Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÆR öruggt má telja að áhrif af
nýjum samningi ríkisins og bænda
um sauðfjárframleiðslu verði þau að
framboð á lambakjöti aukist á innan-
landsmarkaði sem aftur gæti orðið
til þess að verð á öllu kjöti lækkaði.
Fyrr í mánuðinum tilkynntu
stjórnvöld að þau ætluðu að lækka
tolla á innflutt kjöt. Þessar breyting-
ar taka gildi 1. mars nk. og eru al-
mennt taldar auka verðaðhald með
innlendri framleiðslu. Forsvars-
menn verslunarinnar telja að toll-
arnir séu enn of háir, en ólíklegt er
annað en að þeir reyni eftir sem áður
að flytja inn kjúklinga og svínakjöt.
Verslunin er mjög gagnrýnin á nú-
verandi stuðningskerfi við landbún-
aðinn og því má hugsa sér að versl-
unarfyrirtækin skeri niður
álagningu sína á innfluttu kjöti tíma-
bundið ef þau telja að það gæti orðið
til þess að brjóta að einhverju leyti
niður núverandi kerfi.
Útflutningsskylda afnumin
Sauðfjársamningurinn, sem und-
irritaður var sl. fimmtudag, gæti
einnig stuðlað að breytingum á kjöt-
markaði. Samningurinn tekur gildi
eftir eitt ár en árið 2009 fellur niður
svokölluð útflutningsskylda. Jó-
hannes Sigfússon, formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda, telur þetta
vera veigamestu breytinguna sem
samningurinn hefur í för með sér.
Útflutningsskylda felur í sér að
bændur skuldbinda sig til að flytja út
ákveðið magn af lambakjöti sem
bændur og stjórnvöld telja að ekki sé
rúm fyrir á innanlandsmarkaði. Með
því að fella niður þessa skyldu hættir
ríkisvaldið að skipta sér af þessum
útflutningi. Það verður þá alfarið
mál bænda og sláturleyfishafa
hversu mikið er flutt út.
Til að átta sig á hvaða áhrif þessi
breyting hefur er nauðsynlegt að
hafa í huga að bændur hafa fengið
talsvert hærra verð fyrir lambakjöt
sem selt hefur verið innanlands en
það sem selt hefur verið á erlenda
markaði. Afnám útflutningsskyldu
þýðir fyrir hvern og einn bónda að
hann vill auðvitað selja sitt kjöt þar
sem hæsta verðið fæst, þ.e. á Íslandi.
Það er því alveg ljóst að þessi breyt-
ing stuðlar að því að framboð af
lambakjöti mun aukast á innanlands-
markaði.
Aukið framboð af kjöti stuðlar að
lægra verði. Ef verð á lambakjöti
lækkar mun það án efa hafa áhrif á
verðlagningu á öðrum kjöttegund-
um. Andstaða var meðal bænda við
að fallast á afnám útflutningsskyldu.
Þeir óttast að 5% auking á framboði
geti leitt til verulegrar verðlækkun-
ar og vísa þá m.a. til reynslunnar frá
2003 þegar framboð á svínakjöti og
kjúklingum jókst, en það leiddi til
50% lækkunar á svínakjöti á innan
við einu ári. Verð á öðru kjöti lækk-
aði líka.
Lifði salan til Bandaríkjanna á
útflutningsskyldu?
Munu bændur þá hætta að selja
lambakjöt til útlanda? Það er ólík-
legt að svo fari. Bændur munu
örugglega sjá sér hag í að selja
áfram kjöt á þá erlendu markaði sem
þeir hafa sinnt í áratugi. Það er hins
vegar spurning hvað verður um
markaði eins og Whole Food mark-
aðinn í Bandaríkjunum.
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, sem út-
vegað hefur kjöt á þennan markað,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
byrjun þessa árs, að tap hefði verið
af þessum útflutningi og þetta verk-
efni hefði lifað á útflutningsskyld-
unni. Spurningin er hvort eitthvert
fyrirtæki vill flytja út kjöt til Banda-
ríkjanna þegar búið er að afnema út-
flutningsskylduna og fyrir liggur að
tap hefur verið af þessum útflutningi
til margra ára.
Mikil samkeppni er milli slátur-
leyfishafa um að fá til sín sauðfé til
slátrunar. Sláturleyfishafar mega
ekki hafa samráð um að flytja út
kjöt, því þar með væru þeir að bind-
ast samtökum um að takmarka
framboð á innanlandsmarkaði í þeim
tilgangi að halda uppi verði. Ef einn
sláturleyfishafi flytur út kjöt en ann-
ar gerir það ekki getur sá sem ekki
flytur út væntanlega borgað bænd-
um hærra verð. Þetta getur skapað
þrýsting á sláturleyfishafa um að
selja lambakjötið á þeim markaði
sem skilar bændum hæsta verði, þ.e.
innanlands.
Dregur úr opinberum stuðningi
við sauðfjárrækt
Stjórnvöld vildu afnema útflutn-
ingsskyldu vegna þess að þau töldu
að svona stýring af hálfu ríkisins
væri úrelt. En það er annað sem
stuðlaði líka að því að stjórnvöld
settu fram mjög harða kröfu gagn-
vart bændum um að afnema þessa
reglu og það er að afnám útflutnings-
skyldu þýðir að opinber stuðningur
við landbúnaðinn minnkar umtals-
vert. Í þeim alþjóðlegu viðræðum um
frjálsari viðskipti með landbúnaðar-
vörur, Doha-viðræðunum, sem nú er
verið að reyna að blása lífi í er gerð
krafa um að þjóðir heims dragi úr
stuðningi við landbúnað. Þessi
stuðningur er skilgreindur sem
beinn stuðningur, tollvernd og fleira.
Útflutningsskylda er einn þáttur í
þessum skilgreinda opinbera stuðn-
ingi og með því að afnema hana eru
Íslendingar að gera hluti sem þeir
yrðu þvingaðir til að gera ef sam-
komulag næðist í Doha-viðræðunum.
Líklegt að framboð auk-
ist og kjötverð lækki
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sauðfé Nýi sauðfjársamningurinn tekur gildi um næstu áramót og gildir í sex ár. Samningurinn felur í sér að rík-
isvaldið mun hætta að skylda bændur til að flytja út lambakjöt, en það þýðir að meira verður selt innanlands.
Fréttaskýring | Hver
verða áhrifin af ákvörðun
ríkisins og bænda um að
afnema útflutnings-
skyldu? Að mati Egils
Ólafssonar gætu þau orð-
ið meira framboð á kjöti,
lægra verð og að hætt
yrði að selja kjöt til
Bandaríkjanna.
Í HNOTSKURN
»Samningur ríkisins ogbænda um sauðfjárfram-
leiðslu tekur gildi um næstu
áramót, en útflutningsskyldan
verður afnumin 1. júní 2009.
»Útgjöld ríkisins vegnasamningsins verða 3.348
milljónir 2009, en lækka síðan
um 1% á ári. Lækkunin kemur
öll fram í lið sem heitir „mark-
aðsstarf og birgðahald“.
ICELANDAIR hefur samið um kaup á nýjum
sætum og einnig nýju afþreyingarkerfi fyrir
farþegaflugvélar sínar. Þessi nýi búnaður verð-
ur settur í allar Boeing 757 farþegaþotur Ice-
landair sem notaðar eru í áætlunarflugi félags-
ins. Endurnýjunin hefst í haust og lýkur vorið
2008. Sætin eru nálægt 2.000 talsins og heild-
arvirði samninganna tveggja um 1,8 milljarðar
króna.
„Í þessum samningum er staðfest ákvörðun
um algjöra endurnýjun á öllum innviðum Bo-
eing 757 flugvélaflota okkar og einnig skýr yf-
irlýsing um að Icelandair ætlar að vera flug-
félag í fremsta gæðaflokki þegar kemur að
þjónustu um borð og upplifun farþega. Þessi
kaup hafa verið lengi í undirbúningi og gert ráð
fyrir þeim í áætlunum félagsins,“ sagði Jón
Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group og
Icelandair. Hann sagði að þessi kaup þýddu
tímamót fyrir félagið og að með þessum samn-
ingum markaði Icelandair sér stöðu í alþjóða-
fluginu. „Við fljúgum á tiltölulega löngum flug-
leiðum, flest okkar flug eru 3–5 klukkustunda
löng. Við sjáum þróun í flugheiminum í þá átt að
fólk vill hafa eitthvað fyrir stafni á svo löngum
leiðum og við sjáum í því mikil viðskiptatæki-
færi og samkeppnisforskot. Við ætlum okkur að
vera í fararbroddi flugfélaga í því að bjóða upp á
hagstæð flugfargjöld og þróa um leið arðbæra
starfsemi í tengslum við afþreyingu, verslun og
þjónustu við farþega okkar.“
Skemmtikerfið býður upp á mjög fjölbreytta
afþreyingarmöguleika. Kerfið er bandarískt að
uppruna og af gerðinni Thales IFE i4500. Það
byggist á því að hver farþegi hafi aðgang að
skjá og stjórnborði í sæti sínu. „Við erum með
samningnum að tryggja okkur vélbúnað og
hugbúnað sem við getum þróað til framtíðar til
að sinna óskum og þörfum viðskiptavina. Nú
sjáum við fyrir okkur að hver farþegi hafi að-
gang að og geti valið sér fjölda nýrra kvik-
mynda, sjónvarpsþátta, tölvuleikja, tónlist og
einnig bækur og annað lesefni. Auk þess sem
tæknin býður upp á að farþegar geti keypt tón-
list, aðrar stafrænar vörur eins og tölvuleiki og
pantað ýmiskonar vörur og þjónustu á áfanga-
stað. Jafnframt því sem þeir geta fylgst með
fluginu og fengið upplýsingar um flughafnir,
komu og brottfarartíma og margt fleira. Sumt
af þessari þjónustu verður farþegum að kostn-
aðarlausu, en við sjáum í þessu skemmtikerfi
einnig umtalsverða tekjumöguleika fyrir félag-
ið“, sagði Jón Karl.
Nýja afþreyingarkerfið mun m.a. geta lesið
upplýsingar af greiðslukortum og sá möguleiki
er fyrir hendi að farþegar geti keypt sér afþrey-
ingarefni og ýmsar vörur gegnum kerfið.
Nýju sætin eru frá frönskum framleiðanda
Aviointerios, af gerðinni Andromeda og Cen-
taurus. Þau eru framleidd með nýjustu aðferð-
um og úr nýjum efnum. Þau eru léttari, sterkari
og fyrirferðarminni en núverandi sæti og veita
farþegum því meira svigrúm og þægindi.
Ný sæti og afþreyingarkerfi
Icelandair endurnýjar búnað í farþegarými allra Boeing 757 farþegaþotna sinna
Ljósmynd/Icelandair
Nýtt Svipað þessu verður umhorfs í farþega-
þotum Icelandair með nýjum búnaði.
STÓRHÆTTU-
LEGT er fyrir
sauðfjárræktina
að falla frá út-
flutningsskyldu,
líkt og gert er í
nýgerðum samn-
ingi bænda og
ríkisins um
starfsskilyrði
sauðfjárræktar-
innar, að mati
Einars Odds Kristjánssonar alþing-
ismanns. Hann hyggst taka málið
upp á Alþingi, en samningurinn var
undirritaður með fyrirvara um sam-
þykki þingsins.
„Það hefði í það allra minnsta átt
að skilja eftir í þessum samningi
heimild fyrir ráðherra til þess að
taka upp útflutningsskylduna ef á
þyrfti að halda,“ sagði Einar Oddur.
„Það fékkst því miður ekki af hendi
samninganefndar ríkisins, sem ég
tel að hafi verið hið versta verk.“
Einar Oddur segir að rannsóknir
á verðmyndun í sauðfjárrækt sýni
að verðteygnin sé neikvæð. Þannig
megi eiga von á verulegu verðfalli á
afurðunum verði útflutningsskyldan
afnumin. Því sé lífsnauðsynlegt fyr-
ir sauðfjárræktina að ráðherra hafi
heimild til að grípa til útflutnings-
skyldu til þess að varðveita afurða-
verðið.
„Þetta gera allar þjóðir, þótt þær
kannist ekki við það. Bæði Banda-
ríkjamenn og Evrópusambandið eru
með slíka varnagla,“ sagði Einar
Oddur. Hann segir að embættis-
menn landbúnaðarráðuneytisins
hafi barist gegn útflutningsskyld-
unni með oddi og egg, því þegar
stuðningur við landbúnaðinn sé
reiknaður í Genf sé útflutnings-
skyldan metin jafngildi 1,8 milljarða
þó að hún sé útgjaldalaus fyrir rík-
ið.
Bændur sóttu fast að heimild til
útflutningsskyldu fengi að vera í
samningnum, en fengu þvert nei við
því, að sögn Einars Odds. Hann
sagði að sauðfjárræktin hefði
grundvallarþýðingu fyrir byggð í
mjög mörgum sýslum landsins. Hún
væri styrkt sérstaklega fyrir menn-
ingarlega, sögulega og byggðarlega
grundvallarþýðingu sína. Því hefði
verið talin félagsleg og stjórnmála-
leg skylda að standa vörð um sauð-
fjárræktina.
„Ég tel að Alþingi eða ríkisstjórn
verði að breyta samningnum í þá
veru sem bændur hafa krafist. Ég
mun að sjálfsögðu taka þetta upp á
þingi og gera allt til þess að fá
samningnum breytt. Ég veit hve
miklir hagsmunir eru þarna í húfi,“
sagði Einar Oddur. „Það er algjört
lágmark að setja inn heimild til ráð-
herra að setja á útflutningsskyldu.“
Útflutnings-
skyldan er
nauðsynleg
Einar Oddur
Kristjánsson