Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Yfirleitt hæg
suðvestlæg eða
breytileg átt. Él
eða snjókoma
norðantil en annars stöku
él. Kólnandi veður. » 8
Heitast Kaldast
4°C 1°C
HAUKUR Harðarson, sveitarforingi hjá
Hjálparsveit skáta í Reykjavík, segir allt útlit
fyrir góða sölu á flugeldum í ár. „Flugeldarnir
eru seldir á fjórum dögum milli jóla og nýárs
og er það okkar reynsla að langstærstur hluti
selst á seinni dögunum tveimur. Gerum við ráð
fyrir að á fimmtudag og föstudag höfum við
selt um einn tíunda af heildarsölu ársins.“
Þrjú slys hafa orðið á fólki af völdum flug-
elda það sem af er en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er ekkert þeirra alvarlegt.
Herdís Storgaard hjá Forvarnarhúsi Sjóvár
segir langalgengast að drengir á aldrinum 8–
16 ára verði fyrir slysum af þessu tagi, að-
allega eftir að þeir hafa verið að fikta í skot-
eldum og taka þá í sundur. Herdís varar við
því að börn eigi það til að safna flugeldum og
sprengja löngu eftir að löglegu skot-
eldatímabili sé lokið. Slysatíminn vari allt
fram í miðjan janúar en um 20 alvarleg slys af
þessu tagi verði að jafnaði á ári.
Morgunblaðið/Golli
Útlit fyrir góða sölu flugelda í ár
EKKI eru líkur á að önnur stór-
virkjun á borð við Kárahnjúka-
virkjun rísi hér á landi næstu árin
og kannski aldrei, að mati Geirs
H. Haarde, forsætisráðherra og
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur fram í áramótagrein
hans í Morgunblaðinu í dag.
Geir segir þar m.a. að fram-
kvæmdirnar við virkjunina og
nýtt álver á Reyðarfirði hafi haft
mikil og jákvæð áhrif á mannlíf og
atvinnuástand á Austurlandi og
muni gera um langa framtíð. Þær
hafi einnig ýtt undir hagvöxt í
landinu. Útflutningur frá álverinu
muni skjótt vega upp á móti þeim
neikvæðu áhrifum á viðskiptajöfn-
uð sem innflutningur vegna fram-
kvæmdanna hefur haft síðustu ár.
Geir nefnir að deilur um þessar
framkvæmdir hafi verið miklar.
Þýðingarlaust
sé að halda
þeim áfram því
mannvirkin séu
risin. Mikilvægt
sé að draga af
þeim lærdóm
fyrir framtíðina.
Þrátt fyrir litlar
líkur á að önnur
stórvirkjun á
borð við Kárahnjúkavirkjun rísi
telur Geir að það væri glapræði að
segja þar með skilið við þá stefnu
að nýta orkulindir þjóðarinnar til
að bæta lífskjörin í landinu.
Geir fjallar einnig um skatta-
mál og segir að lækkun skattlagn-
ingar á matvæli og fleira muni
leiða til verulegrar lækkunar á
neysluverðsvísitölu og auka kaup-
mátt heimilanna. Þá lækki tekju-
skattur um eitt prósent um ára-
mótin og einnig verður persónu-
afsláttur aukinn. Geir rifjar upp
að ákveðið hafi verið eftir samráð
við aðila vinnumarkaðarins að
auka persónuafslátt meira en áður
var ráðgert og lækka tekjuskatt
um eitt prósent í stað tveggja.
„Viðbótarlækkun tekjuskatts um
eitt prósentustig bíður því næsta
kjörtímabils og vonandi verður
svigrúm til að gera enn betur,“
skrifar Geir.
Um varnarmálin segir Geir m.a.
að ákvörðun Bandaríkjamanna að
hverfa héðan með herlið sitt hafi
valdið vonbrigðum en þó ekki verið
óvænt að öllu leyti.
„Stærstu tímamótin í þessu
sambandi eru þó e.t.v. þau að
framvegis verða Íslendingar að
gera ráð fyrir að vera sjálfir virk-
ari þátttakendur í eigin öryggis-
málum og verja til þeirra mun
meiri fjármunum en áður. Það er
ekki lengur hægt að ætla skatt-
greiðendum í öðrum löndum að
taka á sig allan kostnað af vörnum
landsins,“ skrifar Geir.
Önnur stórvirkjun ólíkleg
Forsætisráðherra segir að frekari tekjuskattslækkun bíði nýs kjörtímabils
Í HNOTSKURN
» Framkvæmdirnar áAusturlandi hafa haft
jákvæð áhrif á atvinnu og
mannlíf og ýtt undir hag-
vöxt í landinu.
» Mikilvægt er að dragalærdóm fyrir framtíðina
af deilunum um virkjunina
og álverið á Reyðarfirði.
Geir H. Haarde
Við áramót | 30
ÞRÁTT fyrir að ærnar á Gerðum í Flóa-
hreppi hafi verið á bænum frekar af til-
finningalegum ástæðum en fjárhagslegum
þykir fjölskyldunni erfitt að horfa á eftir
þeim. Allt féð, alls 80 ær, var skorið niður í
vikunni vegna riðuveiki.
„Við erum ekki fyrsti bærinn sem lendir
í þessu og örugglega ekki sá síðasti,“ segir
Geir Ágústsson bóndi á bænum í viðtali við
Morgunblaðið í dag.
Geir hefur áhyggjur af útbreiðslu rið-
unnar og segir að löngu ætti að vera búið
að taka á þessu máli. Honum þykir trúlegt
að smitið hafi komið í gegnum afrétt. „Það
var ekki bannað að setja á Hruna-
mannaafréttinn og ekki girt milli afrétta
sem hefði verið auðveldasta leiðin. Sumir
segja að það sé svo dýrt en ég segi að
ennþá dýrara sé að farga öllu fé á þessu
svæði, Flóa og Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi.“
Einnig er rætt við Sigurð Sigurðarson,
dýralækni á Keldum. Hann segir mestu
smithættuna vera annars staðar en í af-
rétti en leggur áherslu á að dýralæknar
vilji koma á öflugri samvinnu við bændur
um þessi mál. „Við höfum beðið sveit-
arstjórnir að tilnefna menn í nefndir með
okkur. Það er útilokað fyrir okkur að ráða
við þetta án virkrar þátttöku heima-
manna.“
Engin
lömb í vor
Tapað fé Allt féð á Gerðum í Flóahreppi
var skorið niður á föstudag.
Morgunblaðið/RAX
Það þýðir ekkert | 10
BIRKIR Hermannsson, rúmlega hálfs árs
gamall Eyjapeyi, var prúðbúinn þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að garði á
heimili hans og ekki á honum að sjá að hann
hefði þurft að hafa jafnmikið fyrir fyrstu
dögum lífs síns og raun bar vitni. Birkir
fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla og
þurfti hann að gangast undir hjartaþræð-
ingu aðeins sex klukkustundum eftir fæð-
ingu.
Móðir Birkis segir að Birkir hafi náð full-
um bata og reiknar með því að hann hætti á
lyfjagjöf í janúar. „Þetta er þannig séð búið í
okkar huga,“ segir hún.
Lárus Guðmundsson og félagar hans í
Hjálparsveit skáta í Hveragerði sjá heldur
ekki ástæðu til annars en að horfa bjartsýnir
fram á veginn þótt þeir hafi þurft að fylgjast
með húsnæði sveitarinnar, þeirra öðru heim-
ili, brenna til kaldra kola fyrir ári.
Í huga Baltasars Kormáks er árið einnig
mjög minnisstætt, uppskeran hefur sjaldan
verið meiri auk þess sem hann flutti úr ið-
andi mannlífinu í miðbænum í sveitasæluna í
Skagafirðinum.
Sveitasælan hefur sennilega ekki verið
mjög ofarlega í huga Magnúsar Scheving en
hann hefur unnið baki brotnu að kynningu
Latabæjar í ár og borið ríkulega úr býtum,
fengið fjölda viðurkenninga og ótrúlegt
áhorf barna víðs vegar um heiminn.
Hress Eyjapeyi Birkir Hermannsson.
Eyjapeyinn Birkir aldrei verið brattari
Fólk og fréttir | B 12–18
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
þriðjudaginn 2. janúar. Um áramót-
in verður fréttaþjónusta á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að
senda ábendingar um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Á gamlársdag verður áskriftar-
deildin opin frá kl. 9 til 12 en deildin
verður lokuð á nýársdag. Auglýs-
ingadeildin er lokuð bæði á gaml-
ársdag og nýársdag. Skiptiborð
Morgunblaðsins er lokað á gamlárs-
dag en opið á nýársdag frá kl. 13 til
20.
Fréttavakt á mbl.is
yfir áramótin