Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 60
|sunnudagur|28. 1. 2007| mbl.is
staðurstund
Árni Matthíasson fjallar um
bresku rokksveitina Field Music
og nýjustu plötu hennar í Tón-
list á sunnudegi. » 62
tónlist
Atli Bollason er ekki hrifinn af
plötunni Bergmál með Ragn-
hildi Gísladóttur, Stomu Ya-
mash́ta og Sjón. » 64
dómur
Atli Heimir Sveinsson flettir
Kvæðakveri Halldórs Laxness í
fyrsta stofuspjalli ársins á
Gljúfrasteini. » 61
ljóð og lög
Jónas Sen dæmir slagverks-
tónleika Steef van Oosterhout
og Frank Aarnink á Myrkum
músíkdögum í sal SÁÁ. » 69
gagnrýni
Heimildarmyndin um Zinédine
Zidane, sem Sigurjón Sig-
hvatsson framleiddi, er tilnefnd
til Cesar-verðlaunanna. » 63
kvikmyndir
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Beinagrindur, lík, leikbrúðurog höfuðið á Leonardo DaVinci er trúlega ekki al-geng sjón á vinnustöðum
flestra. Svo er hins vegar hjá Stefáni
Jörgen Ágústssyni. Stefán er sjálf-
menntaður sérfræðingur í förð-
unarbrellum og leikbrúðugerð og hef-
ur hannað ótal gervi og brúður fyrir
kvikmyndir, sjónvarp og leikhús.
„Ég hef alltaf teiknað, leirað og
föndrað og notað hugmyndaflugið til
að búa til furðulega hluti,“ byrjaði
Stefán þegar blaðamaður tók hús á
honum í vinnustofu hans í Hafnarfirði
á dögunum.
„Um 11 ára aldurinn hjálpaði ég
afa mínum að líma saman gervibeina-
grind, en hann er trésmiður og þekk-
ir fullt af skemmtilegum efnum, og
þar kynntist ég silíkoninu sem ég
nota enn mikið við mína vinnu. Ég
byrjaði að gera brúður, afsteypur og
annað og prófa mig áfram með efnin.
Svo fór ég að viða að mér bókum um
efnið.“
Einhver spekingur sagði eitt sinn
að æfingin skapaði meistarann og það
virðist eiga mjög vel við í tilfelli Stef-
áns enda hefur hann fengið að
spreyta sig á fjölbreyttum viðfangs-
efnum á ferlinum.
Látnir sjá um þá dauðu
Meðal þess sem Stefán hefur unnið
að er hönnun á upprunalega gervinu
á Glanna glæp fyrir sjónvarp, áverk-
ar á leikurum í kvikmynd Clints
Eastwoods, Flags of our Fathers,
leikgervi, beinagrindur og heili fyrir
Mýrina, leikgervi til notkunar í
myndunum Kaldri slóð og A Little
Trip to Heaven og vaxmyndir af land-
námsmönnum fyrir Sögusafnið í
Perlunni, auk ýmissa verkefna fyrir
leikhús og sjónvarp. Auk þess á hann
heiðurinn af um helmingi þeirra leik-
brúða sem notaðar voru í sjónvarps-
þættinum Búbbarnir.
„Það var gaman að hverfa aftur til
upprunans því ég byrjaði á að föndra
brúður í gamla daga,“ segir Stefán.
„Svo var mjög gaman að vinna við
Flags of our Fathers. Ég fékk hálf-
gert menningarsjokk því ég hafði
aldrei tekið þátt í svona stóru verk-
efni. Ég vann undir stjórn förð-
unarfræðinga en ég og einn annar út-
lendingur vorum mest látnir sjá um
þá sem áttu að vera dauðir.“
Hvert verkefni er einstakt og Stef-
án segist hafa mjög gaman af því að
takast á við hverja áskorun.
„Það eru talsverð fræði á bak við
það hvaða efni hentar hverju sinni.
Gervinefið sem Hilmir Snær er
með í Kaldri slóð er úr gelatíni, sem
er sama efni og hlaupbangsar eru
búnir til úr. Lík sem ég hef verið að
vinna að að undanförnu var svo unnið
þannig að ég gerði afsteypur af lík-
ama leikarans í nokkrum hlutum. Ég
þurfti svo að leira sinar og vöðva inn á
afsteypuna til að ná fram því útliti
sem ég vildi. Þetta tók um einn og
hálfan mánuð,“ segir Stefán.
Treystir sér í krufningu
Heljarinnar rit um mannslíkam-
ann blasir við á vinnustofunni og lítur
helst út fyrir að vera námsbók fyrir
lengra komna í læknisfræði. Stefán
Jörgen segist hafa mikið kynnt sér
líffærafræði.
„Núna er ég að stúdera hjartað til
dæmis,“ segir Stefán og sýnir leiraða
eftirmynd af mannshjarta máli sínu
til stuðnings.
„Líffærafræðin er stór hluti af
starfinu enda er ég oft að vinna með
gervilík, hold og annað. Fyrir Mýrina
þurfti ég til dæmis að komast að því
hvernig hold rotnar og ég hef einnig
þurft að kynna mér hvernig holdið
breytist eftir að fólk deyr.“
Stefán virðist því langt kominn í
læknisfræðinni á eigin vegum.
„Já, maður ætti að geta krufið fólk
með ágætis árangri núna,“ grínast
Stefán.
Hann segist vera iðinn við að leira
ýmsa hluti til að æfa sig fyrir kom-
andi viðfangsefni. Ein af dægradvöl-
um hans þessa dagana er til dæmis
eftirmynd af höfði Leonardo Da Vinci
sem Stefán hefur leirað eftir teikn-
ingu af uppfinninga- og listamann-
inum.
„Ég leiraði hann frá grunni, enda
ekki hægt að taka afsteypu af andlit-
inu í þessu tilfelli. Ég dunda mér við
þetta þegar ég hef lítið að gera,“ segir
Stefán.
„Þegar svoleiðis er ástatt fyrir mér
sest ég oftast niður og leira, prófa
mig áfram með efni eða stúdera líf-
færafræðina.“
Sjálflærður Stefán
Ekki þarf að deila um hæfileika
Stefáns á sínu sviði en þrátt fyrir það
er hann algerlega sjálflærður í fag-
inu.
„Það auðvitað ekkert nýtt undir
sólinni. Ég hef bara viðað að mér
fræðsluefni og fiktað svo sjálfur og
fundið út þær aðferðir sem mér finnst
bestar,“ segir Stefán.
„Reyndar fór ég einu sinni á nám-
skeið í förðun sem gagnast mér oft.“
En er Stefán sá eini í þessu starfi
hér á landi?
„Ja, það er erfitt að segja. Það er
fullt af fólki sem kann hitt og þetta en
ég er kannski sá sem spannar allt
sviðið; förðun, brúður, afsteypur og
allt,“ segir Stefán hógvær og vill sem
minnst gera úr hæfileikum sínum.
Langar að gera virkilega
ógeðslegt skrímsli
En hvað ætli honum þyki skemmti-
legast í starfinu?
„Mér finnst þetta allt gaman.
Hvert einasta verkefni er áskorun.
Það skemmtilegasta er kannski grú-
skið í upphafi hvers verkefnis. Þá
helli ég mér í líffærafræðina og tala
við lækna. Læknarnir á Landspít-
alanum og í Hjartavernd hafa verið
mjög almennilegir við mig. Þeir hafa
verið mér innan handar með upplýs-
ingar og leyft mér að sjá hitt og þetta
sem er kannski ekki opið almenn-
ingi,“ segir Stefán og bætir við að
draumaverkefnin séu mörg.
„Það er svo margt sem ég á eftir að
gera. Ég væri alveg til í að gera að-
eins meira af skrímslum, gera eitt
virkilega ógeðslegt skrímsli. Svo hef
ég alltaf viljað prófa að gera mann-
eskju sem breytist í eitthvað annað,
til dæmis varúlf,“ segir Stefán.
„Ég væri til í að fara til útlanda við
tækifæri og fá að vinna hjá einu af
þessum stóru fyrirtækjum til að læra
eitthvað nýtt. Það er svo margt í
þessu. Það sem ég geri er samband af
skúlptúr, mótagerð, efnafræði og svo
mikilli stúderingu á líffærafræði,
förðun, málun og fleira og fleira.“
Þrátt fyrir að vinnustofan sé full af
ýmsum fígúrum, misfrýnilegum, seg-
ir Stefán það ekki vera á stefnu-
skránni að halda sýningu á verk-
unum.
„Æ, ég lít bara á bíómyndirnar og
leikritin sem mínar sýningar,“ segir
þessi hæfileikaríki listamaður að lok-
um.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölhæfur Listamaðurinn Stefán Jörgen Ágústsson í félagsskap tveggja sköpunarverka sinna.
Hárprúður Það tók Stefán um tvo
tíma að líma hvert hár á Tómas
Lemarquis fyrir Kalda slóð.
Úr Mýrinni Stefán gerði beinagrind, rotnandi lík, heila og fleira fyrir Mýrina.
Stefán Jörgen Ágústsson hannar leikgervi og förðunarbrellur fyrir kvikmyndir og leikhús
Slasaður Áverkar „þeirra dauðu“ í
stórmyndinni Flags of our Fathers
voru margir í höndum Stefáns.
Notar hugmyndaflugið til
að búa til furðulega hluti