Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 02.02.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 19 MENNING Frítt til áskrifenda Morgunblaðsins! 10 ókeypis smáauglýsingar á mánuði á mbl.is Auglýstu þar sem umferðin er! Smáuglýsingar Mbl.is er vinsælasti vefur landsins með um 2 milljónir heimsókna á viku og er smáauglýsingavefurinn sá stærsti sinnar tegundar hér á landi. Antík | Atvinnuhúsnæði | Barnagæsla | Barnavörur | Bátar | Bílar | Bílar - aukahlutir | Bílar óskast | Bílaþjónusta | Bókhald | Búslóðaflutningar | Byggingar | Byggingavörur | Byssur | Bækur Dýrahald | Einkamál | Fatnaður | Fellihýsi | Ferðalög | Fornbílar | Fæðubótarefni | Gisting | Golf | Handavinna/föndur | Hannyrðir | Heilsa | Heilsárshús | Heimilistæki | Hjólbarðar | Hjólhýsi | Hljóðfæri Hreingerningar | Húsaviðhald | Húsbílar | Húsgögn | Húsnæði í boði | Húsnæði óskast | Iðnaðarmenn | Íþróttir | Jeppar | Kerrur | Listmunir | Málverk | Mótorhjól | Námskeið | Nudd | Óskast H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA HÓPUR listmálara, sem kallar sig Gullpensilinn, sýnir nú í Gerðarsafni undir yfirskriftinni „Indígó“ sem vísar til hins sérstæða og forna ind- ígólitar. Með vali á lit sem þema samsýningarinnar minna þeir á að liturinn, sem er auðvitað einn af grundvallarþáttum málverksins, geti einn og sér borið uppi merking- arheim þess (þetta ræðir Auður Ólafsdóttir listfræðingur í sýning- arskrá). Myndirnar á sýningu gull- penslanna byggja flestar einnig á frásögn af einhverju tagi, oft í tengslum við þá merkingu sem hug- takið indígó eða blár litur hefur í menningunni. Sé til dæmis litið til skemmti- legrar myndraðar Jóhanns Ludwigs Torfasonar, Leikföng fyrir Ind- ígóbörn, þá fjallar hann þar um börn með geðrænan vanda en að sögn sjá- enda mun ára slíkra barna ind- ígólituð. Indígó liggur einhvers stað- ar á milli bláa litarins og hins fjólubláa en bakgrunnur dúkkuleik- fanganna í verki Jóhanns virðist fjólublár og er líklega stafræn út- gáfa af indígó en verkin eru unnin í tölvu. Dúkkurnar gefa í skyn yf- irskilvitlega veröld en minna einnig á fantasíufígúrur hollenska end- urreisnarmálarans Hieronymusar Bosch (1450–1516). Hið undarlega er einnig kveikjan að fínlega unninni og blæbrigðaríkri myndröð Sigríðar Ólafsdóttur þar sem unnið er með portrett af föng- um á Litla-Hrauni. Birgir Snæbjörn Birgisson er á slóðum annarleikans í myndröð af „ljóshærðum hjúkr- unarfræðingum“ eða réttara sagt hjúkrunarnemum sem íklæddir eru bláum nemaskyrtum og hvítri svuntu eins og tíðkaðist áður fyrr. Nálgun Kristínar Gunnlaugs- dóttur er af andlegum, eða trúar- legum toga. Indígóbörnum bregður reyndar einnig fyrir í verkunum – þau sitja umkringd trjám eða í fé- lagsskap síðskeggjaðra öldunga í bláleitu landslagi. Meðferð blárra litatóna er ýkt líkt og til að undir- strika andlegar skírskotanir litarins og hefur þetta í för með sér að lands- lagið virkar óraunverulegt, nánast gervilegt. Í verkinu Eilífðin virðist skegg öldunganna, klæði þeirra og klettarnir sem þeir sitja á, gerð úr sama efninu. Ef til vill er þessi tækni vísvituð hjá Kristínu en fyrir vikið skortir ákveðna „dýnamík“ sem fel- ast þyrfti í markvissari eða ákveðnari formmótun. Verkið Nótt eftir Helga Þorgils Friðjónsson vísar einnig til hins and- lega. Stjörnur á ógagnsæjum, ind- ígóbláum, nánast svörtum næt- urhimni eru táknaðar með einföldum doppum og strikum svo minnir á kirkjulist fyrri alda og sum íslensk kirkjuloft. Fuglar svífa um myndfletina líkt og frosnir í tíma, eða réttara sagt tímaleysi alheims- ins. Karlmannsfígúra, sem situr íhugul, á ef til vill að vera hæfilega bernsk en veikleikar í anatómíunni draga að sér athygli. Gætir hér hugsanlega þreytu hjá listamann- inum í vinnslu þeirrar sjálfsmynd- arfígúru sem sést í flestum verkum hans? Áhrif frá austurlenskri speki sjást í verkum Daða Guðbjörnssonar. Í Ljóði til jarðarinnar sést vísir að ferskum og spennandi vinnubrögð- um fyrir miðri mynd þar sem sýnist vera austurlenskur dreki í gulum, grængulum og bleikum litatónum. Þessi myndhluti er ólíkur flestu, ef ekki öllu sem áður hefur sést í ís- lensku málverki. Daði mætti hins vegar hafa aðeins meiri hemil á hin- um alkunnu „krúsidúllum“ sínum. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson vinnur með birtingarmynd blámans í efnisveruleikanum – og þá fremur vatns en himins og fjalla. Eintóna, blátt verkið Brúará Indígó, sem virðist reyndar við fyrstu sýn vera næturhiminn, er af vatnsyfirborði árinnar en nær ekki að gefa í skyn undirliggjandi ólgu. Yfirborð árinn- ar er brotið upp í iðandi afstrakt lita- samspil í Brúará indígó II og þar skapar listamaðurinn hreyfingu og spennu á myndfletinum. Vel heppnuð verk JBK Ransu og Sigurðar Árna Sigurðssonar eru óhlutbundin og byggjast á hring- forminu. Litaðar plexíglerplötur hins síðarnefnda varpa breytilegum skuggamyndum á strigaklæddan vegg salarins – og þær líta út eins og málverk, unnin beint á vegginn. Í verkum Ransu birtast skemmtilegar form- og litrænar rannsóknir, lík- lega með indígó innanborðs, þar sem „geislabaugar“ keppa um athygli augans – og örva skynjunina. Frá- sögnin læðir sér inn í myndröð eftir Ransu á neðri hæð safnsins, eins konar myndasögu þar sem óhlut- bundin verk verða kveikja ímynd- unarafls sýningargesta. Indígóliturinn kemur við sögu hjá Eggerti Péturssyni sem gerir til- raunir með uppbyggingu og samspil lita en hvítir sveipir í öðru verki hans ljá því ýkt yfirbragð sem teng- ist fölum, postulínsvængjuðum fiðr- ildaskúlptúrum Birgis Snæbjarnar þar hjá, sem fyrir sitt leyti minna á flórsykurhúðað kökuskraut. Segja má að í fiðrildum Birgis nái kitsið, sem margir gullpenslanna daðra við, sannkölluðu „flugi“. Indígóliturinn kemur mismikið við sögu á þessari fjölbreyttu sýn- ingu en hann myndar tengingu á milli ólíkra myndlistarmanna og beinir athygli sýningargesta að sí- gildum byggingarþáttum málverks- ins – lit og frásögn. Frásögn litarins Morgunblaðið/Golli Nótt Helgi Þorgils Friðjónsson er á meðal þeirra sem á verk á sýningunni. MYNDLIST Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Til 11. febrúar 2007 Opið þri.–sun. kl. 11–17. Aðgangur kr. 400. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 200. Hópar (10+) kr. 300. 12 ára og yngri: ókeypis. Ókeypis á föstudögum. Gullpensillinn – Indígó Anna Jóa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.