Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 2. 2. 200 íþróttir mbl.íþróttir Sænska liðið Malmö FF leitar að starfi fyrir Ásthildi Helgadóttur >> 8 EGGERT ER ÁNÆGÐUR . . . MEÐ MICHAEL PLATINI SEM FORSETA UEFA OG AÐ MIÐVÖRÐURINN MATTHEW UPSON SÉ KOMINN TIL WEST HAM >> 6 OG 8        „Áður en hægt er að velta þessu fyrir sér í alvöru þá verðum við að komast í forkeppnina, en því er ekki að leyna að við höfum haft það bak við eyrað að freista þess að fá okkar riðil heim. Keppni af þessu tagi með fjórum þátttökuþjóðum er mátulega stórt verkefni fyrir okkur. Bæði teljum við okkur geta fjármagnað það, auk þess sem áhugi fyrir stuttri og snarpri keppni sem leikin yrði á þremur til fjórum dögum gæti vakið athygli almennings á Íslandi. Þá myndi slíkt mótahald auk möguleika okkar á að komast áfram og á Ólympíuleikana í Pek- ing,“ sagði Einar ennfremur. Sex þjóðir á HM tryggja sér sæti í forkeppninni Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær tryggja sex þjóðir sér sæti í fyrrgreindri forkeppni Ólympíuleikanna í gegnum heims- meistaramótið í handknattleik sem nú stendur yfir, þ.e. þær sem hafna í sæti tvö til sjö. Heims- meistararnir sem krýndir verða á sunnudag fá sjálfkrafa keppnisrétt á ÓL í Peking 2008 og þurfa ekki að fara í forkeppni. Þá opnar Evr- ópumótið í Noregi eftir ár mögu- leikann fyrir þrjár Evrópuþjóðir til að bætast í hópinn; Evrópu- meistararnir fá farseðil beint á Ól- ympíuleikana og þær tvær þjóðir sem ná bestum árangri á EM fá keppnisrétt í forkeppninni, að und- anskildum þeim sex Evrópuríkjum sem komast inn í forkeppnina með því að hafna í öðru til sjöunda sæti á HM sem lýkur á sunnudag. Í forkeppninni sem stefnt er að fari fram í lok maí 2008 leiða 12 þjóðir saman hesta sína í þremur riðlum. Tvær efstu þjóðir hvers riðils tryggja sér keppnisrétt á ÓL 2008 og bætast þar með í hóp þeirra sex þjóða sem vinna sér inn sæti með öðrum leiðum, þ.e. fjög- urra álfumeistara, heimsmeistara og gestgjafa leikanna, Kínverja. Sérstök forkeppni fyrir Ólymp- íuleikana verður nú haldin í fyrsta sinn og leggst mjög misjafnlega í menn í handknattleiksheiminum. Mikil gagnrýni í Evrópu Hefur hún einkum verið mikið gagnrýnd af Handknattleikssam- bandi Evrópu, EHF, sem telur al- gjöran óþarfa vera að bæta einni keppninni við. IHF segir að mótinu sé komið á að beiðni Al- þjóða ólympíunefndarinnar, IOC. Talsmenn IOC hafa hins vegar lát- ið hafa eftir sér að þeir hafi ekki óskað eftir breytingum á þeim reglum sem IHF hefur notað til þess að velja lið inn á leikana fram til þessa. Jacques Rogge, forseti IOC, mun m.a. hafa sent EHF bréf þess efnis að IOC hafi ekki farið fram á neinar breytingar. Hvað sem því líður virðist ekk- ert koma í veg fyrir að keppnin fari fram og þar með er ljóst að árið 2008 verður mjög annasamt hjá fremstu landsliðsmönnum heims í handknattleik. Í janúar fer fram EM í Noregi, í maí forkeppni ÓL, í júní umspilsleikir fyrir HM og í ágúst Ólympíuleikar hjá þeim sem þangað komast. Leikið er í flestum bestu deild- um Evrópu fram í lok maí og þráð- urinn tekinn upp að nýju í byrjun september. Hætt er við að sum- arfríið verði snubbótt hjá sumum vegna þessa mikla álags sem margir telja nú þegar komið fram úr öllu hófi. HSÍ hyggst sækja um forkeppni ÓL í Peking „ÞAÐ er alveg klárt að ef við kom- umst í forkeppni Ólympíuleikanna þá ætlum við að sækja um að okkar riðill verði leikinn á Íslandi, það er stefna okkar. Síðan verður að koma í ljós hvort við hreppum hnossið,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands, spurður hvort HSÍ myndi sækja um að halda einn þriggja riðla í forkeppni Ólympíu- leikanna vorið 2008, takist íslenska landsliðinu að tryggja sér keppn- isrétt í forkeppninni. Þar yrði um fjögurra liða riðil að ræða. Morgunblaðið/Günter Schröder Messa Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands, messar yfir sínum leik- mönnum í leiknum gegn Rússum í gær, sem tapaðist 25:28. Eftir Ívar Benediktsson í Hamborg iben@mbl.is föstudagur 2. 2. 2007 bílar mbl.is Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is Suðurlandsbraut 22 Einkaleiga Bílalán Bílasamningur Rekstrarleiga Hvað hentar þér best? bílar kjárEinn hefur sýningar á vinsælustu mótorhjólakeppni heims, MotoGp » 8 HINIR FIMM FRÆKNU HVAÐA FIMM BÍLAR HAFA MARKAÐ SÍN SPOR Í KAPPAKSTURSSÖGUNA Á EINN EÐA ANNAN HÁTT? >> 2 Morgunblaðið/ÞÖK Endurspeglar bíll að einhverju leyti persónu eiganda síns? Þeir Guðfinnur Karlsson og Óttarr Proppé vilja meina að svo sé en hljómsveit þeirra, Dr. Spock, hefur á undanförnum árum ekið um á íburðarmiklum Hummer-jeppa. Hefur jeppinn reynst þeim afar vel og vilja þeir meina að oft og tíðum hafi hann nánast verið lífsnauðsyn- legur. Þeir segja jafnframt að bíllinn rími einkar vel við hljómsveit þeirra sem er óneit- anlega íburðarmikil líkt og jeppinn, tröllvaxin og glys- gjörn með ríka sýniþörf. » 4. Hið glysgjarna farartæki Dr. Spock Y f i r l i t                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Veður 8 Viðhorf 30 Staksteinar 8 Bréf 32 Úr verinu 14 Minningar 33/40 Viðskipti 15 Myndasögur 48 Erlent 16/17 Dagbók 49/53 Höfuðborgin 20 Víkverji 52 Akureyri 20 Staður og stund 52/53 Suðurnes 21 Leikhús 46 Daglegt líf 22/27 Bíó 50/53 Menning 18/19 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 30/32 * * * sveita Árnessýslu, segir að 774 teikningar hafi verið samþykktar í fyrra og það sé met. Erlent  Auðjöfurinn Silvio Berlusconi hefur beðið eiginkonu sína Veron- icu afsökunar á daðri sínu við ung- ar konur á galakvöldverði fyrir skömmu. Hafði Veronica áður far- ið fram á opinbera afsökunar- beiðni í bréfi sem vakti gríðarlega athygli. » 16  Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, neitaði í gær ásökunum um að Rússar hefðu notað olíu- og gasbirgðir sínar sem pólitískt vopn eða tæki til að ráðskast með ríki sem eru háð þeim í orku- málum. Pútín sagði á árlegum fundi með blaðamönnum í Kreml að nýlegar verðhækkanir á olíu og gasi sem Rússar selja til Hvíta- Rússlands, Georgíu og fleiri fyrr- verandi sovétlýðvelda væru ekki af pólitískum rótum runnar. » 16  Hugo Chavez, forseti Vene- súela, efndi til blaðamannafundar í Caracas í gær í tilefni þess að hann myndi á næstu átján mán- uðum framkvæma þjóðnýtingu á mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. » 16 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GÍFURLEG vitundarvakning hefur orðið meðal vélsleðamanna í kjölfar slyssins í Hlíðarfjalli 21. janúar þegar vélsleðamaður lenti í snjóflóði og slas- aðist alvarlega. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi en er á batavegi. Slysið var mjög umtalað í kjölfarið, ekki síst vegna eftirminnilegrar björgunar þegar félagar mannsins fundu hann með hjálp snjóflóðaýlna þar sem hann lá á tveggja metra dýpi á botni breðans. Ljóst er að atvikið hreyfði rækilega við vélsleða- samfélaginu því að undanfarið hefur á annað hundr- að vélsleðamanna farið á námskeið sunnan- og norðanlands. Á námskeiðunum var kennd notkun snjóflóðaýla og björgun úr snjóflóði. Þannig komu 87 þátttakendur á námskeið í Bláfjöllum í síðustu viku og hafði umsjón þar Leifur Örn Svavarsson, snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, en hann er að auki einn allra reyndasti fjallaklifrari landsins. Hitt námskeiðið var haldið í Súlumýrum í Eyjafirði og hafði yfirumsjón þar Auður Elva Kjartansdóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Komu um 80 manns á námskeiðið, bæði vélsleðamenn og liðs- menn úr Björgunarsveitinni Súlum. Námskeiða- haldið var á vegum Landssambands íslenskra vél- sleðamanna LÍV og Landsbjargar. „Mér fannst ótrúlega jákvætt að sjá þessa vit- undarvakningu og það var ánægjulegt að sjá hversu mikils vélsleðamenn meta réttan öryggisbúnað á fjöllum,“ segir Auður. „Áhuginn var mikill meðal þátttakenda og heimasíður vélsleðamanna í kjölfar- ið endurspegla mikla ánægju með námskeiðin.“ Meðal þess sem kennt var á námskeiðunum var notkun „heilagrar þrenningar“ sem er heiti yfir þrjá ómissandi hluti hvers vélsleðamanns, þ.e. snjóflóðaýlu, snjóflóðastöng og skóflu. „Þátttakend- ur fengu að spreyta sig á að leita að „fórnarlambi“ með snjóflóðaýlum og stjórna snjóflóðabjörgun og margt fleira,“ segir Auður. Landsbjörg stendur reglulega fyrir snjóflóða- björgunarnámskeiðum víðs vegar um landið í sam- starfi við LÍV og skal vélsleðamönnum, sem hug hafa á að sækja slík námskeið, bent á að hafa sam- band við þessa aðila. Ennfremur er væntanlegur fræðslubæklingur handa vélsleðamönnum. Vélsleðamenn flykkjast á námskeið í snjóflóðabjörgun Ljósmynd/Ólafur Larsen Þórðarson Áhugasamir Vélsleðamenn æfa með snjóflóða- stöngum á kerfisbundinn hátt í Eyjafirði. Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ gerir nú alvöru úr þeim hótunum sínum að tefja ákvarðanatöku á Evrópska efnahagssvæðinu. Á reglulegum fundi sameiginlegu EES-nefndar- innar í Brussel í dag verður engin ný löggjöf tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Framkvæmdastjórn ESB vill þannig beita EFTA-ríkin þrýstingi, en enn hefur ekki náðst samkomulag um að EFTA-ríkin greiði meira í þróunarsjóði fyrir fátækari aðildar- ríki ESB vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið um áramót. Þar sem samkomulag hefur ekki náðst eru nýju aðildarríkin enn ekki formlega aðilar að EES. Viðræðurnar um stækkun EES hafa strandað á deilum um fjárfram- lag Noregs. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þó þokazt í samkomulagsátt á síðustu dögum. Að sögn Martins Eyjólfssonar, sem í gær var skipaður skrifstofu- stjóri Evrópuskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, er uppákoman óheppileg en ástæðulaust enn að hafa áhyggjur. „Allir aðilar stefna að því að ljúka viðræðum sem allra fyrst og þá ætti allt að falla í ljúfa löð á ný,“ segir Martin. Hann segir að dragist þetta ástand á langinn geti það valdið ákveðnum vandkvæðum við framkvæmd EES-samningsins, en ótímabært sé að búast við slíku. ESB gerir alvöru úr hótun- um gagnvart EFTA-ríkjum Í HNOTSKURN » Engar nýjar reglur verðasamþykktar á fundi sam- eiginlegu EES-nefndarinnar í dag. » Nefndin tekur ákvarðanirum að bæta nýrri ESB- löggjöf við EES-samninginn og segja má að hún sé eins konar löggjafi EES. EIGANDI Hvítárholts í Hrunamannahreppi þurfti að fá stærstu ýtu hreppsins til að ryðja veginn á landareign sinni í gær. Klakaruðningar eru yfir ökrum og vegum jarðarinnar eftir að Hvítá ruddi sig aðfaranótt mið- vikudags. „Mér brá í brún, þetta eru náttúruhamfarir. Ég var ekki heima í gær [miðvikudag]. Ég þurfti að ná í mold í námu í Hvítárholti og sá í morgun að það voru ein- hverjir jakar á veginum og fór með lítið tæki af stað en það dugði skammt,“ segir Georg Ottósson, garðyrkju- bóndi á Flúðum, eigandi Hvítárholts. Hann tekur mold þar fyrir svepparæktina og ræktar auk þess strandreyr og ýmsar káltegundir á ökrunum. Töluvert tjón varð á ökrum og vegum í Hvítárholti í flóðunum í desember og telur Georg að þær hafi aukist við jakaburðinn en tekur fram að hann geti ekki metið það enn sem komið sé. „Ég er hræddastur við að jak- arnir skemmi út frá sér,“ segir Georg. Hvítá breytir sér Myndast hefur klakastífla neðarlega í landi Hvít- árholts aðfaranótt fimmtudags og áin þá flætt yfir bakkana og skilið eftir jakana þegar hún fann sér nýjan farveg. Þetta hefur ekki gerst á þessum stað í áratugi. Meginhluti Hvítár rennur nú vestan við Tungueyju við Bræðratungu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þurfti stóra ýtu til að komast um VART varð við flensu hérlendis í byrjun janúar en hún hefur ekki komist á neitt flug enn, að sögn Har- aldar Briem, sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Haraldur Briem segir að víða heyrist talað um flensu en um aðrar pestir geti verið að ræða. Ekki sé t.d. um óvenjulega aukningu að ræða á bráðamóttökum. Sömu sögu sé að segja frá meginlandi Evrópu. Flens- an sé almennt seint á ferðinni og sé ekki talin sérstaklega skæð. 50.000 bólusettir ár hvert Flensan var frekar væg í fyrra en sérlega slæm í ársbyrjun 2005. Har- aldur segir að árlega séu um 50 til 55 þúsund manns bólusett hér á landi gegn inflúensu. Fólk hafi samt ekki tekið eins vel við sér í haust og áður en breyting hafi orðið á eftir að fregnir bárust af flensu í byrjun jan- úar og hafi þá gengið hraðar á birgð- irnar. Flensan seint á ferð Innlent  Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra kynnti í gær samkomulag við Alþýðusamband Íslands, Neyt- endasamtökin og Neytendastofu um eftirfylgni þessara aðila með aðgerðunum á matvörumarkaði. Jafnframt hvetja ráðuneytið og samtökin almenning til að fylgjast mjög vel með verðlagi á vörum og þjónustu og að láta vita ef óeðli- legar verðbreytingar eiga sér stað.  Hæstiréttur mildaði í gær dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem áður hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlku- börnum. Niðurstaða Hæstaréttar var að maðurinn skyldi sæta fang- elsi í 18 mánuði. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórn- arlömbum sínum 2,4 milljónir króna í miskabætur.  Margar nýlega skipulagðar sumarhúsalóðir fóru undir vatn í flóðunum í Árnessýslu skömmu fyrir jól og ljóst er að ekki verður byggt á þeim öllum. Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsstjóri í upp- sveitum Árnessýslu, segir að ein- hverjar tilfærslur verði á lóðum en ekkert liggi fyrir í því efni fyrr en Orkustofnun hafi kortlagt út- breiðslu flóðsins. Mikil ásókn hef- ur verið í byggingalóðir í upp- sveitum Árnessýslu. Hilmar Einarsson, byggingafulltrúi upp-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.