Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDVERND vill að í ríkara mæli verði horft til lagningar jarðstrengja við flutning á raf- magni og segir það blasa við að framkvæmd vegna háspennulína frá Hellisheiði að Straumsvík, sem lögð er til í matsáætlun Landsnets, muni ein og sér hafa afar neikvæð áhrif á landslag og útivist. Annar kostur sé að setja upp háspennulínur samhliða línum sem fyrir séu en í tillögunni er m.a. lögð til ný línuleið frá Bitru að Kolviðarhóli sem Landvernd segist ekki geta fallist á. Ótækt sé að fjölga línuleiðum enn frekar nema afar ríkir þjóðarhagsmunir séu í húfi. Í öllu falli þurfi að skoða framkvæmdina í samhengi við aðrar áætlanir um álver og virkjanir á Reykjanesi og í Þjórsá. Þessi áform séu öll meira eða minna tengd með beinum eða óbeinum hætti. Þannig tengist há- spennulínurnar virkjunum í Þjórsá, virkjun á Ölkelduhálsi og virkjun í Hverahlíð sem og stækkun álversins í Straumsvík. Þá liggi einnig fyrir að Landsnet vinni nú að áformum um há- spennulínur frá Trölladyngju- svæðinu til Helguvíkur um Ósa- botna í Sandgerði. Þau áform muni kalla á eina til tvær línur við hlið núverandi Suðurnesjalínu. Varðar mörg sveitarfélög Í umsögn Landverndar við til- löguna, sem er nú til meðferðar hjá Skipulagsstofnun, kemur fram að til þess að heildstæð yfirsýn yfir áformaðar framkvæmdir fá- ist, sé nauðsynlegt að þegar í stað verði hafist handa við umhverf- ismat allra áætlana í heild sinni, sbr. lög um umhverfismat áætl- ana. Að þeirri vinnu þurfi að koma öll þau sveitarfélög sem málið varðar allt frá Þjórsá og út á Garðskaga. Þar til slíkt mat liggur fyrir sé ótímabært að leggja mat á umhverifsáhrif ein- stakra framkvæmda. „Við viljum að þessi áform séu skoðuð í heildstæðara samhengi,“ segir Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar. „Það hefur ekki farið fram umhverf- ismat á þessum áætlunum en þær varða fjölmörg sveitarfélög. Um- hverfismat einstakra fram- kvæmda getur aldrei gefið rétta mynd á meðan ekki liggur fyrir umhverfismat á þessari umfangs- miklu áætlun um uppbyggingu stóriðjunnar.“ „Sýndarvalkostir“ settir fram Bergur bendir á að löggjafinn geri ráð fyrir því að fram- kvæmdaaðili leggi fram valkosti við fyrirhugaðar framkvæmdir. Valkostirnir sem lagðir séu fram á Hellisheiðasvæðinu séu sumir hverjir „sýndarvalkostir“, settir fram í þeim eina tilgangi að upp- fylla ákvæði laga um mat á um- hverfisáhrifum. Leggja þurfi raunverulega valkosti til grund- vallar og meta þarf þá að fullu í mati á umhverfisáhrifum. Í þeim valkosti sem Landsnet leggur rík- asta áherslu á sé farin stysta leið, „menn draga bara strik með reglu- stiku, yfir fjöll og hraun og setja það upp sem valkost,“ segir Berg- ur. Í tillögu Landsnets að matsáætl- un virðist að sögn Bergs koma fram að umsamið orkuverð til Alcan standi ekki undir því að vandað sé til verka við gerð orku- flutningakerfisins. Fram kemur að aukinn kostnaður við orkuflutninga lendi á rafmagnsnotendum í formi hærra raforkuverðs og að það sé ein helsta ástæða þess að ekki er valið að leggja jarðstrengi. „Sé það svo að orkuverð til álvera standi ekki undir því að jarðstrengir séu notaðir til orkuflutninga fær Land- vernd ekki séð að áform um virkj- anir, stóriðju og orkuflutninga séu tímabær,“ segir Bergur. Landvernd vill að í ríkara mæli verði horft til jarðstrengja við flutning á rafmagni um Hellisheiði Ljósmynd/Landvernd Valkostir Lega háspennulína á Hellisheiði. Blár litur sýnir núverandi loftlínur, rauður litur fyrirhugaðar línur og grænn litur fyrirhugaða jarðstrengi. Landvernd vill að fyrirhuguð línulögn verði skoðuð heildstætt. Framkvæmd- ir verði metn- ar sem heild Ótækt er að fjölga línuleiðum um Hellisheiði frek- ar nema afar ríkir þjóðarhagsmunir séu í húfi að mati Landverndar sem vill að allar framkvæmdir, virkjanir, raflínur og álver verði metnar í heild. Í HNOTSKURN » Fyrsti valkostur Land-verndar í umsögn til Skipulagsstofnunar er að eng- ar nýjar línuleiðir verði lagðar ofanjarðar. » Annar kostur Land-verndar er að að auki verði miðað við jarðstrengi í stað nýrra línuvirkja. Til mótvægis við þéttingu línubelta víðsvegar á svæðinu allt til Straumsvíkur yrði núverandi loftlína frá Ölkelduhálsi að þjóðveginum lögð í jörðu. » Þeim línum sem fyrireru í fólkvanginum yrði einnig komið í jörðu til mót- vægis við þéttingu línubelta víðsvegar á svæðinu. Jarð- strengina ætti þá að leggja ut- an fólkvanga til að koma í veg fyrir rask. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is sunna@mbl.is RAGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að tengibraut sem bæjaryfirvöld hafa ákveðið að leggja úr Helgafells- hverfi hafi verið inni á skipulagi bæjarins frá árinu 1983. Aðrir kostir hafi verið athugaðir en „að mati þeirra sem skoðuðu og hönn- uða og sérfræðinga var þessi leið talin mun betri“, segir Ragnheið- ur. Hún segir að bent hafi verið á að hægt væri að leggja brautina austar, við Álafosskvosina svo- nefndu. „Það þýðir að það þarf að brúa Varmána og fara í gegnum svokallaðan Reykjalundarskóg sem er ein af þessum perlum sem við eigum líka hér í Mosfellsbænum.“ Þá hafi Varmársamtökin, sem eru andsnúin því að tengibrautin liggi úr Helgafellshverfi, bent á þann möguleika að leggja brautina í gegnum Áslandið, mitt á Vest- urlandsveginum. Þessi hugmynd hafi verið könnuð en bæði hafi kostnaður reynst mikill, enda hefði þurft að rífa hús, og þar hafi held- ur aldrei verið gert ráð fyrir tengibraut. „Þeir íbúar sem þar búa hefðu hugsanlega orðið fyrir mun meiri búsifjum heldur en þeir sem búa á hinum staðnum sem ætti að vera ljóst að þessi braut hefur alltaf átt að koma þarna.“ Sú leið sem valin var hefði minni áhrif á lífríki og vatnsbúskap í Varmá en aðrar leiðir. Mótmælum Varmársamtakanna hefði verið vísað í lögformlegt ferli sem lokið hefði með úrskurði umhverfisráðherra í desember. Þá staðfesti ráðherra úrskurð Skipu- lagsstofnunar um að tengibrautin skyldi ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Heppilegasta leiðin valin                       JÓHANNES Gijsen, biskup kaþólsku kirkj- unnar, lætur af stjórn Reykjavík- urbiskupsdæmis á þessu ári, að því er kemur fram í föstuboðskap hans í Kaþólska kirkjublaðinu. Jóhannes Gij- sen verður 75 ára í október næst- komandi og skrifar að þegar þeim aldri sé náð verði biskupar innan kaþólsku kirkjunnar að segja af sér. Það merki að þeir verði þó áfram biskupar en láti af stjórn biskups- dæma sinna og biðji páfa að skipa yngri mann í sinn stað. Gijsen biskup kveðst þegar hafa ritað lausnar- beiðni sína og gerir hann ráð fyrir því að nýr biskup taki við í lok ársins. Séra Jürgen Jamin, sóknarprest- ur í Kristskirkju í Landakoti, sagði að sendiherra páfans í Stokkhólmi sæi um að velja eftirmann Reykja- víkurbiskups. Séra Jürgen sagði að sendiherrann væri væntanlegur hingað til lands á næstunni í eins- konar könnunarferð. Þá mundi hann m.a. ræða við kaþólsku prestana, leita álits þeirra og hvers þeir væntu af nýjum biskupi. Eins gæti hann verið með ákveðið biskupsefni í huga og leitað álits á því. Að lokum mundi páfi útnefna nýjan biskup. „Við vitum ekki nú hvort nýi bisk- upinn kemur að utan, hvort hann er Íslendingur eða ekki, eða hvort hann verður úr hópi prestanna sem starfa hér á landi,“ sagði séra Jürgen. Biskupa- skipti í Landakoti Gijsen biskup lætur af störfum á árinu Jóhannes Gijsen, biskup kaþólskra. GLÖGGIR hlustendur Ríkis- útvarpsins sperrtu eyrun í gær- morgun er nýtt fréttastef Frétta- stofu útvarpsins var leikið í fyrsta sinn. Stefið var samið af Agli Jó- hannssyni, tónlistarmanni og tækni- manni á RÚV. Viðar Hákon Gísla- son, meðlimur hljómsveitarinnar Trabant, útsetti stefið ásamt Agli. „Þetta hefur verið lengi í und- irbúningi því það hefur tekið nokk- urn tíma að finna rétta taktinn,“ seg- ir Óðinn Jónsson fréttastjóri spurður um tilefni nýja stefsins. Gamla fréttastefið, sem hefur gefið tóninn fyrir kvöldfréttirnar í hart- nær aldarfjórðung, var samið af Atla Heimi Sveinssyni og flutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands. „Við viljum þróast með tímanum og segja má að tími hafi verið kom- inn á gömlu stefin,“ segir Óðinn. „Mér hefur fundist það galli að við höfum ekki haft sama auðkenni á öll- um fréttatímum okkar. Ég vildi fá sameiginlegan svip á þetta, nútíma- legan og þokkafullan.“ Nýja fréttastefið mun því hljóma við upphaf allra fréttatíma útvarps- ins héðan í frá. Einhverjir íhaldssamir hlust- endur telja vafalaust óþarft að skipta um stef sem löng hefð er fyr- ir. Óðinn segir hins vegar: „Það er mjög vandað til verksins og þetta er engin skyndiákvörðun. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur eins og aðra miðla að setja upp nýtt and- lit af og til.“ Óðinn segir viðbrögðin hafa verið „merkilega góð miðað við íhaldssemi Íslendinga.“ Hann tekur fram að gamla stefið hafi reynst mjög vel. „Við erum stolt af okkar sögu og hefðum og höfum ekki verið fljót til breytinga. En við viljum jafnframt vera nútímaleg og lifandi fréttastofa sem er tilbúin að þróast og breytast. Þetta nýja stef er hluti af því. Við er- um tilbúin að slá nýjan tón.“ Útvarpið slær nýjan tón HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt kvenmann á þrítugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni, umferðarlögum og lögum um fullnustu refsinga. Konan játaði brot sín fyrir dómi en henni var gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni og reynt að smygla inn til fanga á Litla-Hrauni tíu grömm- um af hassi sem hún hafði falið í leg- göngum sínum. Konan framvísaði hassinu til lögreglu eftir að leitað hafði verið á henni en fíkniefnahund- ur var notaður við leitina. Síðdegis sama dag var akstur kon- unnar svo stöðvaður og í ljós kom að í blóði hennar mátti finna amfeta- mín, rítalín og kannabisefni. Í bif- reiðinni fundust einnig 0,76 grömm af amfetamíni. Með fíkniefni falin inn- vortis á Litla-Hrauni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.