Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.02.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Úrvalsvísitala kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 0,68% í við- skiptum gærdagsins og var skráð 7.091,4 stig. Velta á hlutabréfa- markaði var 12.340 milljónir króna og fjöldi viðskipta 546. Hlutabréf Atlandic Petroleum hækkuðu mest í gær eða um 1,42%. Bréf Teymis hækkuðu um 1,33% og bréf Atorku um 1,23%. Bréf Eim- skips lækkuðu mest eða um 1,23% og bréf Össurar um 0,9%. Enn hækka hlutabréf ● Eimskipa- félagið er að skoða rekstur Pósthússins hf. en engin ákvörð- un liggur fyrir um kaup á félaginu, að því er Heiðrún Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri starfsmannaþró- unar og sam- skipta Eimskipafélagsins, segir í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki neitt frágengið eða yfirtekið. Hins vegar hefur einn starfsmaður Eimskipafélagsins verið að skoða rekstur og dreifikerfi Póst- hússins. Eimskipafélagið hefur ekki rekið sambærilegt dreifikerfi eins og kerfi Póstshúsins en við erum að athuga hvort einhver tækifæri leynist í þess- um rekstri fyrir okkur,“ segir Heiðrún. Eimskip skoðar starf- semi Pósthússins hf. Heiðrún Jónsdóttir ● STJÓRN bandaríska seðlabank- ans ákvað í fyrradag að halda stýri- vöxtum bankans óbreyttum, 5,25%, eins og þeir hafa verið frá því í júní á síðasta ári. Þetta er í samræmi við spár sérfræðinga á fjár- málamarkaði. Bankastjórnin sagði í tilefni af ákvörðun sinni að nokkur hætta væri á því að verðbólga ykist í Bandaríkjunum. Í frétt á fréttavef bandaríska blaðsins New York Tim- es segir að þessi varnaðarorð bankastjórnarinnar gefi til kynna að við því sé að búast að stýrivextirnir verði óbreyttir að minnsta kosti um „fyrirsjáanlega framtíð“. Óbreyttir stýrivextir vestanhafs ATVINNULEYSI í Færeyjum fór minnkandi allt síðasta ár. Uppgang- ur í atvinnulífinu leiddi til þess að at- vinnuleysi fór úr 3,6% í janúar í 2,1% í desember. Þá voru að meðaltali 765 manns atvinnulausir. Þetta er minnsta atvinnuleysi í þrjú ár en minnst var atvinnuleysið árið 2002. Atvinnuleysi var allt árið minna hjá körlum en konum en hjá báðum kynjum minnkaði atvinnuleysið allt árið og munurinn milli kynjanna minnkaði einnig. Atvinnuleysi fólks undir 55 ára aldri minnkaði mikið og var vel undir 2% í árslok. Atvinnuleysi eldra fólks minnkaði ekki eins mikið og var mun meira en hjá yngra fólkinu. Mest atvinnuleysi á Norðureyjum Væru ákveðin landsvæði á eyjun- um 18 tekin fyrir brá reyndar svo við að atvinnuleysi á Norðureyjunum jókst á tímabilinu marz til ágúst. Það dró svo úr því um haustið og í desem- ber var atvinnuleysi þar minna en í ársbyrjun. Það er athyglisvert að árstíða- bundnar sveiflur í atvinnuleysi koma mismunandi út hjá kynjunum. Flest árin hefur atvinnuleysi kvenna verið meira en karla. Þegar atvinnuleysi eykst bitnar það fyrr á körlum en konum eins og var frá árinu 2002. Þá hélt atvinnuleysi kvenna áfram að minnka, í eitt og hálft ár, en jókst á sama tímabili hjá körlum. Þegar lifn- aði yfir atvinnulífinu á ný dró strax úr því hjá körlum en það leið nærri eitt ár áður en atvinnuleysi kvenna minnkaði á ný. Atvinnuleysi í Færeyjum minnkaði á síðasta ári Atvinnuleysi 2,1% og hefur ekki verið minna í þrjú ár arnar muni því ekki hafa önnur áhrif en jákvæð þegar og ef Sterling skilar hagnaði. Styttri útgáfa á greininni var birt á vef blaðsins og var í gær ein mest lesna viðskiptafréttin á vef Bør- sen. Í greininni kemur fram að skuldir Sterling hafi numið um 14,4 milljörð- um íslenskra króna í lok ársins 2005 en þar af voru tæpir fimm milljarðar vegna fyrirframgreiddra tekna sem er algengur skuldapóstur hjá flug- félögum. En öðrum skuldum hefur verið létt af félaginu. Sterling orðið nær algerlega skuldlaust Áform Dana um skattbreytingar gætu haft víðtæk áhrif Óvænt Skattbreytingar dönsku ríkisstjórnarinnar koma ekki illa við Sterling þar sem flugfélagið er nú „óvænt skuldlaust“. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞAÐ ER útbreidd skoðun í dönsku viðskiptalífi að fjárfestingar Íslend- inga þar hafi einkum verið í formi skuldsettra yfirtakna og að félög á þeirra vegum séu hlaðin skuldum. Nú liggur fyrir að verði tillögur dönsku ríkisstjórnirnar um lækkun tekju- skatts á fyrirtæki samþykktar í nú- verandi mynd, þar sem jafnframt verður þrengt að ýmsum frádráttar- möguleikum, myndi það koma hart niður á skuldsettum félögum, m.a. fasteignafélögum eins og t.d. Keops sem yfirleitt vinna með lágt eiginfjár- hlutfall. Rétt er þó að taka fram að skattalækkunaráformunum hefur auðvitað verið fagnað af dönsku at- vinnulífi enda munu þarlend fyrir- tæki upp til hópa njóta góðs af lækk- unum. Skuldaði 14,5 milljarða En að því sögðu kemur það kannski ekki á óvart að danskir blaðamenn velti sérstaklega fyrir sér áhrifunum af skattabreytingunum á fyrirtæki í eigu Íslendinga enda ekki örgrannt um að þau séu talin meintir stórskuld- arar uns annað hefur verið sannað. Nú er þó ljóst að þetta á að minnsta kosti alls ekki við um lággjaldafélagið Sterling sem er svo gott sem skuld- laust að því er kemur fram í grein Børsen undir fyrirsögninni „Sterling óvænt skuldlaust“. Skattabreyting- Í HNOTSKURN »Dönsk stjórnvöld erumeð tillögu um tekju- skattslækkanir sem gætu komið skuldsettum félögum illa. »Haft er eftir Pálma Har-aldssyni í Børsen að Sterling hafi létt á skuldum, selt flugvélar og fasteignir og miklar breytingar orðið á efnahagnum. FÉLAGIÐ Icetec, sem er í eigu Inga Guðjóns- sonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lyfju, hef- ur keypt 61% hlut Lyfju í Litís ehf. Það félag rek- ur keðju apóteka í Litháen, undir merkjum Farma. Eftir kaupin á Ingi 95% eignarhlut í Litís en Lyfja heldur eftir 5% hlut. Í tilkynningu vegna þessara viðskipta segir að félögin stefni að því að eiga með sér samstarf um mögulegan innflutning á lyfjum og fleira til hagræðingar fyrir báða aðila. Litís rekur 47 apótek í Litháen sem flest eru staðsett í Vilníus og Kaunas, tveimur stærstu borgum landsins. Segir í tilkynningunni að und- irbúningur sé hafinn að því hjá Litís að hefja apó- tekastarfsemi í öðru landi Austur-Evrópu.. Það land er þó ekki tilgreint. Ingi Guðjónsson er annar stofnenda Lyfju og var framkvæmdastjóri félagsins þar til í maí á síð- astliðnu ári. Hann er jafnframt einn af stofnend- um Litís og stjórnarformaður þess félags frá árinu 2004. Frekari uppbygging í Austur-Evrópu Haft er eftir Inga í tilkynningunni að með þess- um kaupum hyggist hann einbeita sér að frekari uppbyggingu apóteka í Austur-Evrópu. Hann telji mikil tækifæri fólgin í því að taka enn meiri þátt í þeirri uppsveiflu sem nú eigi sér stað á þessu markaðssvæði. Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, segir í tilkynningunni að Lyfja muni ein- beita sér að rekstri verslana sinna hér á landi sem reknar séu undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins, auk heildverslunarinnar Heilsu ehf. Kaupir meirihluta í Litís Félag í eigu Inga Guðjónssonar kaupir hlut í keðju apóteka í Litháen af Lyfju Selur Lyfja selur 61% hlut í félaginu Litís. NORRÆNA kauphöllin OMX hefur birt árs- uppgjör sitt og var hagnaður af rekstri félagsins tæpir 8,9 millj- arðar íslenskra króna á síðasta ári. Hagnaður fé- lagsins árið 2005 nam 5,3 millj- örðum íslenskra króna og er því aukningin milli ára tæp 70%. Magnus Böcker, stjórn- arformaður og framkvæmdastjóri OMX, segir árið 2006 sögulegt að því leyti að tekjur félagsins hafi aldrei áður verið meiri, eða 35.638 milljónir íslenskra króna og jukust um 13% á milli ára. OMX festi kaup á Kauphöll Ís- lands á síðasta ári og voru bréf fé- lagsins skráð á Aðallista Kauphall- arinnar 1. desember sl.. Engin viðskipti hafa þó verið með bréf fé- lagsins frá skráningu þess, að því er kemur fram í Vegvísi Lands- bankans. Hagnaður á hlut jókst um 64% á milli ára og arðsemi eigin fjár nam 20%. Hagnaður á fjórða ársfjórð- ungi var um 2,9 milljarðar ís- lenskra króna og var yfir vænt- ingum sem voru um 2,8 milljarða króna. Meðalvelta á sólarhring í OMX-kauphöllunum var um 380 milljarðar íslenskra króna, sem er aukning upp á 37% frá árinu 2005. Heildareignir OMX námu um 127 milljörðum króna undir lok ársins 2006 og jukust um tæp 15% á árinu. OMX hagn- ast um tæpa níu milljarða Magnus Böcker $%#& "# # % ' (&' )   "                   !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6          )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3         14 * + 13 -    !   ($  -  ( 35   "   # $                             !"  # #"  # $ #" !    %# $ "$   "" &%                   (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                   2    2 2     2 2 2 2                 2  2 2                 2  2 2  ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#      2   2 2  2 2 2 2 1@3  3# 3 9 - D 1E       F F "=1) G<    F F HH ;0< 1 ##      F F ;0< . % 9##      F F 8H)< GI J      F F

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.