Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 62

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 62
62 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning DAGANA 29. JANÚAR - 2. FEBRÚAR Ekki veit ég hvað margir þekkjabresku rokksveitina Futureheads,en hún vakti nokkra athygli íheimalandi sínu fyrir tveimur árum eða svo. Hún er því aðeins nefnd til sögunnar hér að einn liðsmanna hennar var trommuleik- arinn Peter Brewis sem tók þátt í hrinda sveit- inni úr vör en sagði svo skilið við hana til að stofna hljómsveit með David bróður sínum. Sú fékk nafnið Field Music og er fyrir minn smekk mun skemmtilegri en Futuruheads, með fullri virðingu fyrir þeirri sveit. Í Field Music eru semsé bræðurnir Peter og David Brewis og Andrew Moore, en lagasmíð- ar eru í höndum þeirra Brewis-bræðra. Allir eru þeir félagar frá Sunderland, líkt og Fut- ureheads, voru skólafélagar forðum og léku saman í ýmsum hljómsveitum þó örlögin hafi hagað því svo að lengstaf voru þeir hver í sinni sveitinni þar til forsjónin leiddi þá saman að nýju. Innblásturinn úr fortíðinni Innblásturinn segjast þeir hafa aðallega úr fortíðinni frekar en því sem helst er á seyði í dag, eða eins og David Brewis lýsti því í viðtali eitt sinn þá eru þeir yfirleitt að vitna í plötu- safn föður síns sem þeir rótuðu títt í á ung- lingsárunum. Fljótlega eftir að þeir ákváðu að vinna sam- an, Brewis-bræður og Moore, byrjuðu þeir að taka upp lög í heimahljóðveri og hélt svo fram um hríð að þeir söfnuðu lögum og lagabútum að gera úr plötu. Allir unnu þeir fullan vinnu- dag samhliða, svo platan varð til á kvöldin og um helgar á löngum tíma. Þessum lögum smöluðu þeir síðan saman á breiðskífu sam- nefnda sveitinni og gáfu út fyrir tveimur árum. Þessi fyrsta plata þeirra félaga seldist prýðilega og fékk alla jafna fína dóma þó sum- ir hafi kvartað yfir því að tónlistin væri ekki auðtekin þó hún væri áferðarfalleg. Víða var hún síðan á listum yfir bestu plötur ársins 2005. Önnum kafnir Á þarsíðasta ári voru þeir félagar of önnum kafnir til að ná að ljúka við nýja skífu, á kafi í að enduhljóðblanda fyrir hina og þessa, helst sveitunga sína í Maximo Park, aukinheldur sem þeir léku víða á tónleikum. Til að halda aðdáendum við efnið gáfu þeir út safnskífu með ýmislegu uppsópi úr hljóðverinu. Tími gafst loks til að taka upp nýja plötu í byrjun síðasta árs og lauk verkinu síðasta vor. Platan nýja fékk heitið Tones of Town og kom út fyrir stuttu. Ekki er eins mikið lagt í útsetn- ingar á nýju plötunni, frekar gengið beint til verks en að skreyta og flúra, og fyrir vikið njóta lögin sín betur. Á vefsetri útgáfu sveitarinnar kemur fram að inntak plötunnar nýju sé firring, firring ungmenna sem lifað hafa eins og blómi í eggi, en eru samt ósáttir við margt, ná ekki að sam- sama sig umhverfi sínu, störfum, eða menn- ingarumhverfi. Nokkuð sem þeir félagar hafa áður velt fyrir sér, sjá til að mynda textann í It’s Not The Only Way To Feel af fyrstu breið- skífunni: Þú getur fengið allt sem þú biður um / þó það sé ekki það sem þú vilt. Rótað í safninu Efnilegir Sunderlandsveitin Field Music, Peter og David Brewis og Andrew Moore TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Breska rokksveitin Field Music er með skemmtilegri hljómsveitum eins og sannast á nýrri plötu hennar, Tones of Town.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.