Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 65
menning
www.sambio.is
ATH!
Bókin sem myndin er
byggð á hefur verið
endurútgefin Sýnd í stafrænum gæðum
í Sambíóunum Kringlunni
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
50
33
0
1/
07
Skráðu þig á www.ibliduogstridu.is
Þú getur sýnt stuðning þinn í verki með því að fara á
vefsíðuna ibliduogstridu.is og skrá þig í „Í blíðu og
stríðu“, stuðningssamtök handboltalandsliðsins fyrir
heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi.
Á vefsíðunni mætast stuðningsmenn og landsliðsmenn,
þar birtast nýjustu fréttir, sýnd eru valin myndbrot úr
leikjum, allir blogga, spjalla, hvetja íslenska landsliðið og
birta myndir frá keppninni og af íslenskum stuðnings-
mönnum á leikjunum sem hafa staðið sig frábærlega.
STYÐJUM STRÁKANA Í BLÍÐU OG STRÍÐU
DANSSMIÐJA Íslenska dans-
flokksins er hugsuð sem til-
raunastöð fyrir danshöfunda sem
eru að smíða sín fyrstu dansverk.
Dansverkin sem þaðan koma eru
ekki fullmótuð en engu að síður eru
þau kynnt og sýnd áhorfendum.
Höfundurinn Steve Lorenz gekk
til liðs við ÍD árið 2002 og hefur
dansað í sýningum flokksins allar
götur síðan. Áður nam hann við
dansakademíuna í Rotterdam. Lo-
renz sýndi frumraun sína sem
danshöfundur á miðvikudaginn var.
Verk hans Images fjallar um hroka
mannsins gagnvart öðru lífi á jörð-
inni, yfirgang mannsins og eyði-
leggingu. Að lokum fjarlæga sýn
okkar á stríðsástandið víðsvegar
um heim allan.
Á nýja sviði Borgarleikhússins
héngu ljós tjöld í hálfhring. Þau
gerðu það að verkum að sviðið virt-
ist stærra og fallegra en ella. Verk-
ið hófst á því að fólk var spurt
spurninga í vídeómynd sem varpað
var uppsviðs; hvort það ætti sjón-
varp, hvort það horfði á fréttir,
hvað þá helst og að lokum hvort
það teldi stríð á Íslandi mögulegt?
Dansararnir gengu inn á sviðið og
virtu fyrir sér ný og breytileg
myndskot, aðallega frá stríðs-
átökum. Dansinn hófst í hnipri á
gólfinu og færðist út í smáar
handa- og höfuðhreyfingar. Skipst
var á setningum eða hugrenn-
ingaglefsum um draum eða martröð
síðustu nætur. Hugrenningarnar
báru með sér kvíða um yfirvofandi
óhugnað, eins og stríð. Danshreyf-
ingarnar stækkuðu og hringlaga
form mynduðust með líkamanum
öllum eða höndunum einum saman.
Rappað byssuleiksinnskot í anda
tölvuleikja og stutt teiknimynd um
veru mannsins á jörðinni rak enda-
hnútinn á verkið.
Ágætis uppbygging var í dans-
gerðinni, hvernig byrjað var í
hnipri á gólfinu og endað út um allt
svið, þó skorti á samhæfni dans-
aranna á þessu vinnslustigi. Tæt-
ingslegur stíll hreyfinganna gerði
þær á köflum viðvaningslegar.
Nokkuð vantaði á skipulega upp-
byggingu hugmynda til að verkið
myndaði sannfærandi heild. List-
ræni þátturinn var ekki nægilega
sterkur en verkið er enn í mótun og
ómögulegt að vita hvernig loka-
útkoman verður. Búningarnir fóru
dönsurunum vel, látlausar svartar
buxur og hvítar skyrtur. Dans-
verkið er ágætisfrumraun hjá höf-
undi. Í því má breyta og bæta með
áframhaldandi skoðun og vinnu.
Það er óskandi að verkið verði sýnt
fullmótað síðar. Tilraunastofa ÍD er
frábært innlegg til þróunar dans-
listar og á örugglega eftir að bera
góðan ávöxt í náinni framtíð.
Verk í vinnslu
DANS
Nýja svið Borgarleikhússins
Danshöfundur: Steve Lorenz. Dansarar:
Aðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Cor-
bett, Damian Michael Gmur, Emeilía
Benedikta Gísladóttir, Hjördís Lilja Örn-
ólfsdóttir. Mivikudagur 24. janúar 2007.
Images – Danssmiðja Íslenska dans-
flokksins
Lilja Ívarsdóttir
TÓNLISTIN á fyrstu plötu Ca-
nora hljómar eins og blanda af
Backstreet Boys og kexkökusk-
rímslinu úr Sesame Street. Alltént
ef marka ber lýsingu sveitarinnar
sjálfar á myspace-setri sínu (mys-
pace.com/canoraonline). Tónlistin
hljómar auðvitað ekkert eins og
þetta tvennt, en lýsingin gefur
engu að síður nokkuð mikilvægt til
kynna. Canora nálgast rokkið af
hæfilegri léttúð og grallaraskap,
nokkuð sem vinnur með henni.
Canora er reist á rústum hljóm-
sveitarinnar d.u.s.t., en sú sveit gaf
út samnefnda plötu árið 2002. Ekki
var nú undirrit-
aður hrifinn af
henni, ófrumleg
blanda af ný-
þungarokki og
nýgruggi, og
þessi plata hér
því töluverð framför.
Tónlistin á Kelvinator er þyngri
– og ekki. Hér er verið að prófa
þessa nýtilkomnu þungt/létt-
blöndu sem hin bandaríska Kills-
witch Engage hefur t.a.m. gert
vinsæla. Skipt er örsnöggt úr níð-
þungum köflum, þar sem menn
rymja og öskra, yfir í einkar mel-
ódíska þar sem raddanir og blíðu-
hót ráða ríkjum. Aðrar sveitir sem
í hugann koma í þessu samhengi
eru t.d. hin kanadíska Into Et-
ernity (sem heimsótti Ísland árið
2004) og hin íslenska Nevolution.
Kelvinator ber þannig með sér
talsverðan hrærigraut, þyngstu
riffin minna talsvert á síðari tíma
Sepultura, hér er tvígítarspil í
anda Maiden (Gautaborgarhljóm-
urinn) og grípandi viðlög þar sem
er raddað að hætti hinnar sálugu
Alice in Chains.
Úrvinnsla öll er þó til muna mel-
ódískari og aðgengilegri hjá Ca-
nora en í þeim hljómsveit-
ardæmum sem ég tók. Menn eru
auðheyranlega ekki hræddir við að
reyna hitt og þetta í lögunum,
einslags styrkjandi kæruleysi, sem
gerir mörgum lögunum gott. Sum
lögin hefðu þó haft gott af meiri
yfirlegu. Á heildina litið er það þó
þessi léttleiki sem maður finnur
fyrir sem hífir plötuna upp, hér er
húmor sem er farið að vanta sár-
lega í nútímaþungarokk. Canora-
liðar þurfa vissulega að slípa hitt
og þetta til en þetta er allt saman
á réttri og góðri leið.
Úr rykmekkinum
TÓNLIST
Geisladiskur
Canora er skipuð þeim Alberti (söngur,
gítar), Jakobi (gítar, söngur), Bæring
(bassi) og Magnúsi (trommur). Lög og
textar eftir Canora. Plötunni var upptök-
ustýrt af Ronan Chris Murphy sem einnig
sá um hljóðritun og hljóðblöndun. Dave
Collins hljómjafnaði. Tuddi gefur út.
Canora – Kelvinator
Arnar Eggert Thoroddsen
Leikkonan Heather Graham fer með hlut-verk lesbíu í næstu mynd sinni, Gray Mat-
ters.
Hún leikur konuna Gray sem uppgötvar að
hún er samkynhneigð eftir að hún verður ást-
fangin af kærustu bróður síns.
Stúlkan sem hún verður ástfangin af er leikin
af Bridget Moynahan sem lék með Will Smith í
myndinni I Robot.
„Þetta er rómantísk gamanmynd þar sem ég
kem út úr skápnum,“ segir hin 36 ára Graham
um myndina. Hún og Moynahan eiga í eldheit-
um ástarsenum í myndinni og fannst Graham
ekki óþægilegt að leika í ástarsenu á móti konu.
Graham lék klámstjörnu í myndinni Boogie
Nights og vændiskonu í From Hell.
Fólk folk@mbl.is