Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 47
BJALLAVAÐ 13 -17
NÝTT Í SÖLU
Vorum að fá glæsilegar 2ja, 3ja
og 4ra herbergja íbúðir í
einkasölu. Allar íbúðirnar eru
fullbúnar og til afhendingar
strax.
Efsta hæðin er inndregin og
með stórum svölum og
glæsilegu útsýni til
Bjáfjalla, Esjunnar, Rauðavatns
og víðar.
Í næsta nágrenni er ósnortin
friðuð náttúra með fallegum
gönguleiðum.
Sýningaríbúð er parket- og
flísalögð og með húsgögnum
sjá nánar á heimasíðu
Eignamiðlunar, eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
•
•
•
•
Byggingarmeistari:
Guðleifur Sigurðsson
JÓN Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, tjáði sig um framtíð-
arsýn Framsóknarflokksins í Mbl. 23.
jan. s.l. Svo ritar hann: „Forsendur
fyrir þessu eru í öflugu opnu hagkerfi
og samkeppnishæfu viðskiptalífi.“
Jæja, kæri Jón, nú ertu kominn í þá
aðstöðu að geta haft áhrif. Það er ekki
nóg að hafa fallega framtíðarsýn og
láta sig dreyma. Tími framkvæmda
er runninn upp. Við blasir að það þarf
að markaðavæða bankakerfið. Einka-
væðingunni er lokið.
Leggja þarf niður úrelt lög (svo-
kölluð Ólafslög) sem sagt er að veiti
banka og fjármálafyrirtækjum und-
anþágu frá almennum lögum, þannig
að stór hluti gjaldskrár þeirra (vísi-
talan) er reiknuð út af opinberum að-
ila (Hagstofa Íslands). Slík vinnu-
brögð samræmast ekki
markaðskerfinu og samkeppn-
islögum.
Í annan stað ætti viðskiptaráðu-
neytið að stuðla að eðlilegri lagasetn-
ingu um greiðslumiðlunarkerfi með
debet og kredit. Slík lög yrðu að sjálf-
sögðu að vera samrýmanleg við
markaðskerfið, almenn lög og hag-
fræðilögmál.
Í þriðja lagi liggur fyrir að brjóta
upp núverandi kerfi greiðslumiðlunar
með debet og kredit. Núverandi kerfi
er byggt upp á þann hátt að útilokað
er að skapa eðlilegt og heiðarlegt
samkeppnisumhverfi milli einstakra
banka og fjármálafyrirtækja.
SIGURÐUR LÁRUSSON,
Klapparstíg 11, Njarðvík.
Framtíð-
arsýn og
fram-
kvæmdir
Frá Sigurði Lárussyni:
UMRÆÐAN um trú og meðferð-
arúrræði undanfarnar vikur leiðir
hugann að merkri ævisögu eftir
mannfræðinginn Sigríði Dúnu Krist-
mundsdóttur um konu sem margir
töldu ofsatrúar en hún helgaði líf sitt
alkóhólistum og utangarðsfólki
seinni hluta ævi sinnar. Það var
Ólafía Jóhannsdóttir sem fyrir alda-
mótin 1900 var farin að boða nauð-
syn þess að Íslendingar eignuðust
eigin háskóla, heimavist fyrir hjúkr-
unarkonur og menntastofnun í heil-
brigðisvísindum en ekki skildu yf-
irlæknar þess tíma þá nauðsyn.
Næsta áhlaup í heilbrigðismálum
kom frá St. Jósefssystrum sem tókst
að stofna fyrsta nútímalega sjúkra-
húsið á Íslandi. Þessar konur sem
voru svo „ofsafengnar“ í trú sinni að
þær neituðu sér um flest þau gæði
sem nútímafólk telur sjálfsögð létu
sig heldur ekki muna um að reka
barnaskóla með háum gæðastaðli.
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á
Vogi og stjórnandi SÁÁ á mikinn
heiður skilinn fyrir störf sín að heil-
brigðismálum fyrir fórnarlömb
áfengissýki og fíkniefna og má kalla
hann spámann þjóðarinnar á því
sviði. Í málflutningi sínum hefur
hann hins vegar misnotað trúar-
hugtakið. Það er alvarlegt mál að
hann sem yfirlýstur fulltrúi fagfólks
í landinu skuli ítrekað viðhafa gíf-
uryrði á borð við öfga- og ofsa-
trúarhópa um lögleg og fjölmenn
trúfélög á borð við Hvítasunnukirkj-
una. Slíkur málflutningur grefur
ekki aðeins undan trúverðugleika
hans sem fagaðila sem sé fær um að
annast fólk úr röðum a.m.k. hvíta-
sunnumanna heldur getur hann
hæglega fælt ýmsa sem á þurfa að
halda frá því að leita til þeirra stofn-
ana sem hann er í forsvari fyrir, auk
þess sem orð hans geta stuðlað að
tilhæfulausri tortryggni og andúð og
jafnvel einelti í garð hlutaðeigandi.
Það skiptir jafnframt máli hvaða
merking er lögð í hugtakið æðri
máttur, ekki síst þegar verið er að
líkna sjúkum. Kjarninn í kristinni
trú að þessu leyti felst í aldagömlum
játningum og kirkjuþings-
samþykktum sem ganga út á það að
jafnframt því að frelsarinn Jesús
Kristur var Messías var hann einnig
sannur maður. Þarna er lykillinn að
mannskilningi kristninnar og allrar
kærleiksþjónustu í nafni hennar.
Jesús benti á utangarðsmanninn
sem allir ganga fram hjá og segir:
„Ég er þar.“ Skipuleg kristin sam-
tök og trúaðir ein-
staklingar hafa gegn-
um aldirnar sinnt
líknarþjónustu og sál-
gæslu á þessum
grunni og úr hug-
myndafræði þeirra
hafa fagstéttir og sér-
fræðingar smám sam-
an þróað meðferð-
arúrræði sín. Sú
starfsemi sem hvíta-
sunnumenn hafa rek-
ið í Hlaðgerðarkoti í
nokkra áratugi er til
fyrirmyndar og þeir
sem vilja dæma hana úr leik á þeim
forsendum að þar ráði ofsatrú ríkj-
um eru bæði komnir út fyrir mörk
fagmennsku og velsæmis í opinberri
umræðu. Að trúarhópar sinni líkn-
arþjónustu og jafnvel meðferð er
sjálfsögð mannréttindi að því til-
skyldu að slíkt sé gert á faglegum
forsendum í tengslum við yfirvöld.
Það er vandmeðfarið að tala um
trúmál, hvort sem er út frá for-
merkjum guðstrúar eða guðleysis,
við fólk sem á um sárt að binda
vegna félagslegra aðstæðna, vímu-
efna og sjúkdóma. Hjá því verður þó
oft ekki komist vegna þess að trúin
er að mati margra fræðimanna sam-
ofin sjálfsmynd sérhvers ein-
staklings og kemst enginn hjá því að
glíma við ýtrustu spurningar manns-
ins um þjáninguna, réttlætið og
dauðann á lífsleiðinni, allra síst þeg-
ar staðið er á tímamótum. Þess
vegna er nauðsynlegt að fagaðilar
hafi grundvallarþekkingu á helstu
birtingarmyndum trúarinnar og geti
auðsýnt viðeigandi nærgætni og
dómgreind þegar hana ber á góma.
Það er viðtekið sjónarmið í þjóð-
félaginu að gæta þurfi að andlegum
og trúarlegum þörfum fólks á sem
flestum sviðum mannlífsins, m.a.
innan stofnana sem fólk þarf að
sækja til á viðkvæmustu stundum
lífs þess. Taka má undir að ekki er
öll trúarleg boðun af hinu góða, til
eru trúarhugmyndir sem geta valdið
fólki andlegu og líkamlegu heilsu-
tjóni, svo sem vegna afneitunar á
raunverulegri orsök sjúkdóma og
höfnunar á úrræðum við þeim. En
gagnrýni á slík trúarleg sjónarmið
þarf að vera málefnaleg og laus við
gífuryrði og einfeldningslegar al-
hæfingar. Sömuleiðis væri ekki við
hæfi að fagaðilar gengju út frá blá-
köldu guðleysi í umönnun skjólstæð-
inga sinna því að slíkt gæti slökkt
síðasta vonarneista þess fólks sem
er örvæntingafullt og viðkvæmt.
Geðlæknirinn C.G. Jung, einn af
hugmyndafræðingum AA-
samtakanna, bendir á að persónu-
legt lífsuppgjör sé nátengt spurn-
ingum um tilgang lífsins og er það
almætti sem hann talar um í þessu
sambandi sömuleiðis nátengt and-
legri vellíðan, heilbrigði og sátt við
lífið. Á máli sálfræði hans er þetta
almætti sem ýmsir kalla Guð nefnt
æðra sjálf og því þurfa allir að mæta
og máta sig við það á einn eða annan
hátt eftir að þeir komast til vits og
ára. Vísindin koma auðvitað til
greina þegar talað er um æðri mátt
en þau eru komin í valtan valdastól
séu þau tignuð sem Guð því að þar er
alltaf verið að koma með nýjar nið-
urstöður. Grundvallarforsendur
þeirra hafa gjörbreyst í tímans rás
og ekkert segir að endanlegar nið-
urstöður um heimsmynd þeirra liggi
fyrir.
Gamlar bækur geyma oft mestu
sannindin, svo er með læknaeiðinn
og hið tvöfalda kærleiksboðorð
Krists.
Trú og meðferð
Bjarni Randver Sigurvinsson
og Pétur Pétursson fjalla um
trú og meðferð.
» Vísindin koma auð-vitað til greina þeg-
ar talað er um æðri mátt
en þau eru komin í valt-
an valdastól séu þau
tignuð sem Guð því að
þar er alltaf verið að
koma með nýjar nið-
urstöður.
Bjarni Randver
Sigurvinsson
Bjarni Randver er doktorsnemi í
trúarbragðafræði og Pétur er pró-
fessor í praktískri guðfræði við Há-
skóla Íslands.
Pétur
Pétursson