Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                 !   "   #   FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins mbl.is er níu ára í dag, 2. febrúar, en vefurinn hefur um langt árabil verið sá vinsælasti hérlendis og voru flettingar í liðinni viku með rúmlega 16,7 milljónir flettinga. Næstur kemur visir.is með rúmlega 12,4 milljónir flettinga á sama tíma- bili, samkvæmt upplýsingum Mod- ernus ehf. sem annast kerfisbundn- ar vefmælingar á Íslandi. Það er þó hin gríðarlega sterka staða mbl.is sem fréttavefjar sem blasir við augum, en þar sést með afdráttarlausum hætti að frétta- þjónusta mbl.is er mun sterkari en visir.is enda er uppistaða Vísis bloggvefurinn blog central, bendir Ingvar Hjálmarsson, vefstjóri mbl.is, á. Þannig voru í liðinni viku nærri 3,7 milljónir flettinga á forsíðum- bl.is en rúmlega um 916 þúsund á visir.is. Þegar skoðaðar eru tölur um forsíðuheimsóknir á vefina tvo sést að notendur voru 207 þúsund hjá mbl.is en tæplega 102 þúsund hjá visir.is. „Þegar nánar er rýnt í vefmæl- ingar má sjá fjölda stakra notenda í viku 4, þ.e. innlit og flettingar. Við fórum yfir tvær milljónir innlita í viku 4 sem er það hæsta frá upp- hafi,“ segir Ingvar. „Sama er með flettingarnar sem hafa aldrei verið fleiri frá upphafi.“ Að sögn Jens Sen, framkvæmda- stjóra Modernus, er nýliðinn janúar langstærsti mánuður mbl.is með rúmlega 72 milljónir síðuflettinga. „Hefði einhver spáð þessu þegar við fórum af stað í febrúar 2001 er ég hræddur um að við hefðum álitið hann bilaðan,“ segir Jens. „Þá var heildarnotkunin á öllum vefjum í mælingu, um 24 vefir, innan við 50 milljónir flettinga.“ Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós hjá mbl.is undanfarin misseri, m.a. lifandi myndskeið sem hafa náð miklum vinsældum að ógleymdum bloggsíðum sem um 6 þúsund bloggarar hafa vistað hjá mbl.is. Mbl.is öflugasti fréttavefurinn                               !"     #        NORSKI jarðverkfræðingurinn Sverre Barlindhaug hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Multiconsult, sem tók saman skýrslu í fyrra um áætlaðan kostnað við 18 km jarðgöng milli Vestmannaeyja og Landeyjasands, telur ekkert því til fyrirstöðu á jarð- fræðilegum grundvelli að grafa göng- in, sem gætu kostað á bilinu 20–30 milljarða króna. Hann mun eiga um- ræðufund með Vegagerðinni í dag en að hans mati þarf nú að beina augum að jarðfræðilegri spurningu um tengsl mismunandi bergtegunda sem eru undir sjávarbotni, þ.e. basalts og lausara móbergs úr eldfjallaösku. Að hans mati lýtur eitt stærsta álitamálið á þessum tímapunkti að því hvernig eigi að útbúa göngin en hann bendir á að samkvæmt Evrópu- staðli verði göng að vera tvöföld vegna öryggissjónarmiða. „En það verður að hafa í huga að gangaum- ferð í Evrópu er miklu meiri en hér um ræðir,“ segir hann. Gildi tvö- faldra jarðganga er fólgið í því að komi t.d. eldur upp í göngunum vegna umferðarslyss getur fólk flúið inn í samliggjandi göng í gegnum eld- traustar dyr sem eru settar upp með ákveðnu millibili. „Áhættan á um- ferðarslysum helgast af umferðar- þunga á hverjum stað og það er ljóst að áhættan yrði ekki mikil í göngum milli lands og Eyja eðli málsins sam- kvæmt. Það væri út í hött að gera tvö- föld göng til 4 þúsund manna byggð- arlags. Við verðum því að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig skuli ganga frá traustum göngum út frá viðeigandi öryggissjónarmiðum. Eitt ráð væri að útbúa ákveðinn fjölda sérstakra skýla inni í göngun- um sem fólk gæti flúið inn í og ein- angrað sig frá reykhættu,“ segir hann. „Ég er sannfærður um að göng til Eyja eru raunhæfur kostur þótt verkefnið sé stórt. Það er langt í frá óalgengt að jarðgöng séu grafin í mó- berg og það yrði ekki vandi hér. Lík- lega myndi línan fara í gegnum nokkra kafla af móbergi en alls ekki liggja í stöðugu móbergi.“ Móbergslögin hamla ekki gangagerð til Eyja Morgunblaðið/RAX Gangagerð Göng til Eyja yrðu um tveir fimmtu hlutar gangakerfisins. FÉLAGSMENN í Framtíðarland- inu komu saman í Kornhlöðunni í Reykjavík til óformlegra sam- ræðna um stefnumið félagsins, einkum í sambandi við hugs- anlegt framboð Framtíðarlands- ins í komandi alþingiskosningum. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi en samkvæmt upp- lýsingum forsvarsmanna samtak- anna verður hins vegar haldinn fjöldafundur næstkomandi fimmtudag þar sem hugsanlega verður tekin ákvörðun um fram- haldið. Morgunblaðið/Sverrir Spjölluðu um hugsanlegt framboð ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins verður framvegis boðið upp á fríar auglýsingar á smáauglýsingavef mbl.is. Við skráningu auglýsinga slær áskrifandinn inn kennitölu sína. Sé hann ekki þegar skráður sem notandi á smáauglýs- ingavefnum er honum boðið upp á nýskráningu. Núverandi notendum sem einnig eru áskrifendur að Morgunblaðinu nægir að slá inn kennitölu sína og þegar skilgreint lykilorð. Hver áskrifandi getur skráð allt að tíu ókeypis auglýs- ingar á mánuði. Skráning á smáauglýsingavefn- um gefur áskrifendum um leið ókeypis aðgang að Morgunblaðinu í pdf-útgáfu. Nota skal sömu kenni- tölu og lykilorð og á smáauglýs- ingavefnum. Aðrir notendur en áskrifendur greiða fyrir auglýsingabirtingu líkt og verið hefur. Fríar smáaug- lýsingar fyrir áskrifendur Morgunblaðsins ÞÓRARINN Eldjárn rithöfundur er byrjaður að blogga á blog.is undir yfirskriftinni Ómerkilegar at- hugasemdir. Síðustu daga hafa m.a. birst þar vísur af ýmsu tilefni, þar á meðal limran Þorskvinnsla, og er kveikjan að henni frétt í vefvarpi mbl.is um vinnslu lyfja úr þorsk- ensímum. Limran er svona: Jón Bragi er brautryðjandi það er beinlínis magnaður fjandi. Allra farsótta kúr hann framleiðir úr þorskum á þurru landi. Slóðin á blogg Þórarins er theld- .blog.is. Þórarinn Eld- járn bloggar á blog.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 36 ára karlmann í fjögurra ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir hrottafengna nauðgun og líkamsárás gegn rúmlega fertugri konu á síðasta ári. Maðurinn var sakfelldur af ákæru fyrir grófa nauðgun og fyrir að hafa valdið konunni miklum áverkum vísvegar um líkamann. Maðurinn er erlendur og stundaði atvinnu hérlendis en brotið var framið síðla síðasta árs á dvalarstað hans. Maðurinn var talinn hafa gengið fram af fádæma hrottaskap gegn konunni og refsing hans höfð án skilorðs samkvæmt dómi héraðs- dóms. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Verjandi var Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. og sækjandi Sigríður J. Frið- jónsdóttir, saksóknari hjá ríkissak- sóknara. 4 ár fyrir nauðgun HÁTT í tvær milljónir Dana fylgd- ust með seinni hálfleik Íslendinga og Dana í átta liða úrslitum heims- meistaramótsins í handbolta í Hamborg í Þýskalandi á þriðju- dag. Fram kemur á vef dönsku sjón- varpsstöðvarinnar TV 2 að um 1,3 milljónir áhorfenda í Danmörku hafi fylgst með fyrri hálfleik lið- anna. Spennan magnaðist hins vegar í seinni hálfleik og sam- kvæmt dönsku mælingunum voru tæplega 1,9 milljónir áhorfenda við skjáinn þegar Danir skoruðu sig- urmark sitt í framlengdum leik lið- anna. Samúel Örn Erlingsson, yfir- maður íþróttadeildar Ríkissjón- varpsins, segir að niðurstaðna um áhorfið á leikinn hér á landi sé að vænta eftir um það bil eina viku. Samúel er þó ekki í vafa um að fjölmargir hafi fylgst með leiknum. „Ég tel að þetta hafi verið einn þeirra leikja sem mest hefur verið horft á í Íslandssögunni, ég full- yrði það,“ segir hann. Þessu til stuðnings bendir hann m.a. á að viðureignir Íslands og Danmerkur séu ávallt vinsælar og einnig hafi framlenging leiksins haft þau áhrif að áhorfið hafi aukist. Tvær milljónir Dana horfðu á leikinn við Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.