Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ KONUR Í ÍÞRÓTTUM arinnar. Það sést kannski best á því að af 27 sérsamböndum ÍSÍ gegna konur aðeins formennsku í þremur. „Ég velti þessu heilmikið fyrir mér þegar ég var formaður Körfuknatt- leikssambandsins og hélt fundi um þetta málefni. Staðreyndin er sú að okkur vantar víða fólk til starfa innan hreyfingarinnar, ég nefni sem dæmi dómgæslu og þjálfun. Þar eru engir þröskuldar fyrir konur. Þær þurfa bara að gefa kost á sér og það er ánægjulegt að eftir að við fórum í átak í þessum efnum hafa tvær konur gerst körfuboltadómarar. Ég hef lagt mikla áherslu á að hvetja konur til að gefa kost á sér til hinna ýmsu starfa innan hreyfingarinnar. Eitt af því sem ég var stoltur af úr starfinu hjá KKÍ var að hvetja á sínum tíma Guð- björgu Norðfjörð, núverandi varafor- mann KKÍ og einn öflugasta stjórn- armann sem ég hef unnið með, til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa í KKÍ. Hún hefur sagt á fundum að henni hefði aldrei dottið þetta í hug nema vegna þess að formaðurinn spurði hana. Það er umhugs- unarvert.“ Ólafur vill líka auka hlut kvenna í þjálfun. „Þær hafa verið að koma í auknum mæli inn í það starf og frægt er þegar Vanda Sigurgeirsdóttir tók að sér að þjálfa karla í knattspyrnu á Sauðárkróki. Það þótti svo óvenjulegt að það varð fréttamál. Í framtíðinni vil ég sjá að þessu verði tekið sem sjálfsögðum hlut.“ Sjálfur á Ólafur m.a. tvær dætur og vill að þær alist upp við jafnrétti og jöfn tækifæri. „Það breytir því ekki að það verður alltaf þeirra að nýta tækifærin. Það er okkar að skapa rammann en þegar á hólminn er komið veltur þetta á einstaklingnum sjálfum. Mér er meinilla við boðvald og forsjárhyggju umfram það sem nauðsynlegt má teljast. Það veit aldr- ei á gott. Fyrir vikið er ég í prinsipp- inu ekki hlynntur kynjakvótum. Hitt er annað mál að það getur komið til álita að grípa til slíkra úrræða tíma- bundið til að ná settu marki. Í þessu tilviki að fá konur til starfa innan íþróttahreyfingarinnar en ég tel að stíga verði varlega til jarðar.“ Brottfall úr iðkun er meira hjá stúlkum en drengjum og segir Ólafur það áhyggjuefni. „Fyrir þessu eru ýmsar ástæður en því er ekki að neita að umhverfið getur haft áhrif. Það er hugsanlegt að stúlkur fái ekki eins mikla hvatningu til að halda iðkun áfram þegar þær eru komnar á ung- lingsaldur. Samt held ég að þetta sé smám saman að breytast. Þarna er ábyrgð íþróttafélaganna mikil. Ef þau bjóða ekki upp á nægilega góða aðstöðu eru meiri líkur á því að iðk- endur gangi úr skaftinu. Það segir sig sjálft. Gildir þá einu hvort það eru strákar eða stelpur.“ Ísinn brotinn í glímunni Ólafur segir að sumar íþróttagrein- ar virðist vera í eðli sínu kynbundnari en aðrar og engin ástæða sé til að reyna að breyta því. Þetta stýrist af áhuga. Eigi að síður varar hann menn við því að tala um karla- og kvenna- íþróttir. Svo einfalt verði þetta aldrei. „Við viljum að valkostirnir séu til staðar fyrir bæði kynin en við getum aðeins hvatt fólk til þátttöku, ekki skipað því. Þannig verða greinar eins og fimleikar og listhlaup á skautum mögulega alltaf vinsælli hjá stelp- unum og lyftingar og bílaíþróttir vin- sælli hjá strákunum. Þetta getur þó breyst en slíkt gerist þá á forsendum iðkenda og stjórnenda viðkomandi íþróttagreinar. Í því sambandi nefni ég glímu sem karlar einokuðu áratug- um saman. Nú æfir fjöldi stúlkna glímu og tekur þátt í mótum.“ Ólafur segir það viðhorf að ekki sé kvenlegt að stunda íþróttir, a.m.k. sumar greinar, á undanhaldi. „Dóttir mín æfir boltagrein nokkrum sinnum í viku og fátt annað kemst að hjá henni. Sem foreldri upplifi ég það sem einhverja bestu forvörn sem völ er á. Í hennar félagi er mjög vel hald- ið utan um mál varðandi jafna að- stöðu kynjanna. Í mínum huga eiga hugtök eins og kvenlegt og karl- mannlegt ekki við um íþróttir, a.m.k. ekki þær greinar sem ég þekki, og það er hlutverk íþrótthreyfing- arinnar að vinna gegn viðhorfum af þessu tagi. Það gerir ÍSÍ á vettvangi nefndar sem m.a. er ætlað að vinna gegn staðalímyndum. Sú vinna er ekki einskorðuð við jafnrétti kynjanna, heldur áhersla á að íþrótta- hreyfingin sé öllum opin.“ ÍSÍ er með meira en helming ís- lensku þjóðarinnar innan sinna vé- banda og fyrir vikið fer sambandið ekki varhluta af þeim vandamálum sem til staðar eru í samfélaginu al- mennt. „Ef eitthvað er gerum við al- mennt ríkari kröfur en samfélagið, lyfjamál eru gott dæmi um það. Okk- ar hlutverk er að skapa umgjörð, fræðslu, hvatningu og eftir atvikum minna á það sem betur má fara. Fyr- irmyndarfélagskerfi ÍSÍ er einmitt slíkt tæki sem reynst hefur afar áhrifaríkt en í því er gert ráð fyrir jafnri aðstöðu kynjanna innan þeirra félaga og deilda sem slíka viðurkenn- ingu hljóta.“ Áhuginn er að aukast Það er ekkert launungarmál að áhugi almennings á íþróttum karla er meiri en íþróttum kvenna. Nærtæk- asta dæmið er karlalandsliðið í hand- knattleik sem getið var um hér í upp- hafi. Það er líka staðreynd að mun færri áhorfendur sækja leiki í bolta- greinum kvenna en karla. „Þarna komum við aftur að forsjárhyggjunni. Það er ekki hægt að skipa þjóðinni að hafa áhuga á sumum greinum og öðr- um ekki. Þar fyrir utan er í flestum tilvikum mun lengri hefð fyrir karla- greinunum. Hafandi sagt það þá er ég ekki í vafa um að áhugi á kvenna- íþróttum er að aukast, nefni ég sem dæmi kvennalandsliðið í knattspyrnu sem vaxið hefur jafnt og þétt í vin- sældum. Þar ræður góður árangur liðsins örugglega miklu um. Hér má einnig spyrja um hlutdeild kvenna í hópi áhorfenda og má velta fyrir sér hvort jafnrétti eigi ekki í senn að snú- ast um jafnrétti og skyldur.“ Ólafur segir þetta líka snúast um aðgang að fjölmiðlum. „Íþróttahreyf- ingin getur reynt að vekja athygli fjölmiðla á hinum ýmsu greinum en aldrei skipað þeim að fjalla um eitt umfram annað. Skárra væri það nú. Það er ekki skynsamleg leið að fyr- irskipa jafnrétti með boðvaldi, hvorki á þessum vettvangi né öðrum. Ef maður lítur hlutlægt á magn og fram- setningu umfjöllunar um karla og konur í íþróttum en mismunur þar á. Við höfum rætt þetta talsvert við þá góðu stétt íþróttafréttamenn, sem við eigum mjög gott samstarf við, og vit- um að því betri sem árangurinn er þeim mun meiri er áhugi fjölmiðla. Okkur er í fersku minni hvernig kast- ljósið beindist að Völu Flosadóttur eftir að hún vann bronsverðlaun á Ól- ympíuleikunum árið 2000. Að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að kvennaíþróttir geti orðið vinsælli en karlaíþróttir, tökum sem dæmi hand- knattleik í Danmörku og Noregi og knattspyrnu í Bandaríkjunum.“ Þá segir Ólafur ánægjulegt að geta í þessu samhengi áhuga atvinnulífs- ins á þessum málaflokki sem end- urspeglast m.a. í nýlegu framlagi Menningarsjóðs Glitnis til nýstofnaðs Afrekskvennasjóðs. „Bjarni Ár- mannsson, forstjóri bankans, hefur sýnt þessum málaflokki mikinn skiln- ing. Þetta skapar okkur vissulega meðbyr til að ná markmiðum okkar.“ Ólafur fagnar umræðunni um kon- ur og íþróttir. Hún sé þörf. „Það er hins vegar brýnt að umræðan litist ekki af tilfinningum og jafnvel ein- hverjum afmörkuðum dæmum sem tekin eru úr samhengi eins og stund- um vill verða. Við verðum að horfa á þessi mál með jákvæðum hætti en ekki með fingrabendingum og upp- hrópunum. Jafnréttismál rótgróinnar hreyfingar líkt og íþróttahreyfing- arinnar er löng vegferð sem ekki verður lokið á einni nóttu og menn verða að virða tilteknar áfanga- aðgerðir sem ætlað er að skila var- anlegum árangri til framtíðar, sem er betra en skammtímaaðgerðir í þágu vinsælda. Þegar ég tók við starfi for- seta ÍSÍ í fyrra kynnti ég strax innan framkvæmdastjórnar sambandsins ákveðin þróunarverkefni sem ég vil vinna að á næstu árum og þessi mála- flokkur er þar á meðal. Þessi verkefni eru í farvatninu og verða kynnt betur þegar það er tímabært. Árangur næst með því að allir leggist á árarn- ar. Karlar eiga ekki bara að vinna að karlamálum og konur ekki bara að kvennamálum, heldur gerum við þetta saman – það er jafnrétti. “ Morgunblaðið/ÞÖK Forsetinn Ólafur Rafnsson segir jöfn tækifæri skipta höfuðmáli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.