Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16 Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6 Fjarðarkaupum Lífsinslind í Hagkaupum Heilsuhúsið Selfossi Kelp Fyrir húð, hár og neglur VÉLSLEÐAMAÐURINN sem lenti í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli fyrir tæp- lega tveimur vikum er kominn til meðvitundar. Manninum, sem er á fimmtugs- aldri, var haldið sofandi í önd- unarvél þangað til í gær en honum líður nú mun betur en áður, að sögn lækningaforstjóra FSA, og eru horfur taldar góðar á því að honum muni heilsast vel. Maðurinn er reyndar ennþá í öndunarvél. Eins og fram kom á sínum tíma lenti maðurinn í snjóflóði og grófst tvo metra niður. Félagar mannsins náðu honum mjög fljótt úr flóðinu og tókst að blása í hann lífi. Maðurinn vakn- aður en er enn í öndunarvél Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KOMIÐ verður á fót vélhjólasafni til minningar um Akureyringinn Heið- ar Jóhannsson, einn kunnasta vél- hjólamann landsins í gegnum tíðina. Það er ósk vina Heiðars, sem ætla að gera hugmyndina að veruleika, að safnið verði á Akureyri og eru þreif- ingar þegar hafnar um að það verði á safnalóðinni við Krókeyri. Gamall draumur „Þetta er gamall draumur Heið- ars. Hann vildi ólmur koma upp svona safni og var farinn að leita að húsnæði áður en hann dó,“ sagði bróðir hans, Jón Dan Jóhannsson, í samtali við Morgunblaðið í gær. Heiðar safnaði vélhjólum og átti hátt í 30, af ýmsum stærðum og gerðum, þegar hann lést af slysförum í fyrra- sumar. Jón Dan segir um 20 hjól- anna í sýningarhæfu ástandi eins og er og „sum þeirra eru miklir dýr- gripir,“ segir hann. Fimm manna nefnd vina Heiðars hefur unnið að undirbúningi þess að koma safninu á fót. Stefnt er að því að stofna sjálfseignarfélag um rekst- urinn og hefur fjölskylda Heiðars hefur þegar ákveðið að öll hjól sem hann átti verði gefin safninu. Vonast er til þess að þar verði alls 50–70 vélhjól þegar safnið verður opnað, en fjöldi fólks víða um land hefur gefið vilyrði fyrir því að lána hjól til safnsins tímabundið þannig að reikna má með því að sýningin verði mismunandi frá einum tíma til annars. Hluti af vélhjólasafni Heiðars heitins var sýndur í glugga Símans í göngugötunni 17. júní í hittiðfyrra kom að þar stóð glæsilegt hjól, Ariel Red Hunter, árgerð 1945 og hann ákvað að gera eigandanum tilboð í hjólið. „Ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að eignast það,“ sagði Heiðar í viðtalinu. Ljóst er að vélhjólasafnið er mik- ils virði. Heiðar treysti sér, í áð- urnefndu viðtali, ekki til þess að meta það – sagði það hafa kostað sig mikið en hann sæi ekki eftir einni einustu krónu. Heiðar lést sem fyrr segir af slys- förum í fyrrasumar, 52 ára. og vöktu gripirnir mikla athygli veg- farenda þann dag. Dýrmætt safn Heiðar sagði í viðtali við ofanrit- aðan í sunnudagsblaði Morgun- blaðinu árið 1998 að hann hefði sett sér það markmið að eiga tíu hjól þegar hann yrði fertugur en þegar sá dagur rann upp átti hann „ekki nema“ níu. Um kvöldið var hann á gangi í Norðurgötunni og fannst glampa á eitthvað þegar honum varð litið inn um kjallaraglugga. Í ljós Safn til minningar um Heiðar Vélhjólasafni komið á fót í nafni Heiðars heitins Jóhannssonar á Akureyri Á hjólinu Tíkin Rögg fékk gjarnan að vera með Heiðari á mótorhjólum hans. Hér bruna þau inn Eyjafjörð; myndin var tekin vegna viðtals sem Morgunblaðið átti við Heiðar og birtist í sunnudagsblaðinu 13. desember 1998. Í HNOTSKURN » Vinir Heiðars Jóhanns-sonar frá Akureyri ætla að koma á fót vélhjólasafni til minningar um hann. » Hugmyndir eru uppi umað safnið verði á safna- svæðinu á Krókeyri. » Heiðar safnaði vélhjólumog átti hátt í 30 hjól þegar hann lést í fyrrasumar. Morgunblaðið/Þorkell AKUREYRI ÁTTA reykvískir iðnaðarmenn hittust í Viðey haustið 1866 þar sem haldið var upp- boð á strandskipi. Þeir ræddu þar um sam- eiginlegt áhugamál sitt sem var menntun iðnaðarmanna og leiðir til að efla framfar- ir í iðnaði hér á landi. Í framhaldi af því var félagið formlega stofnað 3. febrúar ár- ið 1867. Stofnfélagar voru þrjátíu og einn og allir iðnaðarmenn í Reykjavík. Til- gangur félagsins var að efla og styrkja samheldni meðal iðnaðarmanna, stuðla að framförum, efla menntun og styðja íslenskt framtak í rekstri iðnfyrirtækja. 1893 Sveinspróf íslenskra iðnaðar- manna flytjast hingað frá Danmörku. Fyrsta löggjöf um iðnnám samþykkt á Al- þingi. 1903 Fyrsta reglugerð um iðnnám stað- fest í Stjórnartíðindum 28. desember. 1904 Iðnskólastarf hefst um haustið og var það upphaf Iðnskólans í Reykjavík. Kennt í Vinaminni í Grjótaþorpi. 1906 Iðnskólinn í Reykjavík hóf kennslu í nýju húsi við Tjörnina. Skólinn var þar til húsa allt til ársins 1955. 1924 Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík beitti sér fyrir því að reisa Ingólfi Arn- arsyni minnismerki á Arnarhóli sem gjöf til íslensku þjóðarinnar. 1926 Baðstofa iðnaðarmanna og helsta perla iðnaðarmannafélagsins var innréttuð í Iðnskólanum. 1955 Iðnskólinn flytur í nýbyggingu á Skólavörðuholti. Ríkissjóður og Reykjavík- urbær taka við rekstri skólans. Lauk með því aðkomu Iðnaðarmannafélagsins að rekstri Iðnskólans í Reykjavík. 1967 Iðnaðarmannafélagið gefur Reyk- víkingum borgarstjórakeðjuna í tilefni af aldarafmæli sínu. Keðjan er úr silfri, smíð- uð af listamanninum Leifi Kaldal gullsmiði. 2007 Nýsveinahátíð haldin í fyrsta sinn og stefnt að því að hún verði árlegur við- burður. Brot úr sögu Iðn- aðarmannafélags- ins í Reykjavík TENGLAR .............................................. www.imfr.is IÐNAÐARMANNAFÉLAG Reykjavíkur efnir í fyrsta sinn til Verðlaunahátíðar nýsveina 2007 á morgun, laugardaginn 3. febrúar, kl. 16, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tilefni hátíðarinnar er 140 ára afmæli félagsins, en það var stofnað 3. febrúar 1867. Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, er verndari hátíð- arinnar á morgun. Þar mun Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytja há- tíðarræðu og Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri ávarpa hátíðargesti. Til hátíðarinnar hefur verið boðið formönnum sveina- og meist- arafélaga, formönnum sveins- prófsnefnda, skólameisturum iðn- og starfsmenntaskóla, fé- lögum úr Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík, nýsveinum og að- standendum þeirra. Tjarnarsalur Ráðhússins verður skreyttur há- tíðarfánum sveina- og meist- arafélaga um land allt í tilefni dagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunahátíð nýsveina er hald- in hér á landi, en fyrirmyndin er sótt til iðnaðarmannafélagsins í Kaupmannahöfn. Þar munu þrettán sveinsprófsnemar, sem luku sveinsprófi á nýliðnu ári með framúrskarandi góðum ár- angri, fá heiðursviðurkenningar. Háskólinn í Reykjavík mun veita nýsveinum sem skara fram úr verðlaun í formi námsstyrks sem jafngildir einni önn í tækni- og 1955 að hið opinbera tók við. Eins reisti félagið Iðnó við Tjörnina. Formaður Iðnaðarmanna- félags Reykjavíkur er Ásgrímur Jónasson, rafvirki og rafmagns- iðnfræðingur. ur er á meðal elstu starfandi fé- laga landsins. Margt hefur á dagana drifið í sögu þess. Meðal þess sem félagið fékk áorkað var að fá sveinsprófin heim til Ís- lands og að reka Iðnskólann í Reykjavík í hálfa öld, allt til verkfræðideild skólans. Iðn- mennt, félag iðn- og starfs- menntaskóla, mun heiðra nem- endur sem luku námi á starfsnámsbraut á liðnu ári með afburða árangri. Iðnaðarmannafélag Reykjavík- Nýsveinahátíð og 140 ára afmæli iðnaðarmanna Keðjan afhent Geir Hallgrímsson borgarstjóri tók við borgarstjórakeðjunni, sem Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykvíkingum í tilefni 100 ára afmælis félagsins 3. febrúar 1967. Það var Ingólfur Finn- bogason, formaður iðnaðarmanna, sem afhenti borgarstjóra keðjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.