Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 64

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 64
64 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KROSSGÁTA 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 D U L Í T I L S Þ I A Í G M S L Æ G U R T L U L L A R T Á P L Æ T Á L I N U F O R M F E S T A A A D N I I F U M A R M A R I N N S K S E A U K O L L V A R P A N Ó S T O K K U R A A A L N T R V R R A N G R I T A S L Á A N D I T O B S A S H L J Ó M A R S A S M E T T A Á A T E R M E H N R É T T U R I N N N E N E D N S D H Y S T E R Í A T I L Æ T L A Ð U R K B J Í Y R E I N B E R V A S K A S K I N N P R L U T Æ B E I N A G R I N D U R I R Ð I K A R A K A S LÁRÉTT 1. Vonarsteinar reynast vera betlistafur sem er ekki gott að vera á. (10) 5. Leikfélag sonar Dags? (9) 8. Drabbar líkt og erlendir menn. (6) 9. Dýrgrip passi eins og krás. (9) 11. Um kind syngi og fastráði. (6) 12. Þornaðir þegar hitaði. (6) 14. Borga sem einn af liðlegheitum. (10) 15. Bæjarhluti fari í burtu. (6) 19. Geisla stoðvef eða sveif (10) 20. Biskupstíund er á mörkum þess að gera býsanska mynt. (6) 22. Setti innra tvö þúsund að einum meðtöldum í um- gerð. (10) 23. Blóm sem er líka þekkt sem kvæði. (5) 24. Píla söngvara er þreytt. (7) 27. Þel Bandaríkjamanns er blanda. (7) 28. Fiskur í fiskatali. (5) 30. Ábending vegna maskínu er blekking. (6) 31. Veikur í kinnum sér rakið. (10) 32. Sólguð gaffla vekur afl. (7) 33. Hurðarás felur í sér hæð þakta grjóti. (7) 34. Ryk mömmu veldur örbirgð (7) LÓÐRÉTT 1. Þjónastarf á veiðitíma. (6) 2. Notast slík á hverju ári sem óvenjuleg. (9) 3. Lendingarstaðarstaður á andliti okkar. (3) 4. Sofi Lúðvík. (5) 6. Skurðbrúnin á fuglaafurðunum. (5) 7. Bolurinn í bænum. (5) 9. Herfan fékk Gunnar til að sýna ránsfeng. (7) 10. Æða þótt það sé veðurofsi. (10) 13. 2 x 1501 einhvern veginn varð myrkt. (6) 14. Festing missir net við að verða að steypuefni. (4) 15. Óvilhallur hefur ekki grip. (8) 16. Greiða fyrir hana er sérstök hárgreiðsla (10) 17. Magi kenndur við mann reynist vera páka. (10) 18. Stýrið inn til að lakka. (9) 20. Náttúrugreind sem konur hafa en ekki karlar? (9) 21. Töframatur er stórkostlegur. (11) 25. Afkvæmi páfagauka eru háðfuglar. (8) 26. Tómar ná í kenningu yfir konu. (7) 29. Fimma raka í einhvers konar hrogn. (6) VERÐLAUN eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilis- fangi ásamt úrlausn- inni í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismó- um 2, 110 Reykjavík. Skilafrestur á úrlausn krossgátu 31. desember rennur út næsta föstudag. Nafn vinningshafans birtist sunnudaginn 14. janúar. Heppinn þátttak- andi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 17. desember sl. er Þór- unn Karlsdóttir, Sólheimum 15, 104 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Merg málsins sem Edda útgáfa gefur út. Krossgátuverðlaun Nafn Heimilsfang Póstfang Fátækt ÉG VAR að velta fátækt fyrir mér, hvað er fá- tækt og hverjir eru fátækir á Íslandi? Ég sá í sjónvarpinu um daginn þá Pétur Blöndal og Mörð Árnason tala um fátækt á Ís- landi og þeir minntust ekki einu orði á örorku- og lífeyrisþega eins og það væru hópar sem hafa gnótt fjár á milli handa og hefðu það í alla staði gott. Mér fannst einkennilegt að þegar kjörnir þingmenn okkar eru blindir á svona grundvallaratriði. Eru þeir kannski svona úr takti við raunveruleikann að þeir sjái ekki hvernig stórir hópar hafa það? Eða kannski vilja þeir bara ekki sjá. Stórir hópar fólks, einstæðir foreldrar, námsmenn, einstæðingar, sjúkir, öryrkjar og lífeyrisþegar eiga varla til hnífs eða skeiðar. Í þessu litla og vel stæða landi á þetta auðvitað ekki að vera svona, það á að vera nóg handa öllum. Við þurfum ekki öll að vera rík, það er fínt að sumir séu ríkir og aðrir ríkari, en að fólk þurfi að líða skort er þjóðinni til skammar, ekki síst þeim sem stjórna, þeir ættu að skammast sín. Það á ekki alltaf að tala um að kaupmátturinn hafi aukist og skattar hafi lækkað þó að það sé auðvitað mjög gott, það er ekki nóg. Ekki nóg fyrir þá sem eru í hinum hópunum, þá fáu sem ekki heyrist hátt í, þeir bera höfuðið hátt þrátt fyrir skort og kvarta ekki. Það fá flestir í landinu desemberuppbót, ég veit það ekki fyrir víst en ég held að öryrkjar og lífeyrisþegar fái enga desemberuppbót þó að það séu kannski þeir sem þurfi helst á henni að halda. Það er kannski skrítið en mér finnst eins og að hjá örorku- og lífeyrisþegum séu út- hlutanir hjá mæðrastyrksnefnd og fjölskyldu- hjálpinni desemberuppbótin í ár. Er þetta rétt? Á þetta að vera svona? Ættum við kannski að skammast okkar fyrir ráðamenn þjóðarinnar sem einhverra hluta vegna láta þessi ósköp viðgangast? En hvað er fátækt? Er það að eiga ekki fyrir mat? Að eiga ekki fyrir fötum á börnin? Að eiga ekki fyrir leikskólagjöldum? Eða er það að eiga ekki fyrir bíl eða geta ekki rekið bíl? Skiptir það máli hvernig reglum er farið eft- ir við að reikna út fátækt? 4000 börn – 3000 eða færri, er ekki of mikið ef að börnin eru bara 10 sem þurfa að búa við fátækt? Eða er það kannski gott fyrir hagkerfið ef það eru nokkur hundruð börn sem þurfa að búa við fátækt? Ég veit ekki svörin við öllum þessum spurn- ingum en kannski er einhver sem gæti svarað? Trausti Rúnar Traustason, öryrki. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is meðalhófsregluna gilda í þeim efnum. Stjörnuljós, nokkur blys, litlir flugeldar fyrir börnin og ein stór bomba er venjuleg- ur skammtur á gamlárskvöld. x x x Víkverji er glaður að sam-keppnin á flugeldamark- aðnum er að eflast. Einkaaðilar hafa tekið af skarið og sett upp sölustaði. Víkverji telur að sam- keppnin sé aðeins af hinu góða. Það hafa allir gott af sam- keppni. x x x Víkverji sá hinsvegarskemmtilega nágranna á bílastæði við Húsgagnahöllina á Bíldshöfða rétt fyrir áramótin. Þar var söluaðili flug- elda í einu horni bílaplansins og aðeins nokkrum metrum frá er eldsneytissala Atlantsolíu. Skemmtileg blanda – en frekar eldfim. Að venju voru nokkrir ungir piltar að sprengja í næsta nágrenni við flugelda- söluna. Ekki langt frá eldsneytissölunni. Víkverja leist ekki á blikuna og ók frekar greitt út af bílaplaninu. Víkverji bíður spenntur eftirÁramótaskaupi Ríkisjón- varpsins enda koma nýir aðilar að leikstjórn og handritsgerð þessa merka fyrirbæris – Ára- mótaskaupsins. x x x Mikil leynd hefur verið yfirframleiðsluferli Skaups- ins en Víkverji hefur áreiðan- legar heimildir fyrir því að Hugleikur Dagsson hafi gert teiknimyndir sem sýndar verða í Skaupinu. Það verður stuð fyrir suma enda hefur Hug- leikur ekki verið þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir í teikningum sínum og framsetn- ingu. Áramótaskaupið á eflaust eftir að standa undir væntingum en ef það klikkar þá verð- ur Víkverji argur – eins og meginþorri landsmanna. Þetta er atriði sem má alls ekki klikka. x x x Sprengjur og flugeldar eru aðalmálið hjámörgum um áramótin. Víkverji lætur      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.