Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 53
Við höfðum þekkt Jóhann lengi, Rúnar frá fæðingu og Kalli frá átta ára aldri. Vinátta sem hélst þrátt fyrir að hver færi sína leið. Snemma komu knattspyrnuhæfi- leikar Jóa í ljós og margir muna eft- ir honum hjá ÍK. Jói var einn af bestu leikmönnum Íslands í sínum aldursflokki og 16 ára gamall var hann farinn að spila með meistara- flokki ÍK á miðjunni og stóð sig frá- bærlega. Við æfðum alla tíð með Jóa í yngri flokkunum og brölluðum margt. Segja má að toppurinn hafi verið ferð okkar með Eddunni til Newcastle í keppnisferð þar sem við meðal annars hittum átrúnaðar- goðið Kevin Keegan. Þegar Jói var 17 ára hætti hann að spila knatt- spyrnu öllum að óvörum. Við rædd- um þetta oft og hans ástæða var einfaldlega sú að hann hætti að hafa gaman af því að spila fótbolta og þar með var því tímabili í lífi hans lokið. Ákvörðun sem við virtum og dáðumst við að staðfestu hans. Við tók annað áhugamál hjá okk- ur vinunum, tónlistin. Við vorum mjög virkir hlustendur (og gutlar- ar) og fylgdumst með tónlistar- straumum af mikilli ákefð með hjálp tímarita. Samt var það sam- eiginleg ást okkar á The Smiths sem var efst á blaði. Við ræddum fram og aftur um hljómsveitina og pældum í henni niður í smæstu frumeindir. Textarnir voru krufðir og aldrei vorum við ósáttir við neitt sem þessi hljómsveit gerði, enda allir gallharðir aðdáendur. Nokkr- um sinnum fórum við saman á Hró- arskelduhátíðina sem hafði mikil áhrif á okkur og til dæmis tók Jói ekki af sér armbandið í þrjú ár eftir fyrstu ferðina 1987. Jói vann mikið við garðyrkju á yngri árum og ákvað að leggja hana fyrir sig. Hann lauk námi frá Garð- yrkjuskóla ríkisins með góðum vitnisburði, og stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem hann vann við til dauðadags. Jói var alla tíð list- hneigður og hafði gaman af að mála. Hann lét drauminn rætast og skellti sér í Myndlista- og handíðaskólann og kláraði myndlistabrautina. Þrátt fyrir að starfa sem garðyrkjumaður hélst áhuginn á myndlistinni og málaði hann alla tíð mikið. Jói var mjög barngóður og elsk- aði börnin sín mikið. Hann var stolt- ur faðir og sagði okkur oft sögur af börnunum sínum er við hittumst. Hann reyndist líka systursyni sín- um Styrmi góður vinur og voru þeir mjög nánir en þeir unnu saman í mörg ár. Árið 2004 giftist hann Ragnheiði Gísladóttur og fór athöfninn fram í Fljótshlíðinni undir berum himni. Þetta var yndislegur sólríkur dagur og þegar hjónin höfðu staðfest heit sín fóru þau ásamt veislugestum og gróðursettu tré. Þessi lundur er og verður minnisvarði um þá fallegu stund er Jói gekk að eiga konuna sem hann elskaði svo heitt. Jói minn við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Minning um þig lifir áfram og þín verður sárt saknað. Elsku Ragga, Hlynur, Egill, Ask- ur og Alfa. Elsku Pálmi og Alfa, Krissa, Svenný og Styrmir. Missir ykkar er mikill og biðjum við algóðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Karl og Rúnar. Síðan mér bárust þær harma- fréttir að Jói æskuvinur minn væri látinn hafa myndir minninganna hrannast upp í huga mér. Við vin- irnir ólumst upp saman í Snælands- hverfinu í Kópavogi, gengum í Snæ- landsskóla og æfðum fótbolta með ÍK. Já, þá lék lífið við okkur, íþrótt- ir voru okkar ær og kýr enda var Jói yfirburðamaður þegar kom að íþróttum. Hann var mikill keppn- ismaður og þoldi illa að tapa enda passaði maður sig alltaf á því að vera með honum í liði, ekki á móti. Jói var mikill skáksnillingur, skóla- meistari og keppti oftar en ekki við eldri nemendur, hann vildi meiri keppni en hann fékk frá okkur jafn- öldrum sínum. En þrátt fyrir mikið keppnisskap var hann hógvær og blíður við náungann enda mátti hann ekkert aumt sjá þá var hann manna fyrstur til að taka upp hanskann. Jói var hrókur alls fagn- aðar þegar við félagarnir hittumst og mikill gleðigjafi. Hann var ein- staklega fær í að fá menn til að skemmta sér hvort sem var í skól- anum, á æfingum eða á leikvelli lífs- ins. Jói var frábær fótboltamaður og var mjög mikilvægur í sigursælu liði ÍK, upp alla yngri flokkana var hann fyrirliði liðsins og keyrði liðs- menn sína áfram af dugnaði og krafti. Hæfileikar Jóa skiluðu sér snemma í meistaraflokk ÍK og var hann farinn að bera mikilvægt hlut- verk í meistaraflokki aðeins 16 ára gamall. Jói var mjög líkamlega sterkur og var það ekki síst móður hans Ölfu að þakka, hún sá um að það væri borðaður hollur og nær- ingarríkur matur á heimilinu. Þeg- ar Jói ákvað skyndilega að segja skilið við fótboltann skildi hann eft- ir sig stórt skarð í liðinu, menn höfðu á orði að framtíðin hefði orðið mjög björt fyrir hann og ekki hefði nokkrum manni komið á óvart ef hann hefði orðið atvinnumaður í knattspyrnu. En Jói hafði aðra sýn á lífið en að hlaupa um völlinn á eft- ir einhverri tuðru, hann vildi skoða meira og fá að upplifa aðra hluti í lífinu. Jói var myndarlegur og átti aldrei í nokkrum vandræðum með að heilla kvenþjóðina, hann var sjarmör og stúlkunum þótti ekki leiðinlegt að hafa hann með sér. Jói var duglegur til vinnu, hann hafði mikinn áhuga á rækt og þá sérstak- lega garðrækt enda útskrifaðist hann sem meistari í garðyrkju. Hann vann við garðyrkjustörf frá unga aldri og setti svo á laggirnar sitt eigið fyrirtæki, Garðyrkjuþjón- ustuna Björk. Jói var einnig mjög listrænn, hann hafði alltaf mikinn áhuga á tónlist og var gítargutlari. Hann ferðaðist erlendis til að fylgja eftir tónlistaráhuga sínum og voru þær ferðir mjög skemmtilegar. Jói var einnig mjög fimur með pens- ilinn og kláraði hann nám hér á Ís- landi, einnig sótti hann myndlistar- skóla og námskeið erlendis. Síðustu ár hittumst við æ sjaldnar enda báðir orðnir mikilvægir fjölskyldu- menn með eigin rekstur, en samt heyrðumst við alltaf reglulega og vissum vel hvor af öðrum. Mín æskuár mörkuðust mikið af vinskap okkar og öllum samverustundunum sem við áttum. Margt er í minning- unni sem aldrei verður sagt og að- eins við tveir geymum á góðum stað. Jói, það kemur ekkert í staðinn fyrir það liðna, eins og þú sagðir svo oft, það er búið og gert, nú horfum við fram á veginn. Elsku vinur ég kveð þig með miklum söknuði. Fjölskyldu og að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Þinn æskuvinur Kristinn Jakobsson. Staldraðu við, eitt augnablik og líttu um öxl. Taktu svo reynslu þína, allt það neikvæða og sára sem yfir þig hefur gengið og allt hið ljúfa og jákvæða sem þú hefur upplifað. Settu það síðan í pott minninganna, hrærðu vel í, við rétt hitastig og útkoman verður gegnheilar, gullslegnar demants-perlur sem ekkert fær afmáð eða eytt. Perlur sem gera þig að veðraðri og þroskaðri manneskju sem kölluð er til þess hlutverks að miðla í umhverfinu og til komandi kynslóða. Slípaðar, óafmáanlegar, fallegar og dýrmætar demants-perlur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Ragnheiður og fjölskylda Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta okkar. Hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiðu tímum. Minningin um Jóa, frábæran vin lifir. Steinunn, Þröstur, Halldór og Kristín. Okkur langar til að segja nokkur orð um skólabróður okkar úr fjöl- tæknideild MHÍ, hann Jóa. Það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við hugsum til Jóa er hvað hann var fallegur og ljúfur og með góða nærveru. Þrátt fyrir það að við vissum að Jói ætti stundum erfitt, þá lét hann ekki mikið uppi og bar sig ávallt vel. Það var alltaf stutt í brosið og blikið í augunum. Jói var sérstaklega myndarlegur og hæfileikaríkur maður og gerði fallegt í kringum sig. Hann var hóg- vær en þó algjör sjarmör og talaði aldrei illa um neinn. Það var auðvelt að þykja vænt um hann. Jói var mikill fjölskyldumaður og minning okkar um þessa fallegu fjölskyldu er sterk þar sem við rák- umst oft á þau á góðviðrisdögum í miðbænum. Við erum þakklátar fyrir það að Jói átti því láni að fagna í lífinu að eignast fjögur yndisleg börn og yndislega og sterka konu, hana Röggu skólasystur okkar. Elsku Ragga, megi allar góðar vættir vera með þér og börnunum, við hugsum til ykkar á þessum erf- iðu tímum. Einnig viljum við votta öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Með hlýhug, Marta, Margét, Jóna, María, Helga Ó. og Helga Þ. Það var leitun að öðrum eins ljúf- lingi og Jóa. Ég kynntist honum í gegnum Stebba, frænda minn, sem var vinur Jóa. Við Jói vorum tafl- félagar, hittumst og tefldum og spjölluðum. Það var gott að vera ná- lægt Jóa. Konan mín var á sama tíma og Jói í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Hún minnist vel útskriftarverksins hans Jóa sem var vídeóverk. Það var ótrúlega súrrealískt, magnaðir litir og kjark- ur hans sem endurspeglaði frábær- an listamann. Það var einsog maður væri staddur í annarri vídd, kannski í framtíðinni, þar sem réðu fagrir litir og óendanleiki. Það er skrýtið að svona magnaður lista- maður og taflfélagi sé fallinn frá. Við vottum fjölskyldu Jóa, okkar innilegu samúð. Guð gefi ykkur styrk í þessum skrýtna stormi. Valgarður Bragason og Hulda Vilhjálmsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 53 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Móðir mín og amma okkar, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Lindasíðu 4, lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri föstudag- inn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudag- inn 30. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á aðstandendafélag hjúkrunar- heimilisins Sels. Alda Aradóttir, Birgir Óli Sveinsson, Rósa Hansen, Sólveig Stefánsdóttir, Ægir Þorláksson, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Jón R. Kristjánsson, Elísabet Stefánsdóttir, Finnur Sveinbjörnsson, Íris Ragna Stefánsdóttir, Konráð V. Konráðsson, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SVEINSDÓTTIR, Hverfisgötu 99a, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. janúar. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 30. janúar kl. 15.00. Dætur, tengdasynir og barnabörn. ✝ Í minningu ástkærrar eiginkonu og besta vinar, ÓLAFAR HERMANNSDÓTTUR, (Lóu) sérkennara, Barmahlíð 28. Ólöf lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 16. janúar. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar Jóhann Guðjónsson, Guðbjörg Ragnarsdóttir (Gugga), Holgeir Jónsson, Ragnar Jóhann Holgeirsson, Berglind Anna Holgeirsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Systir okkar, frænka, mágkona og svilkona, ALFA ÞORBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR lyfjafræðingur, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni föstudagsins 26. janúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla H. Hjálmarsdóttir, Hjálmar V. Hjálmarsson, Sigríður Gísladóttir, Áslaug Ásmundsdóttir, Ingveldur Ásmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.