Morgunblaðið - 02.02.2007, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
● Guðlaugur Þór Þórðarson lagði í
gær fram frumvarp um að heimila
sölu á léttvíni og bjór í búðum. Þetta
er í fjórða sinn sem frumvarpið er
flutt en flutningsmenn koma bæði úr
Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.
Guðlaugur hikaði ekki við að tína til
allt sem frumvarpinu er til góðs og í
rökræðum við Þuríði Backman sagði
hann umhverfisverndarsinna hljóta
að fagna því að vín væri selt í búðum
því þá þyrfti fólk ekki að keyra eins
langt til að kaupa sér áfengi.
Gott fyrir umhverfið
● Guðjóni Hjör-
leifssyni þótti
heldur mikið fara
fyrir Frjálslyndum
í utandagskrár-
umræðum um
sjávarútvegsmál í
gær og sagði
flokkinn vera að
beina athyglinni
frá eigin vanda-
málum. „Ég beini
því til þeirra í vinsemd að taka nú
upp kvótakerfi í sínum flokki,“ sagði
Guðjón og bætti við að hann væri að
tala um kvennakvóta. „Eftir það
munuð þið sennilega sjá meiri frið í
ykkar flokki, nákvæmlega eins og er
að gerast í sjávarútveginum þar sem
friður og sátt er aldrei meiri en nú.“
Kvennakvótakerfið
Guðjón
Hjörleifsson
● Þingmenn eru enn margir hverjir
slegnir yfir málefnum Byrgisins og að
samtökin hafi haldið áfram að fá fjár-
framlög þrátt fyrir svarta skýrslu um
fjármálaóstjórn. Pétur H. Blöndal hef-
ur unnið að tillögum um hvernig bæta
megi verklag til að koma í veg fyrir að
slíkt geti gerst aftur. Fjárlaganefnd
bíður hins vegar eftir áliti Ríkisend-
urskoðanda á málinu en hann kom á
fund nefndarinnar í morgun.
Koma í veg fyrir að
slíkt gerist aftur
FULL ÁSTÆÐA er til að herða
frekar eftirlit með því að sjómenn
taki ekki þátt í kvótakaupum. Þetta
kom fram í máli Einars K. Guðfinns-
sonar sjávarútvegsráðherra á Al-
þingi í gær en kvótakaup sjómanna
eru þegar bönnuð með lögum. Sig-
urjón Þórðarson, þingmaður Frjáls-
lyndra, kallaði eftir svörum um
slæm kjör kvótalausra útgerð-
armanna og sagði þá þurfa greiða
um 70% verðmæta aflans í leigu fyr-
ir kvóta. „Kvótakerfið er mesta
óréttlætismál Íslandssögunnar. Það
hefur valdið þjóðinni stórtjóni,
byggðaröskun og gríðarlegri sóun
verðmæta,“ sagði Sigurjón og gagn-
rýndi sjávarútvegsráðherra fyrir að
hafa áður gefið út innantóm loforð
um að kerfinu yrði breytt. Sagði
hann skuldir sjávarútvegsins hafa
þrefaldast á sl. 10 árum. „Og ekki
hafa tekjurnar aukist,“ sagði Sig-
urjón.
Einar K. Guðfinnsson sagði nauð-
synlegt að hafa einhverjar takmark-
anir á veiðum en að jafnframt þyrftu
menn að geta framselt aflaheimildir.
„Ef að við værum ekki með ein-
hverjar heimildir til framsals á afla-
heimildum hvort sem er á aflamarki
eða aflahlutdeildum þá myndi það
auðvitað þrengja möguleika manna
til hagræðingar til að draga úr til-
kostnaði,“ sagði Einar og ítrekaði að
nú þegar sé nefnd að skoða með
hvaða hætti er hægt að tryggja að
við uppgjör aflahlutar sé ekki tekið
tillit til kaupa á aflaheimildum.
Kaup sjómanna á aflaheimildum
geti verið skýring á því hversu hátt
leiguverð er á kvóta nú um mundir.
Morgunblaðið/ÞÖK
Rætt um fiskinn Sjávarútvegsmál voru mikið rædd á Alþingi í gær og ráðherra flutti t.a.m. tvö frumvörp.
Hert eftirlit með kvótakaupum
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„ÞAÐ STENDUR ekki til að ganga með nokkrum
hætti á rétt Sunnlendinga í þeim efnum sem varða
vegamál,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra á Alþingi í gær. Björgvin G. Sigurðsson
gerði nýja samgönguáætlun að umtalsefni í upp-
hafi þingfundar og vitnaði í fréttir þess efnis að
samkvæmt nýrri samgönguáætlun standi til að
fara hina svokölluðu 2+1 leið við tvöföldun Suður-
landsvegar en fjórðu akreininni verði bætt við síð-
ar. „Verði farin hin svokallaða 2+1 leið, eins og
fréttir herma að lagt sé til í samgönguáætlun, þó
að með loðnu orðalagi og einhvers konar blekk-
ingum eigi að tala um tvöföldun þar sem eigi að
bæta fjórðu akrein við 2+1 framkvæmdina löngu
seinna, er málið í uppnámi,“ sagði Björgvin.
Sturla Böðvarsson sagði að þingmenn ættu að
bíða með þessa umræðu þar til samgönguáætl-
unin yrði lögð fyrir þingið en þingsályktunartil-
laga er nú til meðferðar í þingflokkum meirihlut-
ans. „Ég mun leggja áherslu á það eins og ég hef
gert að sá vegur verði byggður upp hratt og vel og
eins öruggur og nokkur kostur er. Ég veit alveg
hvað til míns friðar heyrir í þeim efnum,“ sagði
Sturla en í samtali við Morgunblaðið sagði hann
jafnframt að samgönguráð vildi fara 2+1 leiðina
en að hans tillaga væri eftir sem áður 2+2.
Samgönguáætlunin er nú til meðferðar í þing-
flokkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og
verður í framhaldinu lögð fram sem þingsályktun-
artillaga. Stjórnarandstöðuþingmönum þykir
áætlunin hafa verið heldur lengi í vinnslu. „Það er
kominn febrúar, það á að klára þing fyrir miðjan
mars og samt bólar ekki enn á áætluninni á borð-
um þingmanna. Þetta er auðvitað engin frammi-
staða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmað-
ur Vinstri grænna.
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjáls-
lyndra, sagði þetta mál sanna enn og aftur ægi-
vald ráðherra. „Hér gengu menn um sveitir í próf-
kjöri, t.d. framsóknarmanna fyrir stuttu með
hæstvirtan landbúnaðarráðherra Guðna Ágústs-
son í broddi fylkingar, þar sem þeir lofuðu Suður-
landsvegi 2+2. Hvers vegna skyldi það vera að
samgönguáætlunin hafi ekki komið fram fyrir það
prófkjör? Er það algjör tilviljun?“
Ekki gengið á rétt Sunnlendinga
Björgvin spyr hvort Suðurlandsbraut sé 2+1 eða 2+2 í nýrri samgönguáætlun
ÞETTA HELST …
● Þingfundur hefst á mánudag
klukkan 15 með óundirbúnum fyr-
irspurnum.
Dagskrá þingsins
Ríkisstjórnin hef-
ur dregið lappirn-
ar í fangelsismál-
um og fjármunir
hafa ekki verið til
staðar til að fylgja
eftir góðri vinnu
Fangelsismála-
stofnunar. Þetta
er mat Kolbrúnar
Halldórsdóttur,
þingmanns VG,
en hún vakti athygli á hópuppsögnum
fangavarða á Alþingi í gær. „Þarna er
stétt sem við leggjum gríðarlega
ábyrgð á, fólk sem glímir við undir-
mönnun, býr við mikla áhættu í starfi
og gríðarlegt áreiti, bæði líkamlegt
og andlegt. Þessu fólki finnst ekki
nægilegur stuðningur við sín mikil-
vægu störf þegar það gerist sem
gerst hefur að það hefur dregist svo
mikið sem raun ber vitni aftur úr við-
miðunarstéttum sínum sem eru lög-
reglumenn og tollverðir,“ sagði Kol-
brún.
Dómsmálaráðherra var ekki á
þingfundinum og Arnbjörg Sveins-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
hvatti Kolbrúnu til að taka málið upp
utan dagskrár að ráðherra viðstödd-
um. „Þá gæti eðlileg umræða farið
fram um málefnið. Ég dreg ekkert úr
því að auðvitað er þetta alvarlegt
ástand ef svona mun fara,“ sagði Arn-
björg en bætti við að umræður um
kjarasamninga ættu ekki heima á Al-
þingi. „Kjarasamningar eru í höndum
stéttarfélaga og viðsemjenda þeirra
og eiga heima á þeim vettvangi. Ég
held að við bætum ekkert úr með því
að ræða þá hér,“ sagði Arnbjörg.
Stjórnvöld
hafa dregið
lappirnar
Kolbrún
Halldórsdóttir
EINS EINFALT
OG AÐ LÍTA
TIL HLIÐAR
Fáðu nánari upplýsingar um EIGÐU AFGANGINN hjá ráðgjöfum í næsta útibúi, í Þjónustuveri í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is.
Skráðu þig í EIG?U AFGANGIN
N á www.glitnir.is
3.030 KR. 3.500 KR. 470 KR
.
EIGÐU AFGANGINN er ný
jung sem gerir þér kleift a
ð leggja fyrir í hvert skipti
sem
þú borgar með debetkorti
Glitnis. Þú velur að hækk
a upphæðina sem þú kau
pir
fyrir upp í næstu 100, 50
0 eða 1.000 kr. og mismu
nurinn leggst sjálfkrafa in
n á
sparireikning að þínu vali
. Það hefur aldrei verið ei
ns einfalt að safna pening
um!
E I G ? U A F G A N G I N N
SPARAÐU MEÐ DEBETKO
RTINU
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
7
7
4
1
● Þótt þingmenn séu flestir mjög
vanir ræðumenn kemur það fyrir að
spaugilegar setningar læðast inn í
málflutning þeirra. Þannig vakti einn
þingmaður athygli á því að nú væri
„gjörbreytt landslag í siglingum við
landið“. Annar sagði ríkisstjórnina
hafa dregið lappirnar með buxurnar á
hælunum og sá þriðji sagði Fram-
sóknarflokkinn „hafa gengið á bak
við orð sín og lagt öll sín kosningalof-
orð á hilluna“.
Með buxurnar
á hælunum