Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ SETTUM sjálf af stað vinnu í upphafi árs því það var augljóst að eitthvað þurfti að gera í mál- inu,“ segir Signý Sigurðardóttir, forstöðumaður flutningasviðs Sam- taka verslunar og þjónustu, um reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms. Vinnuhópurinn hefur þegar haldið tvo fundi og er ætlunin að funda á næstunni með lögreglu og kynna tillögur um breytingar á reglugerðinni. Signý segir öryggisstjóra flutn- ingafyrirtækja hafa bent sér á að reglugerðin væri beinlínis ekki rétt og í raun handónýt. Undir það tekur Sigurður Svavarsson, rekstrarstjóri aksturssviðs hjá Húsasmiðjunni. „Þó að einhverjum reglugerðar- stúf sé hent fram er t.a.m. ekkert talað um úr hverju búnaðurinn á að vera. Það getur ekkert fyr- irtæki bara farið í það að kaupa búnað fyrir margar milljónir þegar ekki liggur fyrir hvort það sé rétt- ur búnaður, þar sem slíkt hefur ekki verið gefið út.“ Sigurður hef- ur kannað búnað fyrir flutninga- bifreiðar sem lögboðinn er sam- kvæmt reglugerð og segir t.a.m. styttur ekki notaðar annars staðar en til að flytja lausa trjáboli og slíkt, ekki rígbundin timburbúnt. Hann segir hins vegar alveg ljóst að flutningafyrirtæki séu farin að binda farm betur. „Það er verið að reyna að finna einhverja leið í þessu og það verða allir að koma að því.“ Myndin hér að ofan var tekin fyrir skemmstu af flutningabifreið Húsasmiðjunnar. Samkvæmt reglugerðinni er frágangur farms- ins ólöglegur en Sigurður bendir hins vegar á að bindingarnar séu vel traustar, t.a.m. séu bindingar á aftari vagni með 24 tonna þol en farmurinn sé tíu til tólf tonn. Í góðum farvegi Guðbrandur Sigurðsson, varð- stjóri umferðardeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, segir mikið búið að vinna að þessum málum að undanförnu og að frá- gangur flutningafyrirtækja hafi verið að þróast til betri vegar. „Þetta mál er í býsna góðum far- vegi og á meðan menn eru að tala saman á þeim grunni að vilja bæta öryggi og allir eru sammála um það þá erum við sæmilega sáttir,“ segir Guðbrandur sem hefur verið boðaður á fund um miðjan mánuð. „Þeir vilja meina að þetta sé ill- framkvæmanlegt miðað við þarfir flutninga í dag. Við eigum eftir að heyra þeirra sjónarmið og vænt- anlega verða lagðar fram tillögur og útskýringar á því hvernig þess- um málum er háttað annars stað- ar.“ Hann tekur hins vegar fram að á meðan gildandi reglur séu við lýði verði að framfylgja þeim. Reglugerðin ónýt Morgunblaðið/Júlíus Ólögmætt? Flutningafyrirtæki telja að reglugerðinni beri að breyta. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UMFERÐAREFTIRLIT lögreglu verður aukið og fleiri hraðamynda- vélum komið fyrir við þjóðvegi landsins samkvæmt samstarfssamn- ingi milli ríkislögreglustjóra, Um- ferðarstofu og Vegagerðarinnar sem undirritaður var í gær. Lögregla fær með samningnum 218 milljónir aukalega á næstu tveimur árum sem m.a. verða notaðar til að fjölga starf- andi lögreglumönnum og til að kaupa upptökubúnað í 32 lögreglu- bíla og -mótorhjól sem gerir lög- reglumönnum kleift að vera einir að störfum við umferðareftirlit. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur samstarfssamningur um sérstakt og aukið umferðareftirlit sem Umferð- arstofa, f.h. samgönguráðuneytisins, gerir við lögreglu. Í fyrra var 65 milljónum varið í þetta verkefni. Grundvöllur samninganna er um- ferðaröryggisáætlun sem gildir til 2008. Hrein viðbót við eftirlitið Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra lagði áherslu á það í gær að þau verkefni sem samið hefði verið um myndu á engan hátt draga úr öðrum verkefnum eða hefðbundnu eftirliti lögreglu heldur yrði þetta „hrein viðbót við þær öryggisráð- stafanir sem þegar eru gerðar af hálfu lögreglunnar.“ Tæplega helmingur þeirra 218 milljóna sem um var samið renna til tækjakaupa. Þar af verður um 40 milljónum varið til að kaupa átta lög- reglumótorhjól sem verða búin rat- sjárbúnaði með myndavél (á ensku: Eyewitness). Öll bifhjólin fara til notkunar á höfuðborgarsvæðinu og verða fyrst og fremst notuð við um- ferðareftirlit. Umferðarstofa mun einnig fjármagna kaup á sex ratsjár- tækjum með myndavélum á mótor- hjól sem eru í notkun og 18 slík tæki sem sett verða í lögreglubíla, sam- tals fyrir um um 36 milljónir króna. Einnig fjármagnar Umferðarstofa kaup á 11 öndunarsýnamælum og meðfylgjandi tölvubúnaði og Vega- gerðin mun fjármagna kaup á 16 hraðamyndavélum auk búnaðar sem verða þær afhentar ríkislögreglu- stjóra. Þá mun Umferðarstofa á samningstímanum greiða fyrir tvö stöðugildi hjá ríkislögreglustjóra til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta úr hraðamyndavél- um, samtals að hámarki 28 milljónir. Tæplega 100 milljónum verður varið í sérstakt umferðareftirlit lög- reglunnar á helstu þjóðvegum lands- ins og á að leggja sérstaka áherslu á eftirlit við þekkta slysastaði. Síðustu tvö ár hefur „sérstöku um- ferðareftirliti“ samkvæmt samning- um sem þessum verið sinnt af lög- reglumönnum í yfirvinnu. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði í gær að nú yrði bætt við lögreglumönnum til að sinna þessu eftirliti en þannig mætti nýta fjármunina betur. Að- spurður sagði hann rétt að undanfar- ið hefði reynst erfitt að fá nægilega marga lögreglumenn til starfa en að það myndi breytast með útskrift stórra árganga úr lögregluskólanum á næstunni. Að einhverju leyti yrði eftirlitinu þó sinnt með yfirvinnu til að byrja með. Hann bjóst við að mestallur búnaðurinn sem lögregla fær með samningnum yrði kominn í hús í maí. 218 milljónir til að efla umferðareftirlit Mikið keypt af rafrænum búnaði til hraðaeftirlits Morgunblaðið/Júlíus Rafrænt vitni Ratsjárbúnaði með myndavél verður komið fyrir í 32 farar- tækjum lögreglu. Unnar Már Ástþórsson varðstjóri aðgætir búnaðinn. TILKYNNT var í gær að Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hefði verið skipaður formaður umferðarráðs. Forveri Kjartans í formannsstóln- um er Óli H. Þórðarson sem lét af störfum í fyrra en Óli hóf störf sem framkvæmdastjóri ráðsins árið 1978 og tók við formennsku árið 2002. Kjartan Magnússon er fæddur 5. desember 1967. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1988 og stundaði nám í sagn- fræði við Háskóla Íslands 1990–1993. Á árunum 1991–1999 var hann blaðamaður á Morgunblaðinu, að hluta til með námi, og frá þeim tíma borgar- fulltrúi auk þess sem hann sinnti blaðamennsku og ráðgjafarstörf- um. Meðal póli- tískra starfa Kjartans má nefna að hann sat í samstarfsnefnd um löggæslumálefni í Reykjavík 1998–2002 og hann var formaður nefndar um umferðaröryggismál í Reykjavík 2002–2007. Nýr formaður umferðarráðs Kjartan Magnússon ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra segir að helsta ástæðan fyrir því að hún fór ekki eftir tilnefningu Blaðamanna- félags Íslands (BÍ) í sérfræðinga- nefnd norræna blaðamannamið- stöðvarinnnar NJC í Árósum sé það umbreytingarskeið sem skólinn gangi nú í gegnum. Hætta hefði ver- ið á hagsmunaárekstrum með því að tilefna starfsmann háskóla. BÍ tilnefndi þau Birgi Guðmunds- son, lektor við Háskólann á Akur- eyri, sem aðalmann og Svanborgu Sigmarsdóttur sem varamann í sér- fræðinganefndina. Ráðherra skipaði hins vegar Ólaf Þ. Stephensen, að- stoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem aðalmann og Elfu Ýr Gylfadóttur, deildarstjóra fjölmiðladeildar menntamálaráðuneytisins, sem varamann. Arna Schram, formaður BÍ, undr- ast að aðrir en þeir sem félagið til- nefndi hafi verið skipaðir og bendir á að í 50 ára sögu miðstöðvarinnar sé þetta í fyrsta skipti sem tilnefning stjórnar BÍ sé hunsuð. Hefur hún óskað eftir svörum frá menntamála- ráðherra um hvort ekki sé óskað eft- ir frekara samstarfi BÍ varðandi miðstöðina. Formaður þings nor- rænu blaðamannasamtakanna, Mog- ens Blicher Bjerragård, hefur einnig sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann bendir m.a. á að tilnefning ráðherrans sé þvert á allar hefðir á hinum Norðurlöndunum en þar sem ráðherrar hlusti á tilnefningar fag- samtaka. Þorgerður Katrín sagði í samtali við Morgunblaðið að þar sem hug- myndir um breytingar á miðstöðinni fælu m.a. í sér að nám í blaða- mennsku yrði fært til háskóladeilda í hverju landi hefði henni ekki þótt rétt að skipa háskólamann, þ.e. Birgi Guðmundsson, enda skapaði það hættu á hagsmunaárekstrum. Um varamanninn sagði hún að í breyt- ingaferli væri nauðsynlegt að ráðu- neytið fengi milliliðalausar upplýs- ingar. Aðspurð sagði hún að BÍ hefði ekki verið greint frá þessum sjón- armiðum um tilnefningar fyrirfram. Spurð um skipan Ólafs sagði hún mikilvægt að fá mann sem hefði reynslu af norrænu samstarfi, starf- aði á fjölmiðli en hefði jafnframt tengingu við útgefendur. Taldi hættu á hagsmunaárekstri STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra mun ekki að hafa afskipti af samningi Vegagerðarinnar við Eimskip um rekstur Herjólfs og segir að hið sama gildi um þann samning og aðra verksamninga Vegagerðar. „Þessi hækkun byggist á þessum samningi og samninga verður að standa við,“ sagði Sturla. Um 500 manns tóku þátt í mót- mælum í Vestmannaeyjum í fyrra- dag vegna 12% gjaldskrárhækkunar í farþegaferjunni Herjólfi sem Eim- skip rekur. Elliði Vignisson bæj- arstjóri tók undir með mótmæl- endum og sagði að gjaldskrána þyrfti að endurskoða frá grunni og að Eyjamenn sættu sig ekki við gjaldtöku á þjóðveginum milli lands og Eyja, umfram gjaldtöku af um- ferð um aðra þjóðvegi. Meðal þess sem var krafist var að ekkert gjald yrði innheimt fyrir farþega í bílum með Herjólfi, enda væri slíkt gjald hvergi innheimt annars staðar í vegakerfinu. Ýmislegt þegar gert Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sturla að ráðuneytið gæti ekki og myndi ekki hafa afskipti af samn- ingnum um rekstur Herjólfs og benti á að Vegagerðin gerði verk- samninga við fjölda aðila, þ.á m. þjónustusamn- inga vegna ferju- siglinga sem allir samningar væru gerðir með til- teknum for- sendum um þró- un verðlags. Sturla minnti á að nýbúið væri að taka ákvörðun um verulega styrki til flugs til Vestmannaeyja og að flugið yrði boðið út. „Að mati þeirra sem reka Herjólf telja þeir að það snerti þennan samning að því leyti að með því að ríkið styrki flugið til Eyja, þá versni afkoma í sigl- ingum Herjólfs. Um það vil ég í sjálfu sér ekkert segja en þetta sýnir hvað er erfitt að uppfylla allar óskir í þessu samhengi. Ég tel að ég sem samgönguráðherra hafi gert allt það sem ég hef getað til að bæta sam- göngurnar við Eyjar; fjölga ferðum Herjólfs, styrkja flugið og byggja upp aðstöðuna á Bakkaflugvelli. Þannig að það er nú ýmislegt sem hefur verið gert,“ sagði hann. Spurður um álit á tillögum Eyja- manna til breytinga á gjaldskránni sagði Sturla m.a. að þessi rök hefðu áður komið fram og benti á að greitt væri fyrir hvern farþega í flugi. Samningnum um Herjólf ekki breytt Ekki hægt að taka upp þennan samning frekar en aðra verksamninga Sturla Böðvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.