Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 32. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MEÐ SÝNIÞÖRF HLJÓMSVEITARRÚTA DR. SPOCK ENDURSPEGLAR EIGENDURNA >> BÍLAR ÞÚ MÁTT SKRIFA SJÁLFSTÆTT FÓLK II ÁGRÁUSVÆÐI ÓVARIN HUGMYND >> 45 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is AUKIN samkeppni í sölu á bensíni hér á landi hefur ekki leitt til þess að óarðbærum bensínstöðvum sé lokað líkt og gerðist í Danmörku fyrir nokkrum árum. Olíufyrirtækin hafa hins vegar breytt mörgum stöðvum í mannlausar stöðvar. Nú eru um 65 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og um 200 á landinu öllu. Eins konar bensínstríð hófst í Danmörku árið 2003 þegar Q8 lækk- aði verð í þeim tilgangi að ná meiri markaðshlutdeild. Önnur olíufélög fylgdu í kjölfarið. Þessi harða sam- keppni leiddi til þess að olíufélögin neyddust til að hagræða í rekstri, m.a. með því að loka óarðbærum bensínstöðvum. Vel á annað hundrað stöðvum var lokað. Fleiri ómannaðar stöðvar Hér á landi hefur bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu ekki fækkað þrátt fyrir að samkeppni hafi aukist, m.a. með tilkomu Atlantsolíu inn á markaðinn. Þvert á móti hefur þeim fjölgað. Atlantsolía rekur núna átta bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og hin olíufélögin hafa opnað stöðvar í nýjum hverfum. Verið er að und- irbúa opnun bensínstöðva í Norð- lingaholti, Vallahverfi og á næstunni verður ný stöð opnuð á Akureyri. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að það dragi úr hagkvæmni sumra eldri bensínstöðva þegar bensínstöðvun- um fjölgar. Olíufélögin hafa brugðist við þessu með því að breyta nokkrum þjónustustöðvum í ómannaðar sjálfs- afgreiðslustöðvar. Þá hefur stöðvum á landsbyggðinni fækkað. Núna eru reknar 65 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en það þýðir að um 2.800 íbúar eru um hverja bensínstöð. Fer fram hjá sex bensínstöðvum Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segist vera þeirrar skoð- unar að nauðsynlegt sé að tryggja aðkomu nýrra aðila inn á markað sem einkennst hafi af fákeppni enda sé kveðið á um það í samkeppnislög- um. Hann segist þó geta tekið undir það sjónarmið að bensínstöðvar á Ís- landi séu of margar. Hann tekur sem dæmi að hann þurfi að aka um 6 km leið frá heimili í vinnu, en á leiðinni aki hann fram hjá sex bensínstöðv- um. Lokað Mörgum bensínstöðvum í Danmörku hefur verið lokað. Bensín- stöðvunum fjölgar enn HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm yfir karl- manni á fimmtugsaldri sem áður hafði verið dæmd- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur til tveggja ára fang- elsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Niðurstaða Hæstaréttar var að maðurinn skyldi sæta fangelsi í 18 mánuði. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum 2,4 milljónir króna í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að að virtum þeim at- riðum sem greini í héraðsdómi varðandi ákvörðun refsingar og að teknu tilliti til dómaframkvæmdar Hæstaréttar í málum sem varði með hliðstæðum hætti brot gegn 1. mgr. og 2. mgr. 202. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verði ákærða gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. En í 1. mgr. 202. gr. laganna segir: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum,“ og í 2. mgr.: „Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum.“ Almennt á að nýta refsirammann Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, sagðist ekki tjá sig um niðurstöðu einstakra dómsmála. Almennt talað finnist honum hins vegar að þegar um sé að ræða ítrekuð kynferðisbrot gegn mörgum börnum sé um mjög alvarlega háttsemi að ræða og þá eigi að nýta refsiramma laganna til hins fimm stúlkubörnum á árunum 1995–2005 auk þess sem í tölvu hans fundust 210 barnaklámmyndir. Maðurinn hafði ljósmyndað tvö fórnarlömb sín í klámfengnum tilgangi. Af einni telpunni tók hann ljósmyndir í afmæli barna sinna og skeytti saman við aðra mynd af nöktum karlmanni. Einnig tók hann myndir af telpu þegar hún var nakin úti í garði heima hjá honum ásamt dóttur hans. Börnin tengdust flest manninum, s.s. í gegnum börn hans sjálfs, og taldi héraðsdómur að brotin væru alvarleg trúnaðarbrot sem beindust að stúlk- um sem honum var beint og óbeint treyst fyrir. Eitt atvikið var þannig að telpa hafði farið með manninum og börnum hans í útilegu þegar hann braut gegn henni. Eins braut maðurinn gegn telpu sem fengið hafði að gista á heimili hans. Yngsta telpan var þriggja ára þegar ákærði braut gegn henni. Fyrir héraðsdómi kom fram að sjálfsmynd einn- ar stúlkunnar væri mjög veik, um yngstu telpuna sagði félagsráðgjafi að hún væri óvenjulega upp- stökk, kvíðin og grátgjörn og ætti erfitt með að slaka á. Um telpu sem ákærði ljósmyndaði sagði ráðgjafinn að atburðurinn hefði haft neikvæð áhrif á geðheilsu hennar. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari flutti málið af hálfu ákæru- valdsins en Sveinn Andri Sveinsson hrl. varði manninn. ýtrasta; einkum þegar það bætist einnig við að við- komandi játi ekki brot sín og ekkert komi fram um iðrun hins dæmda og viðurkenningu á ábyrgð sinni. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Milduðu dóminn  Hæstiréttur dæmdi karl á fimmtugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn fimm stúlkubörnum en í undirrétti hafði hann hlotið tveggja ára dóm Í HNOTSKURN » Brotin framdi maðurinn á tímabilinu1995–2005 gegn fimm telpum. »Maðurinn hafði ljósmyndað tvö fórnar-lömb sín í klámfengnum tilgangi. »Af einni telpunni tók hann ljósmyndir íafmæli barna sinna og skeytti saman við aðra mynd af nöktum karlmanni. »Maðurinn tók myndir af telpu þegarhún var nakin úti í garði heima hjá hon- um ásamt dóttur hans. »Maðurinn braut á telpu sem farið hafðimeð honum og börnum hans í útilegu. »Maðurinn braut gegn telpu sem fengiðhafði að gista á heimili hans. »Yngsta stúlkan sem hann braut gegnvar þriggja ára. Hæstiréttur Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason kváðu upp dóminn. NÝLIÐINN janúar er sá kaldasti í Reykjavík síðan 1995 að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni. Veðrið var um- hleypingasamt eins og undanfarna mánuði. Hitinn í Reykjavík var -0,6 stig sem er í tæpu meðallagi. Á Akur- eyri var hitinn -1,5 sem er 0,7 yfir meðallagi. Úrkoman á báðum stöð- um var um 80% af meðalúrkomu. Sólskinsstundir voru rúmlega 30 í Reykjavík og er það í rúmu með- allagi. Hitinn í Reykjavík var -2 stig 1995 og -0,2 stiga hiti 2005. Á Ak- ureyri hefur ekki verið eins kalt og nú síðan 2004. Í dag er spáð rigningu víða á landinu sem er ágætt að vita ef ætl- unin er að treysta á hjólhestinn.Morgunblaðið/Golli Kaldasti janúarmán- uður í tólf ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.