig gegn árásum. Drottinn veri yfir þér og blessi þig, já, náðugur Guð blessi þig í dag og á morgun. Dagarnir sigurdur.aegisson@kirkjan.is Nú er enn eitt árið að kveðja okkur, hverfa inn í móðu aldanna, eins og öll hin gerðu að lokum, en nýtt heilsar í staðinn, vonandi brosandi og milt. Sigurður Ægisson veltir fyrir sér tím- anlegum hlutum og eilífum í þess- um síðasta pistli árs- ins 2006. HUGVEKJA Fallinn er frá hag- leikssmiðurinn Þórar- inn Ólafsson, tæplega 99 ára að aldrei, sadd- ur lífdaga. Þórarinn lætur eftir sig eiginkonuna Guðlaugu, fimm glæsi- legar dætur og ættboga sem telur hátt í hundrað manns, þar á meðal eiginkona mín og börn. Í þeirri stór- fjölskyldu hefur Þórarinn verið stoð og stytta sem margir hafa leitað húsaskjóls hjá. Þegar ég gekk inn í fjölskylduna á Tunguvegi 7 hafði ég nýlega misst seinni afa minn sem var mér mjög náinn. Því var það mér ómetanlegt að eignast tvo nýja vini sem tóku mér strax opnum örmum og segja má að hafi gengið mér í afastað. Annar þeirra var Þórarinn. Þórar- Þórarinn Ólafsson ✝ Þórarinn Ólafs-son fæddist í Laxárdal í Þist- ilfirði 5. febrúar 1908. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 27. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. desember. inn var ekki mikið fyr- ir hópsamræður síð- ustu árin en var þeim mun meira fyrir tveggja manna tal og kom þá í ljós að það var engan bilbug að finna á hans nærri aldar gamla heila. Sama var hvort rifjað- ar væru upp minning- ar æskuáranna eða rætt um þjóðmál þess- arar aldar eða þeirrar síðustu, ætíð sagði Þórarinn nákvæmlega frá og greindi atburði rétt. Þórarinn var framsóknarmaður af gamla skólanum, þjóðrækinn og fé- lagshyggjusinnaður og hugleiddi því mikið hvort Íslendingar stefndu í rétta átt hin síðustu ár. Þótt Þór- arinn hafi mestan hluta sinnar ævi búið og starfað í Reykjavík var ætíð stutt í Þingeyinginn í honum. Hann hafði lært á Laugum og gat sagt mér frá forfeðrum mínum og skyld- mennum sem hann hafði kynnst og oft spurði hann frétta af virkjun þeirra miklu nytja sem felast í jarð- varmanum í Þingeyjarsýslum. Sagt hefur verið um Þórarin að strax í æsku hafi hann þótt heppi- legur til erfiðisverka og var hann alla tíð ósérhlífinn við þá iðn sem hann valdi að starfa við, sem var húsasmíði. Hann byggði reisulegt hús fyrir fjölskylduna á Tunguvegi 10 og bjó þar fram á síðasta dag. Húsinu hélt hann við af natni og í kjallaranum hafði hann aðstöðu til að smíða lampa, dúkkuhús og ým- islegt annað sem afkomendur nutu góðs af. Mér er sérstaklega minn- isstætt fyrir nokkrum árum þegar ég kom að honum þar sem hann stóð á inniskóm á svalahandriði efstu hæðar, hélt sér með annarri hendi í þakskeggið en var með hamar í hinni og negldi betur fjöl sem hon- um þótti helst til losaraleg. Þar sem ég stóð stjarfur af skelfingu á stétt- inni undir svölunum með útréttar hendur hélt Þórarinn verki sínu áfram þar til allar fjalir voru full- negldar og klöngraðist hann þá nið- ur og tók á móti okkur með kaffi og konfekti eins og von var á og lét sér hvergi bregða. Þórarinn er nú farinn á betri stað og segir mér svo hugur að hann sé strax farinn að byggja glæsilegt hús til að taka á móti Guðlaugu og öðr- um afkomendum sem kunna að banka upp á í tímans rás. Er þá öruggt að ekki verður komið að tóm- um kofunum. Bjarni Pálsson. Elsku afi, kallið er komið, þú ert horfinn á braut. Það er skrýtið að vita til þess að þú sért ekki enn með okkur hér á þessari jörð. Þú ert þó líklegast nær okkur en maður gerir sér grein fyrir. Þú varst hæglátur, ljúfur og góður maður sem hafðir góða nærveru. Guðbjörn Pétursson ✝ Guðbjörn Pét-ursson fæddist í Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði 23. jan- úar 1927. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 24. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hans hinn 4. desember. Þrátt fyrir að við hitt- umst ekki oft, þá var hlýhugurinn ávallt sá sami. Ég geymi vel í huga mínum þær góðu minningar sem ég á um þig og ég mun segja Sunnu Líf minni hversu góðan langafa hún átti. Okkar síðustu sam- skipti voru mér ómet- anleg. Ég vissi í hvað stefndi, þú varst að hverfa á braut. Þú varst orðinn kraftlítill en samt hafðir þú orku til að slá á létta strengi og sýna áhuga þinn á því sem maður var að gera. Ég var á leiðinni til Dubai að keppa í þrek- meistaramóti og mér þótti vænt um að þú skyldir veita því athygli. Þegar ég var að kveðja þig þá sagðir þú: „Gangi þér vel!“ Þetta voru síðustu samkipti okkar og mikið var þetta gott veganesti. 24. nóv. 2006 var stór dagur í lífi okkar, afi, dagur sem reyndi á þol okkar og áræði. Dagur sem seint mun gleymast. Ég úti í heimi að keppa og þú á leiðinni í annan heim. Elsku Hulda, pabbi, Kristín, Kalli og Brói, ykkar missir er mikill. Fjöl- skyldan skiptir mestu máli í þessu lífi. Að lokum langar mig að minnast þessara laglína sem sungnar voru við jarðarför Kristínar langömmu að hennar ósk: Vér göngum svo léttir í lundu, því lífið það blasir oss við. (Freysteinn Gunn.) Hugum hvert að öðru og njótum lífsins. Kær kveðja. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir (Kiddý) og fjölskylda. Í minningu föður míns. Hér. Snemma á ferli verkefnin næg. Ávallt kappsamur. Fórst eftir sannfæringunni. Erlingur Arnórsson ✝ Erlingur Arn-órsson fæddist á Laugum í Reykjadal 7. október 1924. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 26. nóv- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Laufási 9. des- ember. Glaður með fjölskyldunni. Stóðst við hlið okkar, á hverju sem gekk. Fylgdist með öllu árvökull, kurteis. Frá mér. Þakkir til þín fyrir að styðja mig á hverju sem gekk. Fyrir að leiðbeina mér án margra orða. Að kenna mér að gera ekki mannamun. Að kenna mér, að þekkja landið, ásamt, mörgu öðru. Þar. Nú ert þú laus úr viðjum. Hendur þínar að störfum á ný. Hugurinn heill, annar vettvangur. Hestarnir til taks, reiðgötur greiðar. Frelsið framundan. Heill þér, á nýjum stað. Við hittumst síðar. Dóttir þín, Hólmfríður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.