Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 9

Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR             Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Algjört verðhrun Frábær tilboð á eldri fatnaði Vaskurinn af Lækkum verð sem nemur virðisaukaskatti á öllum vörum í versluninni föstudag og laugardag. Glæsilegt úrval af innigöllum fyrir konur á öllum aldri, töskur, slæður, skart og ilmvötn ásamt snyrtivörumerkjunum. Sími 568 5170 Gréta Boða kynnir nýju vorlitina í Chanel Verið velkomin! ÚTSALA ÚTSALA Síðustu dagar Enn meiri afsláttur Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 3033. Útsölulok í dag og langan laugardag 50% afsláttur Sparibuxur í tveimur síddum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Laugavegi 54, sími 552 5201 Verðhrun * Toppar 1.500 * Pils 2.000 * Peysur 2.000 * Úlpur 2.000 * Gallabuxur 2.000 * Kápur 4.990 * Leðurjakkar 4.990 og margt fleira Póstsendum Ótrúlegt úrval á frábæru verði EKKI er raunhæft að banna nagla- dekk hér á landi, miðað við þær margbreytilegu aðstæður sem við er að glíma í vetrarakstri. Þetta er mat starfshóps á vegum umhverf- isráðherra. Hins vegar telur hóp- urinn vænlegt að dregið verði úr notkun negldra dekkja til þess að draga úr svifryksmengun og eru viðræður þegar hafnar við fjár- málaráðuneytið um að breytingar gjalda á negldum dekkjum og ónegldum. Rannsókn Iðntæknistofnunar sýnir að samsetning svifryks yfir vetrartímann er eftirfarandi: mal- bik 55%, jarðvegur 25%, sót 7%, salt (á götum) 11% og bremsuborð- ar um 2%. Starfshópurinn leggur til að ekki verði unnið gegn svifryksmengun með boðum, bönnum eða ströngum viðurlögum heldur með fræðslu og eftir efnahagslegum og skipulags- legum leiðum, eins og það er orðað. Meðal tillagna er að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri meti hvort þörf sé á þvotti gatna og notkun rykbindiefna. Einnig er lagt til að í samráði við lögreglu verði komið á meiri stjórn og hömlum á umferð helstu stofnæða. Þá er lagt til að Umhverfisstofn- un verði falið að fylgja eftir rann- sókn Iðntæknistofnunar á uppruna svifryks og að greina verði frekar upptök, efnissamsetningu og kornastærð á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi árstíma. Í því sambandi er lagt til að mælistöðvum verði fjölgað. Þá hvetur umhverfisráðherra til þess að virðisaukaskattur sem sveitarfélög greiða ríkissjóði vegna reksturs strætisvagna verði felldur niður. Viðræður eru einnig hafnar við samgönguráðuneytið um að sett verði reglugerð sem geri ráð fyrir sótsíum í öll stærri farartæki og vinnuvélar með dísilvélum. Ráðherra skipaði starfshópinn til að fara yfir stöðu mála og gera til- lögur um aðgerðir til að draga úr rykmengun vegna aukinnar um- ferðar á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfar þess að upplýsingur um mjög aukna svifryksmengun komu fram árið 2000. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á blaðamannafundi á Ak- ureyri í gær. Þar lýsti umhverfis- ráðherra sérstakri ánægju með þá ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að fella niður fargjöld í strætis- vagna um áramót. Starfshópurinn bendir einmitt á að ná megi árangri í því að draga úr svifryki með því að efla almenningssamgöngur og að líta beri til árangurs Akureyringa sem fyrirmyndar á því sviði. Far- þegum með strætisvögnunum hefur fjölgað um 60% frá áramótum, mið- að við sama tíma í fyrra. Gjöldum breytt á dekkjum og almenningssamgöngur efldar Telja ekki raun- hæft að banna nagladekk en vilja draga úr notkun þeirra með fræðslu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svifryk Skýrsla umhverfisráðherra kynnt. Frá vinstri: Kristín Sigfúsdótt- ir, sem kynnti niðurstöður úr svifryksmælingum á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, formaður framkvæmdaráðs Akureyrar, Jónína Bjartmars um- hverfisráðherra og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu og formaður starfshópsins sem vann skýrsluna. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi leiðrétting frá upplags- eftirliti Viðskiptaráðs Íslands: Þau mistök áttu sér stað þegar til- kynning Upplagseftirlitsins var send út í gær, miðvikudaginn 31. janúar, að sagt var að í júlí– desember 2005 hefði meðaltalssala Morgunblaðsins verið 52.321 eintak. Hið rétta er að þau voru 50.312. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Leiðrétt upplagseftirlit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.