Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 54

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SKÚLI ÓLAFSSON, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 20. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. janúar kl. 15.00. Sigrún M. Ragnarsdóttir, Björg Skúladóttir, Vignir Elvar Vignisson, Ólafur Skúlason, Cristina Skúlason, Erna Gísladóttir, Rúnar Hreinsson, Haukur Gíslason, Hlíf Georgsdóttir, Elisabet Paulson (Bessy), Olaf Paulson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, SNJÓLFUR BJÖRGVINSSON frá Borgargerði, Djúpavogi, Vestursíðu 10a, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli mánudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 13:30. Blóm vinsamlega afþökkuð en í minningu Snjólfs er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd barna hins látna. Bergþóru, Ármanns, Bryndísar, Steinunnar Dagmarar, Ásdísar, tengdabarna, afabarna, langafabarna og annarra ástvina, Hulda Friðriksdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BERTRAM HENRY MÖLLER, Tunguvegi 24, Reykjavík, sem lést laugardaginn 20. janúar, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 29. janúar kl. 13.00. Guðríður Erla Halldórsdóttir, Hákon Gunnar Möller, Linda Möller, Guðrun Möller, Ólafur Árnason, Sóley Halla Möller, Hjörtur Bergstað, Einar Kári Möller og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR KRISTJÁNSSON frá Fáskrúðsfirði, sem lést þriðjudaginn 23. janúar, verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 30. janúar kl. 14.00. Bergþóra Eide Eyjólfsdóttir, Olga Eide Pétursdóttir, Ingvar Ingvarsson, Elma Eide Pétursdóttir, Kristján S. Pétursson, Hulda Ríkharðsdóttir, Ingólfur Arnarsson, Þórhildur Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SVEINN HAUKUR VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður, sem andaðist sunnudaginn 21. janúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Valdimar Sveinsson, Herdís Sveinsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Erla Árnadóttir, Finnbogi Rútur Arnarson, Þórunn Hreggviðsdóttir, Kolbrún Valdimarsdóttir, Grímur Valdimarsson, afabörn og langafabörn. „Hamraborgin mín há og fögur“ – Alltaf er ég heyri þessar línur sungnar sé ég Lárus fyrir mér hefja upp sína sterku röddu og hrífa mann- skapinn með sér í söng og gleði í ein- hverri ættargleðinni þar sem Lárus var ætíð hrókur alls fagnaðar. Jafn- framt getur þetta verið myndlíking mannsins sjálfs – stór, stæðilegur og traustvekjandi máttarstólpi sinna nánustu. Hver hefði trúað því fyrir hálfu ári síðan að þú yrðir í dag horf- inn okkur úr þessu lífi, kletturinn sjálfur – Hamraborgin háa? Lárus var gæfumaður í bæði lífi og starfi og naut í hvoru tveggja virð- ingar og vinsemdar samferðamanna sinna. Okkar fyrstu kynni voru í Stigahlíðinni í tilhugalífi ykkar Systu og þrátt fyrir aldursmuninn talaðir þú ætíð við mann sem jafningja. Fljótlega settust þið að á Akranesi þar sem þið Systa eignuðust góðan vinahóp og funduð þar ykkar framtíð- arhreiður og skjól. Ég minnist ófárra ferða minna upp á Skaga með Akra- borginni gömlu á ykkar fyrstu árum þar, til barnapíustarfa sem voru mér bæði ljúf og skyld enda áttir þú þá gott plötusafn sem gott var að grúska í! Frá fyrstu tíð var ætíð gott til ykkar að koma og hefur svo alltaf verið síð- an enda var höfðingjar heim að sækja sem gerðuð vel í öllu. Þið Systa fund- uð hamingjuna hvort í öðru og geisl- aði alltaf af ykkur væntumþykja og virðing hvors fyrir öðru og ykkar lán var að eignast góð og heilsteypt börn, að maður tali ekki um Láru litlu afas- telpu sem gaf þér svo mikið. Þú varst afburðavel lesinn, sterk- greindur og stálminnugur. Kom mað- ur hvergi að tómum kofunum hjá þér hvort sem viðkom sögu, þjóðmálum, landafræði, músík, íþróttum eða nán- ast hverju öðru sem rætt var. Ekki varst þú þó að trana þér fram með þekkingu þína eða miklast af. Þú leiddir mann í samræðum um sveitir fjarlægra landa og listasali fornra borga og miðlaðir óspart af þínu leit- aði maður eftir því. Þú hafðir sterka réttlætiskennd og samhug með lítil- magnanum og ákveðna sannfæringu fyrir réttlátu velferðarsamfélagi öll- um til handa. Í framkomu varstu yf- irvegaður, rólegur, jafnvel dulur en ætíð brosandi og með sterka nær- veru. Þú varst sælkeri á mat, vín og listir. Í góðra vina hópi varst þú svo hrókur alls fagnaðar og manna kát- astur. Tómlegri verða blótin okkar héðan í frá, Lalli minn. Fyrir rétt um hálfu ári síðan greindist þú með illvígan sjúkdóm sem strax í upphafi mátti ljóst vera að yrði þér erfiður andstæðingur og tví- sýnt um sigur. Þú tókst þó slaginn í erfiðri meðferð enda með traustan og ástríkan maka þér við hlið og ekki í þínu eðli að gefast upp að óreyndu. Síðustu vikurnar gastu dvalið heima með hjálp Systu og góðra handa og fengið að kveðja þennan heim í hlýju Lárus Arnar Pétursson ✝ Lárus ArnarPétursson fædd- ist í Reykjavík 21. september 1946. Hann lést á heimili sínu á Akranesi þriðjudaginn 16. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 26. jan- úar. þíns fagra heimilis með þína nánustu nærri og var það ómetanlegt. Í samræðum okkar und- ir lokin varstu æðru- laus og sáttur við bæði Guð og menn og þakk- látur fyrir það sem lífið hafði gefið þér. Við þökkum þér heilshug- ar þær góðu minningar sem þú hefur gefið okkur. Elsku Systa, Pétur, Lilja, Hulda, Lára og Sólrún. Við Halldóra biðjum algóðan Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og missi. Baldur. Jólahátíð um garð gengin, árið 2006 kvatt á viðeigandi hátt. Bónda- dagur 19. janúar framundan, undir- búningur hafinn að árlegu fjölskyldu- blóti, er halda skyldi þann 27. janúar næstkomandi. Skyndilega dró ský fyrir sólu, boð bárust um andlát Lár- usar Arnars Péturssonar þann 16. janúar síðastliðinn. Árið 1973 ákváðum við systkina- börnin að boða til þorrablóts með mökum okkar. Var ættboginn stór, enda höfðu 11 móðursystkini Svan- hildar náð fullorðinsaldri. Á þetta fyrsta þorrablót mætti hún með Lár- us sér við hlið. Var honum stax vel tekið og féll hann vel í glaðværan hóp. Ekki skaðaði uppruni hans í huga okkar bræðra er í ljós kom að hann var ættaður frá Álftagróf í Mýrdal, sonur Lilju Lárusdóttur, er ólst þar upp í nábýli við föðursystkini okkar. Þorrablótin hafa síðan verið haldin árlega, í allt 33 sinnum, og varð Lárus fljótt ein meginstoð þeirra, þótt ekki hefði hann mörg orð þar um. Mætti hann til þeirra allra hvernig sem viðr- aði og hvort sem þau voru haldin norðan heiða eða sunnan. Var hann hrókur alls fagnaðar, sögu- og söng- maður góður, sannkallaður gleðigjafi. Leið okkur öllum vel í návist hans. Á síðasta sumri greindist Lárus með alvarlegan sjúkdóm í meltingar- vegi, sem ekki reyndist unnt að nema á brott. Reynd var lyfjameðferð með takmörkuðum árangri og var því meðferðinni hætt í desembermánuði síðastliðnum. Frá jólum dvaldi Lárus heima, þar sem hann hlaut góða umönnun sinna nánustu, með góðri aðstoð heimahjúkrunar á Akranesi. Naut hann góðs tíma heima, en síð- ustu dagana fyrir andlátið þvarr krafturinn og hlaut hann hægt andlát á heimili sínu þann 16. janúar. Með Lárusi Arnari er genginn góð- ur drengur. Um leið og við vottum Svanhildi, Pétri Atla, Lilju Björk, Huldu Klöru, Láru Björk og Sólrúnu systur Lárusar, samúð okkar, þá þökkum við öll samfylgd hans. Minningin um góðan vin lifir í hjörtum okkar. Fyrir hönd Þorrablótshópsins, Þórarinn E. Sveinsson. Í hálft ár hafðir þú barist hetjulega við sjúkdóm sem allir virðast eiga á hættu að fá á lífsleiðinni, sama hversu heilbrigðu lífi þeir lifa. Guð hefur nú kallað á þig og er stundum erfitt að hugsa til þess. En svona getur lífið stundum verið og við því er ekkert að gera. Ég kynntist þér í desember árið 2004 þegar ég var nýbyrjaður í sam- bandi með dóttur þinni, Lilju Björk. Ég man vel eftir því þegar ég hitti þig fyrst, það var seint um kvöld og þið hjónin voruð að koma heim. Ég leit strax upp til þín frá fyrstu kynnum og það var ekki eingöngu vegna þess að þú varst nokkuð hávaxnari en ég. Ég var nokkuð tíður gestur á heim- ili ykkar eftir það og fannst mér ég ævinlega velkominn, svona í líkindum við að vera heima hjá foreldrum mín- um. Við áttum öll sameiginleg áhuga- mál, spiluðum oft á spil á kvöldin og gátum talað endalaust um blak, fót- bolta og jafnvel góð vín og góðan mat. Tvisvar sinnum var ég hjá ykkur á gamlárskvöld og í bæði skiptin áttum við góða samverustund og fengum yndislegan mat sem þið hjónin eld- uðu. Slíkar stundir eru ómetanlegar í minningunni þegar fráfall verður í fjölskyldunni eins og nú er. Alltaf fannst mér gaman að tala við þig og áttum við ansi oft samræður yfir fótboltaleikjum í sjónvarpinu og viturlegar samræður um blaksöguna. Ég leit þannig upp til þín sem ein- staklega reynds manns og fróðs og fannst þú vera drauma-tengdafaðir sem ég vonaði að þú yrðir. Þrátt fyrir að við Lilja slitum sam- vistum á síðasta ári héldum við áfram að vera góðir vinir og í stöðugu sam- bandi. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti af veikindum þínum og vildi fá að halda utan um ykkur öll. Stuttu síðar hringdi ég til þín og við spjöll- uðum heilmikið. Ég náði ekki að kveðja þig eins og ég vildi en ég vil þakka þér fyrir að vera ævinlega góð- ur og sannur maður sem ég leit upp til með öllu mínu hjarta. Guð blessi þig og þína fjölskyldu um ókomna tíð. Elsku Svanhildur, Pétur, Lilja, Hulda Klara, Lára Björk og Lillý, Ég votta ykkur öllum samúð mína. Sævar Már Guðmundsson. Á vordögum árið 1972 hittumst við Lárus fyrst. Hann var að ljúka námi í tannlækningum frá tannlæknadeild Háskóla Íslands og kom hingað til Akraness til að kynna sér starf að- stoðartannlæknis, sem ég hafði aug- lýst þar laust. Hann var hávaxinn með sítt, dökkt hár og yfirskegg. Út- lit hans ásamt klæðaburði bentu til þess að hann aðhylltist lífsskoðun 68 kynslóðarinnar svokallaðrar, sem þá lét nokkuð að sér kveða á meðal ungs fólks og þótti hafa annað gildismat en ráðandi öfl í þjóðfélaginu. Fljótt kom þó í ljós að þarna fór ákaflega hóg- vær, skynsamur og orðvar ungur maður sem engin ástæða var til ann- ars en bera fyllsta traust til. Ekki spillti heldur fyrir að móðir hans var úr Mýrdalnum eins og móðir mín og þær þekktust lítillega. Réðist hann því til mín fyrst sem aðstoðartann- læknir og síðar meðeigandi að rekstri tannlæknastofu hér á Akranesi. Hef- ur það samstarf varað í næstum þrjá- tíu og fimm ár. Ég er ekki viss um að Lárus hafi talið sig velja réttan starfsvettvang í fyrstu. Starfið var lýjandi og nokkuð einhæft, vinnudagurinn langur og baráttan við þá Karíus og Baktus næsta vonlítil. Þetta breyttist þó með tímanum. Ný vopn bárust okkur and- stæðingum þeirra bræðra í hendur og einnig bættust fleiri liðsmenn í okkar hóp. Má því segja að síðustu tuttugu árin eða svo hafi nokkurn veginn tek- ist að hafa hemil á tannskemmdun- um. Ný efni, tæki og tækni hafa einn- ig hjálpað til að veita betri lausnir og gera viðskiptavinina ánægðari með úrlausnirnar. Allt þetta hefur Lárus nýtt sér vel. Hann hefur verið dugleg- ur að afla sér endurmenntunar og var áhugasamur við að prófa nýjungar, þó að hann hafi af eðlislægri varkárni gætt þess að flana ekki að neinu í þeim efnum. Betri árangur, aukin fjölbreytni í starfi og að geta haft gott eftirlit með skjólstæðingum sínum og njóta trausts þeirra og virðingar eyk- ur vissulega ánægju í starfi sem þessu. Alls þessa naut Lárus, enda hæfileikaríkur og samviskusamur. Var hann því farsæll í starfi, þó að starfsævin hefði vissulega mátt verða lengri. Lárus var einhleypur er hann kom fyrst til starfa á Akranesi. Ekki leið þó á löngu þar til hann kynnti okkur fyrir ungum og glæsilegum hjúkrun- arfræðingi, Svanhildi Thorstensen. Frá upphafi var ljóst að þau áttu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.