Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 28. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Lægir og léttir
til með morgn-
inum en vaxandi
sunnanátt síðdegis
með rigningu sunnan- og
vestanlands. » 8
Heitast Kaldast
8°C 0°C
VIÐVÖRUNARLJÓS kviknaði í mæla-
borði Boeing 575-200-vöruflutningavélar
Icelandair skammt austur af landinu í
gærmorgun. Hún var að koma frá Jön-
köping í Svíþjóð og á leið til Keflavíkur.
Hættuástandi var lýst yfir kl. 8:44 þeg-
ar viðvörunarljós gaf til kynna að eldur
væri í farangursrými. Tveir flugmenn
voru um borð og vélinni snúið til Egils-
staða þar sem var mikill viðbúnaður lög-
reglu, björgunarsveita og liðs Bruna-
varna Héraðs og Borgarfjarðar. Einnig
var neyðarútkall hjá Landhelgisgæslunni.
Vélin lenti rúmlega níu á Egilsstöðum og
fljótlega eftir lendingu kom í ljós að eld-
ur var hvergi í henni. Óskar Bjartmarz
yfirlögregluþjónn, sem stjórnaði aðgerð-
um á vettvangi, afturkallaði viðbúnaðar-
ástand kl. 9:40. Flugvirkjar frá Flug-
stoðum fóru austur í gær til að rannsaka
málið.
Viðvörun um
eld í flugvél
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hættuástand Um tíma var álitið að eldur
væri laus í flutningavél sem nauðlenti á
Egilsstaðaflugvelli í gærmorgun.
NÝ sæti og afþreyingarkerfi fyrir hvern
flugfarþega verða brátt í öllum Boeing
757-þotum Icelandair.
Með þessu segir Jón Karl Ólafsson, for-
stjóri Icelandair og Icelandair Group, að
flugfélagið ætli að vera í hæsta gæða-
flokki hvað varðar þjónustu um borð og
upplifun farþega. Það verði jafnframt
áfram í fararbroddi í hagstæðum flugfar-
gjöldum.
Á baki flugsætanna verða skjáir með
skemmtikerfi sem farþegar fyrir aftan
geta nýtt sér eftir eigin höfði. Til dæmis
segir Jón Karl að menn sjái fyrir sér að
hver farþegi hafi aðgang að fjölda nýrra
kvikmynda, sjónvarpsþátta og tölvuleikja,
tónlist og bókum og öðru lesefni. Þá geti
farþegar fylgst með fluginu sjálfu meðan
á því standi. Hann segir tæknina að auki
bjóða upp á að farþegar geti keypt tónlist
og aðra stafræna vöru. Umtalsverðir
tekjumöguleikar fyrir félagið liggi í slíkri
sölu og muni tækin m.a. geta tekið
greiðslukort.
Nýju sætin munu svo veita farþegum
aukin þægindi og svigrúm. | 6
Allir farþegar fá
sinn eigin skjá
ÓVENJUMIKIÐ hefur fundist hér af vog-
meyjum undanfarið. Dragnótabáturinn Höfr-
ungur BA fékk nýlega tvær vogmeyjar með
stuttu millibili í Arnarfirði og Brimnes BA
hafði veitt þar eina nokkru fyrr og náðist sú lif-
andi um borð, en drapst skömmu síðar. Þá
fann Ólafur Gíslason, bóndi í Neðri-Bæ í Sel-
árdal, fjórar vogmeyjar reknar í fjöru undan
Króki, ysta bæ í Selárdal, fyrir um viku og eina
rak í Fossfirði á liðnu sumri.
Ólafur Bernódusson, fréttaritari Morg-
unblaðsins, var á nýársgöngu sinni í upphafi
ársins þegar hann fann fimm vogmeyjar rekn-
ar í fjöru á Finnsstaðanesi rétt norðan við
Skagaströnd. Að sögn Ólafs voru fiskarnir í
misgóðu ásigkomulagi en einn þeirra, sá sem
er á myndinni, var alveg óskemmdur og því
sennilega nýrekinn.
Rétt eftir áramótin barst Náttúrustofu
Norðausturlands tilkynning um reknar vog-
meyjar í Héðinsvík á Tjörnesi, nálægt Húsa-
vík. Þar reyndist 35 vogmeyjar hafa rekið á
land. Voru flestar um einn metri á lengd. Fisk-
arnir voru flestir illa farnir.
Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun, man ekki til þess að eins
margar vogmeyjar hafi fundist og nú. Hann
sagði að vogmærin héldi sig einkum suður og
suðvestur af landinu. Óvenjumikið virðist hafa
borist af vogmey norður með landinu í haust
og sumar. Skip sem var að kolmunnaveiðum á
Dohrn-banka fékk t.d. talsvert af vogmeyjum.
„Þetta er afskaplega lélegur sundfiskur
og berst með straumum. Þegar hún kemur
norður í kaldari sjó ráða straumarnir því lík-
lega hvar hún lendir,“ sagði Jónbjörn.
Vogmærin er silfurgljáandi að lit og með
rauðan bakugga, stirtlu og sporð. Hún er
þunnvaxin og getur orðið allt að þriggja
metra löng, að því er segir á Vísindavef Há-
skóla Íslands. Í Ferðabók Eggerts og
Bjarna segir að vogmeyjar komi með flóðinu
að landi í grunnum víkum og vogum, einkum
þar sem botninn sé sendinn. Hún sé svo lit-
fögur og mjúk að hún sé kennd við mey.
Á vefnum bildudalur.is kemur fram að
100–200 vogmeyjar hafi rekið á land í Arn-
arfirði á árunum 1892–1895.
Óvenjumikið af vogmeyjum
Vogmeyjar hafa fundist reknar og veiðst það sem af er árinu í Arnarfirði, á Skagaströnd og
Tjörnesi. Fiskifræðingur Hafrannsóknastofnunar man ekki aðra eins vogmeyjagengd og nú
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Fiskur Vogmærin er fallegur fiskur en þykir
ekki góð til átu, enda lítill matur í henni.
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef-
ur hafið innflutning á fóðurblönd-
um í samvinnu við DLG, stærsta
fyrirtæki á þessu sviði á Norður-
löndum. Steinþór Skúlason, for-
stjóri Sláturfélagsins, segir mark-
miðið að bjóða bændum 10–20%
lægra verð á kjarnfóðri en þeir eiga
kost á í dag.
Kannanir sem gerðar hafa verið
á fóðurverði milli Íslands og Dan-
merkur benda til þess að verðið sé
um tvöfalt dýrara á Íslandi. Tals-
menn bænda segja að þetta ráði
mjög miklu um að þeir hafi getað
boðið kjöt á sama verði og í Dan-
mörku. Fóðurkostnaður er t.d. um
helmingur af öllum kostnaði við
framleiðslu á svínakjöti.
Steinþór segir að með innflutn-
ingi á fóðri vilji SS stuðla að lægri
framleiðslukostnaði hjá bændum.
Hann telur að skort hafi á sam-
keppni á þessu sviði.
Steinþór segir að til að byrja
með muni félagið leggja áherslu á
að bjóða fóðurblöndur fyrir kúa-
bændur og í framhaldinu einnig
fyrir kjúklingaframleiðendur, en
SS er stór hluthafi í tveimur kjúk-
lingafyrirtækjum, Reykjagarði og
Ísfugli. Hann segir að búið sé að
aðlaga innfluttu fóðurblöndurnar
íslenskum aðstæðum.
Landbúnaðarráðherra afnam sl.
sumar fóðurtoll á hráefni til fóður-
gerðar og lækkaði um helming toll
á fullbúnar fóðurblöndur. Steinþór
gagnrýnir að tollur á fullbúnar fóð-
urblöndur skuli ekki hafa verið
felldur algerlega niður. Verði toll-
urinn ekki felldur niður verði inn-
flutta fóðrið 10% dýrara en það
þyrfti annars að vera.
Verð á fóðri hefur hækkað að
undanförnu. Fóðurblandan hækk-
aði verð um áramót og Lífland hef-
ur tilkynnt að fyrirtækið muni
hækka verð um 4% 1. febrúar.
Ætlar að bjóða 10–20%
lægra verð á kjarnfóðri
Í HNOTSKURN
»Verð á fóðri hér á landier um tvöfalt dýrara en í
Danmörku. Þetta skýrir að
hluta til hátt verð á kjöti.
»Heimsmarkaðsverð áfóðri hefur verið að
hækka m.a. vegna þess að
farið er að nota korn í elds-
neytisframleiðslu (bio-disel).
Í Ameríku hafa verið settar
fram kröfur af yfirvöldum
um að 8% af öllu eldsneyti
þar í landi skuli vera bio-
disel. Neytendur | 28
Biðin eftir strætó þarf ekki að vera langdregin
eða leiðinleg, eins og þetta unga fólk sýndi
með áþreifanlegum hætti við biðstöðina við
Vonarstræti í gær. Hlýnandi veður und-
anfarna daga hefur án efa gert mörgum bið-
ina léttbærari.
Eins og áður hefur komið fram í Morg-
unblaðinu fjölgaði farþegum Strætó á síðasta
ári um 3–4%.
Morgunblaðið/Ásdís
Brugðið á leik við biðstöðina