Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 69

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 69 dægradvöl 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. c4 e6 5. Rc3 Rd7 6. a3 f6 7. f4 fxe5 8. fxe5 dxc4 9. Rge2 b5 10. Rg3 Re7 11. Df3 Bg6 12. Rce4 Rf5 13. Rxf5 Bxf5 14. Rg3 Hc8 15. Rxf5 exf5 16. h4 Be7 17. Dxf5 Bxh4+ 18. Kd1 g6 19. De6+ De7 20. Dg4 O-O 21. g3 Rxe5 22. dxe5 Dxe5 23. Bxc4+ bxc4 24. Dxc4+ Hf7 25. Hxh4 Hd8+ 26. Kc2 Hd5 27. Kb3 Hc5 28. De4 Dxg3+ 29. Ka2 He5 30. Dc4 Hef5 31. Bd2 Dd6 32. Bc3 Hc5 33. Db3 Hb5 Staðan kom upp á lokuðu, alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu. Heimamaðurinn Ro- berto Mogranzini (2401) hafði hvítt gegn landa sínum Denis Rombaldoni (2377). 34. Hxh7! Kxh7, svartur hefði orðið mát eftir 34 … Hxb3 35. Hh8#. 35. Dxf7+ Kh6 36. Hh1+ Hh5 37. Hxh5+ Kxh5 38. Dh7+ Kg4 39. Dxa7 Dd5+ 40. b3 c5 41. Da6 Dg2+ 42. Bb2 g5 43. Dc4+ Kh3 44. Dxc5 g4 45. a4 De4 46. Bd4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Prósentuspilarinn. Norður ♠D92 ♥654 ♦ÁD3 ♣K843 Vestur Austur ♠106 ♠KG7 ♥10982 ♥ÁKDG ♦54 ♦10976 ♣109752 ♣DG Suður ♠Á8543 ♥73 ♦KG82 ♣Á6 Suður spilar fjóra ♠ Austur vakti á sterku grandi (15–17), suður stakk inn tveimur spöðum og norður lyfti í fjóra. Hjarta út og suður trompar það þriðja. Hvernig á að fara í spaðann? Sagnhafi veit að kóngurinn liggur á eftir ásnum, en hvort á reyna að fella kónginn annan eða spila upp á hina íðilfögru „innri-svíningu“, sem kennd er við Brasilíumanninn Gabriel Chagas? Þá er stólað á að bakhönd sé með KGx eða K10x – fyrst smáu spilað á níuna og svo er drottningin látin svífa yfir næst og gleypa millispilið (tíu eða gosa). Fag- urkerinn væri ekki í vafa („hafa skal það sem fegurra reynist“), en prósentuspil- arinn rannsakar málið fyrst. Hann spil- ar spaða á níuna, kannar svo laufleguna og spilar upp á Chagas-svíninguna þeg- ar austur sýnir tvílit í laufi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 óhentugt, 8 svali, 9 sér, 10 verkfæri, 11 róta í, 13 nytjalönd, 15 karldýr, 18 hólf, 21 grænmeti, 22 svæfils, 23 dráttardýrið, 24 spýtubakka. Lóðrétt | 2 handfang, 3 hafna, 4 flatur steinn, 5 megnar, 6 ökutækis, 7 skjótur, 12 hlaup, 14 knæpa, 15 hests, 16 bál, 17 hávaði, 18 dúr, 19 brotsjór, 20 heimili. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kutar, 4 snáks, 7 labbi, 8 ámóta, 9 fyl, 11 slár, 13 rita, 14 Ingvi, 15 traf, 17 skop, 20 ara, 22 úrgur, 23 urðar, 24 senna, 25 taðið. Lóðrétt: 1 kalls, 2 tíbrá, 3 reif, 4 stál, 5 ágóði, 6 skapa, 10 ylgur, 12 rif, 13 ris, 15 trúss, 16 angan, 18 kóðið, 19 párið, 20 arga, 21 aumt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Verslunarkeðja hér á landi hefurákveðið að verðlauna þá birgja sem ekki hafa hækkað verð með því að halda fram vörum þeirra sér- staklega. Hvaða verslunarkeðja er þetta? 2Helgi Áss Grétarsson lögfræð-ingur hefur kannað lagalegar hliðar kvótakerfisins frá 1984–1990. Fyrir hvað er Helgi þó kunnastur? 3Nokkrir íslenskir viðskipta- og list-frömuðir sækja alþjóðlega ráð- stefnu í Sviss. Við hvað er ráðstefnan kennd? 4 Þremur ungum myndlist-armönnum var úthlutað styrkjum í vikunni. Úr hvaða sjóði? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Til stendur að sýna nýtt íslenskt leikrit bæði hér heima í Borgarleikhúsinu og í Maxím Gorkí-leikhúsinu í Berlín. Hverjir eru höfundar þess? Svar: Þorleifur Arnarson og Andri Snær Magnason. 2. Hvað er gert ráð fyrir löngum viðbragðstíma ef stíflurof verð- ur í Hálslóni við Kárahnjúka? Svar: 90 mín- útum. 3. Hver er helsta breytingin sem verður með nýjum samningi ríkis og sauð- fjárbænda? Svar: Útflutningsskyldan fellur niður. 4. Ný samtök voru stofnuð vegna þjóðlendumála. Hvað heita þau? Svar: Landssamtök landeigenda á Íslandi. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    FYRIR ekki svo löngu var tölu- verð umræða um tónlistar- og ráð- stefnuhöllina fyrirhuguðu. En ekki um það hvort Íslenska óperan ætti að fá að vera þar inni eða ekki, heldur um kammersalinn í risa- húsinu – og um kammermúsík al- mennt á Íslandi. Í tónlistarhúsinu verður nefnilega ekki bara salur fyrir sinfóníutónleika, heldur fyrir minni uppákomur líka. Það var mál manna að kammersalurinn í tónlistarhöllinni yrði of stór; þar yrðu um 400 sæti ef ég man rétt. Kammertónleikar á Íslandi löðuðu ekki að sér marga tónleikagesti og 400 sæta salur yrði því alltaf hálf- tómur á kammertónleikum. Nú veit ég ekki hversu klókt það var af ýmsum framámönnum í tónlistarlífinu að auglýsa svona vel takmarkaðan áhuga almennings á kammertónlist. En skaðinn er skeður. Sem betur fer rættist ósk- in líka, og óhætt er að segja að vegir Drottins séu órannsanlegir. Þeir sem sjá um að byggja tónlist- arhöllina neituðu að minnka sal- inn, en þá kom SÁÁ til skjalanna eins og hvítur ofurriddari og gerð- ist verkfæri almættisins. Ég nefni hér til sögunnar alveg nýjan kammertónleikasal, sem er í glænýju húsi SÁÁ í Efstaleiti 7. Salurinn tekur um 200 manns og í honum er fallegur Bösendorfer- flygill. Nú þori ég ekki að dæma um hljómburð út frá einum tón- leikum, en það sem heyrðist á mánudagskvöldið lofaði bara góðu. Í rauninni virtist salurinn í alla staði hinn prýðilegasti og eina sem finna mátti að var lýsingin, en hún var talsvert of mikil. Það var ein- hvern veginn ekki eins og maður væri á tónleikum, heldur í kennslustund, sem var varla við hæfi. En væntanlega er lítið mál að stilla birtuna. Kannski var birtan í salnum hugsuð sem mótvægi við Myrka músíkdaga, en tónleikarnir voru einmitt hluti af hátíðinni. Í öllu falli birti í sál minni strax í upp- hafi tónleikanna (þrátt fyrir að maður missti af því að sjá Íslend- inga bursta Frakka í handbolt- anum á sama tíma). Fyrsta atriðið á dagskránni var stórglæsilegt, Rythm Strip eftir Áskel Másson, um tíu ára gamalt verk sem tón- skáldið samdi í kringum hjartslátt og önnur regluleg hljóð í umhverf- inu. Hugsanlega urðu þó ein- hverjir tónleikagestir fyrir hjart- sláttartruflunum þegar tónlistin hófst; tveir slagverksleikarar, sem staddir voru á svölum fyrir ofan áheyrendur, byrjuðu svo skyndi- lega að lemja á sneriltrommur, að fólk hrökk í kút. Samt var enginn borinn út af tónleikunum og var uppákoman því hin skemmtileg- asta, enda verkið glæsilegt eins og áður sagði. Segja má að dagskrá tón- leikanna hafi verið samloka þar sem Áskell var brauðið en fjögur önnur tónskáld áleggið. Áskell átti nefnilega líka lokatónsmíðina, Trommu frá 2002, sem sló í gegn – í orðsins fyllstu merkingu. Þvílíkar barsmíðar! Hér var viðfangsefni meistarans rytmar frá Hawaii og víðar og voru þeir meistaralega út- færðir, bæði af tónskáldinu og slagverkssnillingunum Frank Aarnink og Steef van Oosterhout, sem hér voru ekki lengur á svöl- unum heldur beint fyrir framan áheyrendur. Útkoman var með því flottara sem ég hef lengi heyrt. Eiginlega stal Áskell senunni frá hinum tónskáldunum. Og samt var margt eftir þau fallegt líka. Ég hef áður skrifað um hina lág- stemmdu og dulúðugu Frankly eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en verkið er í það heila skáldlegt og hrífandi. 35II eftir Inga Garðar Erlendsson, sem hér var frum- flutt, var sömuleiðis eftirtekt- arvert fyrir skýra og hnitmiðaða uppbyggingu, og önnur frumflutt tónsmíð, Dögun eftir Harald V. Sveinbjörnsson, var heillandi blæ- brigðarík. Loks var víbrafónverkið Haustlitir eftir Gunnar Reyni Sveinsson notalega frjálslegt áheyrnar, en samt skemmtilega stílhreint. Eins og ljóst hlýtur að vera þá voru þetta líflegir tónleikar með frábærum slagverksleikurum. Spennandi verður að fara á fleiri tónleika í nýja salnum; vonandi á hann eftir að reynast vel. Hjartsláttartruflanir í sal SÁÁ TÓNLIST Von – salur SÁÁ Steef van Oosterhout og Frank Aarnink fluttu tónlist eftir Áskel Másson, Önnu Þorvaldsdóttur, Inga Garðar Erlendsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Harald V. Sveinbjörnsson. Mánudagur 22. janúar. Slagverkstónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.