Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 57
✝
Einlægar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
bróður, tengdabróður og frænda,
GUÐMUNDAR ARNALDAR GUÐNASONAR,
Aðalgötu 22,
Suðureyri,
Súgandafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss
Ísafjarðar og síðast en ekki síst til heimahjúkrunar Ísafjarðarbæjar.
Systkini, tengdasystkini
og systkinabörn.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS V. KRISTJÁNSSONAR
fyrrum bónda að Uppsölum,
Svarfaðardal.
Guð blessi ykkur öll.
Freygarður Þorsteinsson, Elín S. Guðmundsdóttir,
Kristján Þorsteinsson, Sæunn Guðmundsdóttir,
Sigurður Einarsson, Birna Jóhannsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulega fjölskylda og vinir.
Kærar þakkir fyrir allan stuðninginn sem við höfum
fengið við brottför
TORFA FREYS ALEXANDERSSONAR
af þessari jörð.
Minning hans lifir í hjörtum okkar.
Ekki gleyma gleðinni og kærleikanum.
Guð blessi ykkur öll.
Renata Edwardsdóttir,
Karólína Vilborg Torfadóttir,
Hafdís Lilja Torfadóttir,
Alexander Valdimarsson,
Hafdís Lilja Pétursdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Bjarki Þór Alexandersson, Elín Jónsdóttir,
Óliver Bjarkason,
Soffía Bæringsdóttir, Helgi Hafsteinsson,
Hlynur Bæringsson, Unnur Edda Davíðsdóttir,
Valdimar Ólafsson, Helga Árnadóttir,
Vilborg Torfadóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
vinarþel við andlát elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU KRISTÍNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 14. janúar síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til lækna- og hjúkrunarliðs Land-
spítalans, hjúkrunarþjónustunnar Karitasar og starfs-
fólks líknardeildarinnar fyrir frábæra meðferð og umönnun.
Tómas Árnason,
Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal,
Árni Tómasson, Margrét Birna Skúladóttir,
Tómas Þór Tómasson, Helga Jónasdóttir,
Gunnar Guðni Tómasson, Sigríður Hulda Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri/Framkvæmdarstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ALBERTS JÓNASSONAR,
f. 1.11. 1915, d. 7.1. 2007,
Nökkvavogi 44,
Reykjavík.
Eins viljum við færa starfsfólki deildar 13G, Land-
spítala við Hringbraut, sérstakar þakkir fyrir góða
umönnun á síðustu mánuðum ævi hans.
Oddrún Albertsdóttir, Þorbergur Ormsson,
Ásgerður Albertsdóttir, Hans Aðalsteinsson,
Oddrún Hansdóttir, Ingjaldur Tómasson,
Albert Hansson, Þórunn Yngvadóttir,
Þórður Hansson,
Kristín Hulda Þorbergsdóttir, Birgir Þór Birgisson,
Berglind Þorbergsdóttir, Ríkarður Reynisson,
Jónas Þorbergsson
og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna
fráfalls föður okkar, tengdaföður og afa,
SVAVARS ÓLAFSSONAR
klæðskera.
Guðrún Svava Svavarsdóttir,
Kristján Jóhann Svavarsson,
Hlíf Svavarsdóttir,
Edda Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall og jarðarför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
SÆUNNAR ÞURÍÐAR GÍSLADÓTTUR,
til heimilis á Hrafnistu
í Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E á Hrafnistu
fyrir frábæra umönnun.
Margrét Kjartansdóttir, Vigfús Sólberg Vigfússon,
Gísli Kjartansson, Júlíana Aradóttir,
Svava Kjartansdóttir,
Ingibjörg Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar árið var að
kveðja kvaddi líka
hann Þröstur litli
bróðir minn. Við höfðum talað sam-
an stuttu fyrir jólin, þá sagðist hann
myndu hringja seinna. En þetta
seinna varð aldrei. Hann talaði mik-
ið um Júlíu, litla afabarnið sitt. Auð-
heyrt var að það að vera afi var mik-
ils virði fyrir hann. Þegar hann var
lítill var hann alltaf mikið fyrir börn
og þau hændust að honum. Hann
var bara lítill strákur þegar ég flutt-
ist burt og settist að í fjarlægu landi,
svo stundum liðu ár sem við hitt-
umst ekki. En þegar ég kom hingað
með börnin mín til dvalar í nokkur
ár kynntumst við á nýjan leik. Þá
átti hann líka lítinn dreng sem lék
sér oft með yngri dætrum mínum.
Þegar ég læt hugann reika til ár-
anna á Ísafirði þá vorum við syst-
urnar oft að siða bræður okkar til
sem var nú ekki vinsælt hjá þeim, en
seinna gátum við brosað að öllu
þessu. Þeir vildu líka hafa hönd í
bagga með hvað við vorum að bralla,
en það gekk ekki heldur. Honum lík-
aði ekki að ég flytti til Ameríku og
skildi alls ekki hvað ég væri að gera
þar. Hann sjálfur hafði mikla æv-
intýraþrá enda var hann búinn að
ferðast víða um lönd. Hann var mik-
ið í golfi og fótbolta þegar hann var
ekki á sjónum. Seinna kynntist hann
Taílandi, þá heillaðist hann af fegurð
landsins og þar voru líka frábærir
golfvellir sem hann nýtti sér mikið.
Síðasta ár var honum erfitt, barátt-
an hörð og að lokum töpuð.
Ég og börnin mín, Irene, Tony,
Brynja og Tanja, kveðjum nú kæran
bróður og frænda, þökkum honum
samfylgdina. Megi guð fylgja hon-
um. Við munum sakna hans mikið.
Friðrikka.
Það er sárt að setjast niður og
skrifa minningargrein um Þröst
frænda minn, sem látinn er langt
fyrir aldur fram.
Sem lítil stelpa vildi ég helst af
öllu vera á Ísafirði hjá ömmu og afa
á Hlíðarveginum. Þar var gott að
vera, mikill gestagangur og mikið að
gerast. Á Hlíðarveginum bjuggu
einnig amma Dísa og bræður
mömmu, þar á meðal Þröstur. Þann-
ig að það var allt látið eftir mér þeg-
ar ég kom. Þröstur byrjaði iðulega á
því að gefa mér lýsi og að koma ofan
í mig fiski, sem aldrei hefur verið í
uppáhaldi hjá mér. Fótbolti var í
miklu uppáhaldi hjá honum, og ég
man að það var allt heilagt þegar
verið var að horfa á ensku knatt-
spyrnuna inni í stofu á Hlíðarveg-
inum. Þá mátti alls ekki trufla hann.
Snemma á síðasta ári greindist
Þröstur með krabbamein og var það
ljóst að baráttan yrði erfið. Hann lét
ekki mikið á því bera hve veikur
hann var. Þegar við hittumst síðasta
Þröstur Jónsson
✝ Þröstur Jónssonfæddist á Flat-
eyri við Önund-
arfjörð 24. apríl
1957. Hann lést eftir
erfið veikindi á
sjúkrahúsi í Bang-
kok 29. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Grafarvogskirkju
18. janúar.
sumar og í haust þeg-
ar hann kom til lands-
ins, var ég viss um að
hann myndi sigra
þennan sjúkdóm; ef
einhver gæti það, þá
væri það hann.
Þröstur bjó á Vest-
fjörðum lengst af og
svo síðustu ár í Taí-
landi. Því hittumst við
allt of sjaldan, en hann
kom stundum í bæinn
og þá var gaman að
sitja í eldhúsinu á Ási
hjá ömmu og tala um
lífið og tilveruna við hann, hlæja og
grínast, hann hafði einstaklega gam-
an af því að gera at í mér. Það var
gaman að spjalla við hann um ferða-
lög hans um Asíu og heyra um fyr-
irtækið sem hann var með í Taílandi.
Þröstur var mikil barnagæla og
var stoltur af litlu afastelpunni,
henni Júlíu. En lífið er ófyrirsjáan-
legt og við vitum ekki hvenær kem-
ur að okkur að kveðja. Tími Þrastar
kom í lok síðasta árs er hann lést á
sjúkrahúsi í Taílandi.
Ég kveð þig nú, kæri frændi, með
söknuði. Minning þín lifir áfram.
Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir.
Í Fréttablaði dagsins (17.1.), nán-
ar tiltekið í andláts- og jarðarfar-
artilkynningum, var lítil klausa með
mynd. Ég staldraði við hana og lest-
ur blaðsins endaði þar, við tóku
vangaveltur, upprifjun, minninga-
brot. Löngu gleymdir atburðir urðu
skýrir, ég hvarf rúm þrjátíu ár aftur
í tímann, jafnvel lengra.
Þröstur Jónsson var jafnaldri
minn og skólabróðir. Lágvaxinn,
ljóshærður hnokki, iðandi af lífi og
orku sem leitaði útrásar í hrekkja-
brögðum og stríðni. Þetta var ein-
kenni hans og persónugerð, kraft-
urinn og orkan sem fylgdu honum
alla tíð. Hann lauk í fyrstu aðeins
skyldunámi, öðrum bekk Gaggó, og
sneri sér að því að lifa lífinu, honum
lá á. Síðar lauk hann námi til skip-
stjórnarréttinda, og hlaut þau.
Ævistarfið var svo unnið við sjáv-
arsíðuna. Vel liðinn, hörkuduglegur.
Sjómennska, fiskvinnsla, skipstjórn,
útgerð. Og svo skemmtanalífið inn á
milli. Það gekk á ýmsu hjá þessum
skólabróður mínum, og þó ég hafi
ekki fylgst neitt sérstaklega með
honum eða hans ferli eftir að fram á
fullorðinsár kom, þá vissi ég svona
nokkurn veginn af honum og hvað
hann var að bauka í það og það
skiptið. Síðast vissi ég af honum sem
skipstjóra á hraðfiskibáti frá Flat-
eyri, hann mun einnig hafa átt hlut
að útgerð þar á staðnum. Síðan las
ég tilkynninguna í Fréttablaðinu í
morgun, og síðar í dag var mér sagt
að Þröstur hefði verið staddur í fjar-
lægu landi þegar hann mætti skap-
aranum. Smáatriði þekki ég ekki.
Það sem sterkast og skýrast kom
upp í hugann í morgun við lestur
blaðsins, var mynd af litlum, ljós-
hærðum peyja, nýkomnum með bíl-
próf. Hann hafði fengið lánaðan
pabbabíl og við hittumst á höfninni,
þar sem rúntarar lögðu jafnan bílum
sínum til að spjalla og skiptast á
skoðunum, en aðallega þó til að
spara bensín.
Hann mátti til að bjóða mér smá-
hring. Ég þekkti hann nægilega vel
til að vera smeykur við væntalega
ökuferð, en forvitnin og bíladellan
ráku mig yfir í bílinn til hans. Hann
ók út á Hnífsdalsveg, þáverandi
kvartmílubraut okkar guttanna fyrir
vestan. Utan við grindahliðið, sem
markaði skil Ísafjarðarkaupstaðar
og Eyrarhrepps hins forna, tók við
langur, beinn vegarkafli. Hann
beygði sig niður á bílgólfið og allt í
einu komu skór fljúgandi upp í fang-
ið á mér! „Ég þarf að hafa fílingu
fyrir bensíngjöfinni, sko,“ var skýr-
ingin.
Á sokkaleistunum trampaði hann
bensíngjöfina í botn. Pabbabíllinn,
þrjúhundruðhestafla Pontiac GTO
442, öskraði áfram og ég hélt mér
fast í sætið. Nálin á hraðamælinum
þaut upp með ógnarhraða. Litli, ljós-
hærði peyinn, sem varla var nógu
hár í loftinu til að sjá yfir mæla-
borðið, horfði nánast í gegnum stýr-
ishjólið. Ég horfði aðeins á hraða-
mælisnálina. Það var betra en að
horfa út. Það stóðst á endum, að
þegar beina vegarkaflanum lauk
stóð mælirinn í 120 mílum, u.þ.b. 200
km hraða.
Við náðum heilir heim. Hverjum
það var að þakka læt ég liggja milli
hluta. Kannski þeim sem kallaði
hann til sín og tók á móti honum við
lok síðustu ferðarinnar?
Vertu sæll, skóla- og fermingar-
bróðir.
Gunnar.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningargreinar