Morgunblaðið - 02.02.2007, Page 24

Morgunblaðið - 02.02.2007, Page 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það má eiginlega segja aðáhuginn á matargerð hafikviknað þegar ég bjó einúti í New York fyrir tíu ár- um, þar sem ég starfaði í tvö ár. Þá fór ég að prófa mig áfram og síðan þá hefur áhuginn vaxið jafnt og þétt, þó svo ég líti ekki á mig sem neinn meistarakokk,“ segir Björg Sæ- mundsdóttir. „Í húsinu þar sem ég bjó var röð veitingastaða fyrir neðan og á kvöld- in lagði hvítlaukslyktina inn um gluggana hjá mér og varð oft inn- blástur í matargerðina.“ Hún segir það hafa verið frábært að kaupa í matinn í New York og oftar en ekki hafi leiðin legið í svokallaðar sæl- kerabúðir þar sem hægt var að fá allt sem hugurinn girntist. Reglu- lega hóaði hún í þá Íslendinga sem hún var í sambandi við þar ytra, sló upp veislu og spreytti sig í matseld- inni. „Þar lærði ég meðal annars að meta ólívur, sushi, kaffi og annað góðgæti sem hefur síðan verið ómissandi hluti tilverunnar.“ Ferskt krydd nauðsynlegt „Eitt það skemmtilegasta við mat- argerðina er að prófa sig áfram og gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn. Þegar ég fæ uppskrift hjá öðr- um eða er að leita að einhverju nýju, þá skoða ég gjarnan nokkrar upp- skriftir og sýð saman úr þeim mína eigin. Tek út það sem mér finnst ekki spennandi og bæti við því sem mér þykir gott og ég held að passi saman.“ – En í svona tilraunamennsku, mistekst þér aldrei? Hún hlær, „Jú, jú en mistökin eru yfirleitt ekki af þeirri gerðinni að maturinn verði óætur. Þá set ég á bak á við eyrað þær breytingar sem ég vil gera á réttinum.“ Hún segir gott krydd nauðsynlegt og finnst frábært að nota fersk krydd. „Sjálf er ég mjög hrifin af basilíku og kóríander og passa upp á að það sé til þegar von er á gestum.“ Hún er hrifin af pasta og léttum réttum en segir að það sé ekkert eitt ráðandi eða mest áberandi í sinni eldamennsku, fjölbreytileikinn sé skemmtilegur. Henni finnst þó nauðsynlegt að halda í gamlar hefðir og þar eru íslensk kjötsúpa, kjöt í karrí, soðin ýsa og fiskibollur of- arlega á blaði. „Það verður samt að passa að elda þetta rétt, hvorki of- sjóða né þurrsteikja.“ Pasta eða hveitiklístur? „Annars er ég alin upp við þá skoðun að pasta sé ekki matur held- ur bara hveitiklístur. Pabbi vill helst hafa kjöt í öll mál og var t.d. iðulega lambalæri eða hryggur í hádeginu á sunnudögum í minni barnæsku enda hann sonur kjötiðnaðarmanns. Á heimili foreldra minna sér pabbi oft- ar en ekki um eldamennskuna og gerir það býsna vel. Ég hef lært margt af honum og eitt besta ráðið sem hann hefur gefið mér er það að ganga alltaf frá eftir sig jafnóðum í eldhúsinu. Það er hundleiðinlegt að elda í eldhúsi þar sem allt er út um allt.“ Og í jafn litlu eldhúsi – sem er með því minnsta sem blaðamaður hefur séð – er þetta ráð örugglega jafn mikilvægt því að kveikja á hell- unum. Það er kominn matur og ekki líður á löngu þar til gestirnir fara að dásama pastaréttinn sem Björg útbjó, sérstaklega með pabba sinn í huga. Rétturinn er sneisafullur af sjávarréttum og öðru góðgæti sem okkur sem snæðum hefði ekki dottið í hug að setja saman. Eftirrétturinn er bæði framandi og spennandi en hann prófaði Björg fyrir nokkrum árum þegar hún rakst á uppskriftina í Gestgjafanum. Heit eplin, full af kræsingum og vanilluís tróna nú á toppnum yfir gómsætustu réttina, svo mikið er víst. Það er því orðið nokkuð ljóst að eldhús þarf hvorki að vera risastórt né útbúið nýjustu græjum til að hægt sé að töfra fram ómótstæðilegan mat. Sjávarréttapasta fyrir 4 500 g tagliatelle 200 g humarbitar 200 g hörpudiskur 200 gr. rækjur ½ dós túnfiskur 2 msk capers 2 msk grænn pipar 2 msk furuhnetur 4-5 hvítlauksgeirar smjörklípa 1 Höfðingi (eða annað brie) 1 peli rjómi Ítalskt pastakrydd (frá Pottagöldrum) pipar og salt parmesan ostur steinselja Byrjið á því að láta vatn renna af sjávarfanginu, pressið hvítlaukinn og setjið á pönnu með smjörklípu. Léttsteikið humarbitana og hörpu- diskinn. Sjóðið pastað, gott er að setja smá olíu og salt út í vatnið. Á meðan pastað sýður: skerið niður ostinn og bræðið saman við rjómann á vægum hita. Þegar pastað er soðið, hellið þá vatninu af og setjið pastað á pönnu. Hellið ostasósunni yfir, kryddið með pipar, salti og pastak- ryddi. Bætið furuhnetum, capers og grænum pipar út á. Þá má sjáv- arfangið fara saman við, rækjurnar allra síðast því þær verða vondar ef þær eru of lengi í hita. Stráið rifnum parmesan-osti og fínt saxaðri stein- selju yfir áður en borið er fram. Salat 1 salatpoki – t.d. veislublanda 1 box kirsuberjatómatar 1 lárpera 1 mozzarella kúla smá ólífuolía basilika smátt skorin balsamik sýróp Skolið salatið og skerið tómatana í tvennt. Avókadó og mozzarella skor- ið í teninga. Basilíkan söxuð smátt. Öllu blandað saman, smá ólífuolía yf- ir. Balsamik sýróp til skreytingar rétt áður en borið er fram. Eplasæla Eftirréttur fyrir 4 3 rauð epli 40 g núggat 60 g marsípan 12 pekanhnetur (meira/minna e. smekk) 1-2 msk. sykur 25 g smjör 30 g hjúpsúkkulaðihnappar (ljósir/ dökkir e. smekk) Hitið ofninn í 180°C. Skerið hvert epli í tvennt og hreinsið kjarnann úr þeim með kúlujárni eða teskeið. Skerið þunna sneið neðan af hverj- um eplahelmingi svo að hann getið staðið án þess að velta til og frá. Smyrjið eldfast fat með dálitlu af smjörinu, raðið eplahelmingunum í mótið og dreifið afganginum af smjörinu í smáklípum á milli þeirra. Skerið núggat og marsípan í litla bita. Setjið nokkra bita af hvoru í hvert epli. Skerið pekan-hneturnar niður (ca 2 í hvert epli). Stráið sykri jafnt yfir allt. Setjið í ofninn og bakið í um 20 mínútur eða þar til eplin eru meyr en halda þó enn lögun og mar- sípanið hefur tekið góðan lit. Takið fatið út úr ofninum og setjið nokkra súkkulaðihnappa á hvert epli og látið standa þar til súkkulaðið er bráðið. Berið eplin fram heit/volg með van- illuís eða þeyttum rjóma. Litríkt Salatið sem Björg bar fram með matnum var bragðgott og sneisafullt af hollustu. Vel heppnuð samsetning Sjávarréttapastað er bæði girnilegt og ólýsanlega bragðgott. Eftirréttur Heit eplin koma skemmtilega á óvart og lifa í minningunni. Ómótstæðilegur matur í agnarsmáu eldhúsi Þegar barið er að dyrum í Hafnarfirðinum tekur dásamleg hvítlaukslykt á móti gestum. Hús- freyjan, Björg Sæ- mundsdóttir, er á kafi í eldamennsku með Magneu fjögurra mán- aða dóttur sína á hand- leggnum. Katrín Brynja Hermannsdóttir kíkti á mæðgurnar og fékk að bragða á dýrindis mat Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgur Björg með dóttur sína Magneu sem er fjögurra mánaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.