Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 26

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 26
forstjóri 26 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ halda en karlar ef þær taka að sér stjórnunarstörf. Karlarnir verða að sætta sig við að konur hafi jafnvel hærri laun en þeir, séu uppteknari á fundum og ráðstefnum bæði heima og erlendis og umgangist að mestu aðra karlmenn flesta vinnudaga. Ég er ekki viss um að pör ræði þessi mál, þar með talið skipulag og væntingar, nægilega vel í tíma áður en það er um seinan og vandamál komin upp.“ Sjálf er Rannveig gift Jóni Heiðari Ríkharðssyni verkfræðingi og eiga þau þrjár dætur, sautján ára, þrettán ára og sex ára. „Ég hef borið gæfu til þess að eiga eiginmann sem stendur þétt við bak- ið á mér. Við leggjum áherslu á börn- in og heimilið og vinnum sameig- inlega að því að annast hvort tveggja. Hann er líka í stjórnunarstarfi og ég þarf ekkert síður að styðja við bakið á honum og koma á móts við hann til þess að hann geti sinnt sínum verk- efnum. Ef við höguðum málum öðru- vísi gengi dæmið ekki upp. Ég þarf t.d. að ferðast mikið til útlanda vegna vinnunnar og finnst erfitt að vera oft og lengi í burtu frá fjölskyldunni. Við heimkomuna bíður svo ýmislegt sem þarf að gera á heimilinu og eins hlað- ast upp verkefni í vinnunni.“ – Hvernig taka dætur þínar því hvað þú ert mikið í burtu? „Þær eru aldar upp við þetta og þekkja ekki annað. Ég er svo sem al- in upp við svipaðar kringumstæður sjálf nema það var pabbi minn sem ferðaðist mikið um landið og var oft fjarverandi frá heimilinu. Reyndar var ég svo heppin að hann tók mig oft með sér. Það þarf ekki endilega að koma niður á börnum að eiga móður sem gegnir ábyrgðarstarfi og ég er reyndar sannfærð um að það er ekki síður þroskandi fyrir þau. Þau læra ýmislegt um lífið og tilveruna með því að fylgjast með foreldri sínu axla mikla ábyrgð og þau sjá líka frekar en önnur börn hvernig slík mál ganga fyrir sig. Annars tel ég almennt að konur hafi aðra sýn á lífið en karlar og ein- mitt þess vegna er svo mikilvægt að þær gegni áhrifastöðum í þjóðfélag- inu. Ég sé þetta best á breytingum sem verða á ungum feðrum sem nýta sér réttinn til feðraorlofs, sem ég tel vera byltingu í jafnréttismálum. Ég hef séð mörg dæmi um að augu þeirra opnast fyrir því hver eru aðal- atriðin í lífinu. Þeir verða í kjölfarið meira meðvitaðir um mikilvægi ör- yggismála, umhverfismála og heilsu- verndar sem eru mál sem ég held að konur hafi hingað til haft meiri áhuga á. Feðraorlofið hefur því haft mjög góð áhrif í þjóðfélaginu og þeirra gætir svo sannarlega innan þessa fyrirtækis, því hér hafa bæði almenn- ir starfsmenn og stjórnendur nýtt sér orlofið. Þeir koma með aðra lífssýn til baka og taka til dæmis ekki af sama töffaraskap á málum og þeir kannski gerðu áður. Það eru mjög dýrmætir eiginleikar sem mættu vera meira áberandi innan fyrirtækja í landinu.“ „Græni málmurinn“ Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um virkjanir og álver hér á landi og sýnist sitt hverjum. Fram- undan eru líka tímamót í rekstri ál- vers Alcan í Straumsvík. Áform hafa verið uppi um stækkun álversins og á næstunni fá Hafnfirðingar að ganga til atkvæða í íbúakosningum og segja álit sitt á fyrirhugaðri stækkun. – Hvernig stendur á svona mikilli ásókn í að auka álframleiðslu á heimsvísu? „Fyrir því er ein meginástæða sem er aukin eftirspurn eftir áli en hún hefur aukist um 4% á ári undanfarin 40 ár. Ég sé ekki fyrir mér að eft- irspurnin minnki, síður en svo. Ál er merkilegur málmur og hefur þá sér- stöðu miðað við flesta aðra málma að það er hægt að nota ál í nánast hvað sem er og nýjar hugmyndir um hvernig unnt er að nota það eru sífellt að koma fram. Það er sterkt en jafn- framt létt. Það hefur mikla hörku en líka mýkt sem veldur því að hægt er að vinna það á marga og fjölbreytta vegu. Ál er farið að koma alls staðar við sögu. Það er notað í bygging- ariðnaði, við skipasmíðar, flugvéla- smíði, bílaframleiðslu og framleiðslu á allskonar vélum og tækjum. En ál er líka notað í skrautmuni og ýmsa nytjahluti eins og geisladiska og um- búðir utan um lyf og matvæli svo fátt eitt sé nefnt. Möguleikarnir eru nán- ast óþrjótandi og síðast en ekki síst er ál endurvinnanlegt. Það skiptir verulegu máli. Stærstur hluti framleiðslu okkar hér hjá Alcan fer til bílaiðnaðar en þar er álið að taka við af öðrum málmum eins og til dæmis stálinu. Það er mun léttara en stálið, svo að bílarnir eyða mun minna eldsneyti. Eiginleikar þess eru aðrir og það býður upp á nýja og spennandi möguleika. Þar sem ál er yfirleitt not- að í mjög tæknilegum iðnaði eru kröf- ur um gæði framleiðslunnar mjög miklar og undir þeim verðum við að standa.“ – Framleiðið þið þá mismunandi „tegundir“ af áli? „Já. Eins og ég sagði hefur orðið gífurleg tækniþróun í notkun á áli og eftirspurnin er stöðugt að aukast. Eins og staðan er núna framleiðum við 200 mismunandi vörutegundir vegna þarfa markaðarins. Það þarf til dæmis allt aðra blöndu af áli í bílaiðn- aði en í lyfjaiðnaðinum. Eins eru ger- ólíkar tegundir af áli notaðar í geisla- diska annars vegar og hins vegar í húsaklæðningar og mismunandi vörur kalla á ólíkar álblöndur. Það er allt þetta sem gerir álið svo spenn- andi. Við erum sannarlega ekki alltaf að framleiða það sama og við þurfum sífellt að vera viðbúin breyttum að- stæðum á markaði.“ – Stækkun álversins í Straumsvík hefur verið mikið til umræðu. Hvaða máli skiptir hún fyrir fyrirtækið? „Breyttar markaðsaðstæður eru ein meginástæðan fyrir áhuga á að stækka álverið hér. Ef verksmiðjan verður ekki stækkuð er hætt við að það sé upphafið að endinum á starf- seminni hér í Straumsvík. Uppbygg- ing hér að undanförnu hefur miðast við það að verksmiðjan muni stækka og framleiðslan aukast. Þetta er í rauninni einfalt mál því ef ekki verð- ur af stækkun mun verksmiðjan hér verða hlutfallslega minni en aðrar ál- verksmiðjur í heiminum og hreinlega dragast aftur úr í harðri, alþjóðlegri samkeppni þar sem aðrar álverk- smiðjur eru að stækka. Núna eru í verksmiðjunni 460 ker og við fram- leiðum 180.000 tonn á ári. Ef af stækkun verður erum við að tala um 280 ker til viðbótar sem munu fram- leiða 280.000 tonn á ári. Eftir því sem kerin eru færri og stærri verður framleiðslan hagkvæmari og jafn- framt verður einfaldara að draga enn frekar úr umhverfisáhrifunum. Ann- ars höfum við náð mjög góðum ár- angri í umhverfismálum og erum sí- fellt að vinna að því að gera betur og betur í þeim efnum.“ – Af hverju sækjast stórfyrirtæki eftir að reisa álver hér á landi á sama tíma og verið er að loka álverum í öðrum löndum? „Árum saman sóttust fyrirtæki ekki eftir því að reisa álver á Íslandi og hér í Straumsvík var lengst af rek- ið eina álverið í landinu. En eftir að okkur fór að ganga vel og áliðnaður að blómstra hér á landi hefur alvöru áhugi á slíkum rekstri aukist frekar. Auk þess var um sama leyti verið að loka álverum víða á meginlandi Evr- ópu og þá fyrst og fremst vegna raf- orkuverðs, enda raforka þar fram- leidd á allt annan hátt en hér. Það er staðreynd að aðeins á fáum stöðum í heiminum eru raunhæfir möguleikar á að reisa vatnsaflsvirkjanir og jarð- varmavirkjanir eins og eru hérlendis. Að því leyti eru aðstæður hér sér- stakar. Það er hins vegar margt of- sagt í umræðunni um orkumál og staðhæfingar um að verið sé að gefa orkuna til stóriðju á Íslandi eru al- rangar. Rökin eru gjarnan þau að þar sem raforkuverð til stóriðju sé sam- keppnishæft hér á landi hljóti það að vera nánast gefins. Staðreyndin er hins vegar sú að orkuverðið hefur hækkað mikið frá því sem áður var og nú má fá orku til stóriðju mun ódýr- ari í ýmsum öðrum löndum, til dæmis í arabalöndunum en þar er verið að reisa stórar verksmiðjur. Það er líka algengur misskilningur að raforkuverðið sé eina ástæðan fyr- ir því að álfyrirtæki horfi til Íslands. Ástæður þess eru miklu fleiri og flóknari. Það þykir t.d. eftirsókn- arvert hvað almenn menntun á Ís- landi er góð og tækniþekking mikil. Hér fæst hæft fólk til starfa og góð reynsla af starfsfólki okkar hefur sitt að segja. Menn sjá líka að reksturinn hefur gengið vel í allnokkurn tíma, pólitískt ástand í landinu er stöðugt og ekki búist við miklum sviptingum í efnahagsmálum eða óeirðum eins og sums staðar þekkist.“ Íbúakosningar hafa mikil áhrif á framtíð Alcan á Íslandi. – Nokkur umræða hefur verið um stækkun álversins í Straumsvík og ólík viðhorf komið fram. Kom ykkur á óvart að ákveðið var að íbúakosning færi fram um málið? „Ég get ekki neitað því en þó að íbúakosningarnar hafi í upphafi kom- ið okkur á óvart þá virðum við þá ákvörðun að Hafnfirðingar fái að koma að málinu með þessum hætti, enda hafa Hafnfirðingar og álverið tengst órjúfanlegum böndum á síð- ustu 40 árum. Því er þó ekki að neita að betra hefði verið að fá upplýsingar um hugsanlega íbúakosningu fyrr þar sem undirbúningur að stækk- uninni hefur staðið yfir frá árinu 1999 og miklu verið kostað til. Við höfum átt ágæt samskipti við Hafnarfjarð- arbæ í langan tíma. Bærinn seldi okkur land undir fyrirhugaða stækk- un verksmiðjunnar og málið hefur þokast ágætlega áfram hingað til. Möguleg stækkun hefur farið í gegn- um umhverfismat og Umhverf- isstofnun gefið út starfsleyfi þar sem tekið er tillit til athugasemda sem bárust. Engar kærur komu fram vegna útgáfu starfsleyfisins nema frá okkur. Fram hjá því verður ekki horft að stækkun verksmiðjunnar er langt og dýrt ferli en það er opið og almenningur hefur haft aðkomu að því á öllum stigum málsins. Það er hins vegar nauðsynlegt að niðurstaða fáist sem allra fyrst þar sem ólíklegt er að Alcan sé tilbúið að leggja í veru- legan kostnað og undirbúning stækk- unar meðan óljóst er hvort af henni getur orðið.“ - Nú er komin endanleg dagsetn- ing á kosninguna, 31. mars n.k. Ertu sátt við hana? „Já, ég held að þetta sé góð nið- urstaða. Hefði kosningin verið fram- kvæmd samhliða alþingiskosningum tel ég líklegt að kynning málsaðila á sjónarmiðum með og á móti stækkun hefði horfið í kosningabaráttu stjórn- málaflokka á landsvísu." - Í könnun sem Capacent vann fyr- ir Alcan kom fram að meirihluti Hafnfirðinga er andvígur stækkun árlversins. Valda þær niðurstöður ekki vonbrigðum? „Niðurstöðurnar komu okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Könnunin var gerð um miðjan desember og margt hefur gerst á undanförnum vikum sem ég vona að reynist okkur hagfellt þegar upp verður staðið. Þar ber auð- vitað hæst það þverpólitíska sam- komulag sem nú hefur náðst milli bæjaryfirvalda og álversins um for- sendur stækkunarinnar. Það að meirihluti Hafnfirðinga segist and- vígur stækkun segir okkur samt að við þurfum að setja mikinn kraft í að kynna málstað okkar. Mér finnst at- hyglisvert hve margir tilgreina loft- mengun sem ástæðu fyrir andstöðu sinni og við munum leggja mikla áherslu á að eyða þeim misskilningi að mengun fyrir utan athafnasvæði okkar, til dæmis á hinu svokallaða þynningarsvæði, ógni heilsu fólks með einhverjum hætti. Góðu fréttirnar í könnuninni eru meðal annars þær að bæjarbúar vilja fá meiri upplýsingar til þess að grundvalla afstöðu sína á og við mun- um að sjálfsögðu leggja mikið upp úr öflugu og vönduðu kynningarstarfi fram að kosningum. Þar munum við meðal annars færa fram fjárhagsleg rök fyrir stækkun, upplýsa um raun- veruleg umhverfisáhrif af starfsem- inni og gera eins vel og unnt er grein fyrir sjónrænum áhrifum af stækkun álversins. - Var samkomulagið um deiliskipu- lagið dýru verði keypt í meng- unarvörnum og hverju breytir það fyrir vígstöðu Alcan í íbúakosning- unum? „Við teygðum okkur vissulega langt í þessum viðræðum en við höf- um ávallt haft mikinn metnað í um- hverfismálum og erum reiðubúin til þess að verja miklum fjármunum í mengunarvarnir. Þetta samkomulag er gríðarlega mikilvægt. Með þessu þverpólitíska samkomulagi er lagður grunnur að deiliskilpulaginu sem kosið verður um. Sameiginleg nið- urstaða fulltrúa bæjarins og Alcan » Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á þeirri leið sem ég sjálf valdi á sínum tíma, nema kannski pabbi sem taldi nám í vélsmíði ekkert fráleitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.