Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 59 Tækniþróunarsjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þrem árum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Á rslistar eru til margs brúklegir en einna best nýtast þeir til að leita að nýrri músík, tónlist sem maður missti af á árinu eða hlustaði ekki nógu mikið á. Víst eru þeir oft svo almennar upptalningar að lítið er á þeim að græða, allir með nýju Dylan-plötuna, Scott Walker (ein af þessum plötum sem kemst á lista án þess að menn geti hlutað á hana), Arctic Monkeys allstaðar, Yeah Yeah Yeahs líka og gott ef Band of Horses er ekki á öllum listum. Skemmtilegast er að rekast á eitthvað sem maður þekkir ekki, að ekki sé talað um ef það er mikil snilld, og þó það gerist því miður ekki oft verður það æ algengara, hugsanlega vegna netvæðingar heimsins, skyndilega opnast fyrr mönnum að til er heill heimur tón- listar sem er fersk, framandlega og spennandi, við þurfum ekki að sitja föst í vestrænni rokkformúlu eða iðnaðarpoppi. Eðlislægur menningarhroki Popptónlistarmenn frá öðrum álfum eiga líka allmargir erfitt með að skilja hvers vegna þeirra músík er skipað á annan bás en þeirri vestrænu og þegar þeir ferðast til Vesturlanda að spila á hátíðum með þjóðlegri tónlist, World Music, en ankannanlegt að þar er boðið upp á evrópska þjóð- lagatónlist en afrískt eða aust- urlenskt popp. Á bak við það er menningarhrokinn sem Vest- urlandabúum er eðlislægur – öll tónlist sem er ekki eins og okkar er frumstæð. Það er kannski óskhyggja, en síðustu ár hefur mér sýnst ég sjá breytingu á árslistum hjá helstu plötuverslunum á Netinu og gott dæmi árslisti Amazon-netversl- unarinnar, þar sem tíundaðar eru bestu plötur að mati tónlistarrit- stjórnar verslunarinnar. Þegar skoðaðar eru þrjátíu bestu plöt- urnar gefur að líta allt það sem búast mátti við, Dylan, Beck, TV on the Radio og Hold Steady, svo dæmi séu tekin, en kemur á óvart hve margar plötur eru úr allt ann- arri átt, frá öðrum löndum en þessum venjulegu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Fimm plötur er með breskum listamönnum, fjórtán bandarískar, en síðan eru plötur frá ýmsum löndum, ein frá Kan- ada, ein frá Venesúela, ein frá Ástralíu, tvær frá Malí, ein frá Mexíkó, ein frá Frakklandi, ein frá Noregi og þrjár frá Brasilíu. Fönk, dansdjass, merengue og diskó Væntanlega þekkja margir kan- adísku söngkonuna Neko Case, frönsku sveitina Gotan Project og Ástralina í Wolfmother. Eins má gera ráð fyrir því að einhverjir kannist við norska söngvarann Sondre Lerche og Malímennina Ali Farka Toure og Toumani Diabate, en sá fyrrnefndi lék eitt sinn hér á landi. Væntanlega þekkja svo fáir venesúelsku fjörkálfana í Los Ami- gos Invisibles, sem sendu frá sér stuðplötuna Superpop Venezuela og rataði á lista Amazon – blanda af fönki, dansdjass, merengue og diskó, en lögin á skífunni, sautján alls, eru einskonar saga venesú- elsks vinsældapopps síðustu ára- tuga. Eins geri ég ráð fyrir að fæstir kannist við mexíkóska parið Rodrigo Sanchez og Gabriela Quintero, sem hafa þó náð hylli á Írlandi sem Rodrigo y Gabriela, en þau leika líflegt kassagítarpopp og taka meðal annars Zepplin- lummuna Stairway to Heaven og Metallicu-lagið Orion á síðustu skífu sinni. Af öðru forvitnilegu sem Ama- zon tínir til er þrjár skífur bras- ilískar; Tropicalia-safnplata, ný plata Badi Assad og einkar skemmtileg plata CSS, Cansei de Ser Sexy, sem er upp full með ný- bylgjukenndu dansskotnu rokki – frábær plata. Ótalmargt nýtt Í áratugi hafa útgefendur skammtað okkur tónlist sem iðu- lega var frekar að sem þeim hent- aði að selja frekar en það sem okk- ur langaði til að heyra og nú þegar Netið hefur rutt þeim úr vegi að mestu uppgötvar maður ótalmargt nýtt, hvort sem það er á MySpace, YouTube.com, eMusic, Pitchforkmedia, Stylus Magazine, mundanesounds eða einhverju af þeim milljón músíkbloggum sem dreifa mis-löglegri tónlist. Fjölþjóðleg áramótagleði Fjörkálfar Los Amigos Invisibles, vinsælasta hljómsveit Venesúela TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Árslistar benda margir til þess að tónlist- arsmekkur sé að breyt- ast, að Netið sé að ryðja úr vegi markaðs- hindrunum fyrir tónlist frá öðrum álfum en okkar eigin. Reuters Rollingarnir Ýmsir halda enn í vonina um að Mick Jagger og félagar komi hingað til lands og haldi tónleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.