Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 64

Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 64
64 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Steinharpan Sanukite er eflaust áhrifamikil á tónleikum, en á plötu hljómar hún satt best að segja óspennandi, gamaldags og úr takti við hræringar síðastliðinn áratug í tónlist sem byggist ofar öðru á hljóði og áferð (fremur en laglínum og hrynjandi). Framlag Yamash’ta minnir á barn sem situr hugfangið með heyrnartól á höfðinu framan við nýja hljómborð heimilisins og leikur sér að glamra á eitt hljóðanna sem fylgdi með og inniheldur orðið „space“ í titlinum. Fyrir vikið eru verkin stefnulaust dútl og dundur – hér nefni ég „Örlög“ og „Bergmál“ sérstaklega (hin lögin hans heita „Spásögn“ og „Gæfa“, þið sjáið hvert þemað er). Hluti Ragnhildar er af talsvert öðrum toga og á mun sterkari rætur í popptónlist. Skólakór Kársness er í aðalhlutverki í mörgum laganna og syngur oftast einfaldar laglínur. Stundum jaðra þær við að vera ein- feldningslegar, en þegar vel tekst upp eins og í „Vögguvísu,“ báðum hlutum „Dögunar“ og síðari hlutum „Engla“ framkallar kórinn raun- verulega fegurð. Ragnhildur reynir sjálf við hljóð- nemann í nokkrum laganna, en hún hefði betur látið það ógert. Hrjúf rödd hennar er svo úr takti við allt annað á þessari plötu að það verður hjákátlegt. „Svör“ er ágætislag eitt og sér, en sem hluti af þessu verki er það hreinlega út í hött. Ragnhild- ur reynir að brúa bilið milli popp- heimsins og slökunartónlistar í lag- inu „Fullorðnir tala“ en uppsker ekki annað en bjánahroll hjá und- irrituðum og tilfinningu fyrir til- gerð. Það sem stendur upp úr eru kór- hlutarnir og flutningur kórsins. Ragnhildur lýsir verkinu sjálf í um- slagi sem samtali milli „hinnar ungu barnsraddar og gamla japanska grjótsins. Hugsunin er að vekja at- hygli á hamingjustundum barna og draumum sem geta farið út í hrylli- lega martröð.“ Því miður hefur grjótið afskaplega fátt fram að færa (eðli málsins samkvæmt) meðan krakkarnir í Kársnesi eru ræðnir. Það er kórinn sem leiðir hlustand- ann í sannleika um „hamingjustund- ir barna“ og það er synd að rödd- unum hafi verið drekkt í þrettán og hálfrar milljón ára gamalli dulspeki og leiðindum. RAGNHILDUR Gísladóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með Bergmáli, verki sem var flutt í fyrsta sinn á Listahátíð í Reykjavík fyrir rúmu einu og hálfu ári. Ragnhildur starfar hér með jap- anska tónlistarmanninum Stomu Yamash’ta sem gat sér gott orð á áttunda áratugnum sem slagverks- leikari og Sjón – Norðurlandameist- ara í bókmenntum. Mikið var látið með steinhörpuna Sanukite sem Yamash’ta hafði með sér til landsins þegar verkið var frumflutt og vó um eitt tonn. „Hinir ævintýralegu hljómar Sanukite, líkt og skilaboð frá upphafi tímans, flytja okkur á tilverusvið sjáenda, dulspakra, og að takmarkalausum víðáttum Tómsins,“ segir í ávarpi Yamash’ta í umslagi disksins. Þessi nýaldarlegi texti kallast mjög á við framlag hans til tónlistarinnar á disknum sem minnir á fjöldamargar „slökunarplötur“ sem eru til sölu í heilsubúðum, Tiger og víðar, en slík tónlist er ekki mikils metin meðal þeirra sem telja sig hafa vit á músík. 13,5 milljón ára leiðindi TÓNLIST Geisladiskur Ragnhildur Gísladóttir, Stomu Ya- mash’ta, Sigtryggur Baldursson, Davíð Þór Jónsson og skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur flytja. Fjög- ur laganna eru eftir Yamash’ta og af- gangurinn eftir Ragnhildi. Sjón samdi texta. Upptökur fóru fram í Sanukite Studio í Japan, Reykholtskirkju, stúdíó Stemmu, Fella- og Hólakirkju og stúdíó Flís. Sigurður Rúnar Jónsson, Finnur Há- konarson og Terno Murakami tóku upp, Valgeir Sigurðsson hljóðblandaði og hljómjafnaði. Sturla Mio Þórisson, Noah Goldstein og Tsuyoshi Masuda aðstoð- uðu. 15 lög, 59:27. Ragnhildur Gísladóttir, Stomu Yamash’ta og Sjón – Bergmál  Atli Bollason Nú þegar hafa fimm listamennverið staðfestir á Aldrei fór ég suður – Rokkhátíð alþýðunnar, sem verður haldin á Ísafirði laugardag- inn 7. apríl. Þetta eru Benny Cres- pos Gang, Blonde Redhead, Jan Ma- yen, Lay Low og Æla. Í næstu viku verður heimasíða há- tíðarinnar opnuð á slóðinni www.ald- rei.is og eru allir þeir listamenn sem vilja taka þátt vinsamlegast beðnir um að lýsa yfir áhuga sínum á póst- fangið aldrei@aldrei.is hið allra fyrsta. Á síðunni verður hægt að nálgast allar upplýsingar um hátíð- ina og þá sem þar koma fram, fá fréttir af undirbúningi og stöðu mála og hlusta á tóndæmi frá einstökum listamönnum. Hátíðin er nú haldin fjórða árið í röð. Hún er runnin undan rifjum þeirra feðga Guðmundar Kristjáns- sonar, eða Mugga hafnarstjóra eins og hann er betur þekktur, og Arnar Elíasar Guðmundssonar sem betur er þekktur sem Mugison. Nokkurra manna nefnd hefur annast und- irbúning og framkvæmd hátíð- arinnar, en þar að auki hafa fjölmörg fyrirtæki og heimamenn á Ísafirði veitt stuðning sem seint verður met- inn til fjár segir í tilkynningu frá að- standendum hátíðarinnar. Á hverju ári hefur á þriðja tug innfæddra og innfluttra listamanna troðið upp við mikinn fögnuð Ísfirð- inga, nærsveitamanna og gesta úr öðrum héruðum sem oft koma langa leið til að mæta á hátíðina.Allir þeir listamenn sem fram hafa komið hafa gefið vinnu sína og þegið í staðinn flutning til Ísafjarðar og gistingu eftir þörfum, páskaveislu og gott partí. Hátíðin hefur alltaf staðið í um það bil 10 klukkustundir og má gera ráð fyrir öðru eins rokkflóði þetta árið. Aðgangur á Aldrei fór ég suður hefur alla tíð verið ókeypis og verður svo einnig þetta árið.    Fyrrver-andi Spice Girl gellan, Emma Bunton, er ólétt af sínu fyrsta barni. Emma, sem er 31 árs, á von á barninu með unnusta sín- um til átta ára, Jade Jones. Hinn 27 ára Jones er fyrrverandi meðlimur breska strákabandsins Damage. Fólk folk@mbl.is ÓFAGRA VERÖLD Lau 3/2 kl. 20 Fös 9/2 kl. 20 Sun 18/2 kl. 20 Fim 22/2 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Fös 2/2 kl. 20 UPPS. Lau 10/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Fös 2/3 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPSELT Fim 17/5 kl. 20 UPPSELT Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 UPPSELT Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 MEIN KAMPF Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Í kvöld kl. 20 Frumsýning UPPSELT Fim 1/2 kl. 20 Sun 4/2 kl. 20 Fös 9/2 kl. 20 Sun 11/2 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Lau 17/2 kl. 20 Lau 24/2 kl. 20 Lau 3/3 kl. 20 Fim 8/3 kl. 20 Miðasala hafin Miðaverð 3.400 DAGUR VONAR Í kvöld kl. 20 AUKASÝNING Lau 3/2 kl. 20 UPPSELT Sun 4/2 kl. 20 UPPSELT Fös 9/2 kl 20 UPPSELT Sun 11/2 kl. 20 Lau 17/2 kl. 20 UPPSELT Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. FOOTLOOSE Í kvöld kl. 20 AUKASÝNING Allra síðasta sýning RONJA RÆNINGJADÓTTIR Í dag kl. 14 Sun 4/2 kl. 14 Sun 11/2 kl. 14 Sun 18/2 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fim 8/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Síðustu sýningar KARÍUS OG BAKTUS Sun 4/2 kl. 13 UPPS. Sun 4/2 kl. 14 UPPS. Sun 4/2 kl. 15 UPPS. Sun 11/2 kl. 13 UPPS. Sun 11/2 kl. 14 UPPS. Sun 11/2 kl. 15 UPPS. Sun 18/2 kl. 13 UPPS. Sun 18/2 kl. 14 UPPS. Sun 18/2 kl. 15 UPPS. Sun 25/2 kl. 13 UPPS. Sun 25/2 kl. 14 UPPS. Sun 25/2 kl. 15 UPPS. Sun 4/3 kl. 13 UPPS. Sun 4/3 kl. 14 UPPS. Sun 4/3 kl. 15 UPPS. Sun 11/3 kl.13 UPPS. Sun 11/3 kl. 14 UPPS. Sun 11/3 kl. 15 UPPS. Sun 18/3 kl. 13 UPPS. Sun 18/3 kl. 14 UPPS. Sun 18/3 kl. 15 UPPS. Sun 25/3 kl. 13 Sun 25/3 kl. 14 Sun 25/3 kl. 15 Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress e. STRAVINSKY Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - örfá sæti laus 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 – 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 IGOR STRAVINSKY www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ÞÚFINNUREKKIBETIRSKEMMTUN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX 25 ÁRA OG YNGRI FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI Í SAL ! Kynning fyrir sýningu í boði VÍÓ Kl. 19.15 (ekki á frumsýningu) Ingibjörg Eyþórsdóttir, tónlistarfræðingur hefur umsjón með kynningunni ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA Í 25 ÁR Allra síðustu sýningar Sýnt í Iðnó Fös. 26/1 Sun. 28/1 Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 klst. fyrir sýn. Sími 562 9700 www.idno.is Sýningar kl. 20 ll í stu i ar! Aukasýningar í janúar Myrkir músíkdagar www.listir.is Tónskáldafélag Íslands Nánari upplýsingar á: pabbinn.is Leikstjóri: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16:00 virka daga. Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) 3. sýning – föstudaginn 2. febrúar kl. 20.00 4. sýning – laugardaginn 3. febrúar kl. 20.00 5. sýning – föstudaginn 9. febrúar kl. 20.00 6. sýning – laugardaginn 10. febrúar kl. 20.00 7. sýning – fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00 8. sýning – laugardaginn 17. febrúar kl. 20.00 MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Svartur köttur Sun. 28. jan. kl. 20 Aukasýn. UPPSELT Fim. 1. feb. kl. 20 Aukasýn. Örfá sæti - Umræður eftir sýn. Fös. 2. feb. kl. 20 6. kortasýn. UPPSELT Lau. 3. feb. kl. 20 7. kortasýn. UPPSELT Næstu sýn: 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Skoppa og Skrítla - forsala hafin! Sýnt í Rýminu Lau. 10. feb. kl. 11 og 12.15 Örfá sæti Sun. 11. feb. kl. 11 Sala hafin! Karíus og Baktus - Sýningar í Reykjavík! Sun 4. feb kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 11.feb kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 18. feb kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25. feb kl. 14 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 4.mars kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 11. mars kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Næstu sýn: 18. og 25. mars. Selt í Borgarleikhúsinu. Sérstakt tilboð til VISA kreditkorthafa í janúar:* Miðinn í forsölu á 1.950 kr. í stað 2.900 kr. *500 kr. afsláttur á miða eftir það. LEIKRITBYGGTÁSÖGUSTEPHEN KING VALDIMAR ÖRN FLYGENRINGÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR FORSALA Á MISERY ER HAFIN Sýnt á NASA við Austurvöll Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 11 - 16 í síma 511 1302 eða á NASA.is 2. sýning sunnudaginn 28. janúar kl. 20 3. sýning laugardaginn 3. febrúar kl. 18 4. sýning sunnudaginn 4. febrúar kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.