Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 58

Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 58
Bestu bækur ársins eru sem hér segir: 5. Desolation Jones.Warren Ellis missti tökin fyrir fáeinum árum. Hann lenti í persónulegu öngstræti og hætti að geta skrifað nokkuð af viti. Með De- solation Jones nær hann aftur takinu og hífir sig upp svo um munar. Desol- ation er leynilögguvísindaskáldsaga úr nútímanum með grunnin í gamaldags gotneskum hryllingi. Stórkostlegar teikningar JH Williams III gera svo margslunginn reyfarann að ómissandi skáldverki. Endurkoma ársins. 4. Punisher. Mér hefur verið svo illa við Garth Ennis undanfarin ár að það jaðrar við eitthvað persónulegt. En þannig virðist hann vilja hafa það. Maður annaðhvort elskar, hatar eða elskar að hata það sem hann skrifar. Það eru engar undanþágur gefnar í skrifum hans. Karlmenn eru með byssur, konur með brjóst, ofbeldið er ljótt og húmorinn kolbikasvartur. Í sögunni The Sla- vers leyfði hann sér loksins að vera svolítið sorgmæddur og sagan endaði ekki við síðasta skotbardagann heldur leið áfram í hugskoti lesandans. Has- arblað með skilaboð. 3. The ACME Novelty Library #17. Úff. Enginn lýsir bernskukvíðanum, óöryggi unglingsáranna og fullorðinsdepurðinni betur og af meiri húmor en Chris Ware. Hann er best þekktur fyrir tímamótaverkið Jimmy Corrigan sem skapað hefur honum sess meðal helstu frumkvöðla myndasögumiðilsins og með Acme Novelty Library númer 17 heldur hann áfram á þeim djúpsál- fræðilegu miðum.Litanotkun og ofurnatni í hönnun blaðsíðunnar gerir myndir Ware oft að hálfgerðum stúdíum í grafík og hann er einn þeirra höf- unda sem ná hvað best að fanga huga þeirra sem lesa ekki myndasögur að staðaldri. 2. The Pride of Baghdad. Höfundi Y the last man, Brian K Vaughan er ekki alls varnað þrátt fyrir orð mín hér að ofan. Út kom á árinu frábær bók eftir hann, The Pride of Bhagdad, teiknuð af Niko Henrichon sem minnir helst á hina klassísku teiknimyndasögu Watership Down hvað varðar um- fjöllunarefni og áhrif á lesandann. Hún fjallar um ljón sem sleppa úr dýra- garði í Baghdad í nýjasta Persaflóastríðinu. Ljónin eru gædd mannlegri hugsun og spjalla sín á milli eins og dýr gera í ævintýrum. Waughan nær að feta hið þrönga einstigi ljóðrænu og afþreyingar sem svo fáum er gefið og teiknarinn Henrichon ljær myndunum yfirbragð Disney-myndar með hörð- um raunveruleikablæ. 1. Fables. Mikið er ég fegin að geta gefið Fables-seríunni loksins pláss í árs- listanum. Bill Willingaham hefur hingað til ekki náð að gera þessa seríu eins frábæra og hún hefur haft burði til. En loksins raðast púslin á rétta staði. Nýjasta safnbók seríunnar, Arabian Nights (and Days) og sérútgefin smá- sagnabálkur; 1001 Nights of Snowfall eru bæði verk sem ber að hampa svo um munar. Söguhetjurnar, Stóri úlfurinn, Rauðhetta, Gosi, Grísirnir þrír og fleiri eru teknar úr gömlum ævintýrum og settar í raunverulegt samhengi þar sem þau lifa saman í mismikilli (ó)sátt og (sundur)lyndi. Willingham sæk- ir í þennan endalausa sagnabrunn og vefur sögur sem eru nýjar og ferskar en um leið klassískar sökum við- fangsefnisins. Þess má geta að nú á milli jóla og nýárs kemur 8. bókin í flokknum út sem verður að teljast fullkominn endir á þessu myndasö- guári. 58 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning SKRIFSTOFUPLÁSS ÓSKAST TIL LEIGU Traustur aðili óskar eftir 300-500 fm skrifstofuplássi á leigu, gjarnan nálægt miðborginni. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali S tóru útgáfurnar tvær á ofurhetjuskalanum, DC og Marvel, settu mesta púðrið í svokölluð „crossover“ sem felast í sögum sem ganga þvert á marga ofurhetjutitla og tengja þá saman í marghliða sagnaframvindu … eða svo segir hin opinbera skil- greining á fyrirbærinu. Flestir áhugamenn vilja þó frekar kalla þetta afturhvarf til níunda áratugarins þar sem umbúðirnar yf- irgnæfðu innihaldið og reynt var að toga minna lesna titla upp á vin- sældum annarra. Marvel hefur vinninginn með Civil War yfir hinni ill- skiljanlegu Infinite Crisis frá DC. Flottasta útgáfutilraun ársins kom þó frá DC þar sem Grant Morrison lagði mikið á sig til að skrifa sjö mis- munandi smáseríur um afdankaðar og gleymdar ofurhetjur og tengja þær allar saman í heildarsögunni 7 Soldiers. Flott hugmynd sem náði ekki almennilegu flugi í heild sinni þótt sumar seríurnar hafi verið mjög góðar. Vertigo á sinn fyrri stall Alan Moore var umdeildur eins og flest önnur ár. Hann vann Eisner- verðlaunin (Óskarsverðlaun myndasögubransans) fyrir söguna sína The Forty-Niners og gaf loks út langþráða klámverk sitt, Lost Girls, sem hlotið hefur mjög misjafna dóma. Lost Girls er æsandi flott verk með gamaldags erótískri framvindu og nútímalega opinskáum myndlýsingum og mjög í takt við hina evrópsku hefð í fullorðinsmyndasögugeiranum. Margt er hér fallegt fyrir augað en erfitt á hugann. Vertigo er nú kominn á sinn fyrri stall sem besta útgáfan fyrir gáfu- legan hasar. Exterminators, DMZ og Testament, eru frábærar seríur sem hófu göngu sína á þessu ári. Auk þess hélt gullkálfur útgáfunnar, Fables, áfram göngu sinni og hinar traustu mjólkurkýr, 100 Bullets og Hellblazer, ná ennþá upp í kvótann en því miður hefur Y the last man endanlega misst nytina og fer vonandi í sláturhúsið bráðlega, greyið. Mannbætandi áhrif Þenslan er ekki í rénun og mörgum finnst orðið nóg um. En mark- aðurinn tekur enn við og því halda þýðingarnar áfram. Áhugaverðustu seríurnar á þessu ári að mínu mati eru gáfumannatryllirinn Deathnote og „stelpustráka“ krúttfrásögnin Nana. Nokkur góð verk eftir lítt þekkta höfunda hafa rekið á fjörur mínar. Sudden Gravity eftir Greg Ruth er frábær frumraun. Ótrúleg nákvæmni í teikningum og mjög drungaleg og flott flétta sem því miður heldur ekki dampi í lokin og rennur út í nettan David Lynch. The Scribbler eftir Dan Schaffer er sömuleiðis mjög áhugavert og spennandi verk þótt sam- þætting mynda og texta sé eilítið byrjendaleg. American Borne Chinese- eftir Gene Yang hefur svo mannbætandi áhrif á lesandann. Í grófum dráttum Íslenska deildin státar af fáum en ágætum útgáfum. Ungstirnið gamla Hugleikur Dagson gaf út tvær nýjar bækur, Fylgið okkur, sem er fram- hald af okkur-skrýtlubálkinum og hina frábæru Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir. Ötulasti talsmaður myndasögunnar á Íslandi Jan Pozok gaf út 11. tölublaðið af myndasögublaðinu Blek með efni eftir sjálfan sig og aðra auk sögunnar Úrgalla buks unum. Þótt hann vilji ekki láta kalla sig myndasöguhöfund (og þar ber þeim ekki saman honum og Hugleiki) þá á Halldór Baldursson eina flottustu útgáfu ársins með samanteknum skrítlum sínum úr Blaðinu í bókinni Í grófum dráttum. Myndasögur ársins 2006 Myndasöguárið 2006 var margslungið og gott. Heimir Snorrason fjallar hér um það markverð- asta og velur bestu sögurnar. 1. Rolling Stone – Hvernig væri ef bankarnar gerðu þeim tilboð sem þeir geta ekki hafnað? 2. Beck – Myndi sóma sér vel á Klambratúni næsta sumar. 3. U2 – Bara til að sjá hvort Bono færði Hr. Ólafi Ragnari sólgler- augu eða ekki. 4. Take That – Hápunktur næsta Gay Pride-dags? 5. Patrick Watson – Hápunktur síðustu Airwaves-hátíðar? 6. Madonna – Ef við erum heppin, ættleiðir hún okkur öll. 7. Red Hot Chili Peppers – Það þyrfti að halda þrenna tónleika í Egilshöll. 8. Justin Timberlake – Áður en hann fer í mútur. 9. Dolly Parton – Það er að minnsta kosti hægt að nefna tvær ástæður. 10. Lordi – Vegna þess að við kusum þá öll! Tíu hljómsveitir og tónlistarmenn sem við viljum fá hingað til lands á næsta ári Reuters Sniðugur Bono hefur m.a. fært Páfanum sólgleraugu sín í virðingarskyni. Reuters Umdeild Dolly Parton hefur verið umdeild um árabil en engum dylst að tónlist hennar er fyrsta flokks. Árið sem gengur í garð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.