Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 22

Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 22
|sunnudagur|28. 1. 2007| mbl.is Á fjórum dögum í vikunni sýndu helstu hönnuðir heims hátísk- una eins og hún lítur út í vor og sumar. Og enn fremur eins og hún á eftir að líta út á helstu kvikmyndastjörnum heims á rauða dreglinum á komandi Óskarshátíð, að minnsta kosti á örfáum útvöldum leikkonum. Á há- tískuviku fær sköpunargleðin að njóta sín og flík- urnar eru dýrar, úr góðum efnum, vel gerðar og flóknar. Gerðar eru miklar kröfur til tískuhúsa svo þau geti talist til hátískunnar, „haute couture“. Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar töldust 106 tískuhús hæf til að fá þennan stimpil en í upphafi tíunda áratugarins voru þau um tuttugu talsins. Nú eru það aðeins tíu sem standast þessar miklu kröfur og af þeim sýndu aðeins átta á tískuvikunni. Til þess að lífga upp á vikuna var þó gestahönnuðum boðið til leiks, sem lengdi tískuvikuna um einn dag en alls urðu sýningarnar 28. Einn athyglisverðasti byrjandinn var breska tískumerkið Boudicca, sem sýndi lúxus-fatalínu, þótt hún teldist ekki beinlínis til hátísku. Dior Breski hönnuðurinn John Galliano þakkar fyrir sig að lok- inni sumarhátískusýningunni í París í vikunni. Reuters Gaultier Himneskur blár kjóll. Japanskt og guðdómlegt Á hátískuviku í París nær sköpunargleði tískuheimsins hámarki. Inga Rún Sigurð- ardóttir skoðaði sýningar meist- aranna Galliano og Gaultier. Dior Sýningin þykir sú fallegasta sem Gal- liano hefur stýrt á síðasta áratug. Reuters daglegtlíf Söngkonan Norah Jones er tæplega þrítug og í hópi vinsæl- ustu og virtustu tónlistar- manna Bandaríkjanna. » 34 tónlist Listin er í miklum blóma í Benín í Vestur-Afríku og dvölin þar gefur spurningunum um verð- mætamat aukið vægi. » 32 ferðalög Rannveig Rist um jafnréttið, framtíðina og forstjórastarfið í álverinu í Straumsvík, sem hún hefur gegnt í 10 ár. » 24 forstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.