Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 65
dægradvöl
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 Bb7 5.
Bd3 Be7 6. O-O O-O 7. b3 d5 8. Bb2 c5
9. De2 cxd4 10. exd4 Rc6 11. Rbd2 Hc8
12. Hfd1 dxc4 13. bxc4 Rb4 14. Bb1 b5
15. c5 a6 16. a4 bxa4 17. Hxa4 a5 18.
Re5 Dd5 19. f3 Ba6 20. De1 Bd8 21.
Ha3 Db7 22. Ba1 Rc6 23. Hb3 Dc7 24.
f4 Rd5 25. Hf3 f5 26. Rec4 Rxf4 27.
Hxf4 Dxf4 28. Dxe6+ Kh8 29. Hf1
Staðan kom upp á brasilíska meist-
aramótinu. Alexander Fier (2490)
hafði svart í síðustu umferð gegn stór-
meistaranum Gilberto Milos (2563) en
sá þurfti á sigri að halda til að eygja
von um sigur í mótinu. Andstæðing-
urinn slökkti á öllum slíkum von-
arneistum með næstu leikjum sínum:
29... Bxc4! 30. Dxc8 hefði hvítur leikið
30. Rxc4 hefði svartur svarað því vel
með 30…Rxd4. 30…Bxf1 31. Rxf1
Rxd4 32. Bd3 Be7 33. Dd7 Bxc5 34.
Kh1 Df2 og hvítur lagði niður vopnin.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Tvær leiðir.
Norður
♠ÁG73
♥G1084
♦Á32
♣K5
Vestur Austur
♠KD1062 ♠854
♥2 ♥653
♦K96 ♦G1084
♣G1042 ♣D97
Suður
♠9
♥ÁKD97
♦D75
♣Á863
Suður spilar 6♥ og fær út spaða-
kóng.
Sagnhafi á ellefu slagi með því að
trompa tvö lauf í blindum, en síðan er
álitamál hvernig reyna eigi við tólfta
slaginn. Tvær leiðir koma til greina og
snúast báðar um staðsetningu á tígul-
kóng. Flækjulaust má spila tígli að
drottningunni í von um kónginn í aust-
ur, sem er líklega best ef AV hafa ekk-
ert sagt. En segjum að vestur hafi
skotið inn spaðasögn. Þá er vel verj-
andi að reikna með kóngnum þeim
megin og sýna fram á góða kunnáttu í
þvingunarfræðum. Lykilatriðið er að
dúkka fyrsta slaginn til að ná upp rétt-
um takti. Slíkt heitir að „leiðrétta taln-
inguna“ á fagmáli. Síðan trompar
sagnhafi laufin tvö, tekur trompin í
botn og neyðir vestur til að fara niður á
tígulkónginn blankan í lokastöðunni.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 húsa, 4 heppni,
7 bölið, 8 borða, 9 grein-
ir, 11 sefar, 13 lítill,
14 elskan, 15 blíðuhót,
17 reiðar, 20 sjór,
22 sárar, 23 grjótskriðan,
24 bik, 25 blunda.
Lóðrétt | 1 gortar, 2 leið-
beina skipi til hafnar,
3 fífl, 4 vinkill, 5 kirkju-
höfðingjum, 6 hamingju-
samar, 10 skjálfa,
12 renna, 13 snjó,
15 trant, 16 búa til,
18 fæða, 19 vitlausa,
20 ósoðna, 21 samkomu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 svipþunga, 8 útlit, 9 sunna, 10 tía, 11 trana,
13 ræðin, 15 stegg, 18 safna, 21 lok, 22 kytra, 23 arinn,
24 taumlaust.
Lóðrétt: 2 vilpa, 3 putta, 4 ufsar, 5 ginið, 6 búnt, 7 baun,
12 nag, 14 æða, 15 sekk, 16 eigra, 17 glaum, 18 skata,
19 fliss, 20 agns.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Kaupsamningum í fasteigna-viðskiptum fækkaði talsvert á
árinu. Hversu mikið?
2 Hvað safnaðist mikið á tónleik-unum fyrir Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna?
3 Ný stjórn Landsvirkjunar hefurverið skipuð. Hver er stjórnar-
formaður?
4 Félagar í áhugahóp sem berstgegn nýju álveri í Straumsvík
skiluðu hljómplötu Björgvins Hall-
dórssonar sem Alcan sendi öllum
Hafnfirðingum. Hvað heita sam-
tökin?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Haldið er úti gæludýrafjósi á bæ
skammt frá Akureyri með kanínum, land-
námshænum, gullfiski, fasana og stund-
um gestum. Hvaða bær er þetta? Svar:
Kristnes. 2. Guðjón Valur Sigurðsson
handknattleiksmaður er íþróttamaður árs-
ins. Hann leikur í Þýskalandi en með
hvaða liði? Svar: Gummersbach. 3. Hvað
tókst að dæla mörgum tonnum af olíu úr
Wilson Muuga á strandstað við Sand-
gerði? Svar: Um 95 tonnum. 4. Hreindýra-
kvótinn hefur verið aukinn. Hversu mikið?
Svar: Um 25%.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Gullbrúðkaup | Í dag, 31. desember,
eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin
Anna Helgadóttir og Pétur Baldurs-
son.
dagbók
Í dag er sunnudagur
31. desember, 365. dagur
ársins 2006
Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og
safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá
skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.)
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Tónlist
Hallgrímskirkja | Kristinn Sigmundsson
óperusöngvari og Trompeteria-hópurinn,
Hörður Áskelsson orgelleikari ásamt
trompetleikurunum Ásgeiri. H. Steingríms-
syni og Eiríki Erni Pálssyni, koma fram á
hátíðartónleikum í Hallgrímskirkju á gaml-
ársdag kl. 17. Á efnisskrá eru m.a. bassaarí-
ur úr Messíasi og Jólaóratóríunni.
Lukku Láki | Hljómsveitin Signia verður á
áramótaballi á Lukku-Láka í Grindavík á
gamlárskvöld.
Dans
Iðnó | Fyrsta tangóball ársins. Byrjenda-
kennsla í argentínskum tangó kl. 20–21.
Dansað við ekta argentínskan tangó af
diskum frá kl. 21 til 23. Allir velkomnir. Að-
gangseyrir er 500 kr. og kennslan innifalin.
Meira á idno.is og tango.is.
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er
spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand-
endur? Fáðu hjálp! Hringdu í síma
698 3888.
Börn
Þjóðminjasafn Íslands | Á Torginu í Þjóð-
minjasafninu stendur yfir sýningin Sér-
kenni sveinanna. Á sýningunni er lítið jóla-
hús og sitthvað sem tengist
jólasveinunum, svo sem kjöt fyrir Ketkrók
og bjúgu fyrir Bjúgnakræki. Sýningin getur
hjálpað börnunum til að skilja hin skrýtnu
nöfn jólasveinanna.
Félagsstarf
Félagsheimilið Gjábakki | Starfsemi Gjá-
bakka verður kynnt miðvikudag 3. jan. kl.
15.15. Þar kynnir félagsstarfið þá starfsemi
sem fyrirhuguð er jan.–maí 2007. FEBK
kynnir þá dagskrá sína til vors. Hópar sem
starfað hafa í félagsheimilinu eru boðnir
velkomnir að kynna sína starfsemi. Fögn-
um nýjum hugmyndum.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Starfs-
menn félagsstarfs aldraðra óska gestum
sínum gleðilegrar hátíðar og góðs gengis á
nýju ári.
Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk sendir
þátttakendum, samstarfsaðilum og vel-
unnurum um land allt hugheilar óskir um
gleðiríkt nýár, með þakklæti fyrir samstarf,
stuðning og góðar samverustundir á árinu.
Sérstakar kveðjur og þakkir til allra sem
lögðu lið á Menningar- og listahátíð eldri
borgara í Breiðholti í febr. sl.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Starfsfólkið í
Lönguhlíð 3 sendir öllum gestum sínum
bestu óskir um gleðilegt nýtt ár þökkum
samverustundir á liðnu ári. Kær kveðja.
Morgunblaðið/Gísli SigurðssonÞjóðminjasafnið.