Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 29
og rekið fram á stríðsár. Árið 1911
var hafin slátrun í Vík og síðar
byggð sláturhús við Laxá, á Sel-
fossi, í Laugarási, við Rauðalæk, á
Hellu, í Djúpadal, á Hvolsvelli og á
Kirkjubæjarklaustri.
Framfarir með dönskum
kjötiðnaðarmanni
Pylsugerð hófst árið 1908 en það
var ekki fyrr en 1919 sem veruleg
umsvif voru orðin í pylsugerðinni.
Mjög stórt stökk í sölu varð árið
1930 eftir að danskur kjötiðn-
aðarmeistari, Alf Peder Nielsen,
kom til félagsins og þróaði upp-
skriftina að SS vínarpylsunni sem
hefur verið að mestu óbreytt síðan.
Alf og mágur hans, Jón Sveinsson,
settu upp pylsuvagn í Kolasundinu
og var það upphafið að „Bæjarins
bestu“. Á upphafsárum pylsuvagn-
anna voru allar pylsur rauðar en
eftir að farið var að selja þær á
götu þótti óheppilegt ef dropi lak á
skyrtu og gat gert flíkina ónothæfa.
Í framhaldi var farið framleiða pyls-
ur sem voru ólitaðar og gengu und-
ir nafninu „götupylsur“. Rauðar
pylsur voru seldar áfram í versl-
unum en féllu út í kringum árið
1980 er áhersla var lögð á að draga
úr allri notkun aukaefna. Félagið
opnaði niðursuðuverksmiðju árið
1920 og gekk sá rekstur vel í marga
áratugi. Meðal framleiðsluvara allt
til ársins 1928 voru niðursoðnar
rjúpur. Þróun til ferskvöru minnk-
aði eftirspurn eftir niðursuðuvörum
og var þessari framleiðslu end-
anlega hætt um 1980. Ein þekkt-
asta varan í lokin var niðursoðinn
kjötkraftur sem framleiddur var
með langri suðu á beinum.
Sláturfélagið reisti sútunarverk-
smiðju árið 1965 og rak hana allt til
ársins 1988 er hún var seld Loð-
skinni hf. SS rak einnig ullarverk-
smiðjuna Framtíðina frá árinu 1933
til ársins 1973.
Árið 1988 varð stefnubreyting hjá
Sláturfélaginu. Ákveðið var að fé-
lagið skyldi einbeita sér að slátrun
og úrvinnslu og stunda verslun á
heildsölustigi. Í framhaldi voru
verslanir félagsins seldar, sút-
unarverksmiðjan seld og starfsemi
hætt sem ekki féll að þessu mark-
miði eða bar sig ekki. Eftir þessa
stefnubreytingu batnaði hagur fé-
lagsins mjög. Í dag stendur félagið
traustum fótum með mjög traustan
efnahag og er leiðandi innlendur að-
ili í slátrun og úrvinnslu afurða.
Stjórnendur Björgvin Daníelsson aðstoðarframleiðslustjóri SS (t.v.), Stein-
þór Skúlason forstjóri og Guðmundur Svavarsson framleiðslustjóri SS.
eitt sláturhús, á Selfossi, sem sinnir
bæði slátrun sauðfjár og stórgripa.
Steinþór sagði eðlilegt að gera þá
kröfu til landbúnaðarins að menn
væru ekki að viðhalda einhverjum
gömlum og óhagkvæmum vinnu-
brögðum. Það væri t.d. ekkert vit í
því að reka mörg sláturhús eins og
gert hefði verið hér á landi til
skamms tíma. Sl. haust hefði verið
slátrað í 10 sláturhúsum og það væri
hægt að fækka þeim enn. Hann sagði
að vissulega hefðu ekki allir verið
sáttir við þessa fækkun og menn
héldu því jafnvel fram að þarna væri
verið að stíga skref aftur á bak.
„Þetta er hins vegar sama þróun og
átt hefur sér stað erlendis. Ef ná-
grannaþjóðir okkar hefðu séð sér hag
í því að setja á stofn mörg smá slát-
urhús hefði sú þróun að sjálfsögðu átt
sér stað, en það hefur ekki gerst.
Veðurfar á Íslandi og smæð mark-
aðarins gerir það að verkum að við
getum aldrei náð sömu hagkvæmni í
landbúnaði og í nágrannalöndum
okkar, en ég tel að neytendur geri þá
kröfu að framleiðslan sé rekin með
hagkvæmasta hætti sem aðstæður
leyfa,“ sagði Steinþór og bætti við að
mikil samkeppni væri á sláturmark-
aði. Það væri mikil samkeppni milli
sláturleyfishafa um að fá til sín naut-
gripi og lömb frá bændum.
Steinþór sagði að miklar breyt-
ingar hefðu verið gerðar á kjötvinnsl-
unni á Hvolsvelli á undanförnum ár-
um. Stjórnendur SS hefðu ákveðið að
setja kjötvinnslunni sömu viðmið og
markmið um afköst og gert er í verk-
smiðjum af sömu stærð erlendis. Til
að ná þessum markmiðum hefði sjálf-
virkni verið aukin. Þegar starfsemin
hófst á Hvolsvelli hefðu t.d. um 14
manneskjur starfað alla daga við
pylsugerð, en með nýjum vélakosti
ynnu tvær manneskjur þessi störf.
Steinþór sagði að mikilvægur hluti
af framþróun í vörulínum hefði verið
framleiðsla tilbúinna rétta m.a. undir
vörumerkinu „1944“. Steinþór sagði
að þessi framleiðsla hefði tekist mjög
vel og Sláturfélagið væri með mjög
sterka stöðu á þessum markaði. SS
væri núna að framleiða og selja 24
gerðir af 1944-réttum.
SS áfram samvinnufélag
Sláturfélag Suðurlands hefur frá
upphafi verið samvinnufélag, en það
þýðir að hver framleiðandi fer með
eitt atkvæði á félagsfundum óháð
hlutdeild hans í félaginu. Þetta fé-
lagsform var mjög algengt hér á
landi á síðustu öld. Kaupfélögin voru
flest samvinnufélög, en þeim hefur
flestum verið breytt í hlutafélög eða
þau hafa hætt starfsemi. Steinþór
sagðist hins vegar ekki sjá neitt sem
benti til að vilji væri meðal fé-
lagsmanna Sláturfélagsins til að gera
breytingar á félagsforminu. „SS er
eins konar framlenging á almennum
rekstri bændanna. Þetta er merki-
legt grasrótarfélagsform og mjög
lýðræðislegt þar sem einn maður fer
með eitt atkvæði óháð því hvað hann
á í félaginu sem er í raun það sama og
gildir um kjósendur í alþingiskosn-
ingum. Til að þetta gangi vel er mik-
ilvægt að rækta vel grasrótina og það
höfum við reynt að gera hjá Slát-
urfélaginu með upplýsingagjöf til
bænda. Hver félagsdeild heldur fundi
sem ég sæki.
Reynslan hefur hins vegar sýnt að
þegar erfiðleikar steðja að samvinnu-
fyrirtækjum vantar oft áhuga hjá fé-
lagsmönnum að takast á við vandann
og knýja fram nauðsynlegar breyt-
ingar. Það brennur ekki á mönnum
með sama hætti og í hlutafélagi að
þeirra eigin peningar séu að tapast
og menn geta ekki safnað atkvæðum
til að knýja fram breytingar. Vel
samsett stjórn skiptir miklu máli til
að þessum félögum farnist vel. Kost-
ur félagsformsins er að það er trútt
tilgangi sínum og ekki er hægt að
taka samvinnufélög yfir með fjand-
samlegum hætti.“
Steinþór sagði að vissulega gætu
félagsmenn hagnast um stundarsakir
ef SS væri breytt í hlutafélag. Til að
innheimta hagnaðinn þyrftu þeir hins
vegar að selja hlut sinn. Þar með
væru þessir bændur búnir að tapa
áhrifum sínum innan félagsins og
hætt væri við að nýir eigendur litu á
hagsmuni bænda sem afgangsstærð.
„Það er því góður stuðningur við að
halda í þetta rekstrarfyrirkomulagi
enda tel ég að það hafi gefist vel. Ég
bendi á að þetta er það rekstrarfyr-
irkomulag sem almennt er í úr-
vinnslugreinum landbúnaðar í Dan-
mörku.“
Hefja innflutning á fóðri
Steinþór sagði að markmið SS
væri að vera áfram leiðandi fyrirtæki
á heildsölustigi á kjötmarkaði. Félag-
ið myndi halda áfram að fjárfesta á
því sviði og þar sem hagsmunir lægju
saman. Félagið ætti í dag 50% hlut í
grænmetisfyrirtækinu Hollt og gott
og einnig hlutabréf í kjúklingafyr-
irtækjum, þ.e. 51% hlut í Reykja-
garði og 30% hlut í Ísfugli. SS sæi um
allt skrifstofuhald fyrir þessi fyr-
irtæki, en stjórnendur þessara fyr-
irtækja einbeittu sér að því að fram-
leiða og selja. SS væri einnig
umsvifamikið í innflutningi á ýmsum
matvælum eins og pasta, grjónum,
kryddi og sælgæti.
Steinþór sagði að breytingar hefðu
orðið í landbúnaði og þær myndu
halda áfram. Félagið þyrfti því ávallt
að skoða leiðir til að skjóta fleiri stoð-
um undir reksturinn, sem þýddi að
félagið yrði minna háð hefðbundnum
landbúnaði. SS hefði hafið innflutn-
ing á áburði m.a. til að lækka fram-
leiðslukostnað bænda. Félagið væri
nú að hefja innflutning á fóð-
urblöndum í samvinnu við DLG,
stærsta fyrirtæki á þessu sviði á
Norðurlöndum. Búið væri að aðlaga
þessar blöndur að íslenskum að-
stæðum. Til að byrja með myndi fé-
lagið leggja áherslu á að bjóða fóð-
urblöndur fyrir kúabændur og í
framhaldinu einnig fyrir kjúklinga-
framleiðendur. Markmiðið væri að
bjóða bændum 10–20% lægra verð á
kjarnfóðri en bændur ættu kost á í
dag. Íslenskir bændur greiða í dag
miklu hærra verð fyrir fóður en
bændur í nágrannalöndum okkar.
Steinþór gagnrýnir hins vegar
harðlega að ekki skuli vera búið að
fella niður innflutningstolla á kjarn-
fóðri, en hann segir að þetta gjald
leiði til þess að verð á innfluttu fóðri
til bænda sé um 10% hærra en það
annars væri. Nær allt kjarnfóður
sem flutt er til landsins í dag er
blandað hér á landi, en á því fóðri er
enginn tollur. Steinþór sagði óskilj-
anlegt að landbúnaðarráðherra
skyldi ekki fella niður tolla á inn-
fluttum fóðurblöndum sl. sumar um
leið og hann felldi niður tolla á efni til
fóðurgerðar.
1944 Sláturfélagið framleiðir
1944-réttina sem flestir þekkja.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 29
Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem er frá
5. til 27. febrúar. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur og fer fram á
mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Dagskráin er á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is undir hnappi Stjórnmálaskólans.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is
Um hvað snúast stjórnmál?
Valhöll
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
sími 515 1700
www.xd.is
• borgarmálin
• listina að hafa áhrif
• flokksstarfið
• menntun og menningarmál
• velferðarmál
• ferða- og samgöngumál
• efnahagsmál
• umhverfismál
• utanríkismál
• sjávarútvegsmál
• landbúnaðarmál
• stjórnskipan og stjórnsýslu
• greina- og fréttaskrif
• Sjálfstæðisflokkinn
• starfshættir Alþingis
Fyrirlestrar og umræður um
32,0% 28,5%
Heimssafn*
– úrval alþjóðlegra hlutabréfasjóða
Global Equities**
– úrval alþjóðlegra hlutabréfa
ERLENDIR HLUTABRÉFASJÓÐIR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
8
1
9
9
Nafnávöxtun árið 2006 skv. www.sjodir.is.
*Verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði.
**Glitnir Mutual Fund er skráður í Luxemborg og starfar samkvæmt Part I lögum um sameiginlega fjárfestingu. Fjármálaeftirlitið í Luxemborg hefur eftirlit með sjóðnum á grundvelli þeirra laga.