Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 63
menning
ÞÓTT Íslendingar hafi verið söng-
elskir í gegnum aldirnar voru fyrstu
raunverulegu, opinberu tónleikarnir
í sögu þjóðarinnar ekki haldnir fyrr
en árið 1876. Nokkrir blást-
urshljóðfæraleikarar héldu þá tón-
leika í Reykjavík undir stjórn Helga
Helgasonar. Eftir tónleikana birtist
umsögn í Þjóðólfi en þar mátti lesa
að tónlistarmennirnir hefðu sungið
inn í hljóðfærin sín. Greinarhöfund-
inum fannst það skondið og taldi að
svona píp gæti varla átt mikla fram-
tíð fyrir sér.
Annað hefur komið á daginn.
Vöxtur íslensks tónlistarlífs hefur
verið ævintýri líkastur. Hér er starf-
rækt sinfóníuhljómsveit sem hefur
tekið undraverðum framförum, hér
eru tónlistarskólar og tónlistarfólk
sem margt hvað er í fremstu röð.
Tónleikahald eru í miklum blóma, og
suma mánuði ársins eru haldnir um
fjörutíu tónleikar. Nú dettur engum
í hug að blásturshljóðfæraleikari
syngi inn í hljóðfærið sitt.
Ástæðan fyrir þessum öra vexti
má að miklu leyti rekja til erlendra
tónlistarmanna sem hingað fluttust
á fyrri hluta 20. aldarinnar. Þessir
einstaklingar höfðu gríðarleg áhrif á
vöxt íslensk tónlistarlífs og það er
ekki síst þeim að þakka að við eigum
núna afbragðs sinfóníuhljómsveit,
færustu einleikara og einsöngvara,
og heimsfrægt tónlistarfólk á borð
við Björk Guðmundsdóttur og Sigur
Rós. Björk spratt ekki fram á sjón-
arsviðið sisvona; einnig hún þurfti að
sækja sér menntun á sviði tónlistar.
Ef færir tónlistarmenn hefðu ekki
sest hér að, og ef ótalmargir íslensk-
ir tónlistarnemendur hefðu ekki sótt
nám í bestu erlendu tónlist-
arháskólum sem völ er á, væri ekki
mikil tónlistarmenning á Íslandi.
Einn af þessum erlendu tónlist-
arsnillingum var Manuela Wiesler
flautuleikari, en hún bjó hér á ár-
unum 1973–1983. Manuela, sem lést
fyrir skömmu, var svo fær á hljóð-
færið sitt að hún varð fyrirmynd ótal
íslenskra flautuleikara. Íslensk tón-
skáld kepptust við að semja fyrir
hana og sennilegt er að mörg verka
þeirra hefðu aldrei orðið til ef Ma-
nuela hefði ekki búið hér.
Heyra mátti nokkrar þessara tón-
smíða á minningartónleikum á
Myrkum músíkdögum sem haldnir
voru í Langholtskirkju á sunnudag-
inn. Tónleikarnir hófust með því að
Íslenski flautukórinn, sem að þessu
sinni samanstóð af sextán flautuleik-
urum, léku draumkennda hugleið-
ingu Þuríðar Jónsdóttur um Næt-
urtóna Atla Heimis Sveinssonar.
Flutningurinn var einlægur og
þrunginn tilfinningu; óneitanlega
var það prýðileg byrjun á dag-
skránni.
Nokkur einleiksverk voru flutt á
tónleikunum sem öll voru skemmti-
leg áheyrnar. Hallfríður Ólafsdóttir
spilaði Til Manuelu eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson ákaflega fallega; Mel-
korka Ólafsdóttur lék Itys og La-
ment eftir Áskel Másson af sannri
tilfinningu; Áshildur Haraldsdóttir
flutti Solitude eftir Magnús Blöndal
Jóhannsson af glæsibrag og túlkun
Kolbeins Bjarnasonar á Sonata Per
Manuela eftir Leif Þórarinsson var
stórbrotin.
Gaman var líka af IV. Þætti úr
Handanheimum Atla Heimis Sveins-
sonar sem þau Guðrún Birgisdóttir
og Martial Nardeau léku með sann-
færandi tilþrifum og sömuleiðis voru
þær voru fallegar Tónamínútur Atla
Heimis Sveinssonar í meðförum
Örnu Kristínar Einarsdóttur, Berg-
lindar Stefánsdóttur, Dagnýjar
Marinósdóttur, Hallfríðar Ólafs-
dóttur, Magneu Árnadóttur og Pa-
melu di Sensi.
Tónleikarnir enduðu á Hugleið-
ingu um Tónatóna Atla Heimis í út-
færslu Þuríðar sem fyrr var nefnd,
og var það innhverfur en hástemmd-
ur endir á hugljúfum tónleikum. Án
efa mun minning Manuelu lifa; víst
er að áhrifa hennar á íslenskt tón-
listarlíf á eftir að gæta um ókomna
tíð.
Leikið fyrir Manuelu
Manuela Wiesler leikur á flautu.
TÓNLIST
Langholtskirkja
Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Áskel Másson, Magnús
Blöndal Jóhannsson, Leif Þórarinsson og
Þuríði Jónsdóttur í flutningi nokkurra ís-
lenskra flautuleikara. Einnig kom Ís-
lenski flautukórinn fram. Sunnudagur 21.
janúar.
Flaututónleikar
Jónas Sen
!
"#
$
"#
!% !&
'
! (
$ &
)
! "# $
%
* !
+
,-
'
!
$ $ ! ,-
!!
!" #" !!
!" #
$%
& '( ) *
+
",+-,
,,
. /
0 "1/2 3
43
33
3
# 2
56.7 89/
8: 2 3
56.
7 89/
2
3 56.7
; 7< ) 5# !2 $ 9=> ?@!
!
"#! $ !%
4 A; 32&7 5 27 B"<?&> #3
'
!
*
-2 C
&'( (
) '
*+
,
-
5D! " #
9=
E2 C
.' ! =. #
!
! #
9=
&
% % #.
!/001213
HEIMILDARMYNDIN Zidane:a
21st Century Portrait var á dög-
unum tilnefnd til frönsku Cesar-
verðlaunanna sem besta heimild-
armyndin. Sigurjón Sighvatsson
framleiddi myndina sem fjallar um
fótboltakappann Zinédine Zidane.
„Auðvitað er gott að fá Cesar-
tilnefningu, þetta er svona franski
Óskarinn, stærstu verðlaunin þar í
landi og mikils metin innan kvik-
myndaheimsins,“ segir Sigurjón
um tilnefninguna. „Þetta er sér-
staklega ánægjulegt einkum þar
sem myndin er alls ekki hefðbundin
heimildarmynd en sjálfsagt hefur
rautt spjald Zidane á HM beint
sjónum mun meira að myndinni en
ella,“ bætir hann við hógvær.
Myndin kom út á DVD í Frakk-
landi fyrir jólin og er búin að seljast
í yfir 125 þúsund eintökum sem er
einstakt fyrir heimildarmynd, að
sögn Sigurjóns.
Myndin hefur einnig gengið á
milli kvikmyndahátíða og var sýn-
ingum á henni að ljúka á Sundance-
hátíðinni og þaðan fer hún á kvik-
myndahátíðina í Rotterdam. „Fjöl-
margar fleiri hátíðir munu taka
myndina til sýninga á þessu ári en
alls hefur hún verið sýnd á um
fjörutíu hátíðum fram til þessa, m.a
í Cannes, Edinborg, Toronto og
Sundance sem teljast með fremstu
hátíðum í heimi. Sérstök hátíðasýn-
ing á myndinni fór líka fram á Ba-
sil-listamessunni á fótbolta-
leikvangi, að viðstöddum 5000
áhorfendum, á einu stærsta útisýn-
ingartjaldi heims. Auk þess eru
mörg söfn sem hafa farið fram á að
sýna myndina fyrir meðlimi sína,“
segir Sigurjón. En þar með er ekki
allt upptalið, því verið er að ganga
frá samningum um almennar sýn-
ingar í kvikmyndahúsum í Banda-
ríkjunum. „Á næsta ári mun svo
bókaútgáfan Thames og Hudson
gefa út myndabók um gerð mynd-
arinnar,“ segir Sigurjón að lokum.
Cesar-verðlaunahátíðinni fer
fram 24. febrúar næstkomandi.
Zidane fær
Cesar til-
nefningu
Skallinn Zidane skallaði kollega
sinn á HM í sumar.
ÞAÐ verður að segjast að þrátt fyrir
dálæti mitt á glæpasögum eru hryll-
ingssögur ekki mín deild og Stephen
King ekki minn maður. (Lesendur
mbl. sem hafa áhuga á hryllings-
sögum og Stephen King ættu því
kannski núna að hætta lestrinum.) Sá
hins vegar„Misery“ í sjónvarpinu og
hafði gaman af fléttunni og leiknum
og gat jafnvel nokkra stund á eftir
velt fyrir mér sambandi höfundar og
lesandans. Það að þýða ekki titil
verksins heldur nefna það upp á
ensku bendir til að verið sé að minna
á kvikmyndina og frægð hennar. En
leikritið, þó það byggist á sömu
grunnhugmynd og myndin, semsé
þeirri að frægur höfundur róm-
antískra skáldsagna lendir í bílslysi
og er bjargað í hús af hjúkrunarkonu
og miklum aðdáanda sínum, þróast
þó nokkuð á annan og síðri hátt og
verður sú saga af skiljanlegum
ástæðum ekki rakin hér.
Í atlögunni að leikverkinu er valið
það sem ég vil kalla ensku stofudra-
maleiðina eða kannski ég ætti kalla
það frekar „West End“-leiðina. En
enska stofudramað og öll þess smá-
munasama útfærsla hefur reyndar í
vetur verið að ganga aftur í íslensku
leikhúsi og sætir það nokkurri furðu
eftir þá þróun sem átt hefur sér þar
stað undanfarna áratugi. Sé einnig
hugsað til þess að Lundúnabúar gapa
nú af hrifningu yfir íslenskum sýn-
ingum eins og Woyzeck og Pétri
Gauti þar sem farnar eru leiðir sem
eru í órafjarlægð frá litla ófrumlega
stofudramanu þá er ástæða til að
furða sig enn meir.
Ætla má samt þar sem nýja leik-
húsið í Nasa er rekið í ábataskyni að
að baki liggi hugsun um að þetta sé
eitthvað sem fólk vilji. Fólk vilji sjá
það sama í leikhúskassanum og það
sér í kassanum heima í stofu. Sá
ágæti leikari Jóhann Sigurðarson er
ekki reyndur leikstjóri og lendir því
bátnum eðlilega ekki alveg sem
skyldi, þó vel sé mannað í hverju
rúmi. Meginvandinn er sá að ekki
tekst að byggja upp átök og spennu
milli persónanna tveggja (Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Valdemar Fly-
gering): Hjúkrunarkonan frá byrjun
augljóslega snargeggjuð og kemur
því fátt á óvart í framvindunni; sjúk-
lingnum virðist líða harla vel í prís-
undinni og verður því aldrei sannfær-
andi andstæðingur.
Verkið reyndar slíkt að erfitt er að
hugsa sér að hægt sé að setja það upp
þannig að skemmtun verði af nema
að horfa á það úr fjarlægð og af húm-
or. Það er því miður ekki gert á Nasa.
Hryllingssaga?
Morgunblaðið/ÞÖK
Misery „Meginvandinn sá að ekki
tekst að byggja upp átök og spennu
milli persónanna tveggja,“ segir
m.a í dómnum.
LEIKLIST
Studio 4
Eftir Stephen King í leikgerð Simon
Moore og þýðingu Davíðs Þórs Jóns-
sonar. Leikstjóri: Jóhann Sigurðarson.
Leikmynd og búningar: Rebekka Rán
Samper. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson og Sveinn Benediktsson. Tón-
list: Lárus H. Grímsson. Leikarar: Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Valdemar Flygering.
Nasa, föstudaginn 26. janúar, 2007.
Misery
María Kristjánsdóttir