Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 51
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnagæsla
,,Au pair’’ London janúar ‘07. Hæ,
okkur vantar ,,au pair’’ í janúar til að
passa kátan 1 árs strák. Búum ná-
lægt Tower Bridge. Gleðileg jól.
steinarasia@yahoo.com. Símar 820
6850 og 44 7823 531 442.
Spádómar
Dýrahald
English Springer Spaniel hvolpar
til sölu
Upplýsingar í síma 661 6892.
Fæðubótarefni
Heilbrigði-hollusta-árangur!
Herbalife leggur grunninn.
Ráðgjöf og stuðningur alla leið.
Hanna hjúkrunarfræðingur.
S. 557 6181/897 4181.
www.internet.is/heilsa
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sími 694 5494,
www.EFTiceland.com .
Húsnæði í boði
Til sölu 125 fm íbúð á 1. hæð
með sérinngangi við Þórðarsveig.
Verð 29.700.000.
Upplýsingar gefa Anton í síma
699-443 og Óli í síma 892-9804.
Rúnar S. Gíslason,
hdl., lögg. fasteignasali.
Húsnæði óskast
Húsnæði óskast Stúlku utan af
landi sem er í vinnu og námi á
höfuðborgarsvæðinu vantar íbúð til
leigu sem fyrst, allt kemur til greina.
Er ábyrg og reglusöm, upplýsingar í
síma 868 7397.
2ja-3ja herbergja íbúð óskast
Reglusamt, reyklaust par um þrítugt
óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð, helst í
langtímaleigu. Traustar og öruggar
greiðslur, jafnvel fyrirfram í boði.
Uppl. í s. 695 9543.
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu bygging-
arstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Til sölu
Varmadælur fyrir sumarhús
www.ishusid.is
Hagkvæm hitun á köldum svæðum,
greiddu fyrir 1 kw en fáðu 4 kw til
baka. Frekari upplýsingar á
www.ishusid.is/Loftkaeling/varma-
dalur, sími 566 6000. Íshúsið ehf.
PREM-I-AIR lofthreinsitæki
Nú er 15% jólaafsláttur af PREM-I-
AIR lofthreinsitækjunum. HEPA filter
sem hreinsar út 99,97% af ryki úr
loftinu.
Íshúsið ehf., www.ishusid.is,
sími 566 6000.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
GEÐ GIGKT-ÁR-HJÁLP
Goð búdda krissi til brunns
að bera í Eþíópíu og
Ceilon.
Gleðilegt og farsælt nýár.
Margaret & Ómúbúrúgu.
Uggar, Gréta & Árni
Bergþór.
Hjálpum þeim, SÞ, HSK &
RKÍ
Bátar
Óska eftir 180+ hp díselvél + drif
Vantar notaða díselvél með drifi. Má
ekki vera minni en 180 hp. Er einnig
að leita að öðrum notuðum búnaði í
báta. Uppl. í s. 868 7241, Arnar.
Vörubílar
Vagnasmiðjan auglýsir:
Getum afgreitt ,,Íslandsvagn’’ 2007 í
febrúar og mars. Aldrei glæsilegri og
vandaðri. Nú með EBS og Ecas tölvu
fyrir hemla og loftfjaðrabúnað.
Vagnasmiðjan, Eldshöfða 21,
Rvík, s. 894 6000.
Mótorhjól
Óska eftir gömlu mótorhjóli
Gamalt mótorhjól óskast, ekki yngra
en 1980. Má þarfnast viðgerðar en
kostur er ef ekki vantar í það vara-
hluti. Sími 897 1156, netfang
dollih@msn.com .
Bílar aukahlutir
Eldsneytissparari. Hvirfilstæki í
bíla SPARNAÐUR: Lágmark 7% til
+30%*. 4 til +20* auka HP. Forðist ef-
tirlíkingar. Lífstíðarábyrgð www.snjo-
kedjur.is SKM ehf., s.517 8400.
Þjónustuauglýsingar 5691100
BRAUTSKRÁNING nemenda frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands fór
fram 21. desember sl., voru 49 nem-
endur brautskráðir. 32 luku stúd-
entsprófi, 16 luku burtfararprófi af
iðnbrautum og 1 lauk versl-
unarprófi.
Athöfnin fór fram á sal skólans og
fyrst ávarpaði Hörður Ó. Helgason
skólameistari samkomuna, því næst
flutti Atli Harðarson aðstoð-
arskólameistari annál haustannar
2006. Fyrir athöfnina lék klarín-
ettukór Skólahljómsveitar Akra-
ness. Aðrir listamenn sem komu
fram voru: Kristín Edda Egilsdóttir
og Guðmundur Freyr Hallgrímsson
sem léku saman á klarínett og píanó;
Karitas Ósk Ólafsdóttir og Birna
Björk Sigurgeirsdóttir sem léku
saman á flautu og píanó; Steinunn
Eðvaldsdóttir sem söng við undir-
leik Birnu Bjarkar Sigurgeirsdóttur.
Skólameistari kvaddi Þórólf Ævar
Sigurðsson íþróttakennara sem lét
af störfum við skólann í sumar eftir
langan og farsælan kennsluferil.
Honum var fært listaverk að gjöf frá
skólanum.
Hafdís Mjöll Lárusdóttir nýstúd-
ent flutti ávarp fyrir hönd útskrift-
arnema. Nokkrir útskriftarnemar
fengu verðlaun og viðurkenningar:
Daði Jónsson fyrir bestan árang-
ur útskriftarnema í verklegum
greinum (verðlaun gefin af Kötlu
Hallsdóttur og Ínu Dóru Ástríðar-
dóttur) og fyrir góðan árangur í raf-
iðngreinum (verðlaun gefin af Loft-
orku ehf. Borgarnesi).
Gunnar Smári Jónbjörnsson fyrir
störf að forvarnamálum (verðlaun
gefin af Rótarýklúbbi Akraness).
Ívar Árnason fyrir góðan árangur
í tölvufræði (verðlaun gefin af Tölvu-
þjónustunni ehf. Akranesi).
María Mist Helgadóttir fyrir góð-
an árangur í ensku (verðlaun gefin
af Landsbankanum hf. Akranesi),
fyrir góðan árangur í frönsku (verð-
laun gefin af Kaupþingi banka hf.
Akranesi) og fyrir góðan árangur í
sálfræði og uppeldisfræði (verðlaun
gefin af Glitni hf. Akranesi).
Márus Lúðvík Heiðarsson fyrir
góðan árangur í rafiðngreinum
(verðlaun gefin af GT-tækni ehf.
Grundartanga).
Sigurlaug Ásmundsdóttir fyrir
góðan árangur í ensku (verðlaun
gefin af Sparisjóðnum Akranesi).
Stefán Jóhann Sigurðsson hlaut
viðurkenningu skólans fyrir bestan
árangur á stúdentsprófi á haustönn
2006 og verðlaun fyrir góðan árang-
ur í ensku og dönsku (gefin af Kaup-
félagi Borgfirðinga).
Steinunn Eðvaldsdóttir fyrir góð-
an árangur í dönsku (verðlaun gefin
af Danska sendiráðinu) og fyrir góð-
an árangur í þýsku (verðlaun gefin
af Þýska sendiráðinu).
Þór Daníel Hammer Ólafsson fyr-
ir góðan árangur í rafiðngreinum
(verðlaun gefin af Íslenska járn-
blendifélaginu hf. Grundartanga).
Hörður Ó. Helgason skólameist-
ari ávarpaði útskriftarnemendur,
árnaði þeim heilla og þakkaði þeim
fyrir samveruna. Að athöfn lokinni
þáðu gestir veitingar í boði skólans.
Útskrift frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Brautskráning nemenda frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands
Þann 28.
ágúst síðastlið-
inn varði El-
ínborg Ingunn
Ólafsdóttir dokt-
orsritgerð sína í
hagnýtri stærð-
fræði við Ed-
inborgarháskóla.
Ritgerðin bar yf-
irskriftina At-
mospheric-Wave
Generation: An
Exponential-
Asymptotic Ana-
lysis. Leiðbeinendur hennar voru
Adri B. Olde Daalhuis og Jacques
Vanneste, og andmælendur voru
Chris J. Howls og John G. B.
Byatt-Smith.
Í ritgerðinni er lýst tilurð
bylgna í gufuhvolfinu með aðferð-
um veldisvísis-aðfellugreiningar
auk þess sem útlit bylgnanna er
skoðað tölulega með aðstoð tölvu.
Sér í lagi er skoðað hvernig hæg-
fara orkuríkt flæði í umhverfi þar
sem mikill snúningur og lagskipt-
ing eru ríkjandi framleiðir skyndi-
lega orkulitlar og hraðar bylgjur
sem nefnast tregðu-þyngdarafls-
bylgjur. Í þeim tilgangi eru skoðuð
tvö líkön, annars vegar líkan Lo-
renz sem er hneppi af ólínulegum
hlutafleiðujöfnum og þykir eitt það
einfaldasta sem lýsir samspili
hraðra og hægra bylgna. Hins veg-
ar eru sérlausnir af hreyfijöfn-
unum í nálgun Boussinesq skoð-
aðar, en þær gefa raunhæfari
lýsingu á hreyfifræði gufuhvolfsins
en fyrra líkanið.
Það, hvernig hæg hreyfing fram-
leiðir skyndilega hraðar bylgjur
sem hafa útslag í hlutfalli við veld-
isvísisfall með neikvæðum stórum
stika, er stærðfræðilega þekkt sem
fyrirbæri Stokes. Fræðin sem
greina og lýsa því fyrirbæri nefn-
ast veldisvísis-aðfellugreining. Með
notkun þessara aðferða er í rit-
gerðinni í fyrsta sinn gefin stærð-
fræðileg lýsing á framleiðslu slíkra
bylgna í raunhæfu umhverfi, til
staðfestingar og skilningsauka á
því sem tölulegar hermanir hafa
gefið í skyn. Að auki er þessari
tækni lýst í einum hluta ritgerð-
arinnar og útskýrt hvernig hana
má nota til nákvæmrar aðfellu-
greiningar sérlausna á hliðraðri
jöfnu Airy.
Elínborg er stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og lauk
B.S. prófi frá Háskóla Íslands
2003. Hún er dóttir Vilhelmínu
Johnsen menntaskólakennara og
Ólafs Ásgeirssonar þjóðskjalavarð-
ar. Elínborg er gift Stefáni Inga
Valdimarssyni stærðfræðingi.
Doktor í
hagnýtri
stærðfræði
Elínborg Ingunn
Ólafsdóttir varði
doktorsritgerð sína
í hagnýttri stærð-
fræði við Ed-
inborgarháskóla.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn